Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ + Friðrik Ingvars- son fæddist í Keflavík 16. desem- ber 1950. Hann lést í Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Friðriks: Soffía Axelsdóttir, f. 19. ágúst 1923 í Sandgerði, og Ingv- ar Oddsson, f. 28. mars í Keflavik, d. 6. aprfl 1998. Systk- ini Friðriks: Axel, f. 30. júlí 1944, búsett- ur í Keflavík; Odd- ur, f. 3. febrúar 1947; búsettur í Danmörku; Ingvar, f. 3. júlí 1949, búsettur í Keflavík; Jó- hanna, f. 7. ágúst 1956, búsett í Garðabæ; Ágúst, f. 1. ágúst 1957, búsettur í Vestmannaeyj- um, og Ómar, f. 30. janúar 1961, búsettur í Keflavík. Eiginkona Friðriks er Hólm- fríður Guðlaug Júlíusdóttir, f. 7. febrúar 1955 í Vestmannaeyj- um. Foreldrar hennar: Jak- obína Jónsdóttir frá Nýjabæ, Ólafsfirði, f. 18. ágúst 1919, dá- ^in 27. júní 1978, og Júlíus Sig- urðsson frá Skjaldbreið í Vest- mannaeyjum, f. 2. júlí 1912, dá- inn 1. október 1974. Hólmfríður og Friðrik giftu sig í Vest- mannaeyjum hinn 24.11. 1974. Þeirra börn: 1) Júlía Elsa f. 23. Kæri vinur, mikið var á þig lagt síðasta árið sem þú varst með okkur. Við klifum margar grýttar hlíðar ^aman þetta ár. Og margar perlur hittum við á grýttri leiðinni, sem gáfu okkur kærleika og kjark. Það kom að því að við urðum bæði of þreytt á göngunni. Þá kom himnafaðirinn og bar þig upp síðustu hlíðina og hann skildi eftir stól svo ég gæti hvílt mig á og horft á eftir ykkur. Umhverfís stólinn standa bömin okkar, tengdabörn og barna- böm. Söknuðurinn er mikill og sár, en ég á allar góðu minningarnar sem sækja á hugann nú þegar ég sit hér í tóminu. Ég mun reyna að standa sterk með bömunum okkar og þau með mér, því tómið verður minna ef við stöndum saman. Ég veit að þú vakir yfir okkur og sendir okkur styrk, nú þegar þú ert ekki lengur jjljáður. Hvfldinni varstu feginn, elsku Frikki minn, því þú ákvaðst sjálfur að sleppa takinu. Þín Hólmfríður. Elsku pabbi. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður hug okkar grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum Uýjum. (H.J.H.) Þinn sonur, Birgir Már. - ‘ Elsku pabbi minn, mig skortir orð. Það er svo margt sem mig langar að skrifa til þín en ég á svo erfítt með að ná því niður á blað. Ég er öll svo dofin og mér finnst ég vart starfhæf lengur. Allt það sem lagt var á þig, pabbi minn, mun ég aldrei öðlast skilning á, það er alltaf talað um að það sé tilgangur með öllu og þó svo að ég eigi erfítt með að skilja þennan tilgang núna þá geri ég það kannski seinna á lífsleiðinni. Lífsvilji þinn var ótrúlegur, það reið hvert áfallið yfir á fætur öðru og alltaf ætlaðir þú að hafa sigur. Þú vjfarst orðinn mjög þreyttur undir lokin en barðist eins og hetja í ólgu- sjó. Ég furðaði mig oft á því hvað al- mættið gæti verið miskunnarlaust en ég veit jafnframt að sá sem öllu ræð- ur var alltaf tilbúinn að taka á móti þér og þegar þú slepptir takinu þá veit ég að þú varst tilbúinn að fara. Æg var svo reið sjálfri mér, elsku -^fibbi, eftir að þú kvaddir því ég hafði setið hjá þér í sólarhring áður febrúar 1975, bú- sett í Vestmanna- eyjum. Eiginmaður Júlíu er Jón Steinar Adolfsson, f. 17. október 1967, og börn þeirra eru Iris Eir Jónsdóttir, f. 12. aprfl 1996, og Frið- rik Hólm Jónsson, f. 3. desember 1998. 2) María Rós, f. 26. mars 1977, búsett í Reykjavík, í sambúð með Steini Þór- hallssyni, f. 10. október 1976. 3) Sigurður Oddur, f. 14. nóvem- ber 1980, búsettur í foreldra- húsum. Unnusta hans er Aníta Ársælsdóttir, f. 25. ágúst 1981. 4) Birgir Már, f. 11. júní 1986, búsettur í foreldrahúsum. Friðrik og Hólmfríður byrj- uðu búskap sinn í Keflavík 1973 en árið 1981 fluttu þau til Vest- mannaeyja og hafa búið þar síð- an. Friðrik stundaði sjóinn frá 17 ára aldri og lauk síðar prófi frá Vélskóla Vestmannaeyja. Hann byrjaði á Hörpu RE 342 en lengstum var hann þó á Ern- inum RE 13, Andvara VE 100 og Álsey VE 502. Utför Friðriks verður gerð frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. en þú fórst en ákvað að bregða mér heim í sturtu og á meðan kvaddir þú þennan heim. Ég veit það, elsku pabbi, að þú valdir tímann og ég virði það. Þegar ég svo kom til þín eftir að þú kvaddir sá ég hvað þér leið vel, þjáningarsvipurinn var far- inn, það var allt svo hljótt hjá okkur, þú varst svo fallegur og það ríkti svo mikill friður yfir þér. Þó svo að þú hafir kvatt þennan heim, elsku besti pabbi minn, þá veit ég að þú vakir yf- ir okkur og hjálpar okkur að vinna úr sorginni. Við stöndum öll saman sem eitt eins og við töluðum svo oft um og notum minningarnar um þig, elsku pabbi, til að ylja okkur við í framtíðinni og til þess að takast á við lífið að nýju. Það sýndi sig, elsku pabbi, í gegnum allt sem við gengum í gegnum hvað hún mamma er ótrú- leg kona. Þið stóðuð þétt saman í rúm 26 ár og enn þéttar stóðuð þið saman í veikindum. Mamma vék aldrei frá þér og nærvera hennar fleytti þér eins langt og þú komst. Mamma var stoð þín og stytta sem og okkkar allra og hafi elsku mamma eilífa þökk fyrir það. Við áttum eftir að gera svo ótal margt saman, elsku pabbi minn, sem ekkert verður úr að sinni svo það verður að bíða þar til við hittumst öll saman að nýju í himnaríki. Jæja, elsku pabbi minn, það er komið að leiðarlokum að sinni og ég vil þakka þér samfylgdina og íyrir að hafa gefið mér það líf sem ég lifi og fyrir að hafa gert það eins innihalds- ríkt og raun ber vitni. Lifir þú í lífsins trú, ljósið fær að skína, þó í fjarlægð farir þú, finn ég nálægð þína. (H.S.) Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku pabbi minn. Hvíl í friði og sjáumst seinna. Þín elskandi dóttir, María Rós. Jæja, elsku pabbi minn. Nú er þín- um þjáningum lokið, en auðvitað vildum við alltaf hafa þig hjá okkur. Mér finnst í raun mjög skrítið að geta ekki hitt þig aftur. Þú vannst nær allt þitt líf á sjó og þar var líka hugurinn. Þú varst þannig gerður að þú vildir engum illt og alltaf var stutt í húmorinn hjá þér og mér þótti svo vænt um hvað þú varst með létta lund þrátt fyrir öll veikindin. Nú á þessari stundu rifja ég upp allar MINNINGAR ferðirnar niður í bát ofan í vélarrúm- ið þar sem þú vannst og mér fannst það svo mikið sport og það skipti engu þótt ég eltist, það var alltaf jafn gaman. Sem og að fara með þér í sjoppuna og kaupa kók og prins, síð- an sagðir þú alltaf að það mætti ekki segja frá._ Ferðinni, sem ég fór með þér á Álseynni, mun ég aldrei gleyma, þegar ég varð sjóveikur og þú bjóst um mig í káetunni þinni og gafst mér kók.og passaðir að það væri allt í lagi hjá mér. Þótt þú værir stór og mikill sögðum við alltaf að þarna væri á ferðinni lítið og gott hjarta í stórum líkama. Þú og mamma voruð alltaf eins og klettar saman, þið stóðuð þétt saman í einu og öllu. Svo þegar veikindin komu upp kom það enn betur í ljós hversu sterkt og gott hjónaband ykkar var. Þegar þú varst búinn að fá úrskurð um að það væri krabbamein í vélinda og góður möguleiki að fjariægja meinið fóruð þið mamma upp á land og þú áttir að fara í aðgerð og allt átti að vera í lagi. Sama dag, 19. október, kom Anita til mín í vinnuna hágrátandi og sagði að ekkert hefði verið hægt að gera. Eftir þann dag var allt gert sem hægt var að gera, þú fórst í lyfjameðferð sem gaf okk- ur von en alltaf kom eins og brotsjór á móti og okkur var sagt að ekkert væi’i hægt að gera meira. Þrátt fyrir allt varst þú alltaf sterkur. Þú gast ekkert borðað í þrjá mánuði, þessi mikli matmaðui', enda fór það líka mjög illa í þig þar til náðist að opna vélindað aftur. Þú sagðir við okkur allan þennan tíma að þú myndir hoppa hæð þína þegar það heppnað- ist. En ekki leið á löngu þar til önnur alda kom yfir okkur því þú fékkst blóðtappa í fæturna og gast lítið sem ekkert gengið. Eftir það vildum við allt fyrir þig gera en þú varst alltaf að hafa áhyggjur af okkur, að við hefðum allt of mikið íyrir þér en það var langt frá því. Það kom að því að þú varðst rúmfastur og þurftir að leggjast inn á spítalann. Sífellt meira dró af þér en þú ætlaðir alltaf að koma heim aftur til okkar, sem og þú gerðir. Þú komst heim í þrjá tíma og það var svo mikils virði fyrir okkur öll, sérstaklega þig, pabbi minn. Það voru margir sem höfðu það á orði hvað þú varst alltaf sterkur og hug- rakkur í gegnum þetta allt. Allt til hins síðasta andardráttar hjá þér sem þú hafðir svo mikið fyrir. Alltaf var kollurinn í lagi því þú þekktir okkur öll, allt til enda og komst þínu fram á einn eða annan hátt. Að lok- um langar mig, elsku pabbi, að þakka þér fyrir öll árin okkar saman, bryggjurúntana, sjóferðirnar og allt sem þú gafst mér og kenndir, sem og allan stuðninginn sem ég fékk þegar ég þurfti á að halda. Við systkinin skulum gæta mömmu fyrir þig og ég skal líka passa Birgi, Maríu, Júlíu, írisi, Friðrik Hólm, Anitu, Stein og Jón Steinar eins vel og ég get fyrir þig- Takk fyrir allt og við sjáustum, eins og þú sagðir alltaf. Þinn sonur, Sigurður Oddur. Elsku pabbi minn. Ég vildi bara kveðja þig með þess- um fáu orðum. Það er svo margt sem mig langar að segja, en mig bæði skortir orð og svo veit ég ekki hvar ég ætti að byrja. Þetta var búið að vera erfið barátta hjá þér við illvígan sjúkdóm en nú er sú barátta á enda. Ég veit í hjarta mínu að nú líður þér betur, þú hefur öðlast frið. Það er huggun okkar sem eftir standa. Ég veit það einnig að það hefur verið tekið vel á móti þér, afi hefur beðið þín með opna arma. Efti situr minn- ingin um pabba sem skemmti sér og fjölskyldunni með söng og tralli á góðum stundum. Guð styrkir okkur öll í þessari sorg. Takk fyrir allt, pabbi minn. Þín dóttir, Júlfa Elsa. Elsku drengurinn minn. Mig lang- ar að senda þér smá kveðju. Þú varst mér svo mikið, elsku engillinn minn, og vildir alltaf allt fyrir mig gera. Ég er svo ánægð með að hafa náð að koma til þín og halda í hönd þína, strjúka þér og kyssa kvöldið áður en þú kvaddir, elsku drengurinn minn. Það er svo sárt að kveðja en ég veit innst í hjarta mínu að pabbi þinn tók þig í fangið um leið og þú kvaddir. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Kg umvefji blessun og bæn, ég bið að þú sofir rótt. t>ó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita afþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt og ný. (Þ.S.) Hvíl í friði. Þín mamma. Farþúífriði, friðm- Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú njóta skalt. (V. Briem.) Nú er komið að kveðjustund, kæri félagi. Þú háðir harða baráttu og barðist eins og hetja í briminu. Bar- áttunni lauk þegar veðrið lægði og nú ert þú kominn á þann stað þar sem þú fylgist með okkur og hleypur um óþjáður. Þinn tengdasonur, Steinn. Elsku Frikki. Það er virkilega skrítið að þú sért farinn. Þú skipaðir svo stóran sess í lífi okkar, þá sér- staklega síðustu tíu mánuðina. Þess- ir mánuðir hafa verið mjög svo erfið- ir. Þeir hafa tekið mikið á okkur öll og þá sérstaklega þig og hana Hollu þína sem stóð sig eins og hetja í gegnum þetta allt. En ég verð að viðurkenna að þeg- ar ég kom fyrst á heimilið ykkar með honum Sigurði varð ég hálf smeyk að mæta þér á ganginum. Þú varst svo stór og mikill, hárið stóð allt í loftið, nýkominn af sjónum. En ég er örugglega ekki sú eina sem hefur brugðið að sjá þig við fyrstu sýn, en eftir að hafa kynnst þér fer maður að brosa yfir þessum hugsunarhætti. Því þú varst svo bh'ður og hjartgóður maður, þú vildir öllum gott og þú sýndir það vel i verkum þínum. Við eigum eftir að sakna þín mikið en við vitum að þér líður vel núna og það huggar okkur á þessum erfiðu tímum. Takk fyrir allar þær stundir sem þú hefur gefið okkur. Þín tengdadóttir, Anita. Ég vildi skrifa nokkur kveðjuorð til tengdafoður míns. Ég kynntist honum fyrst af alvöru þegar ég kynntist elstu dóttur hans, Júlíu Elsu, árið 1992. Við fjölskyldan fórum oft saman í frí og var þar oft glatt á hjalla og var Frikki þar fremstur í flokki. Minnist ég þess þegar við og Frikki og Holla fórum saman til Glasgow. Þar var mikið fjör og vildu allir Skotamir hafa þennan stóra mann sem vin. Hann heimsótti mig mikið á verkstæðið í spjall og kaffi þegar hann var í landi. Þegar hann veiktist þá reyndi hann enn frekar að koma, því þannig dreifðist hugurinn frá veikindunum. Oft var mikið spjallað og voru mörg hitamál í gangi. Við Júlía eignuð- umst tvö börn, og Frikki þar með tvö barnabörn, írisi Eir sem fæddist 1996 og svo í miðjum veikindunum í desember 1998 fæddist drengur sem fékk nafnið Friðrik Hólm eftir afa sínum og ömmu. Því var Frikki hrif- inn af. Hann hélt á honum undir skírn og kom það honum á óvart þegar nafnið var sagt. En því miður féll Frikki fyrir sjúkdómnum sem hann var búinn að vera berjast við. Ég kveð því með miklum söknuði og bið Guð að styrkja okkur öll í þessari sorg. Jón Steinar. Elsku afi. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Þín afabörn, íris Eir og Friðrik Hólm. FRIÐRIK , INGVARSSON Elsku Frikki, minn kæri bróðir, er látinn eftir mjög erfið veikindi af þeim sjúkdómi sem dregur svo marga til dauða í blóma lífsins. Þeg- ar lífið brosti svo við þér og þinni fjölskyldu, sem var orðin nokkuð stór, fjögur börnin og tvö barna- börn sem öll eiga eftir að sakna þin sárt. Við vorum sex bræðurnir og vor- um alltaf mjög samrýndir, þú skilur eftir þig svo stórt skarð hjá okkur öllum um ókomna tíð. Það væri hægt að rifja upp óteljandi skemmtilegar minningai- um þig sem ég aldrei mun gleyma. Ekki eru nema sjö vikur síðan þú lagðir svo hart að þér til að komast í fimm- tugsafmælið mitt í Kefiavík sem var kraftaverki líkast og ómetanlegt. Eg sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt þig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Holla, Júlía, Jón, Iris Eir, Friðrik Holm, María, Steinn, Sig- urður, Anita og Birgir Mar, megi góður guð vera með og styrkja ykk- ur, og okkur öll i þessari miklu sorg. Ingvar og fjölskylda. Kæri vinur. Okkur hér á Búhamri 88 langar til að kveðja þig með nokkrum orð- um. Ég kynntist þér í Keflavík 1973 þegar ég bjó þar um tíma, er þú og Holla æskuvinkona mín hófuð sam- vistir. Eftir að ég flutti til Eyja aft- ur kom ég aldrei svo upp á fasta- landið að ég kíkti ekki til Hollu og Frikka í Keflavíkinni og áttum við margar góðar stundir saman. Síðan fluttuð þið tfl Eyja 1981 að Búhamri 76 og við fjölskyldan fluttum að Bú- hamri 88 árið 1985 og hélst ávallt góður vinskapur. Var margt brallað í gegnum árin og sérstaklega var gaman að vera með þér í fótbolta- leikjum, sér í lagi þegar Eyjamenn og Keflavík voru að keppa, var þá skotið á báða bóga en alltaf á léttu nótunum. Þegar í ljós kom að þú værir haldinn þessum hræðilega sjúkdómi var það okkur öllum mikið reiðar- slag. Var sú barátta mjög erfið fyrir ykkur öll, og verðum við að trúa því að þér líði vel núna. Elsku Frikki, við kveðjum þig með söknuði og geymum allar góðu minningarnar í hjörtum okkar. Elsku Holla, Júlía, María, Sigurður, Birgir Már og fjöl- skyldur, megi Guð gefa ykkur styrk tfl að standast þessa miklu sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Guðný, Sigurður og börn Þegar ég frétti af láti vinar míns, vinnufélaga og nágranna var ég staddur úti á sjó, nánar tdtekið út af Ingólfshöfða. Ég fór niður í vélarúm og fór að hugsa um Frikka með tárin í augunum og þá hörðu baráttu sem hann háði við þennan skæða sjúk- dóm sem varð honum að aldurtila og þann missi sem mér fannst ég verða fyrir, því að þannig vinur var Friðrik Ingvarsson. Ég byrjaði að róa með Frikka um sumarið 1992 en kynntist honum og fjölskyldu hans um mitt árið 1987. Upp frá því urðum við góðir vinir sem hélst fram á þann dag er almættið tók þennan indæla mann frá okkur. Friðrik var vinnufé- lagi minn til margra ára og við áttum margar góðar stundir saman bæði í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.