Morgunblaðið - 26.08.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 23
ERLENT
Þúsundir manna fylkja liði á Austur-Tímor til að krefjast sjálfstæðis frá Indónesíu
Ottast upp-
lausn fyrir
kosningar
Dili, Austur-Tímor, New York. Reuters.
AUSTUR-TÍMORBÚAR fylktu
liði á götum Dili í gær og kröfðust
sjálfstæðis frá Indónesíu. Var mót-
mælagangan sú fjölmennasta síðan
eyjan féll undir herstjórnina í
Jakarta árið 1976. Ráðgert er að
halda kosningar, sem Sameinuðu
þjóðirnar hafa skipulagt, næst-
komandi mánudag þar sem kosið
verður um sjálfstæði eyjunnar, en
þau áform hafa kynt undir illind-
um milli andstæðinga og stuðn-
ingsmanna herstjórnarinnar í
Jakarta.
Framkvæmdastjórn Sameinuðu
þjóðanna sagðist á þriðjudag óttast
upplausn og nýja öldu ofbeldisverka
á Áustur-Tímor fyrir kosningarnar
á mánudaginn. Hún ætlar þó ekki
að víkja frá áformum sínum og
sagði það löngu tímabært að kosið
yrði um framtíð stjórnarskipulags á
Austur-Tímor. Kofi Annan, aðal-
framkvæmdastjóri SÞ, kvaðst vona
að Austur-Tímorbúar fyndu farsæla
lausn á deilum sínum. Síðastliðin
tuttugu ár hafa um tvö hundruð
þúsund manns týnt lífí í átökum eða
af völdum farsótta, pyntinga og fá-
tæktar síðan Indónesar réðust inn í
landið árið 1975. Annan sagði fram-
kvæmdastjómina hafa ákveðið að
fjölga í friðargæsluliði SÞ á eyjunni
um tæplega 200 manns, en friðar-
gæsluliðið hefur eftirlit með fram-
gangi mála að kosningunum lokn-
um.
Austur-Tímorbúar munu geta
valið eða hafnað þvi hvort eyjan
verði sjálfstjómarríki innan lögsögu
Indónesíu. Hafni þeir þeim kosti er
stjómvöldum í Jakarta skylt að
veita landinu sjálfstæði innan
ákveðins tíma, sem framkvæmda-
stjóm SÞ ákvarðar.
Bjartsýnn á útkomu
kosninganna
Leiðtogi sjálfstæðishreyfingar
Austur-Tímor, Xanana Gusamo,
sem situr í fangelsi í Jakarta, boðaði
almenna uppgjöf saka fyrir póli-
tíska glæpi öðlist Austur-Thnor
sjálfstæði í kosningunum á mánu-
dagfan kemur. Sagði hann það
ásetning þjóðar sinnar að halda frið
við Indónesíu og að farið yrði fram
á að Austur-Tímor mundi nota
mynt Indónesíu á meðan á stjómar-
farsbreytingunum stendur. Að-
spurður kvaðst hann fullviss um að
níutíu af hundraði Austur-Tímorbúa
mundu kjósa sjálfstæði landsfas í
vil.
Reuters
Stuðningsmenn sjálfstæðis í Austur-Tímor með andlitsmálningu í fánalitum sjálfstæðishreyfingarinnar.
Leiðtogi Talebana slapp ómeiddur
Kabúl. Reuters.
MULLAH Mohammad Omar, leið-
togi Talebana í Afganistan, slapp í
gær ómeiddur þegar sprengja
sprakk nærri bústað hans í borg-
inni Kandahar í suðurhluta
Afganistans. „Óvinir Talebana
stóðu fyrir þessu skemmdarverki
og við getum ekki haldið nein ein-
stök samtök til ábyrgðar,“ sagði
Abdul Mutmaen, helsti talsmaður
Talebana.
Annar heimildarmaður úr röðum
Talebana sagði árásina hafa verið
vel skipulagða en vildi ekki vera
með getgátur um hver hefði staðið
hér að verki. Árásin er sú fyrsta í
Kandahar, sem er eins konar trúar-
legur höfuðstaður Talebana, síðan
þeir komust til valda í Afganistan
fyrir þremur árum.
Borgin er fjögur hundruð kíló-
metra suður af víglfaunni sem skil-
ur að yfirráðasvæði Talebana, sem
ráða 90% alls Afganistans, og
skæruliðaforingjans Ahmads Shas
Masoods, en segja má að sveitir
hans standi nú einar í vegi þess að
Talebanar tryggi yfirráð sín í öllu
Afganistan.
Að sögn talsmanna Talebana lét-
ust tíu þegar sprengjan sprakk í
vörubíl sem stóð nálægt húsveggj-
um heimilis Omars, en sjálfur slapp
leiðtoginn ómeiddur. Fjörutíu
særðust en flestir hinna látnu ku
hafa verið lífverðir leiðtogans.
Oslo
Bergen
Stavanger
Amsterdam
Ziirich
París
Kaupmannahöfn 22.340
25.640
25.640
25.640
29.820
29.470
30.060
22.130
22.550
22.340
23.570
23.540
Arosar
Álaborg
Malmö
Stokkhólmur
Gautaborg
Lágmarksfyrirvari er 7 dagar. Síðasta heimflug 30. október. Flugvallarskattar eru innifaldir (verði.
Haustfargjöld SAS eru ótrúlega hagstæð.
Þau gilda fyrir ferðatímabilið frá 18. september
til 30. október og er flogið með SAS á
laugardögum. Hámarksdvöl ereinn mánuður.
Allar nánari upplýsingar fást á næstu
ferðaskrifstofu eða hjá SAS.
Haustlitaferðir SAS
Frábær tilboó á fargjöldum
STAR ALLIANCE
S4S
Söluskrifstofa SAS Laugavegi 172 Sími 562 2211 Netfang: sasis@sas.dk
Scandinavian Airlines