Morgunblaðið - 26.08.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 47^
handleiðslu hans. Ólafur var hreint
ótrúlega vel að sér í fræðigrein
sinni og þrátt fyrir mikið annríki
hafði hann alltaf tíma tU þess að
miðla þekkingu til yngra fólksins á
sinn rólega og hæverska hátt. Sjúk-
lingarnir voru ekki bara „sjúkratil-
felli“ heldur persónur með sál.
Hann var fágætlega ættfróður og
vissi oft meira um uppruna og um-
hverfi sjúklinganna en þeir sjálfir.
Þórarinn Björnsson, heitinn,
skólameistari Menntaskólans á
Akureyri, sagði eitt sinn í ræðu:
„Læknamir þurfa ekki aðeins alla
þekkinguna, þeir verða líka að eiga
listina, kunnáttuna að fara með
fólkið. Návist þeirra þarf að vera
eins og smyrsl - færa frið og líkn og
gefa kraft um leið. Þeir þurfa í senn
styi'k og mýkt, nærfærinn kraft.
Anda göfugrar þjónustu, þar sem
færni og hjartahlýja fara saman.“
Þannig læknir var Ólafur Sigurðs-
son.
Félag íslenskra lyflækna vottar
látnum heiðursfélaga þökk og virð-
ingu og sendir eiginkonu, bömum
og öðrum ástvinum hlýjar samúðar-
kveðjur. _
Ástráður B. Hreiðarsson.
I.
Af ferðum vindanna eirðarlausu
um víðáttu hvolfsins
hafa engar spumir borist.
(Úr kvæðinu Vetrardagar eftir Stefán Hörð
Grímsson).
II.
Ó höfðingi, haf þú útlegð þína
í heiðri!
(Úr ljóðflokkunum Útlegð eftir franska ljóð-
skáldið Saint-John Perse.
Það kulaði ekki í viðræðustíl
Ólafs Sigurðssonar, en hann var
sérstæður svo sem sumt annað í
hans fari. Að mæla fátt sjálfur,
svara enn sparlegar, spyrja af ein-
lægum áhuga og hlýða grannt og
nema glöggt, - og þá geislaði af
djúpstæðum augum hans: Viðmæl-
endunum fundust þeir sjálfir ein-
hvers virði!
Undarlegt sambland af brim-
sorfnu bergi og feiknstöfum annars
vegar - og af viðkvæmnis- og blíð-
legum andlitsdráttum hans hinsveg-
ar - ófst saman með sérsökum
hætti í ásjónu Ólafs Sigurðssonar.
í minningu minni gekk hann ögn
álútur, hárið slútti yfir ennið líkt og
af bjargbrún yfir hafdjúpi. Og þá
var sem hann rýndi fast í innstu af-
kima hugans.
Nokkuð mun það vera fjarri því
að vera eina dæmið með þjóð vorri,
að nokkuð afhroð guldu íslenskar
bókmenntir við það að hæfileika-
menn sem Ólafur Sigurðsson - forð-
um sökum örbyrgðar, síðar etv.
annarra saka - kysu ekki að helga
ofurmátt og vald á íslenskunni, og
meitlaða athygli, í þágu tungunnar
okkar fögru og einstæðu.
Fágaðar ritsmíðar samdi Ólafur
læknir um ýmis efni, eina þá síðustu
í lesbók Morgunblaðsins sem fjall-
aði um „Fallið" sem þema í mann-
legri veru og skáldskap, prýðisverk.
„Fegurð harmsins“ hefði etv. átt vel
við, sem heiti á henni. (MSK).
Magnað og kjarnmikið var orðalag
Ólafs í mergjuðum kveðjuorðum
hans um merka vini. Þær eru og
minnisstæðar og útgáfuverðar lesn-
ingar sem risu hátt, að öðrum slík-
um ólöstuðum.
Höfundur þessara línubrota ætl-
ar sér ekki að meta, hvort hljóta
muni æðri hlut fyrir augliti eilífðar-
innar: annars vegar a) „marmara-
líkneskjur þjóðskálda hátt uppi á
stöllum“ (minnist samt tilefni íróníu
Jóns Helgasonar og þversagnar
ljóðs hans) eða hins vegar b) hið
dulúðga gefandi viðmót í kyrrþey
sem þessi oftlega þungt þjakaða
þjóð hefur megnað að sýna og eiga
til að bera - og gerir enn! Slíka auð-
legð tel ég eina hennar meginprýði,
ef ekki þá dýrustu.
Ef til vill getur hvorugt án hins
verið!
Minning og andi Ólafs Sigurðs-
sonar læknis á Akureyri mun hald-
ast á lofti af eigin rammleik. Þökk.
Magnús Skúlason.
HREFNA
GUNNLA UGSDÓTTIR
+ Hrefna Gunn-
laugsdóttir,
sjúkraliði fæddist í
Iteykjavik 15. sept-
ember 1930. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skógabæ
11. ágúst síðastlið-
inn. Hún var dóttir
hjónanna Gunn-
laugs Bárðarsonar
og Pálínu Schvev-
ing. Þau eru bæði
látin. Hálfsystkini
Hrefnu eru Friðrik
Jörgensen, Ásta
Steingrímsdóttir og
Hermann Steingrímsson (lát-
inn). Hrefna var gift Trausta
Frímannssyni, sem einnig er
látinn og eignuðust þau fimm
börn.
Útför Hrefnu fór fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík 23.
ágúst.
Elsku „amma mús“. Ég sakna þín
ofsalega mikið og elska þig ótrúlega
mikið og þú verður alltaf í huga mér
elsku „amma mús“.
En nú ertu farin úr heiminum í
allt aðra veröld, sem er gott, því nú
ertu laus við sjúkdóminn og búin að
hitta afa og allt er gott. En samt er
sorglegt að þú skulir vera farin end-
anlega frá mér því ég
elska þig óti’úlega mik-
ið. En ég man ekki
mikið frá því þegar þú
varst yngri en ég var
líka svo lítil þegar þú
fékkst þennan sjúk-
dóm. En þú varst
ofsakrútt þegar þú
komst fram og ég tók
glas úr uppþvottavél-
inni og þú yljaðir þér á
höndunum með því og
ég setti kók svo í glas-
ið og þú tókst sopa og
gerðir svo svona
„aaaaa“. Það var ofsa
krútt, ég gleymi því aldrei. Ég
hugsa oft um hvað var yndislegt að
vera með þér, tala og spila við þig.
Það var samt leiðinlegt að horfa á
„ömmu litlu mús“ svona veika. Ég
elska þig elsku „amma mús“.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sóhn er aftanrjóð,
og mjallhvítír svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef tíl vill dreymir þá eittvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davið Stef.)
Þitt bamabam,
Pálína María Gunnlaugsdóttir.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
GERÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Mýrarvegi 116,
Akureyri,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
miðvikudaginn 18. ágúst, verður jarðsungin
frá Akureyrarkirkju á morgun, föstudaginn
27. ágúst, kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri.
Svavar Guðni Gunnarsson,
Sigurður Svavarsson, Peggy Lynn Berry,
Gunnar Þór Svavarsson, Steinunn Ásta Zebitz,
Kristlaug Þórhildur Svavarsdóttir, Bernard Zuidema,
Ari Svavarsson, Ágústa Gullý Malmquist
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGIMARÍA ÞORBJÖRG KARLSDÓTTIR,
Freyjugötu 43, Reykjavík,
áður til heimilis í
Álfafelli, Hveragerði,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstu-
daginn 27. ágúst kl. 15.00.
Kolbrún Gunnarsdóttir, Róbert Pétursson,
Auður Gunnarsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐNIÓLAFSSON
útgerðarmaður og skipstjóri,
Brimhólabraut 30,
Vestmannaeyjum,
sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn
20. ágúst, verður jarðsunginn frá Landakirkju (
Vestmannaeyjum laugardaginn 28. ágúst kl. 14.00.
Gerður Guðríður Sigurðardóttir,
Agnar Guðnason, Svanhvít Yngvadóttir,
Sigurður Óli Guðnason, Rannveig Þyri Guðmundsdóttir,
Bjarki Guðnason,
Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir
og barnabörn.
+
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi okkar,
STEINN DALMAR SNORRASON,
Syðri-Bægisá,
lést þriðjudaginn 17. ágúst.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 30. ágúst kl. 13.30.
Jarðsett verður í Bægisárkirkjugarði.
Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlegast láti
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess.
Hulda Aðalsteinsdóttir,
Katrín Steinsdóttir, Jóhannes Sigfússon,
Helgi B. Steinsson, Ragnheiður M. Þorsteinsdóttir
og barnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JAKOBÍNA HULDA ÁGÚSTSDÓTTIR.
Sólvangi, Hafnarfirði,
áður Kelduhvammi 9,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju á morgun,
föstudaginn 27. ágúst, kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að
láta sjúkrahúsið Sólvang njóta þess.
Friðrik Ágúst Helgason, Margrét Guðmundsdóttir,
Þorvaldur Árnason, Eva Ákermann,
Hjördís Árnadóttir, Sigurður Kristófersson,
Margrét Árnadóttir, Arnar Jónsson,
Ingibjörg Hildur Árnadóttir,
Gerður Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HANS LINDBERG ANDRÉSSONAR
skipasmiðs,
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði.
Ala Lindberg Tómasdóttir,
Pétur Hansson, Una Björk Harðardóttir,
Inngeborg Lindberg, Bjarne Pedersen,
Jón Andrés Hansson,
Erling Tómas Lindberg, Sigrún Sigurðardóttir,
Hildur Lindberg, Jón Númi Ástvaldsson,
Valgerður Lindberg,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og
langafi,
DAGBJARTUR HANNESSON
bóndi,
Gljúfurárholti,
Ölfusi,
er lést fimmtudaginn 19. ágúst, verður
jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugar-
daginn 28. ágúst kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Brynja Dagbjartsdóttir, Þorleifur Sigurðsson.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður, syst-
ur, ömmu og langömmu,
HREFNU HERBERTSDÓTTUR,
áður til heimilis að Álftamýri 48.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugar-
staða og deildar 3L á Landakotsspítala.
Herbert Árnason, Herdís Magnúsdóttir,
Ólafía Árnadóttir, Reynir Olsen,
Hertha Árnadóttir,
Gerða Herbertsdóttir,
Hebba Herbertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.