Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Javlinský og Stepashín hefja samstarf
Línur skýrast
í rússneskum
stjórnmálum
Moskvu. Reuters.
ENN skýrast línur í rússneskum
stjómmálum fyrir komandi þing-
kosningar í landinu en á þriðju-
dagskvöld var tilkynnt myndun
kosningabandalags stjómarand-
stöðuflokks hins frjálslynda hag-
fræðings Grígorís Javlinskýs og
Sergejs Stepashíns, sem Borís
Jeltsín Rússlandsforseti rak ný-
lega úr embætti forsætisráðherra.
Komu þessi tíðindi nokkuð á óvart
því í síðustu viku tilkynnti Javl-
inský að ekkert yrði af fyrirhuguðu
samstarfi þar sem of mikil hætta
væri á að Jeltsín beitti Stepashín
þrýstingi.
„Við emm sammála um nauðsyn
þess að stemma stigu við spillingu í
Rússlandi. Við stöndum sameinaðir
í þeirri afstöðu okkar að vilja
spoma við þeim klíkuskap og
flokkadráttum sem ráða ríkjum við
stjórn landsins," sagði Javlinský,
sem er leiðtogi Jabloko-flokksins, á
fréttamannafundi á þriðjudags-
kvöld.
Fréttaskýrendur segja kosn-
ingabandalag þetta geta orðið öfl-
uga blöndu því bakgrunnur
Stepashíns er í leyniþjónustunni,
en hann er fyrrverandi hershöfð-
ingi og innanríkisráðherra. Javl-
inský nýtur aftur á móti virðingar
sem umbótasinnaður hagfræðing-
ur.
Bakgrunnur Stepashíns í mál-
efnum er tengjast lögum og reglu
gæti t.a.m. hjálpað til við að skilja
á milli þeirra Javlinskýs og
Stepashíns annars vegar og hins
vegar kosningabandalags nokk-
urra ungra umbótasinna, sem
einnig var tilkynnt á þriðjudag, en
þeim síðarnefndu hefur oft verið
kennt um spillingu þá og óreiðu
sem einkennt hafa tilraunir til
markaðsumbóta í Rússlandi frá
1991.
Jeltsín rak Stepashín óvænt og
án útskýringa úr embætti forsætis-
ráðherra fyrr í þessum mánuði og
tilnefndi Vladímír Pútín, fyrrver-
andi KGB-njósnara, í hans stað.
Virtist sem forsetinn hefði orðið
óánægður með að Stepashín skyldi
ekki takast að koma í veg fyrir
myndun kosningabandalags milli
erkióvinar síns, Júrís Lúzhkovs,
borgarstjóra í Moskvu, og Jev-
genís Prímakovs, fyrrverandi for-
sætisráðherra, en bandalag þeirra
og ýmissa héraðsstjóra virðist sig-
urstranglegt í þingkosningunum í
desember.
Arlegur
tómataslagur
TALIÐ er að þrjátíu þúsund manns
hafi tekið þátt í „tómataslag" í
Bunol í austurhluta Spánar í gær
en um árlegan viðburð er að ræða.
Kepptust gestir og gangandi við að
kasta tómötum í hvern annan á
meðan á slagnum stóð og þykir
ekki ósennilegt að rúmlega 125
tonnum af tómötum hafi verið
sólundað með þessum hætti í gær.
Reuters
Brezkir þingmenn draga umbótavilja
stjórnsýslu Evrópusambandsins í efa
Prodi ítrekar
umbótastefnu
Skólavörubúðin
Sérverslun fyrir alla fróðleiksfúsa
Skólavörubúðin
Laugavegi 166 • 105 Reykjavík
Sími 552 8088 • Símbréf: 562 4137
• Víð bjóðum einnig upp á sérpöntunarþjónustu
• Verið velkomin í Skólavörubúðina, sérverslun
með námsgögn og kennslutœki.
• Við hlökkum til að þjónustaykkur.
tjjá okkurfærðu:
Kennshffonrit
Námsbækur
Kennslutœki
Sérkennslugögn
Tómstundavörur
Ritföng
Skólatqflur
Kortabrautakerfi
Hyndvarpa ogsegulbönd
Landakort oji. ojt....
Brussel. Reuters.
ROMANO Prodi, sem í september
mun taka við sem forseti fram-
kvæmdastjómar Evrópusambands-
ins (ESB), sagðist í gær staðráðinn í
að sjá til þess að gerðar yrðu rót-
tækar umbætur á stjómsýslu sam-
bandsins.
„Eg kæri mig ekki um að tjá mig
um fráfarandi framkvæmdastjóm
en það er fjarri því að ég láti mér
þörfma á róttækum umbótum hjá
framkvæmdastjóminni í léttu rúmi
liggja," sagði Prodi í yfirlýsingu
sem hann sendi frá sér í kjölfar þess
að hópur brezkra þingmanna birti
skýrslu þar sem þeir drógu umbóta-
vilja ESB-stjómsýslunnar í efa.
Gallarnir fullljósir
„Mér em gallamir á fram-
kvæmdastjóminni fullljósir og ég er
staðráðinn í að hrinda í framkvæmd
umbótum sem ná til allra þátta
starfsemi hennar, svo að bæta megi
úr þeim,“ sagði Prodi.
Áhrifamikil nefnd brezkra þing-
manna birti í gær skýrslu þar sem
hún sakaði ESB-stjórnsýsluna um
að sýna lítil merki þess að vilja taka
þær ákvarðanir sem nauðsynlegar
væra til að bæta úr vanköntum á
fjármálaeftirliti framkvæmda-
stjómarinnar og gera aðgerðir til
vamar svikum skflvirkari.
Bretinn Neil Kinnock, sem Prodi
hefur falið að hafa yfiramsjón með
umbótastarfi innan framkvæmda-
stjórnarinnar næstu árin, hét því í
útvarpsviðtali í gær að starfshættir
stofnunarinnar myndu breytast
veralega, meðal annars með því að
tekið yrði upp nýtt þjálfunarkerfi
fyrir nýja starfsmenn. En hann við-
urkenndi að verkefnið - að gera rót-
tækar umbætur á hinu 42 ára gamla
stjómsýslukerfi ESB - væri „gríð-
arstórt" og sjáanlegs árangurs væri
ekki að vænta í einu vetfangi.
Fríkirkjan í Reykjavík
Sunnudaginn 29. ágúst verður
Fríkirkjuhátíð í Skálholti.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 og fjölskyldudagskrá á eftir. Óháði söfn-
uðurinn og Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði taka einnig þátt og munu
prestar safnaðanna, sr. Einar Eyjólfsson, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson
og sr. Pétur Þorsteinsson, sameiginlega annast messuhald. Organisti
verður Kári Þormar og blandaður Fríkirkjukór leiðir sönginn.
Fríkirkjufólk á öllum aldri er hvatt til þátttöku og ekki síst fjölskyldufólk
sem vill samtengja holla skemmtun og kristilegt uppeldi.
Hópferðabílar leggja af stað frá Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 12.00
og er fólk á einkabílum hvatt til að vera í samfloti með þeim.
Komið verður til baka milli kl. 18.00 og 19.00.
Allir hjartanlega velkomnir.
Þátttaka tilkynnist í sima 552 7270
milli kl. 10.00 og 13.00 virka daga.