Morgunblaðið - 26.08.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 41
Auðvitað gat Páll ekki gefið svo
mikið frá sér nema vegna þess að
hann bjó í einstaklega farsælu
hjónabandi. Anna kona hans stóð
ávallt með honum í blíðu og stríðu.
Sama gilti um börn hans, bama-
börn og tengdason að ógleymdum
foreldrum, sem hann vildi ávallt um-
vefja kærleik og hlýju. Fjölskyldan
og velferð hennar var Páli ávallt efst
í huga.
Við vinir hans og fjölskyldur okk-
ar sendum Önnu og fjölskyldu Páls
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin um hinar mörgu góðu
stundir munu ylja um ókomin ár.
Spilafélagar.
Hópurinn sem maðui’ kynnist á
lífsleiðinni getur stundum verið stór.
En kynni manna eru misjöfn og
mislöng og þau eru í rauninni afar
fá, sem endast. Einstaklingarnir
þroskast í ýmsar áttir, fjarlægjast
eins og gengur í fjölbreytileika lífs-
ins og vegir liggja til ýmissa átta.
Satt að segja má maður vera þakk-
látur fyrir hver þau vinar- og
tryggðabönd sem skapast á unga
aldri og standa af sér öll átökin í lífs-
ins ólgusjó.
Páll Stefánsson var einn þeirra
manna sem ég eignaðist að vini fyrir
margt löngu. Og sú vinátta hélt velli
þrátt fyrir margar ágjafir og stund-
arskil.
Við kynntumst í pólitíkinni, Sjálf-
stæðisflokknum, þar sem Palli lét
ungur að sér kveða. Hann hafði ekki
langt að sækja þá flokkshollustu.
Faðir hans, Stefán Pálsson var einn
af máttarstólpunum í Verði, frægur
kosningastjóri í þeim harða slag sem
Sjálfstæðisflokkurinn háði í hverjum
kosningum um yfirráðin í borginni
og stöðu sína í landsmálunum. Palli
tók upp þráðinn frá karli föður sín-
um og gerðist fljótt starfsmaður
flokksins, titlaður framkvæmda-
stjóri hjá ungum sjálfstæðismönn-
um og þar hnýttum við vinarböndin,
þegar ég sat á formannsstóli í ung-
liðahreyfingunni í nokkur ár. Saman
gáfum við líka út Stefni og Páll sá
um auglýsingamar og útgáfuna og
seinna veitti hann byggingu Valhall-
ar liðsinni sitt og enn var Páll í fót-
gönguliðinu í síðustu kosningum.
Rúmlega þrjátíu ára þjónusta og
geri aðrir betur. Þegar ég hóf rit-
stjórn á Vísi og síðar DV, var Páll
aftur mættur sem auglýsingastjóri
og saman háðum við þar marga hild-
ina og stundum okkar í milli, því
Páll stóð vörð um sínar auglýsinga-
síður og lifði sig inn í starfið af með-
fæddri samviskusemi og skyldu-
rækni. Þá vai’ oft barið í borðið og
skellt dyrum. Geð hans var heitt og
stríðið heilagt. En eins og jafnan um
geðríka menn, var hann að sama
skapi fljótur að sættast, örlátur í
sátt sinni og allur í því sem hann tók
sér fyrir hendur. Sú var ástæðan
fyrir vanda hans gagnvart Bakkusi
á árum áður og sú var skýringin á
þeirri staðfestu sem hann sýndi í
þeirri baráttu síðasta aldarfjórðung-
inn. Það var allt eða ekkert. Sam-
starfið við Pál á þessum vinnustöð-
um báðum var eftirminnilegt, litríkt
og skemmtilegt. Þar var ekkert hálf-
kák og ekki man ég til þess að Páli
hafi skeikað að bjarga þeim málum
sem bjarga þurfti. Þar fór saman
húsbóndahollusta, harka gagnvart
sjálfum sér og heiðarleiki. Trú-
mennska var aðalsmerki Páls.
Páll Stefánsson hafði sterka út-
geislun, var fallegur maður og sam-
svaraði sér vel. Hann var svipmikill
og hvasseygur, gat verið brúna-
þungur þegar sá gállinn var á hon-
um en brosið var bjart og breitt og
stutt í glens og gaman. Sterkasta
lyndiseinkunn hans var þó ti’yggðin
við þá sem hann batt trúss sitt við,
enda átti Páll Stefánsson aðgang að
mörgum mönnum, hvort heldur í
kosningasmölun, auglýsingasöfnun
eða öði’um mannlegum samskiptum.
Þar sem Páll var annars vegar, þai’
voru engin svik, engin hálfvelgja.
Hann tók það nærri sér þegar hann
fann að honum var ekki treyst;
vegna þess að hann sjálfur treysti. I
þessum anda lifði hann og umgekkst
Ónnu konu sína. „Hún Anna mín,“
var viðkvæði hans, þegar æskuástin
hans barst í tal og saman hafa þau
staðið í blíðu og stríðu, fyrirgefið,
umborið og elskað hvort annað. Ný-
lega höfðu þau hjónin flutt af Álfta-
nesinu og keypt sér snotra íbúð í
Hafnarfirði og létu vel af. En það
átti ekki fyrir þessum heiðursmanni
og góða dreng að liggja að njóta sjö-
tugsaldursins og efri áranna. Blóð-
þrýstingurinn þoldi ekki þetta öra
geð, þessar sífelldu hólmgöngur. Og
þó hafði hann stærra hjarta en flest-
ir aðrir.
Ellert B. Schram.
Við andlát góðs vinar rifjast upp
minningar sem menn geyma með
sjálfum sér til þess e.t.v. að ylja sér
við einhvern tímann seinna. Eg átti
ekki von á því að að leita í þennan
minningasjóð vegna Páls Stefáns-
sonar núna. Svo óviðbúinn vai- ég
andláti hans og var þar líkt farið og
öðrum. Okkar síðustu fundir fjölluðu
um það sem við hugðumst gera sam-
an í næstu framtíð en ekki um það
sem liðið var. Kynni okkar Páls eru
orðin meir en 30 ára gömul og
hófust innan Sjálfstæðisflokksins.
Frá þeim tíma er margs að minnast,
sigra og ósigra en umfram allt sam-
stöðu og vináttu manna. Á þessum
árum kynntist ég fyrst þeirri hjálp-
semi sem Páli var svo ríkulega í
brjóst borin og sem svo margir nutu
góðs af.
Ævistarf Páls tengdist fyrst og
fremst þeim störfum þai’ sem sam-
skipti við fólk skiptu mestu, enda
naut hann sín þar best. Páll átti auð-
velt með að kynnast fólki og ég hygg
að flestir hafi metið kynnin við hann
að verðleikum. Honum var einkar
lagið að láta viðmælendur sína finna
að hann hafði áhuga á því sem skipti
þá máli. Kynni okkar Páls styrktust
svo enn vegna vináttu eiginkvenna
okkar, sem voru saman í spilaklúbbi.
Páll var mikill vinur vina sinna og
hópurinn sem tengdist þessum spila-
klúbbi fékk sannarlega að njóta
þess. Við hittumst öll við ótal tæki-
færi og alls staðar var það Páll sem
drýgstan hlut átti að undirbúningi og
skipulagi slíkra gleðifunda. M.a.
ferðuðumst við saman til útlanda og
þar eins og annars staðar var Páll
hinn sjálfkjörni skipuleggjandi og
fararstjóri og átti stærstan þátt í því
hversu vel tókst til. Við höfðum ráð-
gert slíka ferð nú í september en sú
ferð verður ekki farin, enda hefur
Páll vinur okkar tekist á hendur aðra
ferð og lengri. Fyrir hönd spilafé-
laga Önnu og eiginmanna þeirra vil
ég óska honum góðrar ferðar og
þakka honum alla vináttuna og um-
hyggjuna. Elskulegri vinkonu okkar,
Önnu, og öðrum ástvinum Páls send-
um við innilegar samúðarkveðjur.
Ólafur B. Thors.
Dáinn, horfinn! Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit að látinn lifir,
það er huggun harmi gegn.
(Jónas Hallgr.)
Mér datt þetta kvæði í hug þegar
Selma, vinnufélagi minn á DV,
hringdi í mig með þá sorgarfregn að
Páll væri dáinn. Ég átti í fyrstu
erfitt með að trúa þessu, þetta var
svo skyndilegt. En blákaldur raun-
veruleikinn blasti við, þreytta hjart-
að hans hafði gefið sig og við sem
eftir sitjum verðum víst að sætta
okkur við það. Áfram lifir þó minn-
ingin um góðan mann og það er
huggun þeim sem eftir lifa. Mig
langar til að kveðja með nokkrum
orðum hann Pál, fyrrverandi yfir-
mann minn og góðan vin.
Fyrstu kynni mín af Páli voru
þegar ég var u.þ.b. 16 ára. Faðir
minn, Halldór Bragason, prentari
hjá DV, ræddi við Pál, auglýsinga-
og sölustjóra, og útvegaði mér
þannig surnarstarf á smáauglýsinga-
deildinni. Á þessum tíma var sú
deild í Þverholti en stærri auglýs-
ingar uppi í Síðumúla en þar var
Páll með aðstöðu og höfðum við því
ekki sést. Ég var aðeins búin að
vinna í nokkra daga, það var föstu-
dagur og nóg að gera en þar sem ég
var ný kunni ég ekki allt sem þurfti.
Skyndilega kemur maður stormandi
inn, fer að afgreiða viðskiptavinina,
hleypur út um allt og segir mér og
öðrum fyrir verkum. Svo var hann
horfinn jafnskjótt og hann hafði
komið. Þá spurði ég Selmu, þáver-
andi yfirmann minn, hvaða maður
þetta hefði verið. „Þetta er bara
Palli auglýsingastjóri." Mér brá
náttúrlega og fór að hafa áhyggjur
af því að ég hefði ekki gert allt rétt
en róaðist stuttu síðar þegar Páll
hringdi og ræddi við mig. Hann
mundi það nefnilega eftir á að hann
hafði ekki kynnt sig, baðst afsökun-
ar á því og sannfærði mig strax um
að allt væri í góðu lagi.
Sumrin áttu eftir að verða fleiri,
það var svo gaman að vinna á DV og
Páll átti stóran þátt í því. Ég var síð-
ar gerð að deildarstjóra smáauglýs-
inga og þá unnum við meira saman.
Samstarf okkar var gott, hann var
góður yfirmaður, oft á tíðum strang-
ur en samt sanngjarn, afar sérstak-
ur karakter, opinn og skemmtilegur.
Við vorum bæði skapstór en skildum
hvort annað afskaplega vel. Páll
stríddi mér oft á því að ég væri smá-
munasöm en satt að segja var hann
það sjálfur og þess vegna held ég að
okkur hafi samið vel. Páll var dugn-
aðarforkur, vinnusamur og vildi
hafa nóg fyrir stafni. Flestir sam-
starfsmenn muna eflaust eftir hon-
um á fleygiferð um húsið eða sitj-
andi í sæti sínu í tveimur símum í
einu - þannig leið Páli best. Vinnu-
gleði hans og samviskusemi var
smitandi og hann hreif okkur undir-
mennina með sér. Páll var einhvem
veginn þannig að þótt hann sæti í
herbergi með fjölda fólks og segði
ekki orð var ekki hægt annað en að
taka eftir honum. Ég væri samt ekki
að segja satt ef ég segði að hann
hefði ekki haft dálítið gaman af allri
athygli og hann var yfirleitt hrókur
alls fagnaðar þar sem hann kom. Ég
gæti nefnt ótal dæmi en það sem er
mér efst í huga er að ég bauð Páli og
Önnu í brúðkaupið mitt og Páll
spurði mig hvort það væri í lagi að
hann héldi ræðu. Ég hélt það nú.
Hann hélt afskaplega fallega og
skemmtilega ræðu þar sem hann tók
það m.a. fram að sér fyndist hann
vera fjórði pabbi minn, þ.e.a.s. á eft-
ir föður mínum, fósturföður og
tengdaföður. Mér þótti vænt um
þessi orð því þau voru orð að sönnu.
Ég var búin að ákveða að halda
ræðu fyrir hann þegar hann yrði 60
ára en af því varð því miður ekki.
Við unnum saman í u.þ.b. 14 ár og
satt að segja hefðu þau alveg mátt
vera fleiri mín vegna. Páll var vinur
vina sinna og hann reyndist mér vel
á góðum og ánægjulegum stundum
og líka þeim erfiðu, eins og þegar
faðir minn dó. Við Páll hittumst því
miður ekki eins oft eftir að hann
hætti á DV og mér þótti það miður.
Hann kom þó stundum við á DV og
þá ræddum við saman. Mér verður
hugsað til þess nú er við hittumst
við jarðarför fyrrverandi vinnufé-
laga. Páll var þá hress að vanda en
ræddi þó alvarlega við mig um dauð-
ann, lagaval við jarðarfarir og þess
háttar. Ég bað hann að hætta að
ræða þetta, það væri nægur tími til
að hugsa um þetta síðar, en því mið-
ur varð ég ekki sannspá. Þetta var
síðasti fundur okkar þar sem næði
gafst til samræðna. Páll er ógleym-
anleg persóna, hann var gull af
manni og það var ekki hægt annað
en að þykja vænt um hann. Ég er
viss um að hann fylgist með að allt
sé í lagi hjá ástvinum sínum, sér-
staklega hjá henni Önnu sinni sem
honum hefur örugglega þótt afar
erfitt að fara frá.
Elsku Anna, fjölskylda og aðrir
ástvinir. Ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og vona að guð gefi
ykkur styrk á erfiðri stundu. Guð
blessi minninguna um góðan mann.
Ingibjörg Lilja Ilalldórsdóttir.
Með sorg í hjarta kveð ég góðan
vin og samstarfsmann. Fréttin um
ótímabært andlát Páls kom sem reið-
ai’slag. Við höfðum nokkrum dögum
áður rætt saman um framtíðina og
lifjað upp góðar minningar. Við
skildum með það í huga að hittast
aftur eftir nokkra daga til skrafs og
ráðagerða og fá okkur súpu saman.
Páli kynntist ég fyrst eftir hið
hörmulega snjóflóð á Flateyri, en þá
var hann einn af fulltrúum fjölmiðla
í söfnunarátakinu Samhugur í verki.
í því samstai’fi var Páll ráðagóður
og boðinn og búinn að leggja allt sitt
fram til að söfnunin tækist sem best.
Síðar kom Páll til starfa hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar og tókst þá
með okkur vinátta og gott samstarf.
Páll leit strax á hjálparstarfið sem
sitt starf, bar það fyrir brjósti af
mikilli einlægni og talaði máli þess
þar sem tækifæri gafst. Kom glöggt
í ljós að hann bar sérstaka um-
hyggju fyrir þeim löndum sínum
sem minna mega sín, enda taldi
hann það skyldu okkar að leggja
þeim lið eftir megni.
Páll sinnti fjáröflun fyrir Hjálpar-
starfið og sá einnig um að útvega
matvæli í matarbúrið okkar. Hann
fann sig vel heima í því starfi og sá til
þess í samstarfi við góða aðila að
alltaf var eitthvað til í búrinu. Fyrir
sl. jól lagði hann t.d. á sig mikið erfiði
og langan vinnudag til þess að allir
þeir sem þá leituðu til Hjálparstarfs
kirkjunnar fengju einhverja matvöru
til að taka með heim. Páll gekk inn í
öll störf og ekkert var svo ómerkilegt
að hann gæti ekki sinnt því.
Páll var á margan hátt sérstakur
maður og þakka ég fyrir að hafa
fengið að kynnast honum og eiga
hann sem félaga og vin. Hjálpsamari
manni hef ég ekki kynnst. Állt vildi
hann gera fyrir vini sína og tilbúinn
að rétta þeim hjálparhönd ef færi
gafst. Það er gott að eiga þannig vini.
Ég þakka góðum Guði fyrir þann
tíma sem við fengum að starfa sam-
an. Góður drengur er burt genginn.
Guð blessi minningu hans.
Önnu konu hans og börnum
þeirra og skyldmennum votta ég
innilega samúð og bið Guðs blessun-
ar um ókomna tíð.
Jónas Þórir Þórisson,
framkvæmdastj óri
Hjálparstarfs kirkjunnar.
Vinur minn Páll er dáinn. Þessi
frábæri og einlægi maður sem hafði
alltaf svör við öllum spurningum og
var alltaf til staðar þegar á þurfti að
halda. Mikið getur lífið verið frá-
bært að gefa manni tækifæri á að
kynnast mönnum eins og Palla.
Ég kynntist Páli fyrir yfir tuttugu
árum þegar leiðir okkar láu saman
vegna verkefnis sem ég var að vinna
og tengdist DV. Mér er það mjög
eftirminnilegt hvernig hann brást
við beiðni minni þá og á sinn óvenju-
lega hátt, sem var blanda af rök-
festu, hörku, mýkt og kærleika.
Hann var svo mikill fagmaður í
eðli sínu og af Guðs náð að hann las
yfir mér bláeygum unglingi, hvað i
verkefninu myndi ganga upp og
hvað ekki! Ég verð að viðurkenna að
mér fannst maðurinn hálfskrítinn að
tjá sig svona opinskátt um verkefið
sem „hann hafði ekkert vit á“. Hann
var algjörlega óvæginn á sjálfan sig
og samstarfsfólk sitt. Hann þekkti
svo sannarlega sitt heimafólk.
Eftir þessi kynni urðum við góðir
vinir og unnum oft saman eftir það í
hinum ýmsu málum. Hann rétti mér
oft hjálparhönd og studdi þegar á
þurfti að halda.
Síðasta stórverkefni sem við Páll
unnum að sameiginlega var Sam-
hugur í verki, söfnun fyrir fórnar-
lömb náttúruhamfara á Flateyri.
Þar vorum saman í söfnunarstjórn
verkefnisins fyrir hönd þeirra fyrir-
tækja sem við unnum fyrir þá og
fylgdum því eftir til sjóðsstjórnar.
Tengsl hans og persónutöfrar opn-
uðu margar dyr og það var einstakt
að fylgjast með hvað hann átti auð-
velt með að laða ávallt það besta
fram í öllu fólki.
Mér finnst ég heppinn að hafa
kynnst Páli Stefánssyni og átt með
honum þessi fáu en skemmtilegu ár,
ég er ríkari maður á eftir.
Ég sendi eiginkonu hans og fjöl-
skyldu mínar innilegustu samúðai’-
kveðjur.
Jón Axel Ólafsson.
Það era mörg ár síðan ég sá Pál
Stefánsson í fyrsta skipti. Ég var í
menntaskóla og átti erindi inn að
Galtafelli við Laufásveg þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn var til húsa.
Þar starfaði Páll. Mér er þetta
minnisstætt vegna þess að þar sem
hann stóð, myndarlegur í hvítum
frakka, sá ég brennheitan eld í aug-
um hans og skynjaði hjá honum ein-
hverja innri ólgu sem varð til þess
að ég ákvað að ónáða hann ekki.
Mörgum árum síðar lágu leiðir
okkar saman. Þá var Páll orðinn
auglýsingastjóri á Vísi. Hitinn og
ákafinn var enn í augunum en ólgan
hafði verið hamin. Páll hafði blásið
til orrustu við Bakkus konung og
sigrað. Hann var upp frá því alltaf
boðinn og búinn að veita öðrum lið ít
þeirri orrustu. Ósjaldan sagði hann:
„Ég hjálpaði honum að hætta að
drekka.“ Það leyndi sér ekki að sú
lífsreynsla tengdi menn sterkum,
órjúfanlegum böndum. Menn
gleyma ekki slíkum vinargreiða.
Áuglýsingastjórinn skapaði sér
strax sérstakan stíl sem skar sig úr.
Stíllinn byggðist á þeirri sannfær-
ingu hans að ekkert gæti komið í
staðinn fyrir mannleg samskipti.
Samskiptatækni nútímans var í hans
huga af hinu góða en hún var bara
þægindaauki og uppfylling. Mann-
leg samskipti í munni Páls þýddu ‘
auk þess annað og meira en kaffi-
spjall tvisvar á ári eða jólahlaðborð
á Hótel Borg. Mannleg samskipti
þýddu meira, nánara og persónu-
legra. Það var útilokað annað en að
þykja vænt um þennan hlýja mann.
Það fylgdi honum birta og hann var
lausari við stærilæti eða drambsemi
en flestir aðrir.
Seinna skipti auglýsingastjórinn
um starf og réð sig til Hjálparstofn-
unar kirkjunnar en hafði svigrúm til
þess að taka að sér verkefni á sviði
auglýsinga- og markaðsmála sem ég
ásamt öðrum nýtti mér í tengslum
við vinnu mína. Það var svo í fyrra
sem ég hringdi í Pál og spurði hann
að því hvort hann væri tilbúinn til'x
þess að gerast kosningastjóri minn í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hans
fyrstu orð voru: „Veistu hvað þú ert
að fara út í?“ Páll hafði reynslu af
hinum fallvalta heimi stjórnmál-
anna. Bæði hafði hann starfað í
Sjálfstæðisflokknum um árabil og
léð frambjóðendum lið í prófkjörum.
Faðir hans, Stefán A. Pálsson, var
einn helsti kosningastjóri flokksins á
árum áður svo að stjórnmálin fylgdu
með í uppeldinu. Ég var í höndum
sérfræðings. Það var skemmtilegt ,f„
að vinna með Páli. Hann hafði sitt
eigið verklag sem kom mér óneitan-
lega á óvart. Hann hafði fremur
óskipulagt yfirbragð en það vinnu-
lag hans lærðist mér með tímanum
að meta og virða. Hann kunni t.d.
ekki á tölvur en þekkti vel mögu-
leika þeirra og nýjungar í auglýs-
ingaheiminum. Hann treysti á minn-
ið og í besta falli skrifaði hann hjá
sér á smámiða það sem hann vildi
muna. Það sem varðaði okkur mikið
sem unnum með Páli var einfaldlega
að ef hann tók að sér verkefni þá
fylgdi hann því eftir þar til því var
farsællega lokið. Því flóknara sem
verkefnið var og styttri tími til
stefnu, því betur virtist honum líða.
Páli fannst gaman að fara um víð-
an völl og ræða málin ofan í kjölinn,
enda sjálfur hafsjór af skemmtileg-
um lífsreynslusögum. En þegar
vinnufundir voru komnir út af spor-
inu, og umræðan farin að snúast um
allt annað en vinnuna, tók hann var-
lega í taumana og sagði þá gjarnan
„concentration, concentration". Við-
eigandi suðrænar handahreyfingar
fylgdu með. Með þeim góðlega hætti
var þráðurinn tekinn upp að nýju.
Sá okkar sem virtist njóta þess mest
að ræða um menn og málefni hafði
gætur á glaðværðinni og á að halda
huganum við efnið.
Páll var stemmningsmaður, meii-i
tilfinningamaður en aðrir sem ég hef
unnið með. Nokkrum sinnum kom!
hann inn til mín á skrifstofuna og
sagði: „Ég ætlaði að tala við þig um
eitt mál en mér líst ekkert á svipinn
á þér. Ég tala við þig á morgun.“
Þar með var hann rokinn.
í prófkjörsstarfinu tókst enn
meiri vinskapur með okkur Páli. Við
vorum saman í tæpar þrjár vikur frá
því snemma að morgni og fram til
miðnættis. Stífar vinnulotur áttu vel
við hann. Hann nánast naut þeirra.
Þegar hann leit inn í vetur byrjaði
hann stundum heimsóknirnar bros-
andi á orðunum: „Ég bara leit inn.
Ég er með fráhvarfseinkenni.“ I vor
urðum við svo samstarfsmenn þegar
Páll byijaði í íúllu stai’fi hjá Ingvari
Helgasyni hf. Þekking hans og löng
reynsla á sviði auglýsinga- og mark-
aðsmála leyndi sér ekki og var mik-
ils virði.
Á fimmtudag í síðustu viku kvaddi
Páll að vinnudegi loknum, glaður í<;
SJÁ NÆSTU SÍÐU