Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 BENEDIKT SIGURÐSSON tBenedikt Sig- urðsson fæddist l.janúar 1926. Hann lést á Landspítalan- um 21. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson sjómað- ur, f. 27. júní 1883, hann fórst með Ern- inum frá Hafnar- fírði 8. ágúst 1936, og Jústa Júnía Benediktsdóttir, f. 26. júní 1893, d. 4. 12. 1969. Systkini hans voru: 1) Matt- hildur, f. 26.10. 1911, d. 24.3. 1936, gift Stefáni G. Sigurðs- syni kaupm. í Hafnarf.; 2) Kristens Adolf Reinholdt, kaupm. í Hafnarf., f. 22.4. 1915, d. 21.10. 1974, kvæntur Sól- veigu Hjálmarsdóttur; 3) Hall- dóra Ólafía, f. 15.7. 1919, gift Jóni E. Guðmundssyni, járnsm. í Kletti. Hinn 8. september 1951 kvæntist Benedikt fyrri konu sinni, Jenny Baadsvik, f. 27.9. 1925. Foreldrar hennar voru Júlíus Baadsvik, bátsmaður í Þrándheimi, og kona hans, Martha Ofelia. Benedikt og Jenny skildu. Dætur þeirra eru: 1) Kristín Emelie, kennari, f. 6.4. 1952, sambýlism. Jens Andrésson, þau slitu samvist- um. Þeirra börn eru Ivar og El- len Margrethe. 2) Elisabeth, f. 21.4 1957, kennari í Ósló, maki Kada Driche frá Alsír. Þau eru barnlaus. Hinn 1. janúar 1963 kvæntist Benedikt seinni konu sjnni, Önnu Soffíu Árnadóttur, f. 11.1. 1926 á Seyðisfirði. Foreldrar hennar voru Árni Frið- björnsson, skósmið- ur í Reykjavík, og Anna Soffía Björns- dóttir, klæðskeri í Rvík. Sonur Bene- dikts og Önnu Soff- íu er Sigurður, f. 3.2. 1964 í Reykja- vík, vélvirki, maki Kristín Þorgeirs- dóttir. Þeirra börn eru: Þorgerður Gyða, Benedikt Pétur og Júnía Kristín. Synir Önnu eru Björn Halldórssonn bílsljóri, f. 24. 11. 1953, maki Anna Birna Sigur- björnsdóttir. Þeirra börn eru Björn Æjgir, Árni Þór og Anna Soffía, Arni Halldórsson fram- kv.stj., f. 25.11. 1953, maki Val- borg Birgisdóttir. Börn þeirra eru Anna Soffía, Birgitta og Árni Jóhann. Benedikt varð stúdent úr stærðfræðideild MR 1946. Hann stundaði verkfræðinám við NTH í Þrándheimi 1947-1951. Hann var stundakennari við Iðnskóla Hafnarfjarðar 1951- 1955, starfaði á teiknistofu Vél- smiðjunnar Hamars hf. 1951- 1960 og hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna 1960-1988. Hann stofnaði eigið fyrirtæki, Klaka sf., og rak það til haustsins 1998. Útför Benedikts fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hann Benni er farinn frá okkur. Þetta gerðist allt svo hratt en þannig vildi hann nú reyndar hafa hlutina. Benni vildi að allir hlutir gerðust hratt og rösklega væri stað- ið að verki. Benni var mikil félags- vera og vildi hafa mikið að gerast í kring um sig. Þegar ég hitti hann í fyrsta skipti tók hann á móti mér og spurði mig hver ég væri. Eg kynnti mig en hann varðaði nú lítið um hvað ég héti, hann vildi frekar vita hverra manna ég væri. Þegar ég sagði honum síðan að ég væri Vest- ur-Húnvetningur, tilkynnti hann mér að ég væri úr þeirri alljótustu sýslu sem til væri á landinu og und- irstrikaði hann orð sin með því að segja að þegar hann keyrði þama í gegn, lokaði hann augunum í Brú og opnaði þau ekki aftur fyrr en á Blönduósi. Svo hló hann. Þetta var hans húmor. Hann var hrjúfur á yf- irborðinu, en þeir sem betur þekktu fundu fljótt að í honum bjó ljúfur maður með hjarta úr gulli. Hann Benni var barnabörnunum sínum góður og laðaði hann son okkar Benedikt nafna sinn mikið að sér. Benni sonur okkar dvaldi mikið hjá þeim Önnu og Benna og eins og hann segir sjálfur voru þeir afi bestu vinir. Þeir fóru alltaf um helg- ar saman í sund og að skoða skipin á höfninni og áður en Benni seldi Klaka eyddu þeir þar helgunum í starfi og leik. Það er erfitt að út- skýra dauðann fyrir litlum bömum. Sorgin og söknuðurinn er mikill hjá okkur öllum. Við biðjum honum allrar blessunar á nýjum leiðum. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Kristín Þorgeirsdóttir. Afi minn var engin venjulegur afi, þvílíkur vinnuþjarkur sem hann var, að frá morgni til kvölds. Oftast snemst viðfangsefni hans um ýsu, þorsk og færibönd. Þetta vom fyrstu orðin sem ég lærði í kringum afa enda var starfsvettvangur hans alla tíð tengdur hagræðingarmálum og framleiðslu á vinnutækjum fyrir fiskvinnsluna. Þegar ég stálpaðist fékk ég oft að flækjast með afa í heimsóknir til fiskvinnslufyrirtækj- anna á Snæfellsnesi og um Suður- nesin. Þetta vom oftast dagsferðir. Þá var nú oft span á honum afa mín- um og vom hin ýmsu metin sett í þessum ferðum og oftast slegin út í næstu ferð, því endalaust var afi að mæla hitt og þetta, svo sem hve fljótur hann var á milli staða. Elsku afi minn, þú varst mér alltaf góður félagi og alltaf gat ég leitað til þín með allt milli himins og jarðai-. Endalaust tilbúinn að leið- beina mér. Skemmtilegur var sá tími sem ég fékk hjá þér til undir- búnings vegna bílprófsins. En hann stóð í tvö ár frá 15 ára aldri. Að ekki sé nú minnst á allar þær löngu ferð- ir sem við fómm saman þegar ég var búinn að fá bílprófið, það vom sko svaðilfarir í lagi. En við fömm nú ekki fleiri slíkar. Eftirfarandi kvæði Steins Stein- arr setur ramma utan um hugsun mína þegar ég velti upp minningum um þig og hvemig mér finnst að þú hafir verið gagnvart mér í leik og starfi: Að sigra heirainn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. Og allt með glöðu geði er gjarna sett að veði. Og þótt þú tapir það gerir ekkert til, Því það er nefnilega vitlaust gefið. Vertu bless, elsku afi, og takk fyrir allt. Ivar Jensson. Kær frændi minn, Benedikt Bjarnarson Sigurðsson, lést á svip- legan hátt hinn 21. ágúst. Benni, eins og hann var ævinlega kallaður, var staddur í afmælisveislu konu minnar og hafði nýlokið við að ávarpa hana er hann kenndi sér meins, sem leiddi hann til dauða á Landspítalanum þetta sama kvöld. Benni var fæddur á ísafirði en flutt- ist til Hafnarfjarðar 1928. Foreldrar hans vom Jústa Júnía Benedikts- dóttir og Sigurður Sveinsson, sem fórst með Erninum frá Hafnarfirði á síldveiðum 8. ágúst 1936. Eftir föð- urmissinn var Benni til heimils á Hverfisgötu 7 í Hafnarfii’ði, ásamt móður sinni og þremur systkinum og mági sínum Stefáni, þangað til hann fór til náms í Noregi. Eftir að foreldrar mínir giftust myndaðist mikill og góður vinskapur milli móð- m- minnar og Benna, og sérstaklega eftir lát föður míns, Kristens, og reyndust Benni og kona hans Anna Soffía henni mikill styrkur og góðir vinir. Systkini Benna em Matthild- ur, Kristens og Halldóra. Halldóra lifir systkini sín. Benni gekk í Barnaskóla Hafnar- fjarðar og síðan í Flensborgarskól- ann, þaðan í Menntaskólann í Reykjavík. Síðan lá leiðin til Þránd- heims í Noregi þar sem hann stund- aði nám. í Noregi kynntist Benni fyrri konu sinni, Jennýju, og átti með henni dætumar Kristínu og Elísabetu. Seinni kona Benna er Anna Soffía og eiga þau saman son- inn Sigurð. Eftir dvölina í Noregi kom Benni heim til íslands og hóf störf í vélsmiðjunni Hamri þar sem hann starfaði um árabil og var jafn- framt stundakennari við Iðnskóla Hafnarfjarðar til 1956. Árið 1960 hóf hann störf hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. Hann stofnaði síðan Vélsmiðjuna Klaka í Kópavogi, sem hann seldi nýverið. Benni var mikill Haukamaður og spilaði hann handbolta með félaginu sem markmaðm- um árabil. Benni hafði mjög fastar og ákveðnar skoðanir á hlutunum, en samt á réttlátan hátt oftast nær. Gaman er að minnast þess, að þegar ég hafði nýverið fengið bílpróf og var að aka þeim á milli húsa ömmu minni og móður Benna sagði gamla konan: „Heyrðu, Benni, ég held bara að hann Hilmar keyri miklu betur en þú.“ Þessu var Benni nú alls ekki sammála, því hann taldi sig vera einn besta ökumann þessa lands og minntist Benni þessa atviks oft í gegnum árin. Benni átti milrinn þátt í því að ég eignaðist harmoniku og kenndi hann mér fyrstu tónana á nikkuna. Benni hafði mikinn áhuga á því að fjöl- skyldutengsl héldust og spurði mig stundum hvort ekki færi að styttast í næsta partí. Hann hafði mjög gam- an af að koma þar sem fjölskyldan hittist og hafði frá mörgu að segja. Hann hafði góða frásagnarhæfileika og var yfirleitt hrókur alls fagnaðar. Þegar ég hafði kynnst konu minni Sigrúnu og við ákveðið að gifta okk- ur kom enginn annar til greina sem svaramaður minn en Benni. Þegar ég ætlaði að kynna Sigrúnu fyrir Benna kom í ljós að þau höfðu þekkst í áraraðir því Sigrún er ætt- uð frá Súgandafirði, en þar starfaði Benni um tíma á vegum Sölumið- stöðvarinnar, og þekkti Benni henn- ar fólk ágætlega. Benni reyndist mér einstaklega vel á erfíðum stundum í lífi mínu hér á árum áður, að ógleymdri Önnu konu hans, og er ég afskaplega þakklátur þeim hjónum fyrir þá að- stoð sem þau veittu mér. Ein af síðustu setningum Benna í þessu lífi voru síðustu orðin í ávarp- inu til Sigrúnar sem voru: „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er - sem betur fer.“ Að lokum viljum við Sigrún þakka Benedikt samfylgdina í gegnum lífið og sendum við Önnu Soffíu konu hans, börnum þeirra og öðrum að- standendum innilegustu samúðar- kveðjur. Hilmar Kristensson, Sigrún Halldórsdóttir. Benni, móðurbróðir minn, varð bráðkvaddur sl. laugardag og má segja að dauðdaginn hafi gerst með sama írafárinu og einkenndi allt hans líf. Það var aldrei lognmolla í kringum þennan uppáhalds frænda minn sem mér fannst mjög ólíkur okkur hinum. Auk þess var skop- skyn hans meira en í meðallagi - mikið ósköp gat maðurinn verið fyndinn. Á sínum yngri árum var hann ekkert feiminn við að segja okkur frá stjórnmálaskoðunum sín- um og á kosningadögum „smalaði" hann fyrir flokkinn á blöðru-skódan- um sínum skreyttum spjöldum sem á stóð X-G. Hann taldi reglur, boð og bönn aðeins vera sett til þess að angra fólk. Eg hlýt að viðurkenna að starfsmönnum í hinum ýmsu stofn- unum hefur oft verið vorkunn því hann var ötull við að þrasa í annars saklausu fólki sem þurfti að fram- fylgja settum reglum. Hann bauð okkur fjölskyldunni í sunnudagsbílt- úra þegar ég var barn og ég man að einu sinnu ókum við að skilti þar sem á stóð: „Þessi vegur er ófær fólksbílum." Benedikt reifst um hríð við skiltið, blótaði þeim sem væru með þennan bjánaskap og vissu ekki að fólksbílarnir í dag væru allh' eins konar jeppalíki. Það hefði aldrei hvarflað að honum að snúa við enda gaf hann í. Til að byrja með gekk allt vel en svo fór að syrta í álinn og að lokum þurftu farþegarnir að fara út, ganga á undan og tína í burt allt stórgrýti sem lá í vegómyndinni. Þetta varð væntanlega fyrsta fólks- bifreiðin sem ók þessa leið. Benedikt var aðeins tíu ára gam- all þegar heimilisfaðirinn drukknaði. Þetta áfall þjappaði fjölskyldunni saman enda voru móðursystkini mín samheldin og gátu aldrei neitað hvert öðru um neitt sem máli skipti. Þetta gilti í raun líka um samband þeirra við okkur systkinabörnin. Það reyndist vandi að misnota ekki þessa aðstöðu og íhugun í hvert sinn sem erfiðleikar báru að höndum hvort knýja ætti að dyrum og biðja um aðstoð. Ef leitað var til Bene- dikts og borið upp erindið var eins og hann hlustaði ekki, hann talaði um allt milli himins og jarðar, teikn- aði allt upp sem talað var um (það var kækur hjá honum) og svo sagði hann brandara. Maður kvaddi og bjóst ekki við að heyra aftur írá honum en viti menn, þannig enduðu ekki málin, þau voru komin í góðar hendur og Benedikt gerði allt hvað hann gat. Farinn er góður og skemmtilegur drengur sem á þakkir skilið fyrir alla þá ræktarsemi sem hann sýndi fjölskyldu minni og stóð við hlið hennar sterkur og traustur í blíðu og stríðu. Guð blessi og styrki þá sem eftir lifa og sakna hans sárt. Sigríður J. Jónsdóttir. Vinur minn og skólabróðir, Benni, fæddist og ólst upp í Hafnar- firði. Á þeim árum var Hafnarfjörð- ur mikill útgerðarbær og þar gerðu bæði erlendir og innlendir menn að- allega út togara. Þegar tímar liðu fram jókst hins vegar útgerð línu- báta en togurunum fækkaði. Mikil fiskverkun fylgdi í kjölfarið og var hún aðallega skreiðar- og saltfisk- verkun til að byrja með en síðan frysting, þegar kom fram að lokum Qórða áratugarins. Flestir Hafnfirð- ingar tengdust því fiskverkun á einn eða annan hátt. Benni tók þátt í þessari þróun og var það afar eðli- legt. Hann starfaði við sjávarútveg mestan hluta ævinnar, þótt ekki væri það með beinum hætti. Við kynntumst fyrst þegar við hófum að leika handknattleik hjá íþróttafélaginu Haukum í Hafnar- fii-ði snemma á heimsstyrjaldarár- unum síðari. Árið 1942 bættist svo Halldór Arinbjarnar læknir í hóp- inn, en hann hafði þá flust til bæjar- ins. Við urðum síðar skólabræður í MR og vinátta okkar hélst alla tíð. Benni var alltaf markvörður liðsins hjá Haukum og stóð sig afar vel. Hann var ótrúlega fimur og óttaðist ekkert en þeir eiginleikar eru góð- um markverði nauðsynlegir. Tel ég okkur hafa átt stóran þátt í vel- gengni Hauka þessi árin þrátt fyrir erfið skilyrði. Þjálfararnir voru þó góðir, þeir Hallsteinn Hinriksson og Garðar S. Gíslason. Benni gekk í Flensborgarskóla að loknu barnaskólanámi og síðan tók hann próf upp í þriðja bekk MR og varð stúdent þaðan árið 1946. Þá skildu leiðir um hríð er hann hélt til náms við háskólann í Þrándheimi, en þai’ nam hann vélaverkfræði. Hann dvaldist í Noregi næstu fimm árin, en hóf eftir það störf á teikni- stofu vélsmiðjunnar Hamars og starfaði þar til ársins 1962, en þá var hann ráðinn til Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og hannaði búnað sem nýttist fiskvinnslufyrirtækjum af ýmsu tagi. Hann vai- einnig ráð- gjafi þeirra í ýmsum málum, sem tengdust fiskvinnslunni. Samhliða þessu stofnaði hann Áliðjuna sf., ásamt fleirum, en það fyrirtæki framleiddi búnað og tæki fyrir fisk- vinnslu- og slátm'hús. Árið 1965fc seldi hann síðan hlut sinn í því fyrir- tæki og stofnaði þá iðnaðarsmiðjuna Klaka sf., ásamt fjölskyldu sinni, og það fyrirtæki sérhæfði sig einnig í fiskvinnslubúnaði. Það var blómlegt og starfaði hann þar allt til þess að hann dró sig í hlé á síðasta ári. Benni var vel látinn af öllum þeim sem hann starfaði hjá. Hann var traustur og úrræðagóður og leysti ýmis erfið vandamál, sem upp komu. Það var gott að leita til hans og sjálfur reyndi ég það oftar en einu sinni þegar þurfti að finna lausnir á snúnum verkefnum sem ég átti við5-- að glíma á heimili mínu. Benni var tæplega meðalmaður á hæð, þrekinn og rauðhærður, með leiftrandi augu og stórt bros. Hann var manna kátastur og góður dreng- ur. Stundum var hann bráðlátur og ef til vill um of, en það kom aldrei að sök. Þótt samskipti mín við hann hafi verið stopul, var hann mikill vinur okkar hjónanna, Ölmu og mín. Við Alma sendum Önnu, konu hans, börnum og stjúpbörnum okkar inni- legust samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þau. Bjarni Bjarnason. Það er eftirsjá að honum Benna í*' Klaka. Nú þegar hann er fallinn frá flæða minningamar fram úr fylgsnum hugans. Svo margbreyti- legar og margar að hægt væri að skrifa heila bók. Það var gæfa að fá að kynnast honum sem vini og starfsfélaga í hart nær 30 ár. Eg kynntist honum þegar ég hóf störf hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna árið 1971 og þau kynni og vinskapur lifðu frá þeim tíma. Þær eru ófáar stundirnar sem lifa í minningunni frá því í gamla daga,'< hvort heldur í SH eða úr Klaka þar sem margur fiskvinnslubúnaðurinn leit dagsins ljós og smíðað var alla daga vikunnar, jafnt á kvöldin sem um helgar. Benni hafði skoðanir á mörgu og óþrjótandi vilji hans og hugmyndaauðgi voru gnægtabrunn- ur sem margir nutu. Hann lifði og hrærðist í þjónustu við fiskvinnslu og hraðfrystiiðnaðinn og var stöðugt að leita að nýjum og betri lausnum á hinum ýmsu vandamál- um greinarinnar. Engin lausn var endanleg. Það var alltaf hægt að gera betur og leysa hin ýmsu vandamál vinnslunnar á betri og einfaldari hátt. Eins og oft vill verða, í rannsóknum og þróun bún-V aðar og véla, er margt verkið unnið fyrir gýg. Það stóð ekki Benna fyrir þrifum. Hann hélt stöðugt áfram. Benni var trúr vinum sínum og bóngóður. Til hans var alltaf hægt að leita með hin ýmsu vandamál mannlífsins og bónlatur var hann ekki. Enda eignaðist hann marga trygga vini í lífi og starfi. Ég á hon- um margt gott að þakka frá liðnum árum sem varðveitist í minningunni um hann. Þrátt fyrir að hann var alls ekki heilsuhraustur síðustu áratugina, voru starfsorkan og viljinn meiri en hjá öðrum sem ég hef kynnst á lífs- leiðinni. Því var það reiðarslag fyrir Benna þegar hann veiktist alvar-' lega fyrh' nokkrum árum og missti þar með starfsorku sína og þrek. Það varð eitthvað að láta undan hinni takmarkalausu ósérhlífni og starfsvilja. En þrátt fyrir alvarleg veikindi hélt hann ótrauður áfram að starfa, þó að aðstæður breyttust og hægt hefði á lífstaktinum. Þannig mætti hann á sinn gamla vinnustað, sem hann hélt tryggð við, þrátt fyrir að hann hafði selt hann frá sér til traustra aðila, sem báru sannan vinarhug til Benna og nutu nærveru hans, hugmynda-^r auðgi og krafta til síðasta dags. Ég veit að ég tala fyrir hönd margs samferðafólks hans í lífi og starfi, þegar ég þakka honum allt það sem hann hafði að gefa af gnægtabnmni sínum, þekkingu og góðmennsku. Ég votta Önnu og bömum þeirra beggja mína dýpstu- samúð í söknuði þeirra. ’ Bjarni Ehasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.