Morgunblaðið - 26.08.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 26.08.1999, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjárlagagerð er viðfangsefni bókar Gunnars Helga Kristinssonar Kj ördæmavægi ráðandi um skiptingu útgjalda Meðalútgjöld á íbúa á ári 1971-1995Æ (framreiknaðar krónur) 32g 32g 300.000 --- ?11 774 Utgjalda- flokkar: - Dómsmál 50.000 íþróttir og fræðsluskrifst. — Grunnskóli — Heilsugæsla — Vegamál Hafnarmál Reykjavík Reykjanes Vesturl. Vestfirðir Norðurl. Norðurl. Austurl. Suðuri. vestra eystra DREIFING útgjalda ríkisins ræðst að miklu leyti af atkvæða- vægi í einstökum kjördæmum og samkvæmt útreikningum Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjómmálafræði við Háskóla Is- lands, vom útgjöld miðað við höfðatölu á tímabilinu 1971 til 1995 þrefalt meiri á Vestfjörðum, þar sem útgjöldin era mest, en í Reykjavíkj þar sem þau era minnst. Á þessu tímabili voru framreiknuð meðalútgjöld á íbúa í Reykjavík um 100 þúsund krónur, en 325 þúsund krónur á Vestfjörð- um. Þetta kemur fram í nýútkominni bók Gunnars Helga, ?,Úr digram sjóði, fjárlagagerð á Islandi", þar sem hann kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að fyrir- greiðslupólitík fari vaxandi. „Pólitísk valdahlutföll milli kjör- dæma era betri skýring á dreifingu útgjalda á kjördæmi heldur en íbúafjöldi eða almenn byggðasjón- armið,“ skrifar hann og bætir við: „Fyrirgreiðsluhlutverk þingmanna skilar þannig kjördæmum þeirra umtalsverðum fjármunum í fjár- lagaferlinu. I einhverjum mæli kunna þarfir kjördæmanna fyrir fjármagn og almenn byggðasjónar- mið að hafa áhrif á skiptingu fjár- munanna, en hinir pólitísku þættir veita engu að síður almennt betri skýringu á því hvert fjármunirnir fara. Sá pólitíski þáttur sem lang- samlega mestu skiptir er vægi at- kvæða.“ Hann segir í bókinni að fyrir- greiðsla vegi ekki þungt í ákvörð- unum um heildarútgjöld til mála- flokka, en hún skipti verulegu máli við dreifingu útgjalda á kjördæmi. Þingmenn mynda kjördæmahópa Kjördæmahagsmunir í þinginu hafa að sögn Gunnars Helga leitt til þess að þingið skiptist ekki að- eins niður í stjómmálaflokka og nefndir heldur óformlega kjör- dæmahópa. í bókinni er haft eftir ónefndum stjórnmálamanni að slíkt samstarf þingmanna úr sama kjördæmi út fyrir flokkslínur hafi aukist: „Þing- mannahóparnir í hinum einstöku kjördæmum hafa í vaxandi mæli farið að vinna saman og þeir vinna saman að áherslumálum fyrir kjör- dærnin," segir stjórnmálamaður- inn. „Fá á sig stimpilinn að vera kjördæmapotarar, kannski, fyrir bragðið. Kjördæmahóparnir era farnir að ferðast saman, eiga sam- eiginlega fundi og leggja sameigin- lega áherslu á ákveðin mál. Þannig ná menn árangri og þannig ná menn að hafa áhrif sem kjördæm- isþingmenn." Gunnar Helgi fjallar einnig um sambandið milli aukinna útgjalda og þess hvaða flokkar eru við völd. Hann skrifar að í ríkjum OECD ráði samanlagður kjörstyrkur vinstriflokka 25% af breytingum í útgjaldaþróun þeirra á tímabilinu 1974 til 1993, en kjörfylgi miðju- flokka og hægriflokka skýri hins vegar lítið sem ekkert. Hann kannaði hvernig þessu sambandi væri háttað hér á landi og varð niðurstaða hans, sem tekið er fram að sé byggð á takmörkuðum gögnum, sú að „því meira sem kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins [sé] í kosningum, þeim mun meiri líkur [séu] á að hamlað verði gegn út- gjaldaaukningu ríkisins, á meðan hið gagnstæða á við (þótt sam- bandið sé veikara) um samanlagt kjörfylgi vinstri flokkanna og út- gjaldaþróunina". Mynstrið hér sé því líkt og í ríkjum OECD hvað varði vinstri- og miðjuflokka, en athyglisvert sé að ólíkt því, sem fram hafi komið í gögnum OECD, virðist kosningastyrkur hægri vængsins hér á landi eða Sjálf- stæðisflokksins hafa umtalsverð áhrif á þróun útgjalda á næsta kjörtímabili. Hægristjórnir aðhaldssamastar Gunnar Helgi segir að með til- komu rammafjárlaga virðist ríkis- stjórnir hér á landi gegna vaxandi hlutverki í fjárlagagerðinni. Vinstristjómir hafi aukið útgjöld mest á íslandi, en viðreisnarstjórn- ir verið aðhaldssamari og aðhalds- samastar hafi hægristjómir verið. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að „sparnaðarprófill" Sjálfstæðis- flokksins sé einna skýrastur og komi jafnt fram í stefnuskrá sem sambandi kjörfylgis og ríkisstjóm- arsetu við útgjöld ríkisins. Línur séu ekki jafn skýrar hvað snerti aðra flokka. Til dæmis mætti ætla af kosningastefnuskrám Alþýðu- flokks að hann væri meiri útgjalda- flokkur en raun bæri vitni, en hið gagnstæða ætti við um Framsókn- arflokk og Alþýðubandalag. Þá segir hann að mikill fjöldi flokka og lítill þingmeirihluti stuðli að aukningu útgjalda en færri flokkar og tryggari þingmeirihluti vinni gegn útgjaldaaukningu. Því er oft haldið fram að skrif- finnar reyni ávallt að knýja fram eins mikið fé og mögulegt er til sinna mála. Niðurstaða Gunnars Helga er sú að slík hegðun sé fyrir hendi hér á landi, en geti ekki talist líkleg skýring á útgjaldaaukningu ríkisins. Menn í stofnunum ríkisins sjái talsverða þörf fyrir aukin út- gjöld og séu tilbúnir að beita ýms- um ráðum til að koma þeim í gegn. Áhrif þess ættu að koma fram í auknum útgjöldum til einstakra liða, en ekki fjölgun fjárlagaliða eins og raunin sé. Hann segir að sambandsleysi stofnana og ráðu- neyta skýri að hluta til að forstöðu- menn stofnana skuli ekki ná óskum sínum fram. Reyna að afstýra niðurskurði með því að ýkja áhrif Stofnanir hafa hins vegar ýmsar leiðir til að þrýsta á um fé og að- ferðunum er lýst á mismunandi hátt eftir því hvort stjórnmála- menn, stofnanamenn eða ráðu- neytismenn eiga í hlut. í bókinni rekur Gunnar Helgi dæmi um það að innan ákveðinna stofnana verði til aðilar, sem kunni sitt fag: „Áhrifamesta aðferðin hjá hags- munahópi til að ná fram sínu máli er að ýkja sem mest áhrifin af nið- urskurðar- eða samdráttaraðgerð- um,“ segir ónefndur stjórnmála- maður. „Það er hægt að gera með því að tryggja að niðurskurðurinn sé látinn bitna á þar sem sárast er. Við getum tekið sem dæmi að SÁÁ verði fyrir niðurskurði til sinna mála. Þá blasir við hjá þeim að láta niðurskurðinn bitna á einhverri skilgreindri starfsemi, í stað þess að draga jafnt og þétt úr öllu. Láta til dæmis niðurskurðinn bitna á skilgreindri starfsemi eins og Staðarfelli í Dölum, sem þá er auð- vitað erfitt fyrir þingmenn Vestur- lands og gerir málið mun sýni- legra.“ Annar stjórnmálamaður tekur sem dæmi að árlega komi starfs- fólk stórra og viðkvæmra stofnana fram til að vitna um að „nú sé allt að fara til fjandans, nú sé búið að loka deildum á sjúkrahúsum, sem er sko ekkert óeðlilegt einfaldlega vegna þess að sjúkrahúsin eru gírað inn á vinnulag sem krefst langra sumarleyfa". Síðan bætir hann við: „Þetta er venjulega notað sem svipa til að kreista fram meiri fjármuni, því að um hásumarið er einmitt verið að vinna - í júlí og ágúst - í fjárlagagerðinni og á því augnabliki vita stjórnendur nokkurn veginn hver ramminn verður fyrir næsta ár.“ Segir hann að þannig nýti stjórnendur sér við- kvæmt almenningsálit þegar „sjúk- ur hafi lent í biðröð" og „fátækur ekki fengið eitthvað", það sé smám saman að prentast inn að vilji ein- hver meira „bitnar það á einhverj- um öðram“. Nám hófst við verkfræðideild Háskóla fslands í gær Fjöldi nemenda hefur tvöfaldast á 5 árum , Morgunblaðið/Jim Smart Nemendafjöldi í verkfræðideild H.I. hefur tvöfaldast á sl. 5 árum. Móttaka nýnema í deildinni fór fram í gær. NÝINNRITANIR í verkfræðideild Háskóla íslands hafa tvöfaldast á sl. fimm áram. í gær var tekið á móti nýnemum í verkfræðideild sem í ár eru 168 en vora 84 árið 1994. Ný- nemum í deildinni hefur fjölgað stig af stigi, úr 89 árið 1995, 108 árið 1996,117 árið 1997 og 130 árið 1998. Að sögn Bjöms Kristinssonar, deildarforseta verkfræðideildar, er einföld skýring á fjölgun nemenda við deildina. „Við markaðssetjum okkur og auglýsum og tel ég það augljóslega vera ástæðuna. Við sendum öllum ný- stúdentum sem útskrifast af stærð- fræði- og náttúrufræðibrautum á menntaskólastigi kynningarbækling þegar þeir útskrifast. Þá sendum við nómsfólk úr deild- inni í fyrstu bekki framhaldsskól- anna til þess að kynna námið fyrir nemendum þegar þeir era að ákveða á hvaða braut þeir ætla. Einnig hjálpar til að það er mikil eftirspui'n eftir starfsfólki í verkfræði, sem hef- ur mjög jákvæð áhrif á unga fólkið," segir Björn og bendir á að eftir- spurnin sé svo mikil að flestir nem- anna séu famir að vinna með nám- inu síðustu árin. Aukinn fjöldi stúlkna í náminu vekur einnig athygli. Að sögn Björns er hlutfall þeirra við deild- ina komið upp í 25% sem og hlut- fall nemenda sem luku meistara- námi við síðustu útskrift. Það hef- ur hins vegar verið nálægt 15% síðustu ár. Að sögn Björns getur deildin tek- ið heldur fleiri nemendur en hún gerir núna. Fljótlega verður gengið frá samningi við ríkisvaldið um ákveðinn hámarks- og lágmarks- fjölda nemenda sem deildin tekur að sér að mennta og hún er innan þess hámarks núna. _____

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.