Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 1------------------------ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Ungir og áhrifalitlir Um málsvara frelsis einstaklingsins ogþörfina fyrir gagnrýna hugsun á hugsjónalausum tímum FYRIR rúmum 20 ár- um ríkti um það ein- hugur í röðum vinstrisinnaðra nem- enda Menntaskólans í Reykjavík að fátt væri ömur- legra en að vera Heimdellingur. Þessir ungu sjálfstæðismenn voru málpípur heimsauðvalds, arðráns og kúgunar, hersetu, svika, mannvonsku og mismun- unar. Verst var þó hvað þeir voru ávallt yfírtak snyrtÚegir í tauinu. Frá því þetta var hefur mikið rignt á Islandi. Vaxtarlag margra gömlu vinstrisinnanna ber með sér að þeir njóta nú til fullnustu þeirra „lífsgæða“, sem markaðssamfé- lagið heldur að miðaldra smá- borgurum. Enn hefur engum þeirra tekist að reykja sig í hel og flestir munu VIÐHORF Eflir Ásgeir Sverrisson enn bera tenn þau, sem nátt- úran áskapaði þeim. Marxísku fræðin reyndust vit- leysa en duga nú vel til gaman- mála. Ungu sjálfstæðismennimir eru hins vegar enn að, snyrtileg- ir að venju og reyna að halda fram sjónarmiðum, sem sum hver eru í raun svo sjálfsögð að þau ættu að vera yfír pólitískt þref hafín. Þannig er því hins vegar ekki farið á íslandi. Enn er t.a.m. fyllsta ástæða til að halda uppi vömum fyrir frelsi einstaklingsins. Það er algengur misskilningur að fagni menn málflutningi ungra sjálfstæðismanna um frelsi einstaklingsins hljóti þeir hinir sömu jafnan að styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þótt flestu sé úthlutað á Islandi hefur það fyrirtæki augljóslega ekki einka- rétt á einstaklingsfrelsinu frem- ur en jafnaðarmenn geta einir boðað samhjálp. Að auki halda ungliðamir á stundum uppi virð- ingarverðri gagnrýni á fram- göngu Sjálfstæðisflokksins í rík- isstjóm. Ráðamenn flokksins brosa stundum í kampinn og halda því fram að ungliðahreyftngin sé í raun „samviska Sjálfstæðis- flokksins“. Þetta gera þeir gjaman á tveggja ára fresti þeg- ar blásið er í lúðra og menn með merki í barminum öðlast alsælu í orgíu hinnar sameinandi hugsun- ar. Unga fólkinu er þá leyft að láta ljós sitt skína um stund en síðan er vélin ræst og valtara flokkshyggjunnar ekið út í gró- andann. Segir það vísast sitt um hlut samviskunnar í íslenskum stjómmálum. Ef til vill er táknrænt að kveð- ið sé á um að menn geti ekki til- heyrt samtökum ungra sjálf- stæðismanna eftir 36 ára aldur. Sýnilega er gengið út frá því að hugsjónir séu í andarslitmnum þegar þeim aldri er náð en við hafi tekið djúpstæður skilningur á hinum „pólitíska veruleika". Sá „veruleiki“ felur oftar í sér varð- stöðu um hagsmuni flokka og stjómmálamanna fremur en réttindi einstaklingsins og frelsi hans til að haga lífi sínu eins og hann sjálfur kýs. Ungir sjálfstæðismenn gerast vissulega stundum sekir um framgöngu, sem ber vott um bernsku. Þannig gátu lesendur Morgunblaðsins fylgst með skelfilega málefnalausri kosn- ingabaráttu fyrir leiðtogakjör Sambands ungra sjálfstæðis- manna um liðna helgi. Þau skrif bmgðu upp grát-broslegri mynd af því þegai- ungt fólk í stjórn- málum glatar tilfinningu fyrir eigin sérstöðu og leitast við að líkja eftir atvinnumönnunum í eldri bekknum. Hugmyndin um rétt einstak- lingsins til að njóta frelsis og fá að lifa lífi sínu í friði varðar ekki tæknileg pólitísk úrlausnarefni. Hún er í eðli sínu heimspekileg og felur í sér ákveðna sýn á ríkið og manninn. Af þeim sökum er hún hafin yfir flokka og fylking- ar hversdagsins. Hún felur ekki í sér fyrirlitningu gagnvart öðmm og hún er heldur ekki röklega tengd því sjónarmiði að sam- hjálp eigi engan rétt á sér. Þvert á móti felur hún í sér virðingu fyrir hagsmunum og réttindum þeirra, sem ekki geta af ein- hverjum orsökum mætt til leiks í þjóðfélaginu á sömu forsendum og aðrir. Hún felur í sér kröfu um að menn skuli metnir með tilliti til verðleika sinna en ekki á gmndvelli upprana, kynferðis eða pólitískra skoðana. Hún hafnar því pólitískri samtrygg- ingu og felur í sér kröfu um sanngimi, ábyrgð, skuldbinding- ar og skýrar leikreglur. Á Islandi era áhrif reglu- gerðafíkla og forsjárhyggju- manna óhófleg og vaxandi. Stjórnmálamenn í öllum flokkum sýna takmarkaðan áhuga á að standa vörð um rétt einstak- lingsins til að ráða lífi sínu. Það gildir ekki síður um marga full- trúa Sjálfstæðisflokksins en aðra. Auðveldlega má túlka þessa staðreynd sem sönnun þess að barátta Heimdallar og annarra félaga ungra sjálfstæðismanna hafi engum árangri skilað. Slík niðurstaða er þó ekki fyllilega réttmæt. Ungliðarnir hljóta hins vegar í gegnum tíðina að hafa leitað svara við þeirri spumingu hvers vegna svo hægt hefur miðað. Ein skýring- in er sú að margir íslenskir stjórnmálamenn skilja frelsis- hugtakið á þann veg að það kveði á um réttinn til að stunda pizzusölu, kennitölusöfnun og síðast en ekki síst frelsi þeirra sjálfra til að iðka pólitíska skömmtunarstarfsemi. Hið per- sónubundna frelsi hundsa þeir hins vegar margir hverjir enda er þar ekki um hagsmuni að ræða, sem gagnast flokkum og fylkingum heldur þvert á móti hugsun, sem vinnur gegn ofur- valdi þeirra. Andstaða við flokkshyggju og leiðtogadýrkun er tengd hug- myndinni um frelsi einstaklings- ins. Slík barátta er jafnan háð gegn þeim „þægindum“, sem ríkjandi rétthugsun veitir. Þess vegna er sú barátta hafin yfir flokksbundin stjómmál og virð- ingarverð á þessum hugsjóna- lausu tímum. Lítill og einsleitur hópur mið- aldra fólks ræður öllu á íslandi. Þörfin fyrir ungt fólk, sem þorir að efast og beita gagnrýnni hugsun er nú brýnni en oftast áður og á það jafnt við um stjómmál sem önnur svið samfé- lagsins. Og þá sakar tæpast þótt það sé fínt í tauinu. Hópur íslenskra enskunemanda ásamt Erlu Aradóttur fyrir framan enskuskólann Anglolang. Vaxandi þörf fyrir tungumálakunnáttu í HEIMI tækniframfara og breytinga á nánast öllum sviðum verður einstaklingurinn áþreifan- lega var við þörf á aðlögunarhæfni til þess að geta fylgst með og tekið þátt í morgundeginum. Ekki dugir lengur að öðlast ákveðin starfsrétt- indi, fá vinnu og láta þar við sitja til starfsloka. Mikilvægi símenntunar er staðreynd og fólk á öllum aldri flykkist á ýmiss konar námskeið sem annaðhvort munu nýtast þeim í starfí eða á áhugasviði þeirra. í ríkj- um Evrópusambandsins em styrkir veittir til verkefna sem stuðla eiga að innleiðingu á nýjungum, hreyfan- leika vinnuafls innan Evrópu, aukn- um tækifæmm karla og kvenna til menntunar, hvatningu tO samskipta milli hinna ýmsu evrópsku menn- ingarheima, eflingu tungumála- kunnáttu og eflingu símenntunar, svo eitthvað sé nefnt. Með auknum erlendum samskipt- um og ferðalögum finnur einstak- lingurinn fyrir æ meiri þörf á að geta tjáð sig á erlendu tungumáli. Enskan er það tungumál sem al- gengast er í heimi viðskipta, tölva og ferðalaga að ekki sé minnst á alla þá möguleika sem vefurinn býður upp á. Því er það svo að fólk á öllum aldri skynjar nauðsyn þess að geta tileinkað sér það tungumál. Skortur á sjálfstrausti Það sem einkennir marga Islend- inga er skortur á sjálfstrausti til þess að tjá sig á ensku innan um aðra landa sína. Flestir álíta sem svo að allir aðrir hljóti að kunna meira í ensku en þeir sjálfir og margir hafa þá reynslu að hafa látið aðra um að tala fyrir sig á ferðalög- um erlendis og einna helst opnað munninn þegar eingöngu útlending- ar hafa verið í nánd. Allflestum þyk- ir jú bráðnauðynlegt að geta talað ensku og finna því fyrir minnimátt- arkennd vegna vankunnáttu sinnar. Hamlandi fullkomnunarárátta Það sem háir mörgum tungu- málanemendum er hin sífellda full- komnunarárátta. Enginn má heyra þegar mistök era gerð og helst á ekki að opna munninn fyrr en full- víst þykir að ekki muni örla á hinni minnstu málfars- eða framburðar- villu. Það er því stórt skref í rétta átt þegar tungumálanemandinn gerir sér grein fyrir að hann þurfi ekki að hafa fullkomið vald á tungu- málinu til þess að geta tjáð sig og gert sig skiljanlegan. Allt of algengt er að vegna skorts á æfingu hafi nemandinn svokallaðan „passivan" orðaforða þ.e.a.s. hann skilur meira af rituðu og töluðu máli en hann getur notað sjálfur. Þess vegna er svo mikilvægt að opna munninn og nota öll tækifæri til þess að æfa sig í að tala og sætta sig við að aðrir landar heyri hvemig til tekst. Breyttar áherslur í tungumálakennslu Áherslan í tungumálakennslu hefur færst frá ríkjandi málfræði- kennslu í átt að meiri talþjálfun. Aukin talþjálfun er það sem flest fólk kýs en að sjálfsögðu þarf einnig að treysta gmnninn með málfræði- kennslu og með því að byggja upp aukinn orðaforða. Kennarinn er ekki lengur einn í aðalhlutverki sem upplýsingamiðlari heldur einnig sem ráðgjafi um góðar námsaðferð- Mennt Einstaklingurinn finnur fyrir æ meiri þörf, segir Erla Araddttir, á að geta tjáð sig á erlendu tungumáli. ir. Mikilvægt er að nemandinn til- einki sér vissa námstækni og öðlist þar með skOning á hvern hátt hann læri mest. Þar skiptir einnig máli að læra af reynslu annarra nemenda í hópnum. Á Islandi em starfræktir margir tungumálaskólar og fólk flykkist þangað á kvöldin yfir vetr- armánuðina með það markmið í huga að bæta sig í ákveðnu tungu- máli sem það ýmist þarf á að halda í starfi eða leik. Einnig má ekki gleyma hinu svokölluðu „linguapho- ne“ námsefni og tungumálanáms- efni á geisladiskum sem fólk ýmist leigir á bókasöfnum eða kaupir í verslunum. Skrefið stigið til fulls Á sumrin, oft á tíðum eftir að hafa stundað tungumálasnámskeið POSTSENDUM heima á íslandi, halda síðan margir tO útlanda í tungumálaskóla þar sem þeir dvelja í nokkrar vikur. Á hverju sumri heldur hluti af nem- endum í Enskuskóla Erlu Aradótt- ur til Englands tO þess að fá raun- hæfa þjálfun í enskunni. í sumar sem leið hélt hópur tuttugu og fimm einstaklinga tO Scarborough á aust- urströnd Englands. Þar stundaði fólkið nám í tvær tO fjórar vikur í enskuskólanum Anglolang. Flestir dvöldu á einkaheimOum þar sem þeim gafst kostur á að kynnast dag- legu lifi enskrar fjölskyldu. Fólk notar oft á tíðum tækifærið tO þess að tengja svona námsferð við sum- arfrí sín og oftar en ekki er haldið í ferðalög um Bretland eftir að nám- skeiðinu lýkur. Aðrir taka með sér golfsettið og nota tækifæri tO þess að spila golf á nærliggjandi golfVöll- um. „Komin úr hjólastólnum og farin að notast við göngugrind“ Þessi orð lét kona á fimmtugs- aldri falla er hún lýsti tOfinningum sínum efth' dvöl í Scarborough. Hún, eins og svo margit- aðrir, hafði yfirleitt látið aðra um að tala fyrir sig en finnst hún nú hafa öðlast þá æfingu og þann kjark tO þess að geta bjargað sér sjálf. Að sjálfsögðu er ekki hægt að gera ráð fyrir nein- um stórvægOegum kraftaverkum á örfáum vikum en stærsti sigurinn er unninn þegar einstaklingurinn sem oft á tíðum býr yfir þó nokkurri þekkingu í tungumálinu, hefur öðl- ast það sjálfstraust sem þarf tO þess að bjarga sér sjálfur og sér fram á að með sama áframhaldi muni hann jafnvel ná að henda frá sér hækjun- um og verða víðsýnni og færari um að taka þátt í heimi breytinga með hjálp erlenda tungumálsins. Höfundur er sknlusljóri Enskuskólu Erlu Aradóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.