Morgunblaðið - 26.08.1999, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999
URVERINU
MORGUNBLAÐIÐ
Færeyingar landa línukarfa í Vestmannaeyjum
Færeyskir bátar landa
karfa í Vestmannaeyjum
FÆREYSKIR línubátar, sem hafa
leyfi tii veiða innan flsenzku land-
helginnar, hafa undanfarin sumur
gert nokkuð af því að landa afla sín-
um í Vestmannaeyjum. Aflinn er
svo ýmist fluttur þaðan til Færeyja
til vinnslu eða seldur á mörkuðum
hér á landi eða erlendis.
Færeyskur bátur landaði nýlega
í Eyjum töluverðu af kara, sem
fékkst á línuna, en yfirleitt veiðist
karfi eingöngu í troll á verulegu
dýpi. Karfaveiðar á línu hafa þó far-
ið vaxandi undanfarin ár og hafa
Norðmenn og Færeyingar náð
þokkalegum árangi við þær veiðar,
en íslenzldr bátar hafa einnig reynt
þessar veiðar.
Orðabækurnar
Ensk-íslensk & íslensk-ensk vasabrot svört ................... 1.390 kr.
Ensk-íslensk & íslensk-ensk gul............................... 1.890 kr.
Ensk-íslensk (34.000 uppflettiorð) rauð.......................2.190 kr.
íslensk-ensk (35.000 uppflettiorð) rauð.......................2.190 kr.
Ensk-íslensk & íslensk-ensk rauðar tilboð ....................3.990 kr.
Ensk-íslensk & íslensk-ensk rauðar í gjafaöskju ..............4.590 kr.
Sænsk-íslensk & íslensk-sænsk gul.............................2.400 kr.
Dönsk-íslensk & íslensk-dönsk gul ............................2.400 kr.
Ítölsk-íslensk & íslensk-ítölsk gul...........................3.600 kr.
Frönsk-íslensk & íslensk-frönsk gul 1996 útgáfa............... 2.990 kr.
Spænsk-íslensk & íslensk-spænsk gul .......................... 1 790 kr.
Þýsk-íslensk & íslensk-þýsk gul 1997 útgáfa...................2.990 kr.
Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skóla, skrifstofur og ferðalög
Fást hjá öllum bóksölum
Umboðsmaður Alþingis vísar frá
kvörtun vegna neitunar um kvóta
Segir ekki laga-
skilyrði vera fyrir
umfj öllun sinni
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur
hafnað að taka fyrir kvörtun
manns, sem sótti um kvóta en fékk
ekki, á þeirri forsendu að lagaskil-
yrði til þess séu ekki fyrir hendi.
Umsækjandinn segir ákvörðun um-
boðsmanns mikil vonbrigði og ljóst
að endurskoða þurfi lögin sem hann
vinnur eftir.
I kjölfar dóms Hæstaréttar í
máli Valdimars Jóhannessonar í
desember í fyrra sóttu um 4.000
manns um veiðileyfi og kvóta og
var Björn Blöndal einn þeirra. „Ég
fékk sömu neikvæðu svörin og
flestir aðrir en var bent á
stjómsýslukæru. Niðurstaðan varð
sú sama og þá skaut ég málinu til
umboðsmanns Alþingis. Hann hef-
ur nú svarað mér og í framhaldi
spyr ég hvað getur einstaklingur,
sem ekki má síns mikils, gert?
Akvörðun umboðsmanns veldur
mér miklum vonbrigðum og ljóst er
að niðurstaðan hlýtur að kalla á
endurskoðun á þeim lögum sem
umboðsmaður Aiþingis vinnur eftir
fyrst hann þorir ekki að taka á
þessu máli. Hver á að gæta þess að
stjómarskrá lýðveldisins sé höfð í
heiðri? Ég hélt að þetta embætti
væri sá öryggisventill sem ætti að
gæta þess en annað hefur komið á
daginn.“
Kvörtunin beinist að sjávar-
útvegsráðuneytinu
í bréfi umboðsmanns til Bjöms
segir að kvörtun hans beinist að
sjávarútvegsráðuneytinu vegna
höfnunar á veiðileyfi i fiskveiðiland-
helgi Islands, sérstöku veiðileyfi á
sjávarafla og aflahlutdeild sem
Bjöm telur sig eiga rétt til í sam-
ræmi við stjórnarskrá lýðveldisins.
Vitnað er til laga um stjórn fisk-
veiða þar sem segir að við veitingu
leyfa til veiða í atvinnuskyni komi
aðeins til greina þau fiskiskip sem
hafa haffærisskírteini og skrásett
em á skipaskrá Siglingastofnunar
Islands eða á sérstaka skrá frá
stofnuninni fyrir báta undir 6 metr-
um. „Þar sem þér eigið ekki skip af
umræddum toga hafnaði sjávarút-
vegsráðuneytið umsókn yðar á
grundvelli tilvitnaðs lagaákvæðis.
Kvörtun yðar lýtur því samkvæmt
framansögðu að lagaákvæði sem
Alþingi hefur sett. Af því tilefni tek
ég fram að það er almennt ekki í
verkahring umboðsmanns Alþingis
að fjalla um og gera athugasemdir
við lagasetningu Alþingis,“ segir
m.a. í svarinu. Ennfremur kemur
fram að hlutverk umboðsmanns sé
að hafa í umboði Alþingis eftirlit
með stjómsýslu rflds og sveitarfé-
laga og m.a. að gæta þess að hún
fari fram í samræmi við lög. Um-
boðsmaður hafi heimild til að til-
kynna Alþingi verði hann þess var
að meinbugur sé á gildandi lögum
en ekki sé gert ráð fyrir því að hægt
sé að kvarta beinlínis til umboðs-
manns á grundvelli þessa ákvæðis
heldur geti umboðsmaður Alþingis
að eigin fmmkvæði ákveðið að nota
heimild þá sem honum er veitt.
„Samkvæmt framansögðu brestur
því lagaskilyrði tfl að ég taki kvört-
un yðar til frekari meðferðar og er
afskiptum mínum af henni lokið,“
segir í svarinu.
Björn segist ekki sætta sig við
niðurstöðuna en nú þurfi hann að
hugsa næsta leik. „Fái ég ekki
kvóta sætti ég mig ekki við að nágr-
anni minn eigi óveiddan fisk í sjón-
um sem honum hefur verið gefinn
en niðurstaðan sýnir, svo ekki verð-
ur um villst, að dómstólar og um-
boðsmaður hafa tilhneigingu til að
dæma stjórnvöldum í hag.“
Sýningin vekur athygli
Með nýjasta tölublaði hins þekkta
vikublaðs Fishing News Interna-
tional fylgir 24 blaðsíðna blað sem
er tileinkað íslenskum sjávarútvegi
og iðnaði honum tengdum. Tilefni
umfjöllunarinnar er Islenska sjáv-
arútvegssýningin sem verður hald-
in í Kópavogi og hefst 1. sept.
I blaðinu er fjallað um mörg
þjónustu fyrirtæki við útveginn og
einnig er birt opnuviðtal við Árna
Mathiesen sjávarútvegsráðherra.
Langar þig að öölast grunnþekkingu í tölvuforritun?
—..; —d
Tölvuskóli Reykjavíkur býöur upp á markvisst námskeið Uppbygging Java
I forritunarmálinu Java. Fariö er í öll helstu undirstööuatj
Java og hentar námskeiöiö öllum þeim sem hafa
grunnþekkingu á Windows stýrikerfinu.
Atburöalíkan
Netforritun
Java og gagnagrunnar
Grafísk forritun
Java Applet
Biðlara/miölara umhverfi