Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 28. AGUST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fjármálaráðherra vonast eftir góðum lánsfjárafgangi Stefnir í að verða að minnsta kosti 17 milljarðar GEIR H. Haarde fjármálaráðherra kveðst í sam- tali við Morgunblaðið gera sér vonir um að láns- fjárafgangur ríkissjóðs í ár verði ekki minni en í fyrra eða um 17 milljarðar króna. Stefnt verður að því að nota þessa peninga til að greiða niður erlendar og innlendar skuldir en ekki liggur fyrir að hve miklu leyti skuldir verða greiddar niður á árinu fyrr en í árslok. Geir leggur á hinn bóginn áherslu á að endan- legur lánsfjárafgangur liggi ekki fyrir fyrr en um áramótin þar sem ýmsir þættir séu enn í óvissu svo sem hvort 51% hlutur ríkisins í Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins (FBA) verði seldur í ár. Lífeyrisskuldbindingar hækka um 8 milljarða í ár Verði af sölunni, segir ráðherra, má gera ráð fyrir því að lánsfjárafgangur verði mun meiri en 17 milljarðar. Til samanburðar má geta þess að lánsfjárafgangur var tæpir þrír milljarðar árið 1997, að því er fram kemur í ríkisreikningi fyrir árið 1998. Inntur eftir því hvort gert hafi verið ráð fyrir lífeyrisskuldbindingum ríkisins í fjárlögum þessa árs segir ráðherra að svo hafi verið. Þær séu um 8 milljarðar króna. „Og okkur sýnist það muni duga," segir hann. Morgunblaðið/Ásdís Danskennarar og nemendur sýndu dans ársins í gær við lagið Mambo N° 5 en dansinn er þeim kostum gæddur að vera einfaldur og skemmtilegur. Fréttaritara- vefur opnaður FRETTARITARAVEFUR Morgunblaðsins hefur verið opnaður á Netinu. Á vefnum eru upplýsingar um fréttaritara og unnt að skoða ljósmyndasýn- ingu. Morgunblaðið hefur um 100 fréttaritara á landsbyggðinni. Fólk sem vill koma upplýsingum á framfæri við þá eða setja sig í samband við einhvern fréttarit- ara getur fengið nauðsynlegar upplýsingar á fréttaritaravefn- um, meðal annars um heimilis- föng, símanúmer og netföng. Þá er á vefnum unnt að skoða ljós- myndir úr ljósmyndasamkeppni fréttaritara Morgunblaðsins. Á síðum sem fréttaritarar Morgunblaðsins einir komast á með lykilorði er miðláð upplýs- ingum til fréttaritaranna og skapaðir möguleikar á ýmsum samskiptum milli þeirra, félags- ins Okkar manna og Morgun- blaðsins. Slóð fréttaritaravefjarins er: ww w.mbl .is/frettaritarar Einnig er unnt að komast inn á vefinn með því að nota sér- stakan hnapp á forsíðu frétta- vefjar Morgunblaðsins, mbl.is. Auðveldur dans sem hentar öllum DANSRÁÐ Islands kynnti dans ársins í gær. Er þetta í fyrsta sinn sem dans ársins er valinn hérlendis en að sögn Heiðars Ástvaldssonar, forseta DÍ, tíðkast þessi siður víða. Dans ársins er ónefndur dans við lagið Mambo N° 5 og er upprunninn í Hollandi. Dans ársins er valinn úr til- búnum íslenskum sem erlendum dönsum af dómnefhd. Dansinn þarf að vera bæði skemmtilegur og auðveldur svo allir geti dans- að hann, að sögn Heiðars, en til- gangurinn með vali á dansi árs- ins er að auka vinsældir dans al- mennt. Heiðar kveðst vonast til þess að val á dansi ársins veki at- hygli fólks og hvelji það til að dansa meira. „Ekki væri verra ef hann yrði næsta „æði" eins og „Macarena" -dansinn varð fyrir nokkrum árum," segir Heiðar og bætir við: „en það var dans sem bókstaflega allir lærðu að dansa." Danskennarar landsins búa sig nú undir lærdómsríkan dansvet- ur, að sögn Heiðars, því nemend- ur sem stunda dansnám verða fleiri í vetur en nokkru sinni fyrr. Stafar það meðal annars af því að dans hefur verið innlimað- ur í námskrá grunnskólanna og með því öðlast samþykki sem skyldugrein í grunnskólum. I framtíðinni munu því allir nem- endur á aldrinum 6-16 ára læra dans í skólanum. Tvær bíl- veltur á rúmri klukkustund TVÆR bílveltur urðu í um- dæmi lögreglunnar í Borgar- nesi með rúmlega klukku- stundar millibili í gær. Klukkan 18 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni í grófri möl við Hítará á Ólafsvíkur- vegi með þeim afleiðingum að bfllinn valt. í bílnum voru kona og lítið barn, hún í bíl- belti og barnið í bílstól. Sluppu þau ómeidd en bíllinn var töluvert mikið skemmd- ur. Valt í Hvítársíðu Rúmum klukkutíma síðar misstu erlendir ferðamenn stjórn á bifreið sinni er þeir lentu í lausamöl í Hvítársíðu í Borgarfirði. Bíllinn fór þrjár veltur og voru. ökumað- ur og farþegi fluttir með sjúkrabfl á sjúkrahúsið á Akranesi til rannsóknar. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi var ekki talið að þeir væru alvarlega slösuð en bíll- inn er ónýtur. Þrír slasaðir eftir árekstur ÞRÍR voru fluttir á slysa- deild eftir árekstur tveggja bíla á mótum Flétturima, Langarima og Grasarima í Grafarvogi á sjötta tímanum í gær. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu var enginn þeirra talinn vera alvarlega slasaður. Bílarnir rákust saman á gatnamótunum og lentu síð- an báðir á grindverki. Þeir sem slösuðust voru öku- mennirnir og farþegi í öðrum bílnum. Þeir voru allir í belt- um. Bílarnir voru báðir flutt- ir burt með kranabfl. Féll niður af háalofti TVEGGJA ára drengur féll um tvo og hálfan metra ofan af háalofti í húsi í Grafarvogi á sjöunda tímanum í gær- kvöld. Drengurinn lenti á púða og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ekki talið að hann hefði slasast mikið. Hann var þó meðvitundar- laus um skeið eftir fallið og var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ekki tókst að fá nánari upp- lýsingar um líðan hans í gær- kvöld. Sérblöð í dag JR*«ttuiiH*PÍfe æbbm/B *<gJ i **y J ri A LAUGARDOGUM ¦—4 V^k »-W ¦ MOHGUNBLAÐSINS Með Morgun- blaðinu í dag er dreift blaði frá Hreyfingu, „Frábær hreyfing". Blaðinu er dreift í Reykjavik, Kópavogi og Garðabæ. : K ö r f u b o I t i DHL-deildin Setur KR aðra höndina á Íslandsbikarinn?/B3 Kærkominn sigur Víkinga /B2 www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.