Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 51 ------------------------r bót og allar héldu þær mikið upp á Sigfús og Esther. Þau hjónin fylgd- ust með stelpunum meðan þær bröltu um í garðinum, fyrst skríð- andi og síðan að taka fyrstu skrefin. Alltaf komu spennandi jólagjafir til þeirra, stundum létu þau dætur sín- ar kaupa eitthvað í útlöndum og það þótti stelpunum mjög merkilegt. Ásdís man sérstaklega vel eftir þeim hjónum enda þekkti hún þau lengst og hefur æ síðan saknað þeirra. Einn veturinn þurfti hún að vera í skólanum eftir hádegi ein- göngu og báðir foreldrarnir að vinna á morgnana. Hún fékk þá að fara yfir til Sigfúsar og Estherar þegar hún vaknaði og var afskap- lega ánægð með það. Esther var mjög ræðin, skemmtileg og náði vel til barna. Sigfús var hæglátur, traustur og bamgóður og náðu hann og Ásdís ágætlega saman þennan vetur. Henni er sérstaklega minnisstætt frá þessum vetri að Sigfús leyfði henni oft að koma með sér upp á flugvöll til að athuga hvort snjór væri á vellinum, en hann var umsjónarmaður flugvall- arins, og þá kom hann stundum við í sjoppunni til að kaupa happaþrenn- ur og gaf henni þá alltaf eina. Sigfús iagði mikla alúð í að rækta þann stóra garð sem fylgdi húsinu þeirra og einnig lagði Maja dóttir þeirra mikla vinnu í garðinn síðustu árin áður en þau fluttu. Oft var spjallað á fögrum sumarkvöldum sem em svo einstök við Breiðafjörðinn, sát- um við þá stundum á ástarbekknum sem Sigfús smíðaði. Þá kom Esther gjaman út líka en hennar tími fór annars mest í að sinna störfum inn- an veggja heimilisins, sem var ein- staklega myndarlegt. Við kveðjum Sigfús sem góðan granna. Esther, Maja, Heiða og aðrir aðstandendur, við vottum ykk- ur innilega samúð okkar. Ásdís, Olga, Drífa, Árni og Sesselja, Stykkishólmi. Sigfús Sigurðsson var einn af frumkvöðlum Selfoss í íþrótta- og félagslífi. Hann lagði sitt af mörkum til mótunar íþróttastarfseminnar á Selfossi og lagði ásamt félögum sín- um grann að metnaðarfullu starfi sem enn er vitnað í. Sigfús var afreksmaður í íþrótt- um á yngri árum og náði því tak- marki að komast í landslið Islands og keppa á Ólympíuleikunum 1948 ásamt því að vinna fjölmörg önnur afrek. A þeim tíma var það mikið af- rek að ná því markmiði að vera val- inn til þátttöku eins og það er enn í dag en það var ekki síður afrek að fara sjálfa ferðina og auðvitað lær- dómsríkt. Þessa reynslu flutti Sig- fús með sér og deildi með samfélag- inu á Selfossi. Sigfús var einnig virkur þátttak- andi í félagsstarfi Ungmennafélags Selfoss á meðan hann bjó á Selfossi og hafði eins og félagar hans á þeim tíma mikinn metnað til þess að íþrótta- og félagsstárfið á Selfossi væri í fremstu röð. Eftir að hann hætti virkri þátttöku urðu félagar Umf Selfoss þess glöggt varir að fé- lagið átti í honum öflugan stuðnings- mann sem alltaf var tilbúinn að bvetja menn áfram og gera betur. Nú þegar leiðir skilja og Sigfús kveður flytjum við honum þakkir fyrir þátt hans í uppbyggingu íþrótta- og félagslífs á Selfossi. Hann var heiðursfélagi Umf Selfoss og fylgdist alltaf vel með gengi þess á öllum sviðum íþrótta- og félagslífs. Upp í hugann kemur minning og hugsun frá yngri áram þegar ungir piltar og stúlkur leiddu hugann að því hversu langt væri hægt að ná í íþróttum. Þá kom alltaf upp í hug- ann afrek Sigfúsar þegar hann varð 12. í kúluvarpi á Ólympíuleikunum 1948. Þessi tilvísun hafði áhrif á unga menn að langa til að feta í fótsporin og var að því leyti dýr- mætur uppeldisþáttur. Þessi þáttur er dýrmætur enn í dag, að eiga góð tákn að vísa ungu fólki á sem fyrir- mynd, sem verður þá um leið hvatn- ing og fyrirbyggjandi og eflandi þáttur í uppeldinu. Samfélag í vexti eins og Selfoss, á sitt afreksfólk og félagsmálafólk sem smitar út frá sér og verkar hvetjandi á umhverfið til að gera enn betur. Merkið sem Sigfús og félagar héldu á lofti fyrr á áram er enn borið hátt. Sigfús var hvatamaður sem hafði hvetjandi áhrif á umhverfi sitt. Verk hans og árangur í íþrótta- og félagsmálum á Selfossi sýna okkur að til að ná árangri á hvaða sviði sem er þarf að gefa verkefnunum hluta af hjarta sínu. Innilegar sam- úðarkveðjur til allra aðstandenda frá Ungmennafélagi Selfoss. Sigurður Jónsson. Ég var í nokkur sumur í sveit í Bjamarhöfn á Snæfellsnesi. Sat þar ær og smalaði, því var erfitt að komast með fólkinu til héraðsmóts sunnan fjalls á Fáskrúðarbakka. Mikið var af þessum mótum látið og meðal margs var keppni í íþróttum rómuð. Byrjaður var ég að fylgjast með íþróttum heima í Reykjavík. Tíu ára gamall fékk ég loks að halda árla dags til mótsins á Fáskrúðar- bakka svo að ég missti af engu. Fá- skrúðarbakki er í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Mótsstaðurinn er lítt gróinn melur og liggur þjóðveg- urinn eftir honum. Hann notaðist sem hlaupabraut og tilhlaupsbraut fyrir stökkin. Þegar rökuð og sópuð hafði verið flöt á melnum vora þar sýnd leikfimistökk og tekist á í glímu, langstökk stokkið á vettling, hástökk yfir snúru og eins var stokkið á broddstaf. í minningunni geymi ég glæsta mynd af íþróttaskemmtun þessa sveitafólks. Iþróttafærni fólksins var undraverð. Ég hafði saman- burð. Lesið hefi ég frásögn Lúðvíks fræðimanns Kristjánssonar um glímuiðkanir og glímumót Snæfell- inga. Kristján bóndi Jónsson á Snorrastöðum í Kolbeinsstaða- hreppi lét eftir sig merka lýsingu á héraðsmóti á Fáskrúðarbakka. Samkvæmt þessum ritgerðum sést að íþróttir hafa verið af áhuga iðk- aðar bæði í kauptúnum og sveitum á Nesinu. Þegar tekið er til við starfrækslu Landsmóta UMFI svara ungmennafélagar af Nesinu kalli, svo að t.d. sækja tíu Lands- mótið 1943 á Hvanneyri. Þeir vora færir til þátttöku í glímu, frjálsí- þróttum og sundi. Meðal þessara ungmennafélaga af Nesinu vora tveir bræður frá Hrísdal í Mikla- holtshreppi, Hjörleifur og Sigfús. Á næsta móti 1946, sem var haldið að Laugum, varð Sigfús annar í kúlu- varpi (13.39). Hann var valinn til að njóta þjálfunar Svíans Olle Edberg vegna undirbúnings að þátttöku í Ólympíuleikum í London 1948. Hann tók vel þjálfun. Var mjúkur og sterkur. Fyrir leikana nálgaðist árangur hans í kúluvarpi 15 m. Reglur um íþróttina á OL vora, til að komast inn á þá, að kasta þurfti yfir 14.60 m eða vera meðal þeirra 12 keppenda sem lengst vörpuðu kúlunni. Á OL ‘48 í London vora 24 keppendur frá 14 þjóðum. Þar af 5 frá Norðurlöndum (tveir íslending- ar). Sigfús var meðal þeirra 12 sem lengst náðu kasti. Hann keppti því með þeim í aðalkeppninni. Þar náði hann 13.66 m lengst og varð 12. Hinn íslendingurinn komst ekki í aðalkeppnina. Þrír frá Bandaríkjun- um röðuðu sér í fyrstu þrjú sætin. Lengsta kast var 17.12 m. Sigfús varþátttakandi í stórviðrismóti UMFÍ á Hveragerði 1949. Þrátt fyrir regn, rok og aur tókst honum að kasta öllum 6 köstunum yfir 14 m. Lengst 14.41 m. Var það gott af- rek í slíku illviðri. Hann tók þátt í kúluvarpskeppni landsmóta til 1965 og hafði hann tvö böm sín með sér, Einar og Dómhildi, sem bæði hlutu verðlaun fyrir góð afrek. Sigfús tók þátt í landskeppni í frjálsum íþrótt- um. Nemandi var Sigfús í íþrótta- skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal 1941-1942. Á Selfossi og í Stykkishólmi vann Sigfús af dugn- aði að íþróttum. Sigfús var ljúfur maður, hjálp- samur og félagslyndur. Eftirlifandi konu hans, Ragnheiði Esther Ein- arsdóttur, og öðram ástvinum Sig- fúsar era á útfarardegi hans sendar samúðarkveðjur um leið og honum eru þakkir færðar fyrir margþætta hjálpsemi og vináttu. Þorsteinn Einarsson. SIGRIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR + Sigríður Hall- dórsdóttir fæddist í Hraun- gerði í Álftaveri 15. janúar 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 18. ágúst siðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Halldór Guð- mundsson og Sig- rún Þorleifsdóttir. Börri þeirra, sem nú eru látin, voru Guð- björg, Rögnvaldur, Sigmundur, Hall- grímur og Sigríður, eftir lifa Stella og Rannveig. Hinn 3. júní 1944 kvæntist Sigríður Kristjáni Pétri Guð- jónssyni frá Ferjubakka en hann lést 12. desember 1987. Dætur þeirra eru Sigrún, f. 26.5. 1946, gift Jóni Atla Gunn- laugssyni, synir þeirra eru Kri- stján og Hjálmar, þau búa á Elsku mamma. Ég sit við eld- húsborðið frá þér á sunnudags- mórgni og ég held að sólin ætli að brjótast í gegnum skýin eftir alla rigninguna í gær. Þér þótti alltaf gaman að fá bréf frá mér og hér kemur það síðasta, en verður öðru- vísi að því leyti að það kemur fyrir allra augu. Fréttir héðan af bænum eru þær helstar að feðganir og Sveinn vinna í húsinu hans Unn- steins um helgar og við Sigrún reynum að sjá um að þeir fái eitt- hvað í svanginn. Ég var búin að segja þér frá húsinu og þú varst svo spennt eins og alltaf þegar ein- hverjar framkvæmdir voru á döf- inni. Þér þótti líka gaman að breyta í kringum þig og varst oft búin að hreyfa þunga hluti í stof- unni eða svefnherberginu fram og til baka þegar minnst varði og pabbi sagði stundum: „Hvar á ég að sofa í nótt?“ Þetta var orðið að gríni innan fjölskyldunnar og reyndar vissu flestir, sem þekktu þig, um þessa breytingatilhneig- ingu þína og höfðu gaman af. Lík- lega hefðir þú getað orðið fínn arkitekt eða hönnuður á einhverju sviði, því þú varst svo opin fyrir mörgu, og allar peysurnar og flík- urnar sem sprattu fram og oft úr litlu. Já, þetta með peysur og prjóna, við höfum nú oft setið mæðgurnar og prjónað og skrafað. I fyrstu voru það móðir og dætum- ar, en svo bættust tvær litlar prjónakonur í hópinn og það var oft gaman. Það hefur örugglega verið gaman að fylgjast með þér áður fyrr þegar litlar hendur okkar systranna voru að reyna að halda á prjónunum eða nál undir þinni leið- sögn og sumir ansi ýtnir að fá að læra hratt og þurfti mikla þolin- mæði hjá.leiðbeinandanum að hafa stjórn á hlutunum. Þú kenndir nú fleira en prjóna- skap því á heimili ykkar pabba voru öll sumur börn og unglingar í sveit. Þú varst í einu orði sagt snill- ingur með þessa krakka og ung- linga sem aðrir áttu. Þau gerðu allt einsog þú baðst um og eitthvað hefur það verið í sveitinni sem lað- aði því margir komu sumar eftir sumar. Þú hefur alltaf verið vand- virk og snyrtileg í öllum þínum verkum og það kenndir þú þessu fólki, og þegar þú varst að sýna þeim verkin var það aðdáunarvert. Þú skipulagðir allt svo vel og þegar mörg þörn voru samtímis og rign- ingardagar vora á miðjum slætti kom oft til þinna kasta að hafa ofan af fyrir liðinu og munum við eflaust flest eftir að þá var farið út í kart- öflukofa að brjóta spírur af kartöfl- um, taka til niðri í gangi og for- stofu, gera hreint fjósið, bakað o.þ.h. Og kvöldkaffið í Miðbænum var áreiðanlega það fjöragasta og sérstæðasta í sveitum landsins; þarna sátu allir og drukku mjólk og átu mjólkurkex frá Frón eins og þeir gátu í sig látið. Þá voru sagðar margar sögur og mikið hlegið. Egilsstöðum; Sig- ríður Inga, f. 16.5. 1949, gift Þórólfi Sveinssyni, börn þeirra eru Unnur og Sveinn, þau búa á Ferjubakka n; Guðrún (Dúna), f. 2.1. 1951, gift Elíasi I. Jóhannessyni, börn þeirra eru Unnsteinn og Sig- rún, þau búa á Ferjubakka IV. Sigríður fór í fóstur að Skógum sex ára að aldri og ólst þar upp. Hún bjó á Ferju- bakka í Borgarfirði í 50 ár en var í Borgarnesi síðustu fímm árin. títför Sigríðar fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í kirkjugarðinum á Borg á Mýrum. Ég er ekkert að tína til neitt sem var sorglegt eða leiðinlegt, það var alltaf gaman hjá ykkur. Jú, það er eitt sem ég ætla að minnast á, það var þegar þurfti að lóga hundi og þú fékkst það erfiða verkefni að út- skýra fyrir okkur hvers vegna, og hafa ofan af fyrir okkur systranum þegar við voram hálftrylltar af sorg og þótti hann pabbi ekki góður þá. Þú hefur alltaf verið lagin við að tala við fólk við erfiðar aðstæður, svo sem við veikindi og ástvina- missi. Veikindi hafa svo sem ekki alveg sneitt hjá þínum garði en þú varst samt alltaf að hjálpa okkur með ým- islegt þegar við fóram að búa okkar eigin búi. Ekki komstu fáar ferðim- ar til okkar, ýmist gangandi eða við sóttum þig. Þið pabbi höfðuð alltaf svo mikinn áhuga á öllu sem verið var að gera hér, enda áttuð þið hlut í vera okkar hér. Þú varst góður uppalandi fyrir börnin þín og bamabömin. Þau kunnu svo sannarlega að meta sam- vera við ömmu og afa meðan hans naut við. Við nutum öll góðs af góðri íslenskunnáttu þinni, jafnvel þótt þú hefðir ekki nema nokkurra vikna skólagöngu að baki. Takk fyrir þinn hlut í þeirra uppeldi og svona í lokin ætla þau, barnabörnin sex, að flytja þig síðast spölinn í dag og ég veit að þú ert ánægð með það. Unnsteinn sagði eitthvað á þessa leið daginn eftir að þú kvaddir: „Hvað ætli amma sé farin að gera núna?“ Við fjölskyldan þökkum þér samverana og þrátt fyrir söknuðinn vitum við að þér líður betur núna. Kveðja. Þín Guðrún Kristjánsdóttir. „Má ég ekki frekar vera hjá ömmu?“, suðaði ég marga morgna, því mér leiddist leikskólinn. Og vití menn, stundum fékk ég það, og alltaf varst þú til í að hafa þennan barnabarnaskríl sem við gátum stundum verið. Þótt við værum ntT yfirleitt bara fjögur, en stundum sex, er ég viss um að við gerðum þig oft gráhærða af áhyggjum, því við vorum oft spör á að láta vita af okk- ur. Við voram þá rokin á hestbak eða í hjallinn hans afa og yfirleitt kallaðir þú á eftir okkur: „Passiði nú hann Hjálmar!" - því hann var minnstur. Én þú passaðir mig oftar en ég man; sast yfir mér þegar ég var veik og last fyrir mig um kött- inn Klóa, kenndir mér bænimar og ég man sérstaklega eftir því þegar þið afi vorað hjá okkur systkinunum þegar ég vildi ekki að mamma og pabbi færu á þorrablót. Ég þekkti þig nú ekki nema í 21 ár en við töluðum oft um gamla daga og þú sagðir mér sögur að heiman. Það hefur nú ekki alltaf verið auðvelt og margt hefur setið í þér alveg þar til yfir lauk. Þú sagð- ist aldrei hafa fengið að haga þér eins og þú vildir, frekar en önnur böm á þeim tíma. Þú sagðir að lík- lega hefðir þú verið jafn skapstór og frek og ég ef þú hefðir fengið að ráða. Þegar búið var að ákveða að þú ættir að yfirgefa systkinahópinn og fara að Skógum sex ára, kom einhver fullorðinn til þín og spurði eitthvað á þá leið hvort þú hlakkaðir ekki til og hvort þig langaði ekki að fara. „Nú, ég ræð nú litlu um það!“ sagðir þú snúðug, enda dauð- kveiðstu fyrir. Allt í sambandi við þennan flutning þinn tók ég nærri mér og þótti hann alveg voðalegur þegar ég var lítil og finnst enn þó að ég skilji það betur og ég veit að Skógafólkið var þér gott. Þegar þú hittir svo mömmu þína aftur eftir þrjú ár varstu níu ára. Þá stóðstu á baðstofugólfinu og þorðir ekki að hreyfa þig, þagðir smástund og. fórst svo að hágráta. Einhvemtím- ann varðstu svo viðskila við Guð- rúnu, fóstra þína, í kirkjuferð og fannst ekki neinn, nema stráka“ótuktimar“ sem stríddu þér og þú varst alveg viti þínu fjær af hræðslu. Þótt þú hafir kannski virkað hörkutól á okkur krakkana varstu samt alltaf lítil í þér. Svo í seinni tíð þegar hlutverkin fóra að snúast við og ég passaði þig meira en þú mig, varstu aftur orðin litla stelpan sem vildi ekki vera ein. Ég veit líka að þér hálfleiddist síðustu árin og skildir ekkert í því af hverju þú gætir ekki bara dáið. Mér fannst líka stundum sem óheppni þín og hrakfarir ætluðu engan endi að taka. En nú hefurðu fengið óskina þína uppfyllta og ég samgleðst þér um leið og ég þakka fyrir mig, ég er viss um að afi og Guðrún, fóstra þín, taka vel á móti þér. Hinsta kveðja, Sigrún Elíasdóttir. RAGNAR MAR ÓLAFSSON + Ragnar Már Ólafsson fæddist í Reykjavík 19. nóv- ember 1979. Hann lést af slysforum um borð í Bjarna Ólafs- syni AK 70 laugar- daginn 14. ágúst síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Maríukirkju í Breið- holti 23. ágúst. Ég þekkti hann Ragnar Má. Hann var kórdrengur í Maríu- kirkju í Breiðholti. Ragnar var í unglingafélaginu Píló og hann fór í pfla- grímsferð með okkur- til Riftúns. Ég hafði heimsótt Ragnar og svo var ég að þjóna með honum. Ragnar var ekki nema 19 ára þegar hann dó og var mér mjög brugðið við and- lát hans. Eg gat varla trúað þessu. Hann var alltaf svo hress þegar ég heimsótti hann. Ég sakna hans mikið. Gunnar Lund. ‘ Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.