Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 43' lyndur maður, og hann naut sín vel í samvinnu við aðra, næmur á fólk og tilfinningar þess. Hann var því frá unga aldri eftirsóttur til margvís- legra félagsstarfa. Páll Stefánsson verður eftirminnilegur öllum þeim, sem honum kynntust. Hann var lif- andi og opinn. Hreinskiptinn. Ákafa- maðrn-. Kröftugur athafnamaður. Glaðsinna alvörumaður. Tilíinninga- maður. I einkalífinu var Páll mikill fjöl- skyldumaður. Fyiár fjölskylduna fannst honum hann aldrei nóg geta gert, svo mikil var umhyggja hans fyrir velferð sinna nánustu. Anna kona hans skipaði sérstakan sess í huga hans og hjarta. Hún stóð sem klettur honum við hlið í blíðu og stríðu allt frá æskuárum þeirra. Vinir og samstarfsmenn Páls fóru ekki varhluta af mannkostum hans og hjartagæzku. Engan mann var betra að biðja bónar en Pál. Greið- vikni hans var engu lík. Hann var venjulega glaðari og þakklátari heldur en þiggjandinn, þegar honum hafði tekizt að gera vini greiða. Pað má eiginlega segja, að það hafi verið greiði við hann að biðja hann við- viks. í dag tregum við ástríkan fjöl- skylduföður, vin og samstai-fsmann. Þegar frá líður mun treginn með guðs hjálp breytast í minningaperlu, sem ljúft verður að hugsa til. Páli vini mínum og frænda þakka ég langt og gott samstarf, vináttuna og tryggðina. Ástvinum hans sendi ég og fjölskylda mín hugheilar samúð- arkveðjur, og við biðjum þeim guðs blessunar. Hörður Einarsson. „Sumarið líður allt of fljótt" segir í fallegu lagi sem hefur oft komið í hugann í Blátúni 1 þetta sumarið. Sumarið hans Páls Stefánssonar var fjarri því liðið þegar það var búið og hans er nú sárt saknað. í hugum okkar nágrannanna á Álftanesi tengdist Páll alltaf sumrinu. Hann var fæddur um vor og það brást ekki að skammt var liðið frá afmæl- inu hans þegar fór að sjást til hans og Önnu í garðinum í Blátúninu. Þegar þau hjónin fluttu í Hafnar- fjörð á vordögum var fyrsta spurn- ingin hvort það væri ekki góður garðm- í Blómvanginum og jú, svarið var að þar væri vissulega góður garður. Það var notaleg tilhugsun. Ekki hvarflaði annað að manni en að þar myndu þau Páll og Anna fá að una sér vel saman, ekki bara í sumar heldur mörg komandi sumur. En sumarið leið allt of fljótt og það ber skugga á tilveruna að Páll skuli ekki krydda hana framar. Við kynntumst honum fyrst í hlutverki hörkudug- legs vinnuþjarks á meðan hann vann sem auglýsingastjóri DV og í því hlutverki var hann afar minnisstæð- ur. Hann kom stundum yfir ganginn á Síðumúla 33 á Vikuna þar sem við þekktum best til og þandi lungun, brosti sínu skálkslega og heillandi brosi, kvaddi kurteislega og fór. Síð- ar kynnumst við þeim Önnu betur sem yndislegum nágrönnum og vin- um. Þar bar aldrei skugga á. Við drukkum saman kaffi af og til, spjölluðum mikið, en samskiptin voru alltaf þannig að enginn var að troða öðrum um tær. Við þessar að- stæður gat vináttan ekki annað en dýpkað og kostir þeirra hjónanna orðið okkur sífellt betur ljósir. Eljusemi, kraftur, hlýja og hjálp- semi var það sem einkenndi Pál mest og helst. Garðurinn þeirra Önnu naut þessara eiginleika og fal- legt heimilið líka. Hlýjan sem frá honum stafaði var ósvildn þótt hann reyndi stundum að fela hana með snaggaralegri framkomu. Börnin og barnabörnin sem voru tíðir gestir hjá þeim Páli og Önnu gátu alltaf fundið hjá honum traust og djúpa væntumþykju og þessir mannkostir fóru ekki framhjá okkur nágrönnun- um. Atriði sem sumum kunna að þykja smá segja einnig sína sögu. Til dæmis að varla fyrirfannst hund- ur sem fékk eins gott atlæti og ís- lenska tíkin hún Pollý sem fylgdi þeim Páli og Önnu mestalla þá tíð meðan þau voru á Álftanesinu. Elsku Anna, við getum víst lítið gert á svona stundu annað en að votta þér innilega samúð okkar. Saman hafið þið lifað súrt og sætt og það er ekkert vafamál að þú átt stóran þátt í að hann var sá góði maður sem við kynntumst. Stefán, Guðný og fjölskyldur, við vottum ykkur líka samúð og biðjum um styrk ykkur öllum til handa að takast á við sorgina. Við sendum ykkur einlægar kveðjur okkar og barnanna okkar. Anna og Ari. Þegar andlátsfrétt Páls, vinar míns og félaga um áratuga skeið, barst fyrirvai'alaust, rifjaðist upp í huga mér kínverskt máltæki sem segir: „Gnægð er til af gullinu rauða en af gráhærðum vinum ekki.“ Allt í einu er skarð í hópi vina, sem allir eru með gráa slikju á höfði. Leiðir okkar Palla lágu fyrst sam- an í skátunum fyrir margt löngu. Til urðu sterk vináttubönd sem aldrei bar skugga á. Páll var einstakur maður með hjarta úr gulli. Hann vissi ekkert stórkostlegra en að geta lagt samferðamönnum sínum lið þegar á þurfti að halda og sérstak- lega var honum kært að liðsinna þeim sem áttu um sárt að binda. Auður hans lá í vináttutengslum við ótrúlegan fjölda fólks um allt þjóðfé- lagið. Páll var félagsmálamaður af sál og líkama. Hann naut þess að eiga samskipti við fólk - því fleiri, því betra. Hann hafði sterkar skoðanir á stjórnmálum, en það truflaði aldrei samskipti hans við fólk sem var á öndverðum meiði í þeim efnum. Sjálfur átti hann í erfiðleikum fram- an af ævi, sem léku hann grátt um tíma, en hann tók á þeim með krafti og æðruleysi svo eftir var tekið. Hann lét ekki þar við sitja heldur hjálpaði fjölda fólks með sama vandamál að fóta sig á ný. Á undanförnum mánuðum áttum við nokkrum sinnum löng samtöl um lífið okkar fyrr og nú og hvað væri framundan. Það hvíldi þungt á Páli að vinnuveitendur hans á DV létu hann hætta eftir áratuga fórn- fúst starf sem auglýsingastjóri blaðsins eða frá stofnun þess. Sárs- aukinn í sálinni var mikill, en á yfir- borðinu lét hann sem ekkert væri. Hann sá björtu hliðarnar í framtíð- inni og hlakkaði til að eiga meiri tíma með fjölskyldu og gráhærðum vinum sínum. Styrkur Páls á hálli hlaupabraut lífsins var fjölskyldan og þá sérstak- lega eiginkonan Anna, lífsförunaut- ur í um 40 ár og gullmolarnir hans Guðný og Stefán, sem nú upplifa mikla sorg. Með Páli er genginn góður og gegnheill drengur. Minning hans lif- ir í hugum allra þein-a sem þekktu hann. Guð gefi Önnu, Guðnýju, Stef- áni og aldraðri móður styrk á sorg- arstundu. Við Áslaug þökkum Palla vináttu og andlega samfylgd um krákustíga lífsins. Áslaug og Jón Hákon Magnússon. Mig langar að minnast í örfáum orðum Páls Kr. Stefánssonar sem ég aldrei fékk þó tækifæri til að kynn- ast að ráði. Þrátt íyrir mín stuttu kynni af Páli dylst mér ekki að hann var góður maður sem bar með sér hlýju og einlægni. Á slíkum stundum sem þessari finnur maður hversu við mennirnir megum okkar lítils gagnvart æðri máttarvöldum og orðin okkar eru fá- tækleg. Tíminn einn getur unnið á sorginni sem hverfur aldrei alveg en getur þó breyst í söknuð. Elsku Anna, Stefán, Guðný, Kári, Hjördís, Anna María og Guðni. Þið hafið nú misst einstakan eiginmann, föður og afa. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð en minningin um ljúf- an mann mun lifa. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Rósa Guðrún. • Fleirí minningargreinar um Pál Kr. Stefánsson bíða birtingar og miinu birtast iblaðinu næstu daga. + Rósa Björns- dóttir fæddist í Felli í Breiðdal 21. júní 1922. Hún lést á Landakoti 13. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir Guð- laugar Helgu Þor- grímsdóttur, f. 1886, d. 1961 og Árna Björns Guð- mundssonar, f. 1885, d. 1924. Systkini Rósu voru Emil, f. 1915, Þórhalla, f. 1917, Ragnar, f. 1918, Guðmundur, f. 1920, Birna, f. 1924, og eini eftirlifandi bróðir- inn er Arni, f. 1927. Rósa giftist Kristjáni Sigurðs- syni 1950. Þau skildu 1980. Börn þeirra eru: 1) Drífa, gift Ólafí Einarssyni. Þeirra börn eru Fannar, kærasta hans er Margrét Sigtryggsdóttir, Björt og Eldur. 2) Fjalar, giftur Sig- rúnu Ólafsdóttur. Þeirra börn eru Heba og Högni. 3) Freyja, hennar maður er Hilmar Gunn- arsson. Þeirra börn eru Jón Gunnar, Bylgja, Darri og Jara. 4) Harpa, gift Hannesi Peter- I dag kveð ég hinstu kveðju Rósu Bjömsdóttur tengdamóður mína. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og bömin mín. Ég minnist konu sem var glæsi- leg, fíngerð og ungleg. Rósa var hæglát, lítillát og tilgerðarlaus. Hún var oft seintekin en sannur vinur þeirra sem hún tók ástfóstri við. Heiðarleiki, trygglyndi og gjafmildi vora hennar aðalsmerki. Rósa var húsleg og lagði alltaf metnað sinn í að halda fallegt heimili. Hún var vinnusöm, hafði ótrúlega orku og var alltaf að. Hún var mikil fjöl- skyldumanneskja og vora bömin henni allt. Rósa hélt fast í gamla siði og dáð- ist ég oft að henni þegar hún safnaði saman fjölskyldunni og við skáram út laufabrauð. Oft var það gert eftir langan vinnudag og að loknum mat sem hún reiddi fram fyrir allan hóp- inn. Við Rósa gerðum margt saman í gegnum árin. Hún heimsótti okkur til Kaupmannahafnar og Banda- ríkjanna og eins ferðuðumst við saman um Evrópu, með tjald og prímus í farteskinu. Öll árin sem við bjuggum erlendis skrifaði hún okkur í hverri viku, þar á ég fjár- sjóð góðan því öll bréfin hef ég geymt. Jólin verða aldrei söm, þar lék Rósa stórt hlutverk í lífi mínu. Við voram saman á aðfangadagskvöld alveg síðan við kynntumst og mér fannst alltaf að hátíðin gengi í garð þegar Rósa birtist í dyrunum. Þá ríkti svo mikil ró og friður og kvöld- ið varð hátíðlegt og heilagt. Óskabömin okkar Heba og Högni kveðja ömmu sína í dag með sorg í hjarta. Þau fengu góðan en allt of stuttan tíma með henni. Hvíl þú í friði, elsku Rósa mín. Sigrún Ólafsdóttir. sen. Þeirra dætur eru Katla og Hera. Rósa ólst að mestu leyti upp í Felli hjá móður sinni og föðurafa. Þó var hún hjá móð- ursystur sinni á Fá- skrúðsfirði frá þriggja til tíu ára aldurs. 22 ára fór hún í Húsmæðraskólann á Laugum og að loknu námi þar vann hún þjónustu- störf m.a. í Reykja- vík og á Laugarvatni. Hún gifti sig og helgaði sig mestmegins uppeldi og umönnun fjölskyldu sinnar. Auk þess vann hún ýmis störf. Hún var t.d. húsmóðir á Meðferðarheimilinu í Breiðuvík einn vetur og annaðist tíma- bundið börn á vegum Félags- málastofnunar Reykjavíkur. Eftir 1970 vann hún ýmis verzl- unarstörf, lengst af í verzlun- inni Hamborg. títför Rósu fer fram í Óháðu kirkjunni í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Elsku Rósa amma, eins og við kölluðum þig. Ég bið Guð að geyma þig, nú ert þú horfin okkur, en kom- in á góðan stað og líður vonandi vel þar. Ég kynntist þér þegar ég kom á Torfastaði, þú tókst mjög hlýlega á móti mér er við hittumst í fyrsta skipti eins og öllum sem lögðu leið sína þangað, hvort sem í heimsókn eða í vera. Þú varst alltaf svo hlý og góð við mig, svo hrein og bein í öllu sem þú gerðir. Ég var stundum svolítið erfið við þig en samt gastu verið þolinmóð og góð við mig og hina krakkana. Þeg- ar við áttum „eldhús“ eins og við kölluðum það þá komstu og hjálpað- ir okkur, hvort sem var við matseld eða uppvask. Þú gafst mér mörg góð ráð í sambandi við heimili og starf. Þegar þú og Bíbí amma voruð komnar saman var alltaf gaman hjá okkur. Öllum leið vel. En það er svolítið erfitt að koma hugsunum og minningum á blað en ég minnist þín með hlýhug og þakklæti. Ég votta börnum þínum, mökum þeirra og börnum, mína dýpstu samúð. Berglind Leifsdóttir og fjölsk. Rósa var gáfuð og góð kona. Hún var mildl vinkona okkar og minning- in um hana mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Við þökkum trausta vináttu, tryggð og hjálp. Guð geymi þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Fjölskyldu Rósu og öllum að- standendum hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðný og Björn. Okkur langar með fáeinum orð- um að minnast vinkonu okkar, hennar Rósu. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast konu eins og henni, hún var góð, falleg, um-f hyggjusöm og síðast en ekki síst ákaflega skemmtileg. Þegar við vinkonurnar fermdumst fengum við að gjöf ferð til Flórída. Ferðafélag- amir okkar vora langamma, afi, amma og vinkona hennar, hún Rósa. Þó svo að aldursmunurinn hafi verið mikill á okkur ferðalöng- unum þá gleymdist hann fljótt í öll- um skemmtilegu uppátækjunum sem við áttum með Rósu, það var hvorki að sjá né heyra að það væru heilar tvær kynslóðir á milli okkar, hún gaf okkur ekkert eftir í því að njóta ferðarinnar tO hins ýtrasta. Við eigum margar okkar skemmti- legustu æskuminningar frá þessum tíma, og það sem okkur fannst svo dýrmætt var það að Rósa kom alltaf fram við okkur sem jafningja sína og vinkonur. Kæra fjölskylda og aðrir aðstand- endur, missir ykkar er mikOl. Við sendum ykkur okkar innOegustu samúðarkveðjur. Elsku Rósa, hvfldu í friði. Hildur Guðný og Margrét Högna. Þegar fólk er komið á besta aldur hefur það hitt margt fólk á lífsleið- c inni. Sumir bindast sterkum vináttu- böndum og svo var um okkur fjórar, Rósu og okkur þrjár sem kveðjum hana hér með nokkram orðum. Við hittumst allar á Reykjalundi á síð- astliðnum vetri. Allar voram við í endurhæfmgu, hver á sinn hátt, og þessi sameiginlega lífsreynsla tengdi okkur nánum böndum. Margt gerðum við okkur tfl gam- ans á deOd B, sem við kölluðum oft heOabOuðu deOdina okkar á mflli. Ein stjórnaði sætaskipan við sjón- varpið, önnur skenkti kaffi, sú'* þriðja stjórnaði ökuferðum á „kvik- indinu" og sú fjórða uppfræddi hin- ar um lífið og tflverana. Eitt við- fangsefnið sem við glímdum við, og vakti óblandna skemmtun, var að reyna að muna hvenær hver okkar hafði komið á deOdina. Gekk það heldur brösuglega, en þegar við höfðum skrifað það niður á blað, sem varðveitt var á öraggum stað, velktumst við ekki lengur í vafa. Að sjálfsögðu mundum við það, en það var bara skráð á blað til öryggis. Hápunkti náði samveran þó þegar ein okkar útskrifaðist með pomp og pragt með útskriftarhúfu og tfl- heyrandi myndatökum. Við vinkonur Rósu voram svo ’ ánægðar fyrir hennar hönd þegar hún flutti í nýju glæsilegu íbúðina sína og hugsuðum okkur gott tO glóðarinnar hvað heimsóknir varð- aði. Þær urðu því miður allt of fáar, því hún veiktist á ný og átti ekki aft- urkvæmt heim. Nú eigum við ekki lengur samleið en hlýjar þakkir era okkur í huga fyrir allar skemmti- legu samverastundimar, stundimar ógleymanlegu sem bundu okkur ævarandi tryggðarböndum þennan stutta tíma sem við voram saman. Við kveðjum þig elsku vinkona. Bömum Rósu, tengdabörnum og bamabömum sendum við okkar innOegustu samúðarkveðjur. Guðrún Sigurðarddttir, Kolbrún Gunnarsdóttir, Sigríður Gísladóttir. ROSA BJÖRNSDÓTTIR Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Otsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ L* E Cæ S E I N I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; IB S.HELGASON HF ISTEINSMIÐ JA| 'SijÖ ~efc V c fc ■ SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.