Morgunblaðið - 26.08.1999, Page 31

Morgunblaðið - 26.08.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 31 LISTIR Spunnið með áhorf- endum LEIKLIST Kaffileikhúsið TVEIR EINÞÁTTUNGAR Þar sem hún beið eftir Paul D. Young (íslensk þýðing: Ólafur Haraldsson) og spunaverkið Kallið eftir Ragnheiði Skúladóttur. Ljósmyndir: Kristín Hauksdóttir. Leikari: Ragnheiður Skúladóttir. Sviðsmynd: Ragnheiður Skúladóttir og Kristín Hauksdóttir. Þriðjudaginn 24. ágúst. RAGNHEIÐUR Skúladóttir er ís- lensk leikkona sem hefur búið í Bandaríkjunum síðastliðin ellefu ár og starfað að leiklist. Hún er hér í heimsókn og frumsýndi á þriðjudagskvöldið tvo einþátt- unga. Þar sem hún beið er eintal flutt af segulbandi þar sem sagt er í 3. persónu frá hugsunum konu sem situr í biðsal flugvallar og bíður flugs. Ragnheiður les sjálf af bandinu og situr á sviðinu og beitir látbragði, sem reyndar var mjög í hóf stillt, undir lestrinum. Textinn var skýr og vel lesinn en vel hefði þó mátt flytja hann hægar og með meiri blæbrigðum. Enginn leik- stjóri kom að þættinum og kann það að skýra þó nokkra vöntun á blæbrigðum bæði í textaflutningi og látbragði. Þetta var þó bætt upp með leikmyndinni sem sam- anstóð af ljósmyndum varpað á tjald í bakgrunni sviðsins. Ljós- myndirnar eru eftir Kristínu Hauksdóttur og voru þær í heild mjög fallegar og héldust ágætlega í hendur við efni leikþáttarins. Myndirnar sköpuðu nauðsynlega hreyfingu og líf í leikþáttinn. Sjálf- ur textinn var hvorki ýkja frum- legur né spennandi en hann var vel þýddur af Olafí Haraldssyni. Síðari leikþátturinn, Kallið, var mun líflegri. Hér er um ákveðið leikform að ræða sem er mjög opið að því leyti að bæði persónan og söguþráðurinn geta tekið breyt- ingum og skiptir samspil við áhorfendur þar miklu máli. Leikið er í afmörkuðu rými innan plast- veggja og áhorfendur raða sér í kringum leikrýmið og eru í hlut- verkum nokkurs konar glugga- gægja. Ragnheiður hefur lýst því yfír í viðtölum að hún hafi skapað mismunandi persónur inn í þenn- an leikramma, en sú sem hér er á ferðinni heitir Dísa, kölluð skvísa. Fyrir leikinn er áhorfendum gef- inn miði með nafni persónunnar og símanúmeri og fljótlega verður ljóst að ætlast er til að þeir hringi í hana og spinni þar með áfram þann söguþráð sem leikkonan spinnur sjálf í byrjun. Hér er tekin þó nokkur áhætta, stólað er á áhorfendur að þeir taka virkan þátt í sýningunni. Islenskir áhorf- endur eru þekktir fyrir annað en virka þátttöku á leiksýningum (þó eru á því góðar undantekningar eins og sannaðist í spunakómedíu Borgarleikhússins í fyrra) en hér hafa þeir þó símtólið til að styðjast við og virkaði það vel á sýningunni á þriðjudagskvöldið. Dísa skvísa er að búa sig uppá fyrir kvöldið og byggist leikurinn á því að hún mátar föt og talar í símann. Áhorfendur brugðust vel við og hringdu margir í hana (reyndar voru flestir hringjendur úr hópi leikara meðal áhorfenda) og spunnust hin skemmtilegustu samtöl og flækjur í söguþræði úr þeirri þátttöku. Ragnheiður hafði mjög gott vald á aðstæðum, brást fljótt við öllu óvæntu og hafði ætíð svör á reiðum höndum. Hugmynd verksins er mjög skemmtileg og býður upp á óvenjulegt gagnvirkt samband leikara og áhorfenda. Eg gæti trúað að þetta verk ætti mikla möguleika á góðu gengi í leikhúsinu, en því miður býður Ragnheiður ekki upp á nema tvær sýningar með mjög takmörkuðum áhorfendafjölda. Eg velti fyrir mér hvort íslenska heitið á seinni leikþættinum, Kallið, sé ekki óná- kvæm þýðing úr ensku, „the call“, sem vísar þá til símhringingar? Merkingarsvið íslenska orðsins „kall“ er annað og hefur ómar- kvissa skírskotun í þessu leik- verki. Soffía Auður Birgisdóttir Ástfanginn braskari KVIKMYJVDIR H á s k ú I a b í ó JUST THE TICKET Leikstjórn og handrit: Richard Wenk. Aðalhlutverk: Andy Garcia, Andie MacDowell, Robert Bradford og Elizabeth Ashley. United Artists 1999. GARY er feiknagóður braskari í New York sem sérhæfir sig í miðasölu ýmiskonar. Hann er yf- ir sig ástfanginn af Lindu sem kýs meira öryggi í framtíðinni en Gary virðist geta boðið henni. Þegar páfinn ákveður að messa á Yankee leikvangnum þar í borg, sér Gary fram á feita tíma og veit að nú er stóra tækifærið komið til að vinna/kaupa ástir Lindu að fullu. Andy Garcia leikur Gary, og hann er mun skemmtilegri en ég ímyndaði mér að hann gæti ver- ið, og er ég voða glöð með þá ánægjuleg uppgötvun. Nafna hans Andie MacDowell er ná- kvæmlega eins og í hinum mynd- unum sínum, eitthvað í við bros- mildari þó, en engar frekari óvæntar uppákomur af hennar hálfu. I upphafi handritsskrifa tel ég heillavænlegt að ákveða hvaða sögu segja skal, og einnig hvers konar sögu. Herra Wenk hefur eitthvað klikkað á þessu atriði, og á köflum fer handritið hans um víðan völl. I bíómynd sem í upphafi er rómantísk gam- anmynd, gerir hann tilraunir til að sýna raunsæja hlið af undir- heimi New York, en augljósm ástæðum rennur ekki mjög ljúf- lega saman. Tíðum stendur framvinda sag- anna í stað, sérstaklega þó þegar er troðið inn atriðum sem eiga að sýna fram á hversu frábær ná- ungi hann Gary er (þótt hann sé býsna villtur strákskömmin!) Og fýrst þeir eru að eyða tíma í það, þá skil ég ekki af hverju þeir hentu ekki út tilgangslausu at- riði þar sem hann útúðar á óm- erkilegan hátt gömlum og traustum vini. Satt er sú þver- sögn passar inn í áttavilltan frá- sagnarstíl herra Wenks. Hildur Loftsdóttir Reuters Warhol aftur í tísku LISTUNNANDI gengur fram frá tveimur „dollaramerkjum" eftir Andy Warhol á sýningu í Bellas Artes-listasafninu í Mexíkóborg en verkin tvö eru hluti af fyrstu Warhol-sýningunni, sem haldin er í latneska hluta Ameríku. Warhol (1928-87) varð þekktur upp úr 1960 fyrir myndir sínar af súpu- dósum, flöskum og kvikmynda- stjömum, sem túlkaðar hafa verið sem ádeila á neyzluþjóðfélagið. Að sögn Agustins Arteaga safn- stjóra em verk Warhols nú aftur komin í tisku en fjöldi yfir- litssýninga á verkum hans er hald- inn á þessu ári víðs vegar um heiminn. -------------- Sýning framlengd SÝNING Péturs Magnússonar í Galleríi Sævars Karls verður fram- lengd til 2. september. Myndverk Péturs, sem eru þrí- víddarmyndir, birtast áhorfandan- um sem nokkurs konar sjónhverf- ing eða galdur á veggjum gallerísins. Galleríið er opið alla virka daga frá kl. 1018 og laugardaga til kl. 16. Irskir rælar, maórískir mjaðma- hnykkir og rapp í sauðalitum TOIVLIST Menntaskúlinn við H a m r a h I í ð KÓRTÓNLEIKAR Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, Cameratakór Sinfóníuhljómsveitar Nýfundnalands og Skólakór Kársness fluttu lög frá ýmsum löndum. Þriðjudagskvöld kl. 20.30. ÞRÍR kórar skipaðir ungu fólki sungu á tón- leikum í sal Menntaskólans í Hamrahlíð á þriðjudagskvöldið; Skólakór Kársness undir stjóm Þórunnar Björnsdóttur, Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð undir stjórn Þorgerð- ar Ingólfsdóttur og Camerata, stúlknakór Sinfóníuhljómsveitarinnar á Nýfundnalandi undir stjórn Susan Knight. Kanadíski kórinn er hér í stuttri heimsókn, en á fimmtudag heldur hann með menntaskólakórnum á kóramót í Finnlandi. Þótt kórarnir séu allir skipaðir ungu fólki eru þeir ólíkir. Mennta- skólakórinn er hefðbundinn blandaður kór skipaður krökkum á aldrinum 1620 ára, Kársnesskórinn er barnakór og flestir krakk- arnir á aldrinum 1014 ára þótt sumir virtust enn yngri. Kanadíski kórinn er stúlknakór. Hvað aldur varðar er hann einhvers staðar á milli íslensku kóranna, og meðalaldur þar 15 ár. Kórarnir eiga það sameiginlegt að vera í stöðugri endurnýjun, börn verða fullorðin og ný koma í staðinn. Þetta gerir kórstarfið að mörgu leyti erfitt, og það er vissulega ögmn fyrir kórstjórann að þurfa árlega að byrja upp á nýtt að breyta ómótuðu „hráefni" í fyr- irtaks kórsöngvara, sem falla inn í þann hóp sem fyrir er. Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð hefur á sínum langa ferli farið ótal söng- ferðir til útlanda, og tekið þátt í kóramótum víðsvegar um heiminn, en í hópnum sem syngur í Finnlandi á næstu dögum eru til dæmis aðeins tólf krakkar af um fimmtíu sem hafa sungið með kómum við slíkt tækifæri áður. Eflaust er svipaða sögu að segja af hin- um kómnum líka. Því ánægjulegra er það að heyra unga kóra syngja virkilega vel. Það gerðu allir kórarnir á þessum tónleikum. Hver um sig söng sitt prógramm, ólíkt hin- um; hver um sig söng af gleði og hjartans innileik og hver um sig átti sitthvað óvænt og skemmtilegt upp i ei-minni til að spila út og kæta tónleikagesti, sem troðfylltu salinn. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng úrval íslenskra kóiwerka, þjóðlagaútsetning- ai' og sitthvað fleira. Það sem hæst bar í flutningi hans var frábær söngur í þjóðlögun- um, sérstaklega í útsetningu Jóns Þórarins- sonar á Blástjörnunni. Gaman var að heyra nýtt lag Jóhanns G. Jóhannssonar við ljóð Halldórs Laxness, Bráðum kemur betri tíð, lag sem er algjörlega ólíkt þeim öðrum lögum sem sungin hafa verið við þetta bjarta kvæði. Tónlist Jóns Ásgeirssonar við kvæði Jóns Dalakolls, erfið og slungin bæði í hraða og dýnamík, voru sungin af gleði og krafti. Kanadíski kórinn reyndist vera afburða kór, með mjög fínan hljóm, þéttan og tæran, og mikið og fallegt litróf dýnamískra blæ- brigða. Það var unun að hlusta á hann syngja þjóðlög frá Bretlandseyjum og Kanada, sér- staklega írska lagið Tell My Ma sem ólgaði af fjöri og svo algera andstæðu þess, hið angur- væra og tregafulla lag The Swallow um stúlku sem er svikin í tryggðum. Þá var einn- ig gaman að heyra snoturt lag eftir fyrrver- andi King’s Singers-tenórinn Bob Chilcott, þar sem sungið var í orðastað heymarlauss drengs og að hluta til á táknmáli. Endur- reisnarslagari Passereaus, II est bel et bon, var feiknavel sunginn, létt og hratt en þó með svigrúmi fyrir mikla og músíkalska dýnamík. Skólakór Kársness söng af eiginlegri gleði, en færri lög en hinir kórarnir. Þjóðlífsmyndir Jóns Ásgeirssonar voru mjög vel sungnar, gamlar stökur af gamansamara taginu í dúndrandi hrynsnerpu þjóðlegra taktskipta. Lag Violetu Parra, Þökk sé þessu lífi, var skínandi fallega sungið af kórnum og ein- söngvara hans. Ljóðið er ort af manneskju sem hefur mátt þola harðræði og pyntingar og veit að dauðinn er nærri. Hún lítur til baka og þakkar hve lífið hefur þrátt fyrir allt verið henni örlátt; blýþung orð í munni saklausra barna og vandmeðfarin. Glæsinúmer Skóla- kórs Kársness var maórískur gleðisöngur, þar sem tónleikagestir fengu að æfa sig í lið- mjúkum mjaðmahnykk og handaballett með söngnum. Það kom á daginn að ákafi kóranna að syngja hafði verið svo mikill að gleymst hafði að skipuleggja hvar skyldi enda tónleikana. Því var leik hætt þá hæst hann bar. Loka- númer Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð; íslenskt rapp eftir Atla Heimi Sveinsson, var frábært niðurlag, þjóðleg gleðimúsík sem ætti að vera skylduverkefni allra tónheyrnar- nema. Kórinn flutti verkið gríðarvel og vakti mikla gleði tónleikagesta. Bergþóra Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.