Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Leifar Skálholtsstaðar fundnar með fjarsjármælingum Merkur fornleifa- fundur án uppgraftar Með nýjustu tækni á sviði viðnámsmælinga hafa rústir gamla bæjarins í Skálholti fundist á svo að segja sama stað og hann var sagður vera á korti frá ofanverðri 18. öld. Um mjög merkan fornleifafund þykir vera að ræða, án þess þó að uppgröftur hafi átt sér stað. Morgunblaðið/Jim Smart Adolf Friðriksson fornleifafræðingur og Tim Horsley, fornleifa- og jarðeðlisfræðingur, rýna í fyrstu rannsóknarniðurstöður frá mælingum sín- um hérlendis í sumar en þeirra bíður mikið verk við að greina þær frekar á næstu mánuðum. Grunnmynd af Skálholtsstað árið 1784 sem hefur sennilega verið gerð í tilefni af tjóninu sem varð í jarðslgálftum það ár, um miðjan ágúst. Ekki er vitað með vissu hver gerði uppdráttinn en likur eru á að það hafi verið Magnús Stephensen, síðar dómstjóri. Tölvuútkeyrsla af viðnámsmælingum á óuppgröfnum minjum í Skál- holti, felld inn í uppdrátt af Skálholti nútímans. Efst til vinstri á innfellda rammanum má sjá breiða hvíta línu en þar liggja jarðgöngin á milli Skálholtskirkju og bæjarins forna. Bærinn samanstóð af tugum húsa og má greina ummerki þeirra á myndinni sunnan við göngin. BRESKUR fræðimaður, Tim Horsley, sem er að vinna að rann- sóknum fyrir meistaranám í Brad- ford-háskóla í Bretlandi, hefur dvalist hérlendis í sumar og gert til- raunamælingar á átta stöðum á landinu, þ.e. Þingvöllum, Skálholti, Nesi á Seltjamarnesi, Neðri-Ási, Hólum, Gásum, Sílastöðum og Hofs- stöðum. Notaðar voru segul- og viðnáms- mælingar við leitina í sumar en þó svo að tæknin sem notast var við sé 30-40 ára að sögn Tims hefur henni lítt verið beitt á kerfísbundinn hátt hérlendis og til viðbótar er notast við tölvutækni og aðrar aðferðir en tíðkast hafa við slíkar mælingar. Ad- olf Friðriksson fornleifafræðingur hefur stýrt rannsókninni hérlendis ásamt Orra Vésteinssyni fornleifa- fræðingi. Adolf segir fyrirliggjandi niðurstöðu mjög merka. „Við vissum að eitthvað var þarna en vissum hvorki hversu réttur þessi uppdráttur var né í hvaða ástandi þær minjar voru. Því má segja að þetta sé mjög merkur fornleifafund- ur án þess að uppgröftur hafí átt sér stað. Það vekur mjög sérstaka til- finningu að geta séð fornan minja- stað án þess að reka skóflu í jörð. Það hefur aldrei neitt þessu líkt komið fram með fjarsjárathugunum á íslenskum minjastöðum, þannig að aðferð Tims Horsley hefur gengið upp. Þetta mun auðvelda mjög skipulag og íramkvæmd rannsókna á svæðinu," segir Adolf. Kirkjugrunnarnir í Skálholti voru grafnir upp um miðja öldina og síð- an byggð þar kirkja eins og kunnugt er. Hins vegar hefur lítið verið hreyft við sjálfum bænum sem hefur verið mjög stór, nánast eins og þorp með tugi húsa í þyrpingu, skammt frá kirkjunni. Til er uppdráttur af þessum stað frá lokum 18. aldar, um það bil þegar staðurinn var lagður af. „Við gerðum viðnáms- og segul- mælingar á svæðinu og urðum mjög hissa þegar niðurstöðurnar lágu fyr- ir. Þarna blasir við nánast sama húsaskipan og maðurinn horfði á sem gerði uppdráttinn í lok 18. ald- ar,“ segir Adolf. „Ekki síst er áhugavert að nefna að í uppdrættinum gamla er kerfis- bundin skekkja, enda höfðu menn ekki aðstöðu til þess á sínum tíma að vera jafnhomréttir í mælingum og núna tíðkast. Mælingar Tims sýna að húsin á uppdrættinum voru á þessum stað en þau hafa snúið ögn öðru vísi en hann sýnir. Það vakti samt sem áður mikla undrun hve þessar niðurstöður voru nákvæmar því reynsla okkar af notkun tækja við mælingar af þessu tagi hefur oft- ast verið sú að vonir hafa verið mikl- ar fyrirfram en árangurinn valdið vonbrigðum, jafnvel eftir mikla fyr- irhöfn. I þessu tilviki er aðra sögu að segja,“ segir Adolf. Fljótvirkari og ódýrari aðferðafræði Fomleifastofnun íslands hefur undanfarin ár unnið að þróun nýrrar tækni við kortlagningu og skráningu fornleifa og er nú unnið að fornleifa- skráningu víða um land þar sem beitt er fljótvirkari og ódýrari að- ferðum en áður. Þær aðferðir byggj- ast einkum á úttekt á fyrirliggjandi heimildum og vettvangskönnun þar sem sýnilegra ummerkja um forn mannvirki er að leita. „Þó að núver- andi aðferðir við fornleifaleit dugi til að fínna stóran hluta fornleifa á til- teknu svæði er ógjörningur að leita af sér allan gmn því þar geta enn leynst minjar sem ekki er getið í rit- uðum heimildum eða sjást ekki á yf- irborði,“ segir Adolf. í fyrravetur hófst undirbúningur að tilraun til segul- og viðnámsmæl- inga á íslandi og er hún liður í sam- starfi Bradford-háskóla og Forn- leifastofnunar Islands. Haustið 1998 var efnt til formlegs samstarfs á milli Fornleifastofnunar íslands og fjögurra skoskra háskóla um forn- leifarannsóknir. Þar sem fornleifa- deild Bradford-háskóla hefur um árabil unnið að rannsóknum á skosku eyjunum varð hún aðili að þessu samstarfi. Samstarfshópurinn nefnist INIS en það þýðir „eyja“ á gelísku. „Við vildum vinna saman til að bera saman rannsóknaniðurstöður og bæta aðferðir okkar. Bradford- háskóli hefur um langa hríð fengist við notkun ýmiss konar fjarkönnun- arbúnaðar og við fengum rannsókn- arstyrk til að leigja tæki og ferja mann á þeirra vegum, þ.e. Tim, til landsins. Við höfum lagt til fé til greiðslu annars kostnaðar á móti, þannig að segja má að um sameigin- legt verkefni stofnunarinnar og Brad- ford-háskóla sé að ræða. Verkefnið gengur út á það að reyna á þessar aðferðir og búnaðinn við íslenskar aðstæður en fornleifafræði í hverju landi og aðstæður í jarðvegi eru mis- munandi. Tækin og aðferðirnar voru búnar til og þróaðar í öðrum löndum en íslandi og því hófum við leitina á stað þar sem við vissum að fornleif- ar væri að finna, þ.e. Skálholti, auk þess sem þar er til uppdráttur að minjum. Það var mjög brýnt að byrja á stað þar sem við höfðum heimild um hvað ætti að vera þarna en auðvitað vissum við ekki um af- drif hlutanna og þó svo að einhver hafi gert uppdrátt 1794 gat margt hafa komið fyrir síðan þá, grjót ver- ið rifið upp og annað slíkt,“ segir Adolf. Mjög skýr mynd af svæðinu Bæði viðnámsmælingar og segul- mælingar hafa verið reyndar hér- lendis í sumar og segir Tim að við- námsmælingar hafi reynst mun bet- ur en þær eru bæði tiltölulega ódýr- ar í framkvæmd og búnaðurinn sem notaður er við þær á hagkvæmu verði. Mælingarnar fara fram í gróf- um dráttum með þeim hætti að raf- straumi er hleypt milli tveggja skauta í gegnum jarðveg. Ef við- námið í jarðveginum er lítið tekur það skamma stund fyrir strauminn að komast milli skautanna en ef við- námið er meira, t.d. vegna þess að steinn er í veginum, lengist tíminn og því nær yfirborði sem steinninn er því meira er viðnámið. Ef til dæmis veggur leynist undir jarðveg- inum mælist mikið viðnám á því svæði. Tim kveðst kanna svæðið sem hann rannsakar mjög vandlega og fer mæling fram á hálfs metra fresti. Vegna þess hversu nákvæm mæl- ingin er fást fram afar margar sneiðmyndir sem síðan raðast sam- an í mjög skýra mynd af því sem á svæðinu er að finna. Mælingarnar eru settar í tölvu og hugbúnaður sem nefnist GEOPLOT látinn vinna úr niðurstöðunum. „Ég hef þurft að taka ýmis atriði með í reikninginn, t.d. samsetningu jarðvegsins, sem er önnur en í Bret- landi vegna ösku og vikurs í jörðu og einnig þess efnis sem fornleifarnar eru gerðar úr, svo sem torfbæir sem er sérstaklega erfitt að finna, að frá- töldum grjóthleðslum. Þessi atriði hafa sérstaklega áhrif á segulmæl- ingarnar en minni á viðnámsmæling- arnar. Það kemur ekki mjög á óvart að viðnámsmælingarnar ganga upp en ég er þó hæstánægður með niður- stöðurnar frá Skálholti," segir hann. Forráðamenn Skálholts hafa sýnt áhuga á að rannsóknir verði gerðar þar og hefur Fornleifastofnunin unn- ið að undirbúningi slíkra rannsókna, m.a. kortlagt minjar þar að ósk vígslubiskups. Skálholt var þó valið fyrir mælingar Tims óháð þeirri fornleifaskráningu. „Eftir þær nið- urstöður sem liggja fyrir er mjög áhugavert að hefja nánari rannsókn- ir í Skálholti," segir Adolf. Auðveldar skipulagningn uppgraftar Úrvinnsla rannsóknargagna stendur enn yfir en Adolf segir ljóst að þessar tilraunamælingar hafi gef- ið mjög góða raun, að minnsta kosti í Skálholti og á Hofsstöðum í Mý- vatnssveit. „Okkur kemur á óvart hversu skýrar myndirnar eru og hversu glöggar vísbendingar þær gefa okkur,“ segir hann. Einnig má nefna að gerðar voru segulmælingar á Sílastöðum í Eyja- firði, þar sem fundist hafði kuml um miðja öldina, og gáfu niðurstöður þeirra góða raun. „Tilgangurinn var að kanna hvort slíkar mælingar gætu gefið til kynna að þar leyndust fleiri kuml. Við fund- um vísbendingar um að svo væri en ekki verður úr því skorið nema með uppgreftri. Þetta er athyglisvert þar sem víða um land hafa fundist heiðn- ar grafir, ein eða fleiri á sama kumlateig, en oft er erfitt að ganga úr skugga um hvort þar leynist fleiri grafir," segir Adolf. Adolf segir að vegna þess hversu góðan árangur viðnámsmælingarnar hafa gefið og hversu hagkvæmar þær eru, hafi það vakið áhuga ís- lendinga á að gera þær að stöðluðum mælingum, m.a. við umhverfismat. HLUTABRÉFASJÓÐUR BUNAÐARBANKANS HF 31% OKKAR SÉRFRÆÐINGAR 15% 24% | 31% | I 26% 27% •(1.10. 1996 - 31.07. 1999) Samanburöur á ávöxtun Hlutabrtfasjóðs Búnaðarbankana og annarra sambœrilegra hlutabrífasjóóa. 20% Lands- bréf N< lands Hlutabréfa- Fjár- Kaupþing VlB sjóður vangur Búnaðar- bankanshf. bOnaðarbwkinn ERÐBREF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.