Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR <■ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 49 Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) Gengin er á Guðs vald góð og mæt vinkona og náinn samstarfs- maður, Guðlaug Ragnarsdóttir. Okkar fyrstu fundir voru er hún kom á vinnustað minn ásamt dóttur sinni, Guðlaugu Helgu. Voru þær að huga að undirbúningi fæðingar fyrsta bamabarns hennar. Mikil eftirvænting og gleði einkenndi þessa samverustund okkar, kær- leikur, birta og ylur streymdi frá þeim mæðgum, sem ég hef notið ríkulegá síðan. Næstu jól á eftir fékk ég jólakort, góðar óskir og mynd af Einari Daða, sem síðan hefur verið á vinnuborði mínu. Á þessum tíma hefur okkur sjálfsagt ekki komið í hug náið samstarf og góð vinátta. Á hátíðarstund í fjöl- skyldu minni skírði séra Guðlaug Helga barnabarn mitt. Með þessu áttu bamabömin hug og hjörtu okkar beggja. Er ljóst var að sjúk- dómurinn sem hún barðist við var að taka völdin voru það barnabömin sem henni voru efst í huga, að geta ekki séð þau vaxa úr grasi, en Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfír þeim. Á liðnum áram eftir að hún varð öldranarfulltrái í Fella- og Hóla- kirkju sá hún m.a. um vikulegar helgistundir í félagsstarfinu í Gerðubergi ásamt starfsfólki þar. Er okkur öllum sem þar hafa komið og starfað efst í huga á kveðjustund gleði, birta og ylur frá glæsilegri konu með opinn faðm, þar sem pláss var fyrir alla, og þakklæti fyr- ir hvað hún umvafði okkur af ein- lægu ástríki sem einkenndi hana. Senn er leiðin á enda, sumarið horfín tíð. Mun þó helkuldann lifa minningin skær og blíð. (Helgi Sæmundsson.) Minningin um Guðlaugu okkar eins og við töluðum um hana er skær og blíð og mun lifa með okkur, sem henni kynntumst. Einlægar samúðarkveðjur til allra ástvina hennar. Guðrún Jónsdóttir. Nú hefur elskuleg vinkona mín Guðlaug Ragnarsdótth’ lokið ævi- göngu sinni. Eins og svo oft áður er erfitt að skfija leyndardóma lífs og dauða. Lulla fékk alla þá bestu eig- inleika sem hægt er að öðlast í vöggugjöf. Hún hafði góðar gáfur, mikla ástúð, mildi og kærleik sem að hún gaf af sér til allra sem ná- lægt henni voru. Lulla vann ötul- lega við að hugga og styrkja þá sem til hennar leituðu með trá sinni og hjartahlýju. Því spyr ég: Hvar er meiri þörf fyrir hana en hér á jörð? Héðan er hennar sárt saknað af öll- um sem hana þekktu. Eitt er víst að þeir era heppnir sem fá að njóta hennar í nýjum heimkynnum. Minningarnar hrannast upp um vináttu sem aldrei hefur borið skugga á í fimmtíu og eitt ár. Okkar kynni hófust 1948: Ég er ný í hverf- inu og þekki ekki sálu. Það er hópur barna að leik og ég geng í átt til þeirra. Sú fyrsta sem ég tek eftir er stelpa á mínum aldri, 7-8 ára, með síðar fléttur eins og ég. Það er eitt- hvað kunnuglegt við hana sem dregur mig að henni. Ég geng til hennar og spyr hvað hún heiti. Ég heiti Lulla, svarar hún að bragði. Ég spyi’ aftur hvort hún vilji vera með mér. Já, já, var svarið. Upp frá þessu voram við óaðskiljanlegar þrátt fyrir að værum í raun afskap- lega ólíkai’. Hún var lóðið á mína vogarskál og ekki veitti af. Ég var alltaf tilbúin í prakkarastrik og hamagang en vinkona mín tók ekki þátt í slíku. Þegai' hún sá að ég ætl- aði að taka þátt í hasarnum horfði hún á mig alvarlegum augum og sagði einbeitt á svip: „Þú skalt ekki gera þetta, Guð sér til þín.“ Oftar en ekki hætti ég þá við en þó kom fyrir að ég hélt mínu striki. Þá gekk Lulla burtu en fljótlega var ég kom- in á eftir henni og allt var gleymt. Ég vai’ð brátt heimagangur hjá Lullu. Lauga mamma hennar var ákveðin kona og lét mig strax vita hvað mátti og hvað mátti ekki en hún var mjög hjartahlý og raungóð. Ég hálföfundaði vinkonu mína af því að vera sama sem einbirni. Hanna systir hennar var gift og flutt að heiman svo að í mínum huga var hún einbirni og hvílíkur lúxus. Ég veit nú reyndar að hún var ekld sammála mér um þetta. Lulla var strax sem bam mjög tráuð. Það leið aldrei svo sunnudag- ur að ekki væri farið í guðsþjónustu. Strax þá hafði hún þann þroska að hlusta á allt sem sagt var og hugsa um það. Þetta mótaði hana mjög snemma. Auðvitað fór ég með - ann- að kom ekki til greina. Við gengum í bamakór Hallgrímskirkju. Það stóð yfir í tvö ár. Næst lá leið okkar í sunnudagaskóla Mössu og Maju. Það var fyrir hádegi en eftir hádegi var farið í KFUK. Síðan var það bama- kór Sólskinsdeildarinnar. Þar naut söngi'ödd Lullu sín vel, há og tær. Þegar ég vildi stríða vinkonu minni á þessum árum kallaði ég hana „Lullu guðsbam". Ég vissi ekki þá, sem mér lærðist seinna, að hún var sannkallað guðsbam. En það þýddi ekki að Lulla vinkona væri alltaf alvöragefin. Hún var ein af þeim hláturmildustu manneskjum sem ég hef þekkt. Allt framundir það síðasta var hægt að fá hana til að hlæja og sjá það skoplega í tilverunni. Hún hafði einstakt jafn- vægi sálar og tók örlögum sínum af innri ró. Árin liðu og við fóram sín í hvora áttina; áhugamálin ólík en vináttan alltaf sú sama. Við töluðum saman með reglulegu millibili, bárum sam- an bækur okkar og fylgdumst vel hvor með annarri. Vináttustrengur- inn á milli okkar slitnaði aldrei. Þegar Lulla var 16 ára komst hún á samning við að læra hárgreiðslu. Henni fannst það vera mikil heppni fyrir sig en ég tel það hafa verið mikla heppni fyrir meistarann að fá jafn yndislega stúlku sem var bæði samviskusöm, vandvirk og ekki síð- ur hjartahlý og gefandi. Hún varð mjög eftirsótt á stofunni og sáu þær mjög mikið eftir henni þegar hún hætti. Lulla var mikil húsmóðir, samviskusöm og vandvirk. Ég stríddi henni oft með því að hún hefði fengið erfðasjúkdóminn úr móðurætt, „tuskusótt“. Það var allt skúrað, skrábbað, fægt og bónað. Hún bar mikla virðingu fyrir heimil- inu. Dætram sínum var hún yndis- leg móðir. Hún umvafði þær kærleik og umhyggju alla tíð. „Þú uppskerð eins og þú sáir,“ það sannast á dætr- um Lullu. Þær hafa allar helgað sig trúnni. Guðlaug Helga er prestur, Ragnhildur er djákni og kennari og Steinunn er félagsráðgjafi. Lulla fór ekki varhluta af sorg og erfiðleikum. Árið 1980 gekk hún í gegnum hjónaskilnað sem olli henni mikilli sorg. Stuttu seinna fékk hún krabbamein og fóru þá erfiðir tímar í hönd. Stór aðgerð og allt sem því fylgdi. En tráin var fyrir hendi.“Tráin flytur fjöll.“ Lulla lét aldrei bugast. Hún dreif sig út á vinnumarkaðinn og fór að vinna í Landsbankanum. Það er ekki auð- velt að byrja að vinna utan heimilis eftir að hafa eingöngu helgað sig fjölskyldunni í 20 ár. Þetta gerði Lulla og leysti vel af hendi. Stuttu seinna dreif hún sig í öldungadeild Hamrahlíðarskóla. Þar naut hún sín vel. Foreldrar Lullu, Ragnar og Lauga, reyndust henni einstaklega vel og studdu vel við bakið á henni í erfiðleikunum. Lulla og móðir hennar vora mjög samrýndar alla tíð. Það var Lullu því mikið áfall þegar Lauga fékk heilablæðingu og dó fyrirvaralaust. Ragnar faðir Lullu var óhuggandi og kom það nú í hennar hlut að hugga föður sinn og hjálpa honum að komast í gegn- um sorgina. Það vora erfið þrjú ár sem á eftir komu en þá fékk Ragnar ósk sína uppfyllta - hann fékk að fara til Laugu sinnar eftir erfið veikindi. Þennan tíma hætti Lulla námi en tók aftur upp þráðinn og fór þá í Fjölbraut í Breiðholti og lauk stúdentsprófi þar. Undanfarin ár hefur Lulla unnið í Fella- og Hólakirkju við öldranarstarf. Fannst henni það mjög gefandi og fjölbreytt starf og ég veit að henn- ar er sárt saknað þar. Ef ekki hefðu tekið sig upp veikindin frá árinu 1995, og þau síðan ágerst, hefði hún farið í frekara nám. Ég er viss um að hún hefði valið eitthvað innan guðfræðinnar. Ég sé hana fyrir mér sem djákna á himnum úr því að henni entist ekki tími til þess hér. Fyrir aðeins tveimur áram flutti Lulla heimili sitt í Safamýri 77. Þar var allt endurgert eftir hennar smekk. Mikil alúð var lögð í nýju hýbýlin og árangurinn var glæsilegt en jafnframt hlýlegt heimili. Stærstan þátt í þeirri vinnu átti Láras tengdasonur Lullu. Hann nýtti allan sinn frítíma í að aðstoða tengdamóður sína í hvívetna. Þökk sé þér, Láras. Vinir og vandamenn lögðu líka sitt af mörkum eftir bestu getu. Það er ekki ofsögum sagt að Lulla átti yndislegar dætur og ekki vora tengdasynir hennar síðri. Það vora hennar mestu sælustundir þeg- ar þau vora í návist hennar, svo að ég tali nú ekki um ömmubörnin sem orðin era níu talsins. Það era margir sem eiga um sárt að binda við fráfall Lullu. Reynir minn, ég veit að erfiður tími fer nú í hönd hjá þér. Þú hefur misst þinn besta vin. Falleg minning um sam- vera ykkar mun hugga þig þegar frá líður. Elsku Ragnhildur og Andrés, Guðlaug Helga og Lárus, Steinunn mín og Tommy, þið hafið ekki bara misst móður og tengda- móður, heldur líka ykkar besta vin. En fögur minning um hana sem aldrei bar skugga á er dýrmæt eign sem mun hugga þegar frá líður. Elsku litlu ömmuböm, það er sárt til þess að vita að amma með stóra, hlýja faðminn og fallega brosið er ekki lengur í Safamýrinni til að taka á móti ykkur en eitt getið þið verið viss um; að hún er nú engill sem vakir yfir ykkur öllum og verndar. Systurfjölskyldu hennar, sem býr í Kanada, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Við hlæjum ekki meira saman í bili, Lulla mín. Ég hlakka til endur- fundanna. Hvfldu í friði og hafðu þökk fyi’ir allt. Innilegar samúðar- kveðjur frá fjölskyldu minni. Þín æskuvinkona, Sigurhanna. HANNA BJORG PÉTURSDÓTTIR * + Hanna Björg Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 11. september 1981. Hún lést á heimili sínu 16. ágúst síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Fossvogskirkju 23. ágúst. Á sólríkum sumar- dögum er svo auðvelt að gleyma vandamál- um hversdagsins og ímynda sér að öllum hljóti að líða vel þegar bjartar næt- ur ráða ríkjum og hlýir vindar strjúka kinn. Þó era því miður ein- staklingar meðal okkar sem sjá ekki lífið á þann hátt og geta ekki notið þess að finna angan af haustinu sem nálgast. I þeirra hópi var ung vinkona okkar, hún Hanna Björg, sem við trúðum alltaf að gæti sigrað heiminn með brosinu einu saman, svo elskuleg og blíð stúlka var hún. Hún bauð af sér góðan þokka, var hæglát en þó ákveðin og allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert með aðdáun- arverðri vandvirkni. Arnar Logi átti enga frænku líka þér, elsku Hanna Björg, svo ótrúlega þolin- móð og alltaf til í að leika smá, þótt þú værir löngu vaxin upp úr því. Hann kveikir á kerti fyrir þig á kvöldin og biður Guð að passa þig á himnum, hann saknar þín mjög mikið. Þú gafst honum svo mikið af þér og að því á hann eftir að búa um ókomna framtíð. Það er erfitt að tráa því að þú sért farin. Það var svo gott að umgangast þig því þú varst svo róleg að öllum leið vel í kringum þig og því er sárt að hugsa til þess að þér hafi sjálfri lið- ið illa. Það er sárara en orð fá lýst að kveðja unga vinkonu sem allir tráðu að ætti bjarta framtíð fyrir sér. En minningin um yndislega stúlku mun lifa með okkur alla tíð og við erum þakklát fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman og þá umhyggju sem þú ávallt sýndir Arnari Loga. Við vonum af öllu hjarta að þér líði betur á þeim stað sem þú dvelur núna. Elsku Gurra, Pétur, Guðný Eva og Kolla, við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum að góður Guð styrki ykkur í sorginni. Sunna og Arnar Logi. Það er enn svo erfitt að tráa því að húsv-, Hanna Björg sé farin frá okkur. Ég hef þekkt Hönnu Björgu frá því ég fyrst man eftir sjálfri mér. Við voram saman í bekk alla okkar grann- skólagöngu og Hanna Björg var ein af þeim sem tóku við fullorðins- mannatölunni með mér á ferming- ardeginum okkar. Ekki voram við mörg sem vorum saman í bekk þannig að við gátum ávallt stutt hvert annað í gegnum súrt og sætt og hún Hanna var sú sem maður gat ávallt leitað til þegar eitthvað bjátaði á, hún var ávallt til staðar og reiðubúin að hlusta. Rétt fyrir Verslunarmannahelg^* ina hittumst við allar gömlu bekkj- arsysturnar hjá einni okkar, grill- uðum og spjölluðum saman um allt milli himins og jarðar. Það var svo gaman að rifja upp liðnar stundir. Því þegar upp á menntaskólastigið kemur fjarlægjast menns og hver fer í sína átt. Þessari kvöldstund mun ég aldrei gleyma og ég mun ávallt varðveita hana í hjarta mínu. Þetta var hið síðasta sinn sem ég sá Hönnu Björgu. Unga stúlku serrí* var í blóma lífsins og átti alla fram- tíðina fyrir sér.- Hanna Björg var gáfuð og skyn- söm stúlka og gekk henni ávallt vel í skóla og útskrifaðist úr Klébergs- skóla með sóma. Ég mun ávallt sakna Hönnu Bjargar og varðveiti minninguna um fallega og góða stúlku eins og hún var. Ég vil biðja góðan guð að styrkja foreldra, systur og aðra aðstand- endur í þessari miklu sorg. Bergrún Ósk Ólafsdóttir. GUÐMUNDUR MARGEIR GUÐMUNDSSON + Guðmundur Margeir Guð- mundsson fæddist á fsafírði 3. desember 1923. Hann lést á heimili sínu 17. ágúst síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 25. ágúst. Nokkram áram eftir vera mína í Miðtúni fékk ég að dvelja hjá Guð- mundi með börnin mín tvö, Guð- mund og Margréti, en Margrét ber nafn Margrétar heitinnar systur Guðmundar, þannig að bæði börn Mig langar að minnast Guð- mundar í fáeinum orðum. Vorið 1971 var ég spurð hvort ég vildi taka að mér heimili þar sem hús- móðirin hafði látist fyrir fáeinum vikum. Á heimilinu voru maður hennar og mágur hans og tveir fóstursynir. Ég og sonur minn, þá 3ja ára, ákváðum að taka þetta að okkur. I Miðtúni tók á móti okkur myndarlegur, rólegur maður og tveir eins strákar. Okkur leist vel á þá og þennan rólega mann. Seinna tókst með okkur og þeim sérstök vinátta sem varir enn þótt mörg ár hafi liðið á milli heimsókna. Guð- mundur var einstaklega barngóð- ur, börn sáu fljótt að þetta var vin- ur þeirra. Það kom mér ekki á óvart að tvíburarnir Skúli og Ingvi væru hrifnir af frænda eins og þeir kölluðu Guðmund ætíð, hann um- vafði þá mikilli hlýju, þá sýndi hann mér og syni mínum mikla vin- semd og sonur minn kunni vel að meta þessa ástúð. 3lómabúðir\ öa^skom v/ 1-ossvogskirkjwgarð Sími: 554 0500 311111IXIIXXlIXiy H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 fclriTX iiiixxiiiini H H H H mín fengu að njóta ástúðar hans ojf^" umhyggju. Það var mér dýrmæt reynsla að kynnast þessum hljóð- láta manni með stóra hjartað, hann bað ekki um mikið fyrir sjálfan sig en gaf öðram því meira. Núna ertu búinn að kveðja og ég vil þakka þér fyrir allt, Guðmundur minn. Ingi minn og Skúli, við börn mín vottum ykkur og öðrum nákomn- um samhug og það er gott að minn- ast. Þórdís Ólafsdóttir, Guðmundur og Margrét. KisSCiSftiífsÉiSÍíiliSf r LEGSTEINAR -—___^ Guðmundur Jónsson F. 14.11.1807 D. 21. 3.1865 Graníf HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 262' HEIMASÍÐA: www.granit.is í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.