Morgunblaðið - 26.08.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.08.1999, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Greiðslur úr Atvinnu- leysistryggingasjóði Stefnir í 300 millj- öna króna sparnað LÍKLEGT er að greiðslur úr At- vinnuleysistryggingasjóði á yfir- standandi ári verði yfir 300 milljón- um króna undir þeirri upphæð sem sjóðnum er ætlað í fjárlögum. Gangi það eftir hafa greiðslur úr sjóðnum lækkað um 650 milljónir á síðustu tveimur árum, en atvinnu- leysi á landinu hefur minnkað mik- ið á síðustu árum. Heildarútgjöld Atvinnuleysis- tryggingasjóðs eru, að sögn Sig- urðar P. Sigmundssonar, fjármála- stjóra sjóðsins, 2.656 milljónir á þessu ári og þar af er reiknað með að 2.050 millj. króna fari í atvinnu- leysisbætur. Það sem ber á milli fer m.a. í átaksverkefni. Miklir fjármunir sparast „Okkar spá núna er að greiðslur úr sjóðnum vegna atvinnuleysis- bóta verði um 1.700 tO 1.750 millj- ónir króna, eða 300-350 millj. lægri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þarna eru því að sparast heilmiklir fjármunir," segir Sigurður. Sigurður segir að á fyrra ári hafi sparast, miðað við fjárlög, um 350 milljónir króna vegna at- vinnuleysisbóta. Þá hafi verið reiknað með 2.461 milljón í fjár- lögum til þeirra en greiddar voru út 2.114 milljónir. Heildarfjárlög hafi þá verið 2.910 millj. en heild- arútgjöld 2.589 millj. kr. Leigubíl- stjórar í golfi Flugleiðir hækka fargjöld fyrir jólin LEIGUBÍLSTJÓRAR sem sækja farþega á Keflavíkurflugvöll þurfa oft að bíða lengi eftir far- þegum. Nokkrir ráðagóðir áhugamenn um golf í hópi bíl- stjóranna hafa fundið leið til að nýta tímann og hafa komið sér upp 9 holu „golfvelli" framan við flugstöðina. Eins og sjá má er keppnin hörð en ekki er þó vitað til þess að farþegar hafi verið látnir bíða meðan keppendur ljúka við að pútta. Breytingar í samræmi við hækkanir hjá öðrum fyrirtækjum FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að hækka fargjöld sín erlendis hingað til lands frá því í fyrra, á tímabilinu 17. desember til 31. desember, eða um sama leyti og íslendingar sem búsettir eru erlendis ferðast gjarnan hingað til lands. Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða, segir að þessar hækkanir stafi af verðgjaldahækkunum flugfélaga sem eru markaðsráðandi ytra, t.d. SAS á Norðurlöndunum. Þannig hækkar til að mynda verð flug- miða frá Kaupmannahöfn á þessum tíma um 500 krónur danskar, eða rúm- ar 5.000 krónur íslenskar. Morgunblaðið/Golli Aukinni eftirspurn spáð „Hækkanir geta virst meiri, en þá er yfirleitt um að ræða að fólk sé að fara á milli fargjaldaflokka. Fólk hefur þá oft ferðast á öðrum degi í fyrra eða lent á öðrum skil- málum. Lunginn af jólafluginu er þó fyrir þennan tíma,“ segir hann. „Það er hækkun frá flestum áfangastöðum okkar erlendis yfir jólin og við erum að fylgja for- dæmi heimafélagsins á hverjum stað. Þau leiða þessar hækkanir og tengist það þessum 2000-alda- mótum. Menn eru almennt að spá aukinni eftirspurn í flugi og kem- ur það fram í almennri fargjalda- hækkun. Við hækkum ekki upp á okkar eindæmi á þessum mörkuðum, heldur fylgjumst með því sem markaðurinn er að gera og þetta er að gerast á Norðurlöndunum og víðast hvar annars staðar. Hækk- unin kemur á farmiða sem flogið er með eftir 17. desember og til 31. desember," segir Einar. Aðspurður hvort Flugleiðir hafi ekki séð sóknarfæri í að halda far- gjöldum óbreyttum og vinna þá fremur farþega af öðrum flugfélög- um, segir Einar ekki við því að bú- ast að það hefði haft mikil áhrif á farþegafjölda á þeim árstíma sem um ræðir. „Þetta er hluti af far- gjalda- og tekjustýringu á hverjum tíma. Við höfum ekki verið að græða þau ósköp á milli ára að af- gangur sé mikill og vísum nú oftast til þess í umræðunni um fargjöld," segir Einar. Hjón sluppu ómeidd er vatnshitari sprakk í sumarhúsi Hálft gólfið hvarf KRISTINN Kristinsson og eigin- kona hans hrósa happi yfír því að sprenging sem varð í sumar- bústað þeirra sl. helgi olli ekki slysum á fólki. Árla morguns sl. sunnudag sprakk rafmagnsvatnskútur í sumarhúsi þeirra í Kiðjabergi í Grímsnesi. Að sögn Kristins varð mikill hvellur sem fólk í næstu bústöðum og á næstu jörðum heyrðu glöggt. Hjónin vöknuðu ekki strax við spreng- inguna og telur Kristinn að þau hafi misst meðvitund fyrst um sinn. „Þegar við rönkuðum við okk- ur var húsið fullt af gufu og reykskynjarinn vælandi. Manni flaug í hug að stóri Suðurlands- skjálftinn væri kominn, en við áttuðum okkur ekki á því hvað hafði gerst. Við rukum úr rúm- inu og þegar við komum fram var allt í braki þar og gólfið vantaði til hálfs. Rúður voru brotnar og hurðir sprungnar þversum. Það var allt í rúst og eini staðurinn sem virtist þokkalega óskaddaður var sá hluti svefnherbergisins þar sem við vorum. Fataskápurinn sem var í svefnherberginu fór einnig í spað, einungis rúmið slapp. Við vorum heppin að vera aðeins þarna tvö en vanalega er húsið fullt af fólki,“ segir Kristinn en bústaðurinn er mikið skemmdur og nánast í „fokheldu“ ástandi að sögn Kristins. 1700-faIdur þrýstingur myndaðist Ketillinn sem sprakk er um 120 lítra vatnsketill sem hitaður er upp með rafmagni og notaður til þess að hita húsið. Kristinn segir að í raun sé ketillinn eins og risastór hraðsuðuketill sem eigi að siökkva á sér þegar 60 gráða hita er náð. Hitastillirinn hafi greinilega bilað og vatnið haldið áfram að hitna þar til það fór að sjóða. Þá hafi öryggis- ventill sem losa á um þrýsting- inn, ef þetta gerist, líka staðið á sér og á endanum hafi ketillinn sprungið. Að sögn Kristins myndaðist gífurlegur þrýstingur og var hann á við 1700-falt magn sem í katlinum var. Kristinn kveðst hafa notað ketilinn í sjö ár og skilst á tryggingarfélaginu að hann muni fá tjónið bætt. Hann brýnir fyrir öðrum sumarhúsa- eigendum sem eru með kynd- ingu af þessu tagi að láta yfír- fara hana af löggiltum fag- meisturum reglulega svo koma megi í veg fyrir óhöpp af þessu tagi. Viðskiptaráðherra telur að leita þurfí orsaka fyrir vanda RÚV Hlutafélagavæðing RUV engin lausn FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra segir að það að stofna hlutafé- lag um rekstur Ríkisútvarpsins, eins og Björn Bjarnason menntamálaráð- herra hefur lagt til, sé í sjálfu sér engin lausn á meintum vanda stofn- unarinnar. Björn sagði í ræðu á þingi SUS sl. laugardag, að RÚV væri í vaxandi tilvistarkreppu, og að einkarekstrar- sjónarmið þyrftu að koma meira inn í ákvarðanatöku innan stofnunarinn- ar, án þess þó að endilega kæmi til einkavæðingar hennar. Finnur segist telja að hægt sé að gera nauðsynlegar breytingar á RÚV innan þess fyrirkomulags sem er á stofnuninni í dag. „Ef það er rétt hjá Birni, að Ríkis- útvarpið sé í tilvistarkreppu, þá verðum við fyrst að átta okkur á því af hverju hún stafar. Getur verið að hún sé að einhverju leyti ásköpuð, það er að segja að einhverju leyti til- komin vegna þeirra laga sem Ríkis- útvarpið býr við, eða vegna þeirra stjómunarhátta sem þar eru? Sé um tilvistarkreppu að ræða, sem ég vil ekkert fullyrða um, skiptir það höf- uðmáli í mínum huga að leita orsaka vandans. Þegar það hefur verið gert skulum við fara að velta því fyrir okkur hvort við þurfum að gera ein- hverjar breytingar á rekstrarform- inu. Ég hef ekki verið talsmaður þess að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að við getum gert Ríkisút- varpið mjög hagkvæmt í rekstri, að það geti verið mjög öflugur fjölmið- ill á markaðnum, að það geti verið í samkeppni við einkaaðila, án þess þó að njóta óeðlilegra réttinda fram yfir þá.“ Sérblöð í dag -rnmmm Valdimar Grímsson frá æfingum til áramóta / C1 Dvorák sigraði örugglega i tugþrautinni / C5 Fylgstu með nýjustu fréttum Sérblað um viðskipti/atvinnulíf www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.