Morgunblaðið - 27.08.1999, Side 1

Morgunblaðið - 27.08.1999, Side 1
192. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vinnuvélar leysa leitarhunda af hólmi á skjálftasvæðunum í Tyrklandi V eikar vonir um að finna fólk á lífí Istanbúl, Yalova, Ankara. Reuters, AP, AFP. HJALPARSTARFSMENN á jarðskjálftasvæð- unum í Norðvestur-Tyrklandi hafa nú gefið upp nær alla von um að finna megi fólk á lífi í húsa- rústunum og hafa nú stórvirkar vinnuvélar tekið við af leitarhundum og háþróuðum leitarbúnaði. Tyrknesk stjórnvöld segja að alls hafi rétt rúm- lega 13.000 lík fundist i húsarústum og að 26.630 manns séu slasaðir. Síðdegis var hætt við leit að fjórum bömum sem talin voru á lífi í húsarústum í bænum Yalova. Tóku þýskar, búlgarskar og tyrkneskar björgun- arsveitir þátt í leitaraðgerðum en þýskir hjálpar- starfsmenn höfðu, deginum áður, numið lífsmark í rústunum og miklar vonir því bundnar við að finna bömin á lífi. Þótti leitin og lyktir hennar til marks um dvínandi vonir um að finna fólk á lífi. í gær braust sólin út undan skýjaþykkni sem hulið hefur skjálftasvæðin með tilheyrandi stór- rigningum. Komst hjálparstarf því á fullan skrið á ný eftir tafir undanfarinna þriggja daga en að sama skapi jókst óþefurinn sem leggur af húsa- rústunum og hefur hættan á smitsjúkdómum aukist. Borið hefur á vatnsskorti á hörmungasvæðun- um en í gær sendi bandaríski flotinn þrjú her- skip áleiðis til Tyrklands en þau hafa að geyma búnað er framleitt getur um 450.000 lítra af drykkjarvatni á degi hverjum. „Pólitískir eftirskjálftar" Tyrkneska stjórnin lýsti því yfir í gær að hún hygðist leggja nýja skatta á landsmenn til að mæta hinum gríðarlega kostnaði sem uppbygg- ingarstarfi mun fylgja. Hefur stjórnarandstaðan bmgðist illa við og hafa fjölmiðlar kallað deiiurn- ar „pólitíska eftirskjálfta". Samkvæmt tillögu stjómarinnar munu skattar á atvinnustarfsemi, sjálfstæða atvinnurekendur og efnað fólk hækka um 5%. Þá munu farsímanotendur þurfa að greiða 25% aukagjald sem rennur í sjóði til upp- byggingarstarfs. Tillaga stjórnarinnar hefur þegar verið samþykkt í þingnefnd og er fastlega gert ráð fyrir að meirihluti tyrkneskra þing- manna muni samþykkja hana. Tansu Ciller, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sagði að stjórnin hefði ráðist of snemma í að koma á hinum nýju sköttum. Fyrst ættu menn að sjá hve miklu verði safnað í fjár- öflunarstarfsemi vegna skjálftanna sem hófst í gær. Formaður samtaka atvinnuveitenda tók í sama streng og sagði að skattarnir myndu lík- lega vekja andúð meðal almennings. Reuters Tyrkneskur hjálparstarfsmaður djúpt hugsi þar sem hann situr í húsarústum í Cinarik. Rússneskt peninga- þvættishneyksli Dóttir Jelts- íns meðal grunaðra YFIRSAKSÓKNARI Rússlands fyrirskipaði í gær rannsókn á ásök- unum þess efnis að milljarðar bandaríkjadala frá rússnesku mafí- unni, og hugsanlega frá nánum sam- starfsmönnum Borís Jeltsíns for- seta, hafi verið „þvegnir" í gegnum banka í New York. Vaxandi orðrómur hefur verið um peningaþvættið frá því New York Times birti fyrir skömmu frétt um meint stórfellt peningaþvætti frá Rússlandi í gegnum New York- banka. Dagblaðið USA Today greindi frá því í gær að Tatjana Djatsjenkóva, dóttir Jeltsíns og ná- inn ráðgjafi forsetans, hafi ásamt öðrum komið allt að 20 milljónum dala á bankareikninga í New York. Djatsjenkóva og að minnsta kosti fjórir aðrir embættismenn stjórnar- innar höfðu aðgang að um 20 millj- örðum dala sem Alþjóða gjaldeyris- sjóðurinn hefur lánað Rússlandi frá því árið 1992. Er því haldið fram í blaðinu, að allt að helmingi þessa fjár gæti hafa verið komið undan. ■ Stórfelldur stuldur/28 Nýleg fjöldagröf fínnst í Kosovo Fórnarlömb virð ast vera Serbar Pristina. Reuters. Átök andstæðinga og stuðningsmanna sjálfstæðis A-Tímor Andstæðingar hóta blóðugri baráttu Dili, Austur-Tímor, Lissabon, SÞ. Reuters, AP. Reutere Herskáir andstæðingar sjálfstæðis á A-Tímor hlaupa vel vopnaðir um götur Dili í gær. Hafa þeir hótað stríði kjósi A-Tímorbúar sjálfstæði. FRIÐARGÆSLULIÐAR KFOR í Kosovo-héraði fundu í gær fimm- tán lík í fjöldagröf nærri bænum Ugljare í austurhluta héraðsins og virtust sumir þeirra er í gröfinni hvíldu vera af serbnesku bergi brotnir. Talsmenn friðargæslusveitanna sögðu að vitað hefði verið um fjöldagröfina síðan í síðasta mánuði og líklegt sé að fólkið sem í gröf- inni hvíldi hafi verið myrt eftir að friðargæsluliðið, sem er undir stjórn Atlantshafsbandalagsins (NATO), hélt innreið sína til Kosovo um miðjan júní sl. Ekkert bendir til fjöldamorðs Sérfræðingar hafa enn ekki bor- ið kennsl á líkin en háttsettur vest- rænn embættismaður, er ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í samtali við Reuters að nokkrir hinna látnu virtust Serbar. Þá hafa talsmenn friðargæslusveitanna lýst því yfir að ekkert bendi til þess að um fjöldamorð hafi verið að ræða. Tanj ug-fréttastofan júgóslav- neska sagði í gær að Zividan Jovanovic, utanríkisráðherra Jú- góslavíu, hafi farið fram á að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna kæmi þegar saman og ræddi fregn- imar. Þá hafi hann sakað friðar- gæsluliðið um að reyna að hylma yfir stríðsglæpi og að í gröfinni hvíldu fórnarlömb fjöldamorðs. Fólk af serbnesku bergi brotið sem býr í nágrenni við fjöldagröf- ina sem fannst sagði í samtölum við AFP í gær að þeir sem í gröfinni fundust hafi verið einstaklingar er hurfu sporlaust um miðjan síðasta mánuð. AÐ MINNSTA KOSTI þrír létu lífið og sex særðust í átökum milli stuðningsmanna og andstæðinga sjálfstæðis Austur-Tímor frá Indónesíu, í Dili í gær, á næstsíð- asta degi kosningabaráttunnar en á mánudag er ráðgert að kosið verði um framtíð stjómarskipulags á eynni. Talsmaður herskárra and- stæðinga sjálfstæðis, sem taldir em njóta stuðnings stjórnvalda í Jakarta, sagði í gær að ef Austur- Tímorbúar kysu sjálfstæði, myndu þeir breyta landinu í vígvöll. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, krafðist þess í gær að indónesísk stjórnvöld kæmu á lögum og reglu í landinu og tækju þá höndum er efnt hafi til ofbeldis- verkanna. Óeirðimar bmtust út eftir að rúmlega fimmtán þúsund andstæð- ingar sjálfstæðis fylktu liði á göt- um Dili til að mótmæla fyrirhuguð- um kosningum. Vitni segir meðlimi þeirra hafa hent steinum í myndir af Xanana Gusomo, leiðtoga sjálf- stæðishreyfingar Austur-Tímor. Stuttu seinna skutu andstæðingar sjálfstæðis, vopnaðir hríðskota- byssum, inn í hóp stuðningsmanna með þeim afleiðingum að tveir lét- ust samstundis. Vitni segja lög- reglu Indónesa hafa staðið að- gerðalausa skammt frá og ekki einu sinni hafa gripið inn í þegar ráðist var inn í byggingar sjálf- stæðishreyfingarinnar og þær eyðilagðar. Óttast upplausn í landinu í kosningunum á mánudaginn munu Austur-Tímorbúar geta valið eða hafnað því hvort landið verði sjálfsstjórnarríki innan lögsögu Indónesíu. Hafni þeir þeim kosti er stjómvöldum í Jakarta skylt að veita landinu sjálfstæði. Kosning- unum, er haldnar eru í umboði SÞ, hefur í tvigang verið frestað vegna óeirða í landinu, en í maí náðist samkomulag milli stríðandi fylk- inga um að undirbúningur yrði haf- inn að nýju undir eftirliti SÞ. Eftir- litsmenn segjast nú óttast upp- lausn í landinu fyrir og eftir kosn- ingar, enda hafi uppreisnarmenn úr hópi andstæðinga sjálfstæðis hótað stríði kjósi Austur-Tímor- búar sjálfstæði landsins. Páfi til íraks Bagdad. AFP. JOHANNES Páll páfi II mun fara til íraks í desemberbyrjun þar sem hann mun meðal annars hitta Saddam Hussein, forseta landsins, að máli. Var þetta haft eftir kaþólska patríarkanum í Bagdad, Raphael Bidawid, í gær. Bidawid sagði, að komudag- urinn væri ekki alveg ákveðinn en yrði einhvern tíma frá 2. til 5. desember. Sagði hann, að áætl- að væri að lenda í Bagdad en fara síðan með þyrlu til Úr, hinnar gömlu borgar í Kaldeu, en samkvæmt Biblíunni fæddist Abraham þar. Bidawid sagði, að Bandaríkja- menn og ísraelar hefðu reynt allt hvað þeir gátu til að fá páfa ofan af því að fara til íraks en páfi hefði fullvissað þá um, að aðeins væri um að ræða píla- grímsferð án nokkurra póli- tískra skuldbindinga. Um ein milljón kristinna manna býr í írak og þar af 80% í Kaldeu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.