Morgunblaðið - 26.08.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 26.08.1999, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Olíusöluskála í húsnæði KEA á Grenivík lokað Starfsemi KEA í yfír 80 ár lokið GrjHjibakkahreppi. Morgunblaðið. ÞJONUSTUSTARFSEMI Kaup- félags Eyfirðinga verður með öllu lokið á Grenivík um næstu helgi. Þá verður olíuskála í húsnæði KEA á Grenivík lokað en verið er að koma upp sjálfsala fyrir eldsneyti þar sem áður voru hefðbundnar af- greiðsludælur. Guðný Sverrisdóttir, sveitar- stjóri Grýtubakkahrepps og stjórn- armaður í Kaupfélagi Eyfirðinga, sagði í samtali við Morgunblaðið að auðvitað kæmi þessi staða illa við íbúa hreppsins, auk þess sem eitt starf í sveitarfélaginu legðist af. „Það er alltaf slæmt þegar þjónusta tapast en þó er ljós í myrkrinu að með tilkomu sjálfsalanna verður hægt að kaupa bensín og olíu allan sólarhringinn sem er aukin þjón- usta frá því sem er í dag.“ Síðustu mánuði hefur verslunar- svið KEA rekið olíusöluskálann, eða allt frá því að byggingavöru- deild KEA sameinaðist Húsasmiðj- unni en áður var starfsemin á Grenvík rekin til fjölda ára sem úti- bú frá byggingavörudeildinni. St- arfsemi útibúsins á Grenivík hefur verið afar þýðingarmikil fyrir íbúa Grýtubakkahrepps og þá ekki síst Grenvíkinga. Reksturinn stendur ekki undir sér Með auknum ferðamannastraumi um sveitarfélagið verður bagalegt fyrir þá ferðamenn sem sækja stað- inn að njóta ekki þeirrar sjálfsögðu þjónustu sem veitt er á slíkum stöð- um. Næsti hefðbundni þjónustu- og afgreiðslustaður olíuvara er á Akureyri, í rúmlega 40 km fjar- lægð. Guðný sagði að olíuvörur yrðu áfram seldar í tengslum við mat- vöruverslunina og að rekstraraðili hennar myndi jafnframt hafa um- sjón með sjálfsölunum. „Hin hliðin á málinu er að það þýðir ekki að halda úti rekstri sem ekki stendur undir sér, hvort sem það er á veg- um KEA eða annarra aðila. Við eigum ekki neinar gullnámur í kaupfélaginu sem við getum leitað í,“ sagði Guðný. Hún sagði að al- mennt væri atvinnuástandið gott í sveitarfélaginu. Með lokuninni um helgina er 84 ára þjónustu Kaupfélags Eyfirð- inga lokið á Grenivík en starfsem- in þar hófst árið 1915, er byggt var sláturhús og þar slátrað í um 65 ár. Starfsmaður KEA á Greni- vík síðustu ár hefur verið Örn Árnason. Lokadjasstónleikar á Heitum fímmtudegi í Deiglunni Helena Eyjólfsdóttir söng- kona með fríðu föruneyti Á NÍUNDU og lokatónleikum Jazz- klúbbs Akureyrai' á Heitum fimmtudegi í Deiglunni á Akureyri kl. 21.30 í kvöld kemur Helena Eyj- ólfsdóttir söngkona fram ásamt fríðu og leiknu föruneyti. Auk Helenu leikur kvartett skip- aður þeim Sigurði Flosasyni á saxó- fón, Gunnari Gunnarssyni á píanó, Jóni Rafnssyni á kontrabassa og Pétri Grétarssyni á trommur. Efn- isskráin samanstendur af síungum kunningjum úr djassefnisskrá heimsins, m.a. eftir Jerome Kem, Gershwin, Cole Porter og fleiri. Að- sókn að djassinum á Heitum fimmtudögum í sumar hefur verið mjög góð og Deiglan alltaf fullsetin. Fjörutíu ára söngferill Helenu Helena Eyjólfsdóttir hefur á fjörutíu ára söngferli sínum sungið sig inn í hug og hjarta landsmanna. Fyrstu hljómsveitina sem hún söng með leiddi spænski klarinettuleik- arinn Jose Riba. Síðan fór Helena norður og söng með Atlantic-kvar- tettinum í gamla AJþýðuhúsinu. En lengst af söngferli sínum var hún með Eydalsbræðrum, Finni eigin- manni sínum og Ingimari. Hún er enn að syngja með eigin hljómsveit en fyrst kom hún fram sem barna- stjarna 9 ára gömul og söng bæði opinberlega og í útvarpi. Morgunblaðið/Kristján Evrópukeppnin í knattspyrnu Stórleikur á Akureyrarvelli LEIKMENN og fylgdarlið belgíska stórliðsins Anderlecht komu til Akureyrar um miðjan dag í gær, með nýrri og glæsi- legri þotu Islandsflugs. Ander- lecht mætir Leiftri frá Ólafsfírði í dag kl. 17.30 í Evrópukeppninni í knattspyrnu og fer leikurinn fram á Akureyrarvellinum. Anderlecht vann fyrri leikinn sem fram fór í Belgíu á dögun- um, 6:1, en leikmenn Leifturs eru staðráðnir í að sýna hvað í þeim býr. Það má búast við fjörugum leik milli þessara liða og eru Norðlendingar hvattir til þess að mæta á völlinn og hvetja Leift- ursmenn til dáða. Myndin var tekin er leikmenn Anderlecht stigu út úr þotu Islandsflugs. Fyrirlestur Sunitha Gandhi DR. SUNITHA Gandhi frá Indlandi heldur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 26. ágúst kl. 16:30 og fer hann fram í stofu 14 í Þingvallastræti. Dr. Sunitha Gandhi mun þar tala um kennslulíkanið CGE. Kennslulíkan CGE byggist m.a. á vii-kri siðfræðikennslu og öflugu og vel mótuðu samstarfi heimilis og skóla. Markmið menntunarinnar er heildstæð menntun sem miðast að því að gera börnin bæði „fróð og góð“. Þetta kennslulíkan hefur verið reynt og þróað við CMS-skólann á Indlandi og hefur verið í stöðugri þróun síðan árið 1959. Dr. Sunitha Gandhi er meðal fyrstu nemenda CMS og eftir brott- fararpróf hélt hún til Englands. Hún lauk þar doktorsprófi í eðlisfræði frá háskólanum í Cambridge. Hún starf- aði um átta ára skeið við Alþjóða- bankann við góðan orðstír en sagði starfi sínu lausu til að geta ferðast um heiminn og kynnt CGE-kennslu- líkanið. Fyrirlesturinn er á vegum kenn- aradeildar Háskólans á Akureyri og er öllum opinn. -------------- Söngvaka I KVÖLD, fimmtudagskvöld, verður ein af síðustu söngvökum sumarsins í Minjasafnskirkjunni á Akureyri. Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjör- leifur Hjartarson flytja sýnishorn úr íslenskri tónlistarsögu í tónum og tali. Dagskráin hefst kl. 21 og er miðaverð 700 kr., innifalinn er að- gangur að Minjasafninu sem er opið sama kvöld kl. 20-23. Vetrardagskrá Leikfélags Akureyrar verður sérstaklega fjölbreytt Nýtt leikrit eftir Arnmund Back- mann frumsýnt LEIKFÉLAG Akureyrar kynnti í gær vetrardagskrá sína fyrir leik- árið 1999-2000. Þar ber einna hæst frumflutning nýs leikrits eftir Arn- mund Bachmann en það ber nafnið Blessuð jólin. Einnig vakti Sigurð- ur Hróarsson leikhússtjóri athygli á því að líklega hafa aldrei eins margar sýningar verið settar upp hér á Akureyri eins og verður í vet- ur. LA setur upp þrjár sýningar en auk þess verða sýndar þrjár sýn- ingar í samvinnu við aðra aðila, auk einhverra gestasýninga og einþátt- unga. Um helgina verður gestasýn- ing frá Þjóðleikhúsinu, en það er leikritið Maður í mislitum sokkum eftir Ammund Bachmann. Fyrsta leikritið sem LA frumsýnir er Klukkustrengir eftir Jökul Jakobs- son, en það verður frumsýnt 1. október. Bæjarlífið, jólin og kreppan Jökull samdi Klukkustrengi fyr- ir LA árið 1973 en það var síðan einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu vetur- inn eftir. Leikritið þykir lýsa mannlífi við Pollinn á skemmtileg- an hátt. Ókunnugur maður veldur mikium usla í bæjarlífínu og rask- ar ró góðborgaranna. Leikarar í sýningunni eru Sigurður Karls- son, Sunna Borg, Aðalsteinn Bergdal, María Pálsdóttir, sem nýlega var fastráðin við LA, Ingi- björg Stefánsdóttir, Ari Matthías- son og Árni Pétur Reynisson. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð og Vignir Jóhannson hannar leik- mynd og búninga. Jólaleiki'it LA er Blessuð jólin, eftir Arnmund Bachmann. Þar er jólastressi á aðfangadagskvöld lýst í spéspegli. Hver óvænt uppákom- an rekur aðra í jólahaldi íslenskrar fjölskyldu og endinn sér víst eng- inn fyrir. Leikstjóri er Hlín Agn- arsdóttir. Síðasta leikrit leikársins sem LA frumsýnir er Tóbakströð eða „Tobacco Road“, eftir skáldsögu Erskine Caldwell í þýðingu Jökuls Jakobssonar. Leikritið gerist í Suðurríkjum Bandaríkjanna á kreppuárunum og fjallar um Lest- er-fjölskylduna. Leikritið var sýnt í Iðnó fyrir tæpum 30 árum og naut þá mikilla vinsælda. Leikstjóri er Viðar Eggertsson og verður leik- ritið frumsýnt fyrir páska. Samstarfssýningar Auk þessara þriggja sýninga Morgunblaðið/Kristj án Starfsfólk Leikfélags Akureyrar á blaðamannafundinum í gær. Ingibjörg Stefánsdóttir og Val- geir Skagfjörð æfa nýtt lag fyr- ir leikritið Klukkustrengi eftir Jökul Jakobsson. verða sýndar aðrar þrjár í sam- vinnu við aðra aðila. I samstarfí við Draumasmiðjuna í Reykjavík verður sýnt í nóvember Baneitrað samband á Njálsgötunni, eftir Auði Haralds í leikstjórn Gunnars Guðsteinssonar. Brúðuleikhússýn- ingin Gosi, eftir Helgu Arnalds verður sett upp í samstarfi við Tíu fíngur í febrúar. Að lokum verður leikritið Stjörnur á morgunhimni, eftir Alexander Galín í þýðingu Árna Bergmanns sýnt einhvern tímann eftir áramótin. Þetta er samstarfsverkefni LA og Leikfé- lags Islands í Iðnó og það er Magnús Geir Þórðarson sem leik- stýrir. Af öðru efni má nefna sviðsetn- ingu á verðlauna-einþáttungum úr samkeppni LA og Menor og ein- leikinn Skækjurnar ganga fyrst- ar, eftir José Luis Martin Descalso í samstarfi við Sögu Jónsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.