Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ljósavík í Þorlákshöfn kaupir 20% hlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur Stefnt að sameiningu með aðsetri á Hiisavík LJÓSAVÍK hf. í Þorlákshöfn hefur keypt 20% hlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Seljandi hlutarins er Húsavíkurkaupstaður sem átti áður 46,44% hlutafjár en á eftir söluna 26,44%. Ljósavík átti ekki hlut í Fiskiðjusamlaginu fyrir. Kaupverð hlutarins var um 260 milljónir króna þ.e. hluturinn var seldur á genginu 2,10. Þetta er sama gengi og Húsavíkurkaupstaður keypti tæpan 14% hlut Kaupfélags Þingey- inga á fyrir nokkrum vikum. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri Húsavíkurkaupstaðar, segir sölu hlutarins nú vera lið í áformum um sameiningu Fiskiðjusamlags Húsa- víkur og Ljósavíkur. „Tilgangurinn með kaupum Húsavíkurkaupstaðar á hlut Kaup- Atlantshafssigling borgarstjöra Brima Orkneyjar framundan FÖR Hennings Scherfs, borgar- stjóra Brima í Þýskalandi, og áhafn- ar skútunnar „Skjaldarmerki Brima“ yfir Atlantshafið gengur vel og á fimmta degi voru Orkneyjar skammt undan. „Við tókum með í hjörtum okkar hið dásamlega íslenska landslag og gestrisni og innileika stórkostlegs fólks,“ sagði í símbréfi, sem Morgun- blaðinu barst frá skútunni að kvöldi miðvikudags. „Orkneyjar eru framundan. Við eigum sameiginlega sögu, samband Brima og Islands verður á næsta ári þúsund ára. Hafið skilur okkur ekki að, heldur færir okkur saman.“ Áhöfnin sigldi af stað á sunnudag á skútunni, sem er rúmir sextán metrar á lengd og smíðuð úr viði. Frá Orkneyjum er förinni heitið til Þýskalands. --------------- Akureyri Mótmæla breyt- ingu á stjórn- sýslukerfi DEILDARSTJÓRI leikskóladeildar, þrír leikskólaráðgjafar og fimmtán leikskólastjórar hafa allir mótmælt eða gert athugasemdir við þá ákvörðun bæjaryfirvalda Akureyrar- bæjar um að leggja niður leikskóla- deild bæjarins. Á fundi bæjarráðs í gær var lagt fram erindi frá leikskólastjórunum og bréf frá deildarstjóra og leik- skólaráðgjöfum. Bæjarráð tekur fram í samþykkt sinni á fundinum að breytingar þessar á stjómkerfinu hafi lengi staðið yfir og leikskólar skuli fá a.m.k. hliðstæða þjónustu og verið hefur hingað til. I svari bæjarráðs kemur einnig fram að leikskólanefnd hafi verið sameinuð skólanefnd og tilgangurinn með því hafi verið að samhæfa mál- efni leik- og grunnskóla undir einni yfirstjórn. Einnig kemur fram að Háskólinn á Akureyri muni veita leik- og grunnskólum Akureyrar- bæjar stofnanaráðgjöf. Einnig segir orðrétt: „Það hefur því verið ljóst um nokkum tíma að ekki hefur verið gert ráð fyrir að sérstök leikskóladeild verði starf- rækt innan félagssviðs og þær til- færslur á núverandi starfsmönnum leikskóladeildar sem kynntar hafa verið, eru í samræmi við stefnumót- un Bæjarstjórnar Akureyrar." félags Þingeyinga í Fiskiðjusamlag- inu fyrir nokkram vikum, var að styrkja undirstöðu og forsendur fé- lagins hér á staðnum. Við töldum okkur geta fengið nýja hluthafa til samstarfs við félagið og gætum þannig haft áhrif á mögulega stækkun þess, bæði hvað varðar aflaheimildir og rekstur almennt. Salan nú er í samræmi við þetta og er liður í stærra samkomulagi þar sem við stefnum á, og munum leggj- um það fyrir stjóm Fiskiðjusamlags- ins og aðra hluthafa, að félagið verði sameinað Ljósavík þann 1. septem- ber,“ segir Reinhard og bætir við að aðeins hafi átt sér stað óformleg könnun á vilja hluthafa í þessu máli en það ekki formlega rætt. Reinhard telur að með samrana ÞRIGGJA daga ráðstefna um öryggi í umhverfinu hófst á Hótel Loftleiðum í gær. Slysavarnafélag fslands hef- ur skipulagt ráðstefnuna og sækja hana um 200 fulltrúar BÓKFÆRÐ eign ríkissjóðs í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) hf., Búnaðarbanka íslands hf. og Landsbanka íslands hf. nam samtals um 12,6 milljörðum króna í árslok síðasta árs sam- kvæmt ríkisreikningi fyrir árið 1998. Bókfærð eign ríkissjóðs í FBA var um 3,5 milljarðar í lok ársins, bókfærð eign ríkissjóðs í Búnaðarbankanum var sömuleiðis um 3,5 milljarðar og bókfærð eign í Landsbankanum var um 5,6 milljarðar. Eins og kunnugt er urðu breyt- ingar á eign ríkissjóðs í FBA á síðasta ári, en þá var 49% hlutur félaganna verði til fyrirtæki sem er bæði með góða landvinnslu, veiði- heimildir og heppileg skip til hrá- efnisöflunar. „Eftir sölu Fiskiðjusamlagsins á rælquverksmiðjunni á Kópaskeri og söluna á Húsvíkingi, stendur félagið eftir með ákveðnar veiðiheimildir, öfluga rækjuvinnslu og bolfisk- vinnslu en hefur ekki skip. Ljósavík er einnig með ákveðnar veiðiheim- ildir, fyrst og fremst í sömu tegund- um og við en auk þess era þeir með tvö skip. Þeir era ekki í mikilli land- vinnslu en eiga þó 67% hlut í Pólar rækjuverksmiðju á Siglufirði. Einnig er um að ræða félag í Færeyjum sem á einn togara og er með veiðiheimildir á Svalbarða- svæðinu, í Barentshafi og á Flæm- Oruggt samfélag ríkissjóðs í bankanum seldur fyrir nær 4,7 milljarða. Nam söluhagn- aður þeirra bréfa um 1,3 milljörð- um kr. Taka ber fram að bók- haldsleg meðferð á eign ríkissjóðs í hlutafélögum er óbreytt frá síð- asta ári og tekur hún mið af al- mennum reikningsskilum. Hluta- fjáreign í A-hluta er því almennt færð við kostnaðarverði eða á nafnverði sé það hærra. í árslok er hlutafé síðan endurmetið sam- kvæmt breytingum neysluverðs. Alls námu bókfærðar eignir rík- issjóðs í ríkisfyrirtækjum í B-, C- og D-hluta og í sameignar- og hlutafélögum um 63,8 milljörðum ingjagranni. Þetta fellur allt mjög vel að rekstri Fiskiðjusamlagsins.11 Höfuðstöðvar á Húsavík „Sennilegast er að félögin verði sameinuð undir nafni Fiskiðjusam- lags Húsavíkur og rekstur félagsins verði hér fyrst og fremst, þ.e. að höfuðstöðvar og meginstarfsemi munu væntanlega verða hér. Þetta er þó ekki formlega frágengið. Við geram ráð fyrir að Húsavík- urkaupstaður muni eiga áfram hlut í félaginu en væntanlega mun okkar hlutur eitthvað breytast við sam- rana. Það er svo seinni tíma ákvörð- un hvort menn vilja breyta hlutföll- um í félaginu eitthvað frekar eða hugsanlega að félagið stækki enn frekar,“ segir Reinhard. víða að. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri voru meðal gesta við setningu ráðstefn- unnar. kr. í lok síðasta árs. Þar af voru bókfærðar eignir ríkissjóðs í ríkis- fyrirtækjum í B-, C- og D-hluta samtals um 26,2 milljarðar, bók- færðar eignar ríkissjóðs í sam- eignarfélög samtals um 12,3 millj- arðar króna og bókfærðar eignir í hlutafélögum samtals um 25,3 milljarðar. Skuldir greiddar niður um 9,6 milljarða I ríkisreikningi kemur fram að að við mat á eignarhlut hafi verið beitt varfærnissjónarmiðum og var meginreglan sú að 80% af eigið fé hafi veirð fært til eignar nema fyrir Hólmfríður Bjömsdóttir náðu 5. sætinu í 10 dönsum á þýska meistaramótinu í samkvæmis- dönsum. German Open í Þýskalandi Islending- ar í 5. sæti í 10 dönsum TVEIM keppnisdögum er nú lokið af opna þýska meistaramótinu í samkvæmisdönsum sem haldið er nú í 13. sinn í Mannheim í Þýska- landi. Keppnin stendur yfir í 5 daga. Hún hófst með keppni yngri hópanna og lýkur síðan með keppni atvinnumanna á laugardaginn. Á þriðjudag keppti flokkur barna í suður-amerískum dönsum og flokk- ur unglinga yngii í sígildum sam- kvæmisdönsum. Mestar væntingar voru gerðar til Jónatans Arnars Or- lygssonar og Hólmfríðar Bjöms- dóttur þann dag og olli það von- brigðum að þau höfnuðu í 15.-16 sæti. I fyrra í sömu keppni náðu þau 5. sætinu. Á miðvikudag var sigurdagur hjá íslendingunum því Jónatan og Hólmfríður náðu 5. sætinu í 10 dönsum, þar sem keppt er bæði í suður-amerískum og sígildum sam- kvæmisdönsum. Einnig var annað íslenskt danspar Amar Georgsson og Tinna Rut Pétursdóttir hárs- breidd frá undanúrslitum, en þau höfnuðu í 13. sæti. Á fimmtudag hélt keppnin áfram og hófu eldri pörin keppina. Alls taka 10 íslensk danspör þátt í keppninni í þetta sinn. hafi legið önnur úttekt á verðmæt- um þeim. í frásögn af ríkisreikningi fyrir árið 1998 í Morgunblaðinu var rangt farið með þegar skýrt var frá lækkunum á skuldum ríkissjóðs um 17 milljarða á síðasta ári. I þessu sambandi ber að taka fram að lánsfjárafgangur ríkissjóðs á síðasta ári nam um 17 milljörðum króna samanborið við tæpa 3 millj" arða árið 1997. Þessi 17 milljarða, eða 16,8 milljarða, kr. lánsfjáraf- gangur var nýttur til að greiða nið- ur skuldir um 9,5 milljarða króna og bæta stöðuna á sjóðs- og banka- reikningum um 7,3 milljarða króna. Morgunblaðið/Jim Smart Bókfærð eign ríkissjóðs í FBA 3,5 milljarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.