Morgunblaðið - 26.08.1999, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Er Island orðið að skipti-
mynt stóriðjuáhugamanna?
Nýi leikmaðurinn og
fyrsta sjálfsmarkið
EITT fyrsta emb-
ættisverk Sivjar Frið-
leifsdóttur umhverfis-
ráðherra var að setja
ofan í við Náttúru-
vemdarráð fyrir að
óska eftir því að um-
hverfisráðherra hlut-
aðist til um að ríkis-
stjórnin ógildi núver-
andi rammaáætlun um
virkjanh- og verndar-
viðmið sem byggir á
úreltum forsendum, og
hefði vinnu við nýja
rammaáætlun í anda
núgildandi laga um náttúruvernd.
Þetta var ekki efst á óskalista fé-
laga hennar í flokknum, því brást
hún ókvæða við tillögunum og
sendi formanni Náttúruverndar-
ráðs tóninn, vænandi hann um slúx
og sleifarlag í vinnubrögðum. Ráð-
ið hefði, eftir því sem hún sagði,
eytt dýrmætum tíma í föndur sem
komi málinu ekkert við.
Við, sem fylgst höfðum með fyrri
yfirlýsingum hennar, vonuðum að
hún gengi heils hugar að starfi. Nú
hefur hún opinberað sig. Hún
kemst ekki fremst, þar eru aðrir
fyrir, en hún verður framarlega í
flokki þeirra sem böðlast gegn
landinu, hvað sem það kostar og
hverjar sem afleiðingarnar verða.
Hún beygir sig möglunarlaust und-
ir forkólfana.
Það má vel vera að umhverfis-
ráðherra hafi ekki orðið „bergnum-
in yfir Eyjabökkunum" þegar hún
gerði stuttan stans á fyrirhuguðu
stíflustæði Fljótsdalsvirkjunar á
yfirreið með sveitarstjórnarmönn-
um. Eyjabakkarnir sjást nefnilega
ekki frá þeim stað. Til að upplifa
Eyjabakkana verður að ganga 3-4
klukkutíma í átt að Eyjabakka-
jökli. Það hefur Siv, eftir því sem
ég best veit, ekki lagt á sig. Því sá
hún ekki gæsaflotana, hreindýrin
eða gróðurinn sem einkennir stað-
inn, enda virðist henni vera
kengsama um svæðið og hvað um
það verður.
Sverja ráðherrar enga eiða?
Hafa þeir engar skyldur gagnvart
embættunum sem þeir veljast í?
Getur umhverfisráðherra gerst op-
inber umhverfisböðull ef honum
sýnist svo? Ef Siv er hrædd við
nýtt umhverfismat á Eyjabökkum
þá er það vegna þess að hún veit að
með nýju mati fást nýjar niður-
stöður. Matsforsendur hafa breyst
og einnig þekking á landinu sem
yrði fórnað. Uppistöðulón á Eyja-
bökkum yrði aldrei samþykkt að
fengnu nýju mati.
Það væri afskaplega leiðinlegt
fyrír Islendinga að verða þekktir á
alþjóðavettvangi fyrir dragbítshátt
og undanbrögð þegar
framfarir í umhverfis-
málum eiga í hlut,
samanber Kyoto-sátt-
málann um takmörkun
útblástursmengandi
lofttegunda, sem ís-
lensk stjómvöld þrá-
ast enn við að undir-
rita. Ástæðan er jú sú
að stjórnvöld vilja fyr-
ir alla muni koma hér
upp mengandi stór-
iðjuverum, sem undir-
ritun sáttmálans
mundi hindra. Á sama
tíma básúna svo ráða-
menn að ísland sé
hreinasta og ómengað-
asta land í heimi. Umhverfismál
eru heit mál í dag og alveg eins lík-
legt að alþjóðastofnanir taki þetta
mál fyrir.
Heimur versnandi fer
Við erum að verða eins og Norð-
menn, öll umræða snýst um pen-
inga. Hvernig græða megi eða
spara aura, alveg sama upp á
Stóriðja
Ef Siv er hrædd við
nýtt umhverfísmat á
Eyjabökkum telur Páll
Steingnmsson að það
sé vegna þess að hún
veit að með nýju mati
fást nýjar niðurstöður.
hvaða umræðuefni er fitjað.
Norska þjóðin hefur þó vit á að
flokka vatnasvið í þrjá verndar-
flokka og forgangsraða virkjana-
kostum á grundvelli þeirrar flokk-
unar. Jafnvel þótt vatnsfall stand-
ist allar kröfur verndarsjónarmiða
verður eftir sem áður að fara fram
mat á umhverfísáhrifum áður en
hægt er að virkja. Þess vegna reisa
Norðmenn ekki lengur stórvirkjan-
ir, þeir fá ekki heimild til þess. Þeir
fá heldur ekki heimild til að reisa
ný álver vegna mengunarinnar
sem þau valda. Þess vegna leita
þeir hingað.
Hvers vegna álver
á Reyðarfirði?
Mörg sveitarfélög fyrir austan
berjast í bökkum fjárhagslega.
Sveitarstjórnarmenn gína því yfir
flugunni um álver á Reyðarfirði.
Önnur úrræði væru þó nærtækari,
að virkja það hugvit og fagþekk-
ingu sem fyrir er í landinu til sér-
tækrar framleiðslu eða iðnaðar.
Þó ekki hefði nema broti af þeim
þremur milljörðum sem búið er að
sóa í undirbúning virkjana norðan
Vatnajökuls verið varið til at-
vinnuuppbyggingar á Austurlandi,
væri nú blómlegt þjóðlíf á Aust-
fjörðum. Með markvissum aðgerð-
um hefði mátt fyrirbyggja fólks-
flótta og það ástand sem nú ríkir
þar og víða um land. Umhverfis-
spjöll og mengandi álver væru þá
ekki á dagskrá.
Hver á landið - þjóðin
eða sljórnmálamenn?
Land er hverri þjóð dýrmætt í
fleiri en einum skilningi. Án lands á
þjóð sér engan stað. Jörðin sjálf er
forsenda lífsins, við komumst ekki
hjá því að taka tillit til þeirrar stað-
reyndar í öllum okkar gerðum.
Landið hefur eðlilega tilfinninga-
legt gildi fyrir þjóðina og eðli máls-
ins samkvæmt ber hún ábyrgð á
því. I þjóðfélaginu eru þó einstak-
lingar sem ekki skilja þessar
grundvallarstaðreyndir.
Tilfinningalaust metnaðarfólk
má ekki ráðskast með landið okk-
ar. Það er ólíðandi að einstaklingar
taki að sér mikilvæg störf fyrir
þjóðfélagið sem þeir ráða ekki við
að sinna faglega, ýmist vegna getu-
leysis, vanþekkingar eða af per-
sónulegum ástæðum. í sporum um-
hverfisráðherra mundi ég pakka
saman og leita mér að starfi í iðn-
aðarráðuneytinu.
Barátta gegn landníðingum
á Eyjabökkuin
Ekkert eitt mál, ekki einu sinni
kvótagerræðið, hefur mætt jafn
sterkri gagnrýni og stóriðjuáform-
in, hálendisvirkjanirnar og land-
spjöllin sem af þeim hljótast. Um
þetta ber ótölulegur fjöldi blaða-
greina, útvarps- og sjónvarpsþátta
og fjöldafundur í Háskólabíói
glöggt vitni. Eg er sannfærður um
að meirihluti þjóðarinnar er mót-
fallinn frekari spjöllum á landinu
vegna stóriðjuframkvæmda en
þegar hafa verið unnin.
Mér vitanlega hefur engin til-
raun verið gerð til að finna leið sem
væri ásættanleg. Fyrir ráðamönn-
um þýðir sátt einfaldlega að við,
sem viijum þyrma landinu, eigum
að sætta okkur við öll áform þeirra
og framkvæmdir möglunarlaust.
Laugardaginn 4. september nk.
verður hópur listamanna og ann-
arra áhugamanna um verndun há-
lendisins á Eyjabökkum með tákn-
ræna uppákomu til að mótmæla
virkjunarframkvæmdum norðan
Vatnajökuls. Eg hvet alla lands-
menn, sem finnst sér málið skylt,
til að mæta á staðinn og taka þátt í
athöfninni.
Höfundur er kvikmyndafrumleiti-
a ndi.
Páll
Steingrímsson
650 fm iðnaðarhúsnæði, að mestu á einni hæð, m. góðum innkeyrsludyrum á báðum hæðum og allt að 4,5 metra loft-
hæð. Engar súlur á efri hæð og nýting þvf mjög góð. Góðar skrifstofur og lyftuop á milli hæða. Húsið stendur í enda botn-
langa og er gott athafnarými kringum húsnæðið og næg bílastæði. Eignin öll í góðu standi. Getur nýst margs konar iðn-
aði eða inn-/útflutningsfyrirtækjum. Verð 35 millj. Frekari upplýsingar veitir Magnús Einarsson á skrifstofu okkar.
FÉLAGifFASTEIGNASALA Æik, ,0530 1500
EIGNASALAN É M HUSAKAUP
.................................—.......—-----—........-.......... í
Suðurlandsbraut 52, við Faxafen • Fax 530 1501 • www.husakaup.is
BYGGGARÐAR - IÐNAÐARHÚSNÆÐI
Bræðrabandið
brostið
ÞAÐ hefur verið
einkar fróðlegt að
fylgjast með ríkis-
stjórninni að undan-
förnu. Yfirbragð sam-
starfsins er breytt.
Tónn sundurlyndis er
kominn í yfirlýsingar
og viðbrögð hinna áður
svo sáttfúsu foringja.
Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra hefur klifað
á því í fjögur ár og ekki
síst í kosningabarátt-
unni að „þetta“ stjórn-
arsamstarf einkennd-
ist af trausti og ein-
drægni milli manna,
þar bæri engan skugga
á. En í vor þegar búið var að mynda
nýja tólf ráðherra ríkisstjórn var
eins og gæfan og sérstaklega gleðin
yfirgæfi samkvæmið. Allt er nú
breytt og þó nýju ráðherrarnir
hamist í fjölmiðlum í fullvissu þess
að það að vera daglega á skjánum
Stjómmál
Það sem við blasti fyrir
kosningar en stjórnar-
herrarnir afneituðu
hefur nú gengið eftir,
segir Rannveig Guð-
mundsdóttir. Verðbólg-
an farin af stað, vextir
hækka og stöðugleikan-
um alvarlega ógnað.
tryggi þeirra pólitísku framtíð þá
finna allir að það er pirringur í
stjómarsamstarfinu.
Góðærið ekki
Framsóknarflokksins
Allt síðasta kjörtímabil gaf
Framsóknarflokkurinn í skyn að
góðærið byggði á tilvist hans í ríkis-
stjórn. Það var auðvitað jafn frá-
leitt og að halda því fram að Davíð
Oddsson eða Sjálfstæðisflokkurinn
ætti sök á kreppunni sem hélt þjóð-
félaginu í fjötrum fyrsta kjörtíma-
bil flokksins í ríkisstjórn. En Sjálf-
stæðisflokkurinn valdi að taka und-
ir þann svanasöng og alveg fram á
kjördag sögðu Davíð og Halldór að
ef Samfylkingin kæmist til valda
myndi efnahagslífið taka kollsteypu
og verðbólga æða af stað. Hinsveg-
ar myndi áframhaldandi stjórnar-
seta þeirra tryggja stöðugleikann.
Ekki síst þess vegna héldu þeir
völdum.
En það sem verst hann varast
vann þurfti að koma yfir hann. Það
sem við blasti fyrir kosningar en
stjórnarherrarnir afneituðu hefur
nú gengið eftir. Verðbólgan er farin
af stað, vextir hækka og stöðugleik-
anum er alvarlega ógnað. Það er í
þessu umhverfi sem launafólk mun
reyna að sækja sér kjarabætur.
Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar segir um stöðuna í
efnahagsmálum að síðustu ár hafi
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
ödrnto
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
verið ákaflega hagsæl,
mikill hagvöxtur og lít-
il verðbólga. „Ef við
lítum hinsvegar á nú-
verandi horfur bendir
margt til þess að við
búum ekki áfram við
þessi góðu skilyrði.
Það er ekki ólíklegt að
hagvöxtur helmingist á
næstu árum, þó svo að
fátt sé öruggt í þessum
efnum. Það sem gagn-
rýna má við undan-
gengið hagvaxtarskeið
er það að núna á þessu
skeiði hagsveiflunnar
erum við ákaflega illa
búin undir erfiðleika í
efnahagslífinu. Það sem mestu máli
skiptir í því samhengi er aukin
verðbólga en núna er hún meira en
helmingi meiri en í helstu saman-
burðarlöndum okkar.“
Athyglisverð ummæli sem koma
ekki á óvart þótt þau fari í bága við
allar yfírlýsingar stjórnarherranna
fyrir kosningarnar í vor.
FBA-umræðan
afhjúpar ágreining
En það er fleira en breytt efna-
hagsástand sem veldur pirringi á
stjórnarheimilinu. Þar á bæ hafa
menn gripið til þess ráðs að selja
ríkisfyrirtæki til að rétta stöðu rík-
issjóðs. Og það athyglisverða við
einkavæðinguna er að þeir sem
kaupa af ríkinu, þ.e. sameiginlegar
eignir fólksins í landinu, græða
alltaf alveg óskaplega. Þannig
græddu sparisjóðirnir milljarða á
því að eiga í smátíma hlut í fjárfest-
ingarbankanum sem þessi ríkis-
stjórn stofnaði úr atvinnuvegasjóð-
unum. Og þá þegar „rangir aðilar“
keyptu hlut sparisjóðanna steig for-
sætisráðherrann sjálfur fram á
sjónarsviðið og vildi dreifða eignar-
aðOd. Það vildi Framsóknarflokk-
urinn ekki. Hófust þá sviptingar
þær sem birst hafa þjóðinni eins og
spennandi reyfari. Dylgjur um
digrar greiðslur í kosningasjóði
settar fram í blaðagrein og yfirlýs-
ingar forsætisráðherra um „rúss-
neska mafíu og eiturlyfjabaróna“
ollu að sjálfsögðu titringi í sam-
starfsflokknum. Svo fór forsætis-
ráðherrann á SUS-þing og kom þar
með nýja yfirlýsingu um að selja
hlut ríkisins í Fjárfestingabanka
atvinnulífsins í einu lagi.
„Viðskiptaráðherrann segir að
þetta séu bara persónulegar skoð-
anh’ Davíðs Oddssonar meðan sam-
gönguráðhen-a segir núverandi
stefnu um söluna í uppnámi. Og nú
koma líka viðbrögð frá Halldóri Ás-
grímssyni sem stuttlega svarar að
stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi
sölu Fjárfestingarbankans hafi
ekki verið breytt. Og nú segja ráð-
herrar Framsóknar að stefnan sé
dreifð eignaraðild. Já, það er óró-
legt á toppnum en allir vita að mál-
ið snýst um hvort ríkisstjórnin ætl-
ar að ráða því hver hin blokkin
verður sem eignast ráðandi hlut í
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins.
Efnahagsleg völd
til gæðinganna
Pólitík snýst um stefnu og lífs-
skoðun. Pólitík snýst líka um völd.
Stjórnmálaflokkur sækist eftir
völdum til að hrinda í framkvæmd
þeim breytingum sem nauðsynleg-
ar eru til að móta þjóðfélagið í þá
veru sem stefna hans boðar. Það er
að verða lýðum ljóst að Sjálfstæðis-
flokkurinn stýrir efnahagslegum
völdum til gæðinga sinna. Atök inn-
an ríkisstjórnarinnar um einkavæð-
ingu eru nú opinber og þjóðin mun
fylgjast vel með hvernig tekist
verður á við aðrar stórar ákvarðan-
ir sem bíða úrlausnar.
Höfundur er alþingismaður og
formaður þingflokks Samfylkingar-
innar.
Rannveig
Guðmundsdóttir