Morgunblaðið - 26.08.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.08.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 13 FRÉTTIR Hátíðarhöld vegna kristnitökuafmælis hafín Traust almennings á stofnunum Minnismerki um Dömskerfíð nýtur Síðu-Hall afhjúpað AUSTFIRÐINGAR og ferðamenn sem dveljast á Austurlandi um þessar mundir eru hvattir til að leggja leið sína til Djúpavogs sunnudaginn 29. ágúst til að taka þátt í athöfnum sem marka upphaf hátíðarhalda sem efnt verður til í Austfirðingafjórðungi í tilefni af kristnitökuafmælinu. Hátíðahöldin eru í tengslum við héraðsfund Múla-, Austfjarðá- og Skaftafells- prófastsdæmis sem haldinn er á Djúpavogi og hefjast þau með hátíð- armessu í Djúpavogskirkju kl. 11. Gengið verður í prósessíu frá gömlu Djúpavogskirkjunni í þá nýju með fánabera og krossbera í broddi fylkingar. Við messuna prédikar Sigurður Sigurðarson vígslubiskup og prest- arnir sr. Davíð Baldursson, sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, sr. Lára G. Oddsdóttir, sr. Gunnlaugur Stef- ánsson, sr. Haraldur M. Kristjáns- son og sr. Sigfús J. Árnason þjóna fyrir altari, biskup lýsir blessun og tveir kórar, Suðurfjarðakórinn, undir stjórn Thorvalds Gerde og Barnakór frá Höfn undir stjóm Kristínar Jóhannesdóttur syngja. Eftir hádegi verður haldið að Þvottá þar sem minnismerki um Síðu-Hall verður afhjúpað. Við at- höfnina sem hefst klukkan 15 mun biskupinn, herra Karl Sigurbjöms- son, flytja hátíðarávarp og Snælandskórinn, kór Kirlq'ukóra- sambands Austurlands, syngja, m.a. lag eftir Inga T. Lárusson. Minnis- merkinu hefur verið komið íyrir í hvammi rétt við þjóðveginn skammt frá bænum Þvottá. Það er gert úr tveimur voldugum steinum úr gabbrói og hefur í annan þeirra verið höggvin áletrun sem greinir frá þætti Síðu-Halls í kristnitök- unni á Alþingi árið þúsund. Steinana fann Sigurður Björns- son, bóndi á Kvískerjum á Breiða- merkursandi, en hann átti upphaf- lega hugmyndina að því, að Síðu- Halli yrði reistur minnisvarði og mun hann afhjúpa minnisvarðann ásamt Elísi P. Sigurðssyni á Breið- dalsvík, sem hafði veg og vanda af uppsetningu hans. Að athöfn lokinni verður við- stöddum boðið upp á kaffiveitingar í Kerhamraskóla í Álftafirði. minnsts trausts Traust á Alþingi hefur aukist mikið ALÞINGI nýtur trausts 54% þeitra sem spurðir voru í könnun Gallups um traust landsmanna til ýmissa stofnana, sem er mun meira traust en í fyrra þegar 39% aðspurðra lýstu yfir trausti á Alþingi. í niður- stöðum könnunarinnar kemur einnig fram að traust á þjóðkirkj- unni hefur aukist, eða úr 57% í 61%, og sömuleiðis á dómskerfinu, eða úr 35% í fyrra í 43% nú. Dómskerfið er þó sú stofnun sem fólk ber minnst traust til af þeim sem spurt var um. Háskóli Islands nýtur trausts 81% þeirra sem svöruðu í könnun- inni og hefur það minnkað um fjög- ur prósent síðan í júlí í fyrra þegar traust til stofnana var kannað síð- ast. Háskólinn var þó sú stofnun sem nýtur mesta trausts meðal fólks af þeim stofnunum sem Gallup spurði um. Lögreglan nýtur trausts 72% að- spurðra sem er 7% meira en í fyrra, heilbrigðiskerfið nýtur trausts 70%, umboðsmaður Álþingis nýtur trausts 64% aðspurðra og ríkis- sáttasemjari trausts 55% þeirra sem kváðust bera mikið eða frekar mikið traust til viðkomandi stofn- ana. Alls staðar þar sem marktæk- ur munur var eftir aldri í viðhorfum svarenda, báru þeir sem eldri eru meira traust til stofnana en þeir sem yngri eru. Um símakönnun var að ræða sem gerð var frá 15. júlí til 5. ágúst sl., og var úrtakið 1.131 manns af öllu landinu á aldrinum 18 tO 75 ára. Af þeim svöruðu um 71%. BAUNOj ; baleno SWIFT TEGUND: GLS 3d GLX5d VERÐ: 980.000 KR. 1.020.000 KR. JIMNY TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.399.000 KR. Sjálfskiptur 1-519.000 KR. Óttastu bensínhækkanir? Suzuki bílar eru alltaf á meðal þeirra sparneytnustu 1 WAGON R+ BALENO TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: WAGONR+ 1.099.000 KR. 1,3 GL3d 1.195.000 KR. WAGONR+4X4 1.299.000 KR. 1,3 GL4d 1,6 GLX4d 1.295.000 KR. 1.445.000 KR. IODYRASTI 4X4 BILUNNi 1,6 GLX 4x4 4d 1.575.000 KR. A MARKAÐNUM 1,6 GLXWAGON 1,6 GLXWAGON4x4 1.495.000 KR. 1.675.000 KR. VITARA GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: JLX SE 5d 1.830.000 KR. GR. VITARA 2,0 L 2.179.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. GR. VITARA 2,5 L V6 2.429.000 KR. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabrauf 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Hvammstangi: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 2617. Isafjörður: Bllagarður ehf.,Grænagarði, slmi 456 30 95. Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, sfmi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. Sparneytm? Fjórhjóladrif? Gott endur- söluverð? lí.W'^aöW®' $ SUZUKI SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.