Morgunblaðið - 26.08.1999, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ
* 54 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999
SÝNING HUNDARÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS
TVÆR nýjar hundateg-
undir voru syndar á af-
mælissýningu Hunda-
ræktarfélags íslands um
síðustu helgi, kínverskur crested-
hundur, sem stundum er nefndur
faxhundur og basenji-hundur, sem
sumir kalla búskhund. Ennfremur
voru sýndir tveir japanskir chin-
hundar, en þeir hafa ekki sést á ís-
lenskri hundasýningu í mörg ár.
„Basenji-hundar eru afar falleg-
ir og skemmtilegir. Þeir eru sér-
stakir að því leyti að þeir kunna
ekki að gelta,“ segir Emilía Sigur-
steinsdóttir sýningarstjóri. Kín-
verskur crested-hundur, sem
sýndur var, vakti nokkra athygli,
enda er skrokkurinn hárlaus. „Eðli
málsins samkvæmt fara crested-
hundar ekki úr hárum, en með-
höndla þarf húð þeirra á sérstakan
hátt,“ upplýsir Emilía.“
Hundar samkvæmt
ræktunarstaðli
Á hundasýningum gefa dómarar
hundum einkunnir í samræmi við
ræktunarstaðal viðkomandi teg-
undar. „Hundaræktarfélög í upp-
runalandi hverrar tegundar gefa
út staðal um tegundina, þar sem
meðal annars eru nákvæmar upp-
lýsingar um vaxtarlag, skapgerð,
vöðvabyggingu, hreyfíngar, tenn-
, ur, feld og fleira. Markmið í
hundarækt er að rækta hunda sem
eru eins nálægt þessum staðli og
mögulegt er og góð einkunn á
hundasýningu er vísbending um að
það hafi tekist,“ segir Emilía.
„Þyki dómara hundur vera fram-
úrskarandi fulltrúi sinnar tegund-
ar getur hann sæmt hann íslensku
meistarastigi. Hundur sem fengið
hefur þrjú íslensk meistarastig hjá
þremur mismunandi dómurum
öðlast titihnn íslenskur meistari.
« Ennfremur geta dómarar sæmt
hunda alþjóðlegu meistarastigi,
svokölluðu CACIB-stigi, en það
merkir að hundur sé framúrskar-
andi á alþjóðlegan mælikvarða. Til
að verða alþjóðlegur meistari þarf
hundur að fá fjögur alþjóðleg stig
hjá fjórum ólíkum dómurum og
þurfa vinnu- og veiðihundar jafn-
framt að fá góða einkunn á skap-
gerðarprófi. Hér á landi hafa yfir
20 hundar öðlast alþjóðlegan
meistaratitil og fjöldi íslenskra
meistara skiptir nú hundruðum."
Sækjast eftir að dæma
á Islandi
t Sex dómarar dæmdu á sýning-
unni og segir Emilía að allir hafi
þeir langa reynslu og séu mjög
virtir hundadómarar. „Við erum
svo lánsöm að gott orðspor fer af
sýningum okkar. Við fáum því
einatt mjög góða og virta dómara
til okkar og þeir sækjast eftir að
dæma á sýningum hjá okkur. Is-
lenskar sýningar þykja mjög
glæsilegar og vel skipulagðar og
dómurum finnst gott að vinna hér.
Þótt þeir séu bókaðir mörg ár
fram í tímann, gefa þeir sér nær
undantekningarlaust tíma til að
koma á sýningar hjá okkur, séu
þeir beðnir um það.“
Emilía segir að vaxandi áhugi sé
'' á hundarækt hér á landi og sér-
staklega sé áberandi áhugi á smá-
hundum og veiðihundum. „Dómar-
ar sem voru hér fyrir nokkrum ár-
um segjast sjá mikinn mun á
hundum okkar núna. Ræktunin
batnar ár frá ári og þeir eru sam-
mála um að hér sé óvenju mikið af
fallegum hundum. Þeir eru enn-
fremur hrifnir af því hversu vel
eigendur sýna hunda sína, enda
leggja margir mikið á sig við und-
irþúning sýninga. Þeir æfa sig og
hirða feld hunda sinna af mikilli
. natni.“
Unglingar
á heimsmælikvarða
Hluti af hundasýningum er til-
einkaður ungum sýnendum, þar
sem 10-17 ára unglingar sýna
hunda. Þá eru metin samskipti
hunds og sýnanda, hæfni til að
Islenskur hestur og íslenskur fjárhundur, ásamt uppáklæddum eigend-
um, settu svip á lokahluta afmælissýningar Hundaræktarfélags Islands.
Ræktunin
á réttri leið
/
Fiðrildahundurinn Yrar-Baron Katrovius
þótti bera af tæplega 240 hundum sem
tóku þátt í sýningu Hundaræktarfélags
Islands um síðustu helgi. Brynja Tomer
fylgdist með og sá glæsilega hunda af yfír
40 tegundum. Hún ræddi við Emilíu
Sigursteinsdóttur sýningarstjóra, sem
segir dómara hafa verið afar ánægða með
skipulag sýningarinnar og ekki síður með
mikinn fjölda fallegra hunda.
Malteser-hundur í skoðun hjá sænska dómaranum Kenneth Edh.
sýna hund og þekking sýnanda á
eiginleikum viðkomandi hundateg-
undar. Emilía segir að dómarar
hafi verið sérstaklega hrifnir af
ungum sýnendum að þessu sinni,
þar væru á ferðinni unglingar sem
gætu allir sómt sér vel á hinni
virtu alþjóðlegu Crufts-sýningu.
„Þessi ummæli eru afar hvetjandi
og koma áreiðanlega til með að
efla enn frekar áhuga unglinga á
góðum samskiptum við hunda og
almenna þekkingu á ólíkum
hundategundum."
Besti hundur sýningar að þessu
sinni, papillon-hundurinn Yrar-
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Besti hundur sýningar var papillon-hundurinn sem hér sést ásamt
eigendum sínum Sveinbirni Nikulássyni og Sólveigu Þórarinsddttur.
Besti hvolpur sýningar var sex mánaða boxer-tík, Bjarkeyjar-Snilld,
sem hér er ásamt Ingu B. Gunnarsdóttur, ræktanda og eiganda sínum,
og norska dómaranum Helge Lie.
Baron Katrovius, er tæplega fjög-
urra ára og hefur þegar öðlast ís-
lenskan meistaratitil. I öðru sæti
var boxer-hundurinn Bjarkeyjar-
Patrick Joe, sem er tæplega
tveggja ára og í þriðja sæti var
þriggja ára írsk setter-tík að nafni
Yrar-Aida Kasmir. Fjórði besti
hundur sýningar var Snælukku-
Kátur, 4 ára gamall íslenskur fjár-
hundur.
Besti hvolpur sýningar var box-
er-tíkin Bjarkeyjar-Snilld, sem er
sex mánaða. í öðru sæti var ís-
lenska fjárhundatíkin Sindra-
Espa, sem er sjö mánaða og í