Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mowlam segir IRA ekki hafa rofíð vopnahlé sitt Sambandssinnar fordæma niður- stöðuna sem „fullkominn þvætting“ Bclfast. Reuters. SAMBANDSSINNAR á Norður- Irlandi brugðust í gær ókvæða við þeim úrskurði Mo Mowlam, N-ír- landsmálaráðherra bresku ríkis- stjórnarinnar, að Irski lýðveldis- herinn (IRA) teldist ekki hafa rofíð vopnahlé sitt þrátt fyrir morð í síð- asta mánuði, sem fullvíst er talið að IRA hafi staðið á bak við, og ásak- anir um að herinn hafi staðið fyrir misheppnuðu vopnasmygli til ír- lands. David Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna (UUP), kvaðst afar sáttur við niðurstöðu Mowlam og Ken Maginnis, tals- maður UUP í öryggismálum, sagði úrskurð ráðherrans „algeran og fullkominn þvætting". Jeffrey Donaldson, enn einn þingmaður UUP, krafðist afsagnar hennar og sagði hneykslanlegt að halda því fram að IRA hefði ekki rofið vopnahlé sitt. Her Rússa varpar sprengjum í Tsjetssjníu Makhachkala, Moskvu. Reuters, AP. TALSMAÐUR rússneska vamar- málaráðuneytisins gekkst í gær við loftárásum flughersins á bæki- stöðvar múslímskra uppreisnar- manna í Tsjetsjníu, sem deginum áður flúðu frá fjallahéraðinu Da- gestan eftir að hafa háð harða bar- daga við rússneska herinn undan- farnar vikur. Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin, sagði herinn hafa unnið fyrstu lotu átakanna við uppreisnarmenn. „Ríkisstjómin mun halda áfram að reyna allt sem í hennar valdi stendur til að leysa deilumál eftir pólitískum leiðum, en hún áskilur sér einnig þann rétt að hrekja uppreisnarmenn burt með valdi hvar sem þeir kunna að leynast." Talsmaður löggæslusveita inn- anríkisráðuneytisins sem era í Da- gestan, sagði uppreisnarmenn vera umkringda og að loftárásum yrði haldið áfram þar til þeir gæfust upp. Kváðust Rússar í gær hafa misst 70 hermenn í átökunum. írska stjórnin lýsti sig hins veg- ar samþykkan þeirri skoðun Mowlam að þegar öll atriði málsins væra athuguð þá hefði IRA ekki rofið vopnahlé sitt. Erfið pólitísk ákvörðun Mowlam sagði á fréttamannafundi í Belfast að þrátt fyrir að gögn lægju fyrir sem gæfu til kynna að liðsmenn IRA hefðu staðið fyrir morðinu á 22 ára gömlum kaþólskum manni í síð- asta mánuði væri ekki hægt að draga þá ályktun að tveggja ára langt vopnahlé samtakanna væri fyrir bí. Hún viðurkenndi þó að hún hefði ekki verið langt frá því að úrskurða að vopnahlé IRA væri úr sögunni og að ákvörðunin hefði verið afar erfið. „En þótt sá friður sem við nú búum við sé ekki fullkominn er hann betri en alls enginn,“ sagði Mowlam. Sambandssinnar sögðu að svo virtist sem Mowlam sættist á þá skilgreiningu IRA-manna sjálfra að það teldist ekki brot á vopna- hléinu ef þeir stæðu fyrir misindis- verkum í hverfum kaþólikka. Vildu þeir að hún refsaði lýðveldissinnum með því að hætta að uppfylla þau skilyrði friðarsamkomulagsins frá því í fyrra sem kveða á um að öll- um þeim, sem afplána fangelsis- dóma fyrir ódæðisverk á vegum IRA, skuli sleppt úr haldi. Talsmenn Sinn Féin, stjórnmála- arms IRA, höfðu hins vegar hótað að draga sig út úr öllum frekari friðarumleitunum léti Mowlam verða af þessu og fjarvera Sinn Féin hefði mjög skaðað líkur á því að hægt yrði að koma friðarferlinu á N-írlandi á skrið á ný í lögform- legri endurskoðun á friðarsam- komulaginu sem fyrirhugað er að hefjist í september. Ræningi gafst upp í Barcelona FARÞEGAR yfirgefa flugvél marokkóska fiugfélagsins Royal Air Maroc á flugvellinum í Barcelona á Spáni snemma í gærmorgun. Maður vopnaður byssu, sem reyndist ekki vera ekta, krafðist þess að vélinni yrði flogið til Spánar, en förinni hafði verið heitið til Túnis. Um borð var 81 maður, farþegar og áhöfn, og leyfði ræninginn öllum að yfirgefa vélina á flugvellinum í Barcelona og gaf sig fram við lögreglu. Hann er 45 ára Marokkómaður, og segja marokkósk yfirvöld hann ekki vera í andlegu jafnvægi. Hann hafði heimtað að sett yrði elds- neyti á vélina í Barcelona og síð- an flogið áfram til Frankfurt í Þýskalandi. Eftir fimm klukku- stunda samningaviðræður í Barcelona gafst hann upp án þess að veita viðnám. Spænsk yfirvöld segja að fyrir mannin- um kunni að hafa vakað að kom- ast til Evrópu hvað sem það kostaði. 25 manns rænt í Kirgistan Bishkek. Reuters. KIRGÍSKAR hersveitir hófu í gær aðgerðir gegn vopnuðum hópi sem heldur að minnsta kosti 25 manns í gíslingu í afskekktu héraði í Sov- étlýðveldinu fyriverandi. Askar Akajev, forseti Kirgistans, hét því að lífum gíslanna yrði ekki teflt í tvísýnu með aðgerðunum. Hópurinn hefur búið um sig í héraðinu Batken, sem er í suður- hluta landsins, síðan um síðustu helgi. Kirgíska vamarmálaráðu- neytið sagði í gær að lýst hefði ver- ið yfir neyðarástandi í héraðinu. Hefðu nágrannarnir, Úsbekar, heitið aðstoð í baráttunni við upp- reisnarmennina og sent orrustuþot- ur sem gert hefðu árás á bæki- stöðvar þeirra á miðvikudag. I gær var enn ekki fyllilega ljóst nákvæmlega hverjir ræningjarnir era, eða hver markmið þeirra muni vera. Kirgískir embættismenn telja þó, að ræningjamir séu innrásar- menn sem starfi í tengslum við hópa öfgafullra múslíma í ná- grannaríkjunum Úsbekistan og Ta- djikistan. Reuters Japanir hneykslast á norskri auglýsingu Ósló. Morgunblaðið. NORSK sjónvarpsauglýsing, sem sýnir japanskan flugfarþega mis- skilja hlutina og nota flatköku sem andlitsþurrku, hefur vakið mikla reiði í Japan. Hefur norski sendiherrann í Tókýó fengið að finna fyrir því si'ðustu tvær vik- urnar og haft í nógu að snúast við að svara hneyksluðu fólki. Auglýsingin var gerð fyrir norska flugfélagið Braathens og á kvikmyndahátíð auglýsingaiðnað- arins í Cannes í júní var hún verð- Iaunuð með gullna laufinu. Japan- ir eru aftur á móti ekki jafn hrifn- ir og fínnst sem þeim hafí verið sýnd hin mesta ókurteisi. Um auglýsinguna hefur verið fjallað í öllum helstu fjölmiðlun- um í Japan og þar er bent á, að andlitsþurrkurnar, sem flugfar- þegum sé boðið, séu raunar japönsk uppfinning. Þá segja Jap- anir, að þeim myndi aldrei koma til hugar að hæðast að Norðmönn- um, til dæmis fyrir að kunna ekki að matast með pijónum. Hætta við Noregsferð Rune Jensen, starfsmaður norska sendiráðsins í Tókýó, seg- ir, að þangað hafi margir hringt til að láta af því vita, að þeir hafí hætt við Noregsferð. Anne Grete Ellingsen, upplýs- ingastjóri hjá Braathens, segist harma þessi viðbrögð enda hafi það ekki verið ætiunin að draga dár að Japönum. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Japönum mislíkar norsk auglýsing. Þegar vetrarólympíu- leikarnir voru haldnir í Nagano í Japan í fyrra, var fyrirtækið SABA Mölnlycke með opnuaug- lýsingu í Verdens Gang þar sem sýnt var dömubindi með rauðum bletti í miðjunni. Undir stóð: „Við óskum íþróttakonunum góðs gengis í Nagano.“ I Japan var litið á auglýsinguna sem óvirðingu við japanska fánann en í honum er rauður hringur á hvítum grunni. Þingið í Venesú- ela svipt völdum STJORNLAGASAMKUNDAN í Venesúela, með stuðningsmenn for- setans í meirihluta, hefur lýst yfir lagalegu neyðarástandi og svipt þingið völdum að mestu. Hefur þetta vakið ótta um að lýðræðis- skipan í Venesúela sé í hættu. Tæp vika er liðin síðan stjóm- lagasamkundan veitti sjálfri sér umfangsmikil völd og á miðvikudag bannaði hún þinginu að setja lög og létti af þvi flestöllum skyldum þess. Hugo Chavez tók við forsetaemb- ættinu í febrúar sl., eftir að hafa unnið stórsigur í kosningum í des- ember. Hann hefur heitið umfangs- miklum umbótum í landinu og sagst munu hreinsa til í spilltu kerfi. Þingmenn hafa bragðist ókvæða við neyðarástands- yfirlýsingunni, sagt sumarleyfi þingsins búið og ætla að koma sam- an í dag og gera tilraun til að bjarga þinginu frá því sem þeir nefna árás á eitt elsta lýðræðisríki í Suð- ur-Ameríku. „Stjómlagasamkundan hefur ekki völd til að gera þetta,“ sagði leiðtogi stjómarandstöðunn- ar, Timoteo Zambrano. „Þessi inn- rás skapar mikið tómarúm og óör- yggi-“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.