Morgunblaðið - 26.08.1999, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sex bfla
árekstur í
Reykjavík
Hækkun lífeyrisskuldbindinga
vanmetin um 18 milljarða
SEX bfla árekstur varð á Hring-
braut síðdegis í gær. Atvikið átti
sér stað þegar fremsti bfllinn af
bflunum sex stansaði. Bflarnir
sem á eftir komu stoppuðu í kjöl-
farið og telur lögreglan að rúta,
sem var aftasti bfllinn, hafi rekist
aftan á bflinn fyrir framan og
þjappað hinum saman. Fyrstu
íjórir bflarnir voru fólksbflar, þá
kom sendibfll og loks rútan.
Talsverðar skemmdir urðu á
bflunum að sögn lögreglu og
kvörtuðu þeir sem í þeim voru
undan meiðslum 1 hálsi.
EKKI tókst að skila ríkissjóði með afgangi eins og að var stefnt í fjárlögum
vegna gríðarlegrar hækkunar á lífeyrisskuldbindingum ríkisins. Þessar
skuldbindingar hækkuðu um 20,8 milljarða á síðasta ári, en í forsendum
fjárlaga var reiknað með að hækkunin næmi 2,8 milljörðum. Ríkissjóður var
því gerður upp með tæplega 9 milljarða halla en í fjárlögum var stefnt að
því að skila ríkissjóði með afgangi. Ríkisreikningur fyrir árið 1998 er sá
fyrsti sem gerður er samkvæmt nýjum lögum um fjárreiður ríkisins. í lög-
unum er að finna margvísleg nýmæli er varða framsetningu fjárlaga og rík-
isreiknings. Breyttar reglur um flokkun og framsetningu valda því að sam-
anburður við reikninga fyrri ára er mjög erfiður. Munar þar mestu um að
fleiri aðilar teljast nú tO A-hluta ríkissjóðs en áður. Þá eru fjölmargir stórir
liðir nú færðir á gjaldahlið sem áður komu til lækkunar á tekjum, eins og
bamabætur, vaxtabætur og afskriftir skattkrafna. Þessar breytingar leiða
til verulegrar hækkunar bæði á tekju- og gjaldahlið.
'
Morgunblaðið/Jim Smart
Talsvert Ijón varð í árekstrinum á Hringbraut.
Sala eigna skilaði 2,5 milljörðum
Afkoma ríkissjóðs á árinu 1998
endurspeglar það hagstæða efna-
hagsástand sem ríkt hefur á íslandi
undanfarin ár. Hagvöxtur er meiri
en gengur og gerist í nágrannalönd-
um okkar, atvinnuleysi er lítið og fer
minnkandi og kaupmáttur eykst.
Almennar tekjur ríkissjóðs námu
á síðasta ári 180,8 milljörðum króna
eða um 30,9% af landsframleiðslu.
Skattar á tekjur og hagnað einstak-
linga og lögaðila námu 42,7 milljörð-
um eða tæplega fjórðungi teknanna.
Árið á undan námu þessar tekjur
25.6 milljörðum, en hækkunina má
að verulegu leyti rekja til breyttrar
framsetningar ríkisreiknings þar
sem greiðsla barna- og vaxtabóta,
sóknar- og kirkjugarðsgjalda og af-
skriftir skattkrafna voru áður færð-
ar til lækkunar á tekjum, en era nú
gjaldfærðar, samtals 11,2 milljarðar
króna.
Tekjur af tryggingagjöldum námu
16,1 milljarði og tekjur af eigna-
sköttum 7,8 milijörðum króna. Virð-
isaukaskattur er stærsti tekjustofn
ríkisins og vora tekjur af honum 59,3
milljarðar króna í fyrra eða tæplega
þriðjungur allra ríkistekna. Heildar-
tekjur samkvæmt álagningu eru þó
nokkuð meiri þar sem ýmsar endur-
greiðslur samkvæmt heimildum lag-
anna námu 3,4 milljörðum króna.
Vöragjöld og aðrir sértækir veltu-
skattar skiluðu ríkissjóði 35,3 millj-
örðum. Aðrar rekstrartekjur námu
15.6 milljörðum, en undir þann lið
falla arðgreiðslur, vaxtatekjur og
ýmis neyslu- og leyfisgjöld. Loks
námu aðrar tekjur 4 milljörðum, en
þar af vega þyngst 2,5 milljarðar
sem sala eigna skilaði.
Mest fer til félagsmála
Útgjöld ríkissjóðs námu alls 189,6
milljörðum króna eða sem nemur
32,4% af landsframleiðslu. Áhrif
nýrra laga um fjárreiður ríkisins fela
í sér rúmlega 23 milljarða hækkun á
gjaldahlið, sem gerir allan saman-
burð við fyrri ár erfiðan. Samkvæmt
yfirliti ríkisreiknings, sem byggist á
alþjóðlegri flokkun útgjalda, fóru
53% af útgjöldum ríkissjóðs til fé-
lagsmála eða 100,5 milljarðar, 40,5
milljarðar fóra til heilbrigðismála,
32,3 milljarðar til félagsmála og 15,1
milljarður til fræðslumála. Til at-
vinnumála var varið 26,4 milljörðum;
þar era samgöngumál fyrirferðar-
mest en til þeirra var varið 10,2
milljörðum króna. Ríkissjóður
greiddi 16 milljarða í vexti á síðasta
ári sem era 8,4% af heildarútgjöld-
um. Þetta hlutfall var 8,6% á árinu
1997..
Mikil hækkun
lífeyrisskuldbindinga
Hækkun lífeyrisskuldbindinga
ríkissjóðs á stærstan þátt í því að
ekki tókst að reka ríkissjóð með af-
gangi eins og að var stefnt í fjárlög-
um. Lífeyrisskuldbindingar ríkisins
hækkuðu um 20,8 milljarða í fyrra
en árið 1997 nam hækkunin 4,2
milljörðum. Hækkunin skýrist af
breytingum á launakerfi ríkisins
sem tóku gildi um áramótin
1997/1998. Þær fólu einkum í sér að
færa fastar aukagreiðslur sem innt-
ar hafa verið af hendi fyrir dagjaun
inn í launataxta starfsmanna. Áhrif
þess koma fram í því að viðmiðunar-
laun í lífeyrissjóðum starfsmanna
ríkisins hækka og þar með lífeyris-
skuldbindingar ríkisins einnig.
Áhrif þessarar breytingar koma að
fullu fram í reikningum á því ári
sem hún er gerð þar sem þeim er
ekki dreift á fleiri ár. Samtals námu
lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs
125 milijörðum í árslok, en þær
námu 95 milljörðum í ársbyrjun.
Umhverfísráðherra segir um virkjanamál á Eyjabakkasvæðinu
Látið reyna á vilja þingsins
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir að
ekki sé búið að útfæra í einstökum atriðum
hvemig tillaga um virkjanaleyfi vegna Fljóts-
dalsvirkjunar verður útfærð. Árið 1981 sam-
þykkti Alþingi að veita virkjunaideyfi fyrir
Fljótsdalsvirkjun en nú átjan áram síðar era lík-
ur á því að málið fari aftur fyrir Alþingi. í Morg-
unblaðinu á þriðjudaginn sagði Halldór Ásgríms-
son utanríkisráðherra að honum þætti heiðarleg-
ast að láta þingmenn gera upp hug sinn varðandi
það hvort standa ætti við fyrri ákvörðun þingsins
eða afturkalla virkjunarleyfið.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sagði að
hún, Halldór og Finnur Ingólfsson, viðskipta- og
iðnaðarráðherra, hefðu rætt þessa hugmynd í
sameiningu.
„Við ræddum þessa leið uppi á Eyjabökkum
um daginn, ég, Halldór og Finnur og voram sam-
mála um það að eðlilegt væri að láta Alþingi taka
aftur á málinu," sagði Siv. „Alþingi veitti þetta
leyfi á sínum tíma og það var Álþingi sem ákvað
samhljóða, allir stjómmálaflokkar, að Fljótsdals-
virkjun væri undanþegin lögformlegu umhverfis-
mati. Þannig að það væri þá Alþingis að taka
virkjunarleyfið af Landsvirkjun, ef það er meiri-
hluti fyrir því.
Verið að vinna að rammaáætlun
Þetta er mjög mikið hagsmunamál fyrir okk-
ur íslendinga og því finnst mér eðlilegt að það
sé látið á það reyna á Alþingi hvort þingmenn
vilji taka leyfið af Landsvirkjun en það yrði
væntanlega gert með einhvers konar atkvæða-
greiðslu.“
Aðspurð sagði Siv að ekki lægi fyrir á þessari
stundu með hvaða hætti málið kæmi til kasta Al-
þingis.
Siv sagði að mikil vinna væri framundan við
gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og
jarðvarma.
„Áætlunin hefur fengið heitið Maður, nýting,
náttúra og snýst hún um það að skapa sátt um
þessi mál til framtíðar, það er, hvar eigi að virkja
og með hvaða hætti.
Fljótsdalsvirkjun fellur ekki inn í þessa áætl-
un, enda er hún með virkjunarleyfi og undan-
þágu frá umhverfismati. Þá er ríkisstjórnin ný-
búin að veita heimild til þess að skrifa undir
tímaáætlun með Norsk Hydro sem er ekki bind-
andi en kveður á um það hvernig menn ætli að
standa að þessu.“
Yfír 20 manns sýktir af kampýlóbakter ræddu við Neytendasamtökin
Málsókn gegn
framleiðendum
undirbtíin
RÖSKLEGA tuttugu manns hafa
haft samband við Neytendasam-
tökin og lýst sig tilbúna til að höfða
mál á hendur kjúklingabændum
vegna kampýlóbaktersýkinga, að
sögn Jóhannesar Gunnarssonar,
formanns samtakanna.
Á fundi framkvæmdastjómar
Neytendasamtakanna í gær var far-
ið yfir mál þessa fólks og kveðst Jó-
hannes vonast til að á næstu vikum
liggi fyrir hver þeirra sé heppileg-
astur til að leiða málshöfðun, sem
samtökin myndu bera kostnað af.
Engin fordæmi
hjá nágrönnum
Jóhannes kveðst ekki vita um
fordæmi fyrir málaferlum af þessu
tagi í nágrannalöndunum, en sam-
tökin hyggist leita allra leiða til að
ná fram rétti fómarlamba matar-
sýkingar.
„Einstaklingurinn verður form-
lega að höfða málið en við munum
sjá um lögfræðing og ef málið tap-
ast munu samtökin greiða allan
málskostnað. Við lýstum eftir fórn-
arlömbum kampýlóbaktersýkinga
og það er ljóst að erfitt verður að
sýna fram á og sanna tengsl á milli
sýkinganna og framleiðenda vör-
unnar sem um ræðir. Við ætlum að
skoða mál nokkurra einstaklinga í
þessum hóp betur, sem okkur sýn-
ist að séu vænlegri en aðrir í þessu
sambandi. Þrátt fyrir erfiðleikana
þessu samfara teljum við það gríð-
arlega mikilvægt fyrir neytendur að
leita allra leiða á málsókn, því að ef
slíkt mál ynnist geta neytendur sem
verða fyrir matarsýkingum, ekki
aðeins af völdum kampýlóbakter,
sótt rétt sinn. Um leið yrði það grið-
arlegt aðhald gagnvart matvæla-
framleiðendum því reynslan sýnir
að menn skilja það helst að komið
sé við pyngju þeirra," segir hann.
Hann segir að viðkomandi ein-
staklingur verði að vera rannsakað-
ur þannig að sýnt hafi verið fram á
að hann hafi sýkst af kampýlóbakt-
er, sanna verði að hann hafi borðað
kjúkling, þar sem kampýlóbakter
hafi fram til þessa eingöngu fundist
í kjúklingum af matvörum á mark-
aði, og einnig verði að sanna að
kjúklingurinn komi frá einhverju
tilteknu búi. „Við eram að skoða
þessi mál mjög gaumgæfilega og
við munum hraða málinu eftir föng-
um, en ég vil að við tökum allan
þann tíma sem þarf til að undirbún-
ingurinn sé traustur. Ég geri mér
von um að niðurstaðan liggi fyrir til-
tölulega fljótlega," segir Jóhannes.
Lagning ljósleiðara
til Vestmannaeyja
Beðið eftir
betra veðri
VEÐUR tefur fyrir lagningu
ljósleiðai-a Landssímans mflh
lands og Vestmannaeyja, sam-
kvæmt upplýsingum frá
Landssímanum. Ljósleiðarinn
er kominn á pramma og allt er
til reiðu fyrir lagningu hans.
Nú er einungis beðið eftir hag-
stæðu veðri til verksins.
Sæstrengurinn verður um 12
kílómetra langur en þegar er
lokið lagningu 20 km langs
strengs frá Hvolsvelli til Land-
eyjasands sem var þáttur í
undirbúningi fyrir lagningu
sæstrengsins. Éf vel gengur
tekur lagning strengsins að-
eins nokkrar klukkustundir
þegar skflyrði era hagstæð.
Ekki er útlit fyrir að tafimar
hafi áhrif á kostnað vegna
lagningar Ijósleiðarans svo
nokkru nemi en áætlað er að
hann nemi nokkrum tugum
milljóna.
Syndir yfír
Hvalfjörðinn
FINNINN, Jan Murtomaa,
hyggst synda yfir Hvalfjörð
um klukkan hálftólf í dag.
Hann ætlar að byija sundið
sunnanmegin, við munna Hval-
fjarðarganga. Sundið er tfl
styrktar börnum sem hafa orð-
ið fyrir kynferðislegri áreitni
og vilji fólk styrkja málstaðinn
er tekið við frjálsum framlög-
um á reikning nr. 0313-13-
250025 í Háaleitisútibúi Búnað-
arbankans.