Morgunblaðið - 26.08.1999, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ
•' 60 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999
í DAG
Arnað heilla
Ljósmyndastofa Péturs
BRÚÐKAUP. Gef-
in voru saman 8.
ágúst1998 í
Ingjaldshólskirkju
af sr. Eðvarði Ing-
ólfssyni Júniana
Björg Óttarsdóttir
og Jóhann Péturs-
son. Heimili þeirra
er að Bárðarási 9,
Hellissandi. Með
þeim á myndinni er
dóttir þeirra Guð-
iaug íris.
Hlutavelta
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Þessi duglegi
drengur,
Gísli Sveins-
son, safnaði
með tombólu
1.538 kr.til
styrktar
Rauða krossi
Islands.
VELVAKANPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Óagaðir
ökumenn
UM árabil hef ég daglega
ekið mikið um götur
Reykjavíkur og oft hefur
mér biöskrað ökulag
margra, en aldrei sem nú.
Bílaflotinn stækkar og
stækkar og löggæslu-
mönnum virðist fækka og
fækka, a.m.k. virðast þeir
nær ósýnilegir. Þessa vik-
una hefi ég mætt einum á
mótorhjóli. Já, tæknivæð-
ingin er í algleymingi.
Myndavélar hafa verið
settar upp, en þegar á
reynir sést ekkert vegna
trjágreina, hafa fjölmiðlar
eftir lögreglunni. Þetta er
ljótt ásand og úrbóta
greinilega þörf.
Umferðarráð hefur ný-
lega gert glögga grein fyr-
ir umferðarreglum hér í
blaðinu, en ekkert virðist
hrífa. Stefnuljós ber að
nota þegar skipt er um
akrein eða beygt af leið.
Það yrði skrautlegt skjal
sem kæmi frá Gallup, ef
mönnum þar á bæ yrði
faiið að kanna ástandið.
Rautt ljós á gatnamót-
um ber að virða skilyrðis-
laust. Þama er mölbrotinn
pottur, það er víst öllum
ólitblindum Ijóst. I þessu
efni er svo brenglaður
hugsunarháttur hjá fjöl-
mörgum að furðu gegnir.
Á mesta annatíma við fjöl-
förnustu gatnamót væri
hægt að stórbæta ástandið
með því að hafa þar sýni-
lega lögregluþjóna. En enn
meira þarf. Hugsunarhátt-
ur ökumanna margra þarf
að gjörbreytast, ef þetta
ógnarástand á að breytast.
Hvergi í nærliggjandi
löndum viðgengst slíkt
ófremdarástand.
Nútíma talsíminn upp-
tekur ófáa ökumenn. Það
er beinlínis hallærislegt
upp á að horfa. Jafnvei
sjást ökumenn með sím-
ann í annarri hendi og sí-
garettuna í hinni og at-
hyglina úti í hafsauga.
Hve lengi á þetta svo til
að ganga án alvöru að-
gerða tii úrbóta? Spyr sá
sem ekki veit. Til að byrja
með væri a.m.k. gott ef
leigubílstjórar og jafnvel
lögreglubílar o.fl. atvinnu-
menn myndu eftir stefnu-
ljósunum og virtu að fullu
umferðarljósin. Við svo bú-
ið má ekki lengur standa.
Mdðir.
Tapað/fundið
Hringur í óskilum
HRINGUR fannst í Laug-
ardalslaug 17. ágúst. Upp-
lýsingar í síma 551 8248.
Gleraugu týndust í
Mjódd
GLERAUGU týndust 17.
ágúst í Nettó í Mjódd. Sá
sem fann þau vinsamlega
skili þeim í upplýsingabás-
inn í Nettó.
Barnahjól í óskilum
BARNATVÍHJÓL er í
óskilum við Viðarrima.
Upplýsingar í síma
567 6154.
Dýrahald
Hvolpar fást gefins
HVOLPAR fást gefíns.
Upplýsingar í síma
657 8837.
Læða týndist
í Hveragerði
LÍTIL læða 4-5 mábnaða,
svört og gul með hvíta
bringu og hvítar hosur, er
búin að vera týnd síðan 10.
júlí í Hveragerði. Gæti
hafa farið með bíl til
Reykjavíkur eða á Selfoss.
Upplýsingar í síma
483 4607 eða 698 4707.
Kettlingur týndist í
Breiðholti
GRÁBRÖNDÓTTUR
kettlingur týndist sl. fóstu-
dag frá Hraunbergi í
Breiðholti. Hann er
ómerktur. Þeir sem hafa
orðið hans varir hafi sam-
band í síma 587 8023.
Páfagaukur í óskilum
LJÓSBLÁR páfagaukur
er í óskilum í Víðihlíð í
Reykjavík síðan á laugar-
dag. Upplýsingar í síma
553 9970.
Læðu vantar heimili
10 MÁNAÐA þrílit læða
óskar eftir heimili. Er há-
fætt og tignarleg. Upplýs-
ingar í síma 564 3919 eftir
kl. 18.
Vanda er týnd
VANDA er brúnbröndótt
læða, með ljósan kvið með
brúnum blettum. Hún var
með mosagræna ól með
rauðu spjaldi. Vanda týnd-
ist 16. ágúst frá Skeiðar-
vogi. Nágrannar eru beðn-
ir að athuga geymslur og
skúra ef hún skyldi vera
iokuð inni. Þeir sem hafa
séð Vöndu eru beðnir að
hafa samband í síma
553 3499 eða 695 0773.
VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ
B&L lokar kl.17
á morgun
vegna starfsmannaferöar
SKAK
llmsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á heimsmeist-
aramóti FIDE sem nú er að ljúka í
Las Vegas í Bandaríkjunum. Alex-
ander Khalifman (2625) hafði hvítt
og átti leik gegn ungversku
stúlkunni Júdit Polgar (2670)
32. Hxe5! - Hd8 33. Hed5 - Hxd6
34. Hxd6 - Hg6 35. Df4 - a4 36.
bxa4 - Dxc4 37. Hd8 - Dc3 38. Kg2
- Db4 39. Ha8 - h5 40. Db8 -
Dxe4+ 41. Kh2 - Hg5 42.
Dh8+ - Kg6 43. Hg8+ - Kf5
44. Dh7+ og svartur gafst
upp.
Khalifman sló Júdit út og
komst alla leið í úrslit móts-
ins þar sem hann vann Ar-
menann Akopjan í fyrstu ein-
vígisskákinni. Þeir munu
tefla sex skáka einvígi um
heimsmeistaratitil FIDE.
Hvítur leikur
og vinnur.
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Víkverji sknfar...
STAÐSETNING flugvallar í
Vatnsmýrinni hefur lengi verið.
umdeild, en umræður um framtíð
hans hafa blossað upp að undan-
förnu í tengslum við endurbætur á
vellinum sem nú eru að hefjast.
Áformað er að verja 1,5 milljörðum
króna til endurbóta á flugvellinum
á næstu árum. Þetta mál er þess
eðlis að fólk hefur yfirleitt á því
mjög afdráttarlausar skoðanir,
annaðhvort vill það flugvöllinn burt
eða ekki. Þetta er einnig eitt þeirra
mála sem fólk myndar sér skoðun á
þvert á allar pólitískar línur. Um
ekkert mál var t.d. deilt jafnhart á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins sl.
vetur eins og um framtíð Reykja-
víkurflugvallar.
Vegna þess hve staðsetning flug-
vallarins er umdeild reyna stjórn-
málamenn að vísa ábyrgð af málinu
frá sér. Þegar skrifað var undir
samninga um framkvæmdir við
flugvöllinn sagði Sturla Böðvars-
son samgönguráðherra að
Reykjvíkurborg hefði með ákvörð-
unum í borgarráði og nefndum
borgarinnar ákveðið að flugvöllur-
inn yrði í borginni og hlutverk
samgönguráðherra væri ekki ann-
að en að útvega fjármagn til endur-
bóta á vellinum. í kjölfarið sendi
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri frá sér yfirlýsingu þar sem
bent er á að ríkið eigi og reki völl-
inn og ráði því miklu um framtíð
hans. Borgin hafi ekki tekið neinar
ákvarðanir um framtíð hans nema
þær sem koma fram í aðalskipulagi
sem gildir til ársins 2016.
XXX
ABYRGÐIN í þessu máli liggur
auðvitað bæði hjá samgöngu-
ráðherra og borgaryfirvöldum.
Staðsetning flugvallarins er form-
lega séð mál Reykjavíkurborgar
og samgönguráðherra og Alþingi
hljóta að horfa til þess þegar
ákvarðanir eru teknar um hve
mikið fjármagn veita á til endur-
bóta á flugvellinum. Ef mikil and-
staða er meðal borgarbúa við flug-
völlinn og stjórnendur Reykjavík-
urborgar eru ekki afdráttarlausir í
stuðningi við staðsetningu flugvall-
arins hlýtur að vera álitamál hvort
fara eigi í svo umfangsmikilar end-
urbætur á flugvellinum eins og nú
hefur verið ákveðið. Eðlilegast
væri auðvitað að ráðamenn í borg-
inni og samgönguráðuneytinu
ræddu ítarlega saman um framtíð
flugvallarins áður en framkvæmd-
ir hæfust og næðu samkomulagi
um hvernig ætti að halda á málum
varðandi uppbyggingu flugvallar-
ins næstu ár.
Þegar rætt er um að leggja nið-
ur flugvöll í Vatnsmýrinni benda
margir á að eðlilegast sé að flytja
flugið til Keflavíkur. Á það hefur
verið bent að þessi flutningur
myndi leiða til þess að stór hluti
innanlandsflugsins yrði lagður nið-
ur. Fólk myndi einfaldlega frekar
velja bílinn frekar en flugið ef inn-
anlandsfluginu fylgdi nærri
tveggja klukkutíma akstur til og
frá flugvellinum. Jafnframt liggur
fyrir að öryggi farþega yrði ekki
aukið við slíkan flutning ef vísa á
allri þeirri miklu umferð sem fylg-
ir innanlandsfluginu á Reykjanes-
braut. Ekki er víst að endurbætur
á Reykjanesbraut breyttu þeirri
staðreynd. Minna má á að það hef-
ur verið sýnt fram á það tölfræði-
lega að hættulegasti hluti flugsins
er ferðin út á flugvöll.
Staðsetning flugvalla í heimin-
um er með ýmsum hætti, en Vík-
verji hefur ósjaldan upplifað það á
ferðum erlendis að hafa í aðflugi
að flugvöllum flogið yfir þéttbýlar
borgir. Fyrsta upplifun Víkverja af
viðkomandi borgum hefur því oft-
ar en ekki verið að skoða hús og
fylgjast með bílunum á jörðu niðri
meðan flogið er yfir hraðbrautir.
Víkverji hallast því að því að flug-
vellir séu óhjákvæmilegur hluti af
stórborgum. Það er hins vegar
annað mál hvort flugvellir eiga
beinlínis að vera staðsettir í borg-
unum eða í útjaðri þeirra. Við
þurfum því að velta fyrir okkur
hvort hægt er að ná samstöðu um
eitthvert annað svæði undir flug-
völl en Vatnsmýrina og eins þurfa
skattborgarar að spyrja sig hvort
þeir eru tilbúnir til að kosta bygg-
ingu nýs flugvallar við Reykjavík.