Morgunblaðið - 28.08.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 28.08.1999, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Miðlunartilhögun Flj ótsdalsvirkjunar Slá þarf af kröfum um hagkvæmni Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur telur að nauðsynlegt sé að slá af kröfum um hagkvæmni Fljótsdalsvirkjunar til þess að mæta verndarsjónarmiðum. Ragna Sara Jónsdóttir fræddist um þessar hugmyndir hans þar sem hann leitast við að sætta tvenn sjónarmið. HELGI Hallgrímsson, náttúru- fræðingur á Egilsstöðum, hefur skoðað landslag við Snæfell og Eyjabakka með tilliti til þess hvort hægt sé að virkja Jökulsá í Fljóts- dal með því móti að Eyjabakkar og Snæfell hljóti sem minnstan skaða af. Hann bendir á nauðsyn þess að fleiri en núverandi tillaga um virkj- un árinnar liggi fyrir, fari svo að gert verði mat á umhverfísáhrifum virkjunarinnar. „Flestir virðast ganga út frá því, að Fljótsdalsvirkjun verði varpað fyrir róða ef hún fer í lögformlegt umhverfismat, en svo þarf ekki endilega að vera. Líklegra er að lagðar yrðu til breytingar frá nú- verandi hönnun, sem þá þyrfti að kanna nánar, bæði tæknilega og frá umhverfissjónarmiði," segir Helgi. Færa stifluna neðar í farveginn Helgi gagnrýnir harðlega núver- andi tilhögun Fljótsdalsvirkjunar og einna helst fyrirhugaðar aðveitur úr ám sem falla frá Snæfelli (Hafursá, Laugará, Hölkná og Gijótá). „Þess- ar aðveitur þýða að Snæfell verður umgirt skurðum og stíflum í hálf- hring að norðan, og þetta volduga fjall þannig skaddað og svívirt vegna smávegis aukningar á vatnsmagni til virkjunarinnar. Það er hreinasta vit- firring. í öðru lagi munu verða skoð- aðir allir möguleikar sem tiltækir eru til að losna við miðlunarlón á Eyjabökkum," segir Helgi. I viðtali við Morgunblaðið 9. júlí sl. bendir Helgi Bjarnason, deildar- stjóri hjá Landsvirkjun, á tvo val- kosti við breytingar á lóninu. Helgi Hallgrímsson telur báða kostina jafnóaðgengilega. „Annars vegar benti hann á að færa stífluna nokkrum kílómetrum ofar á Eyjabakka, sem virðist breyta litlu fyrir verndun svæðisins, hins vegar að byggja lítið inn- takslón neðan við Eyjabakkafoss, og veita vatni Jökulsár inn í „Háls- lón“, sem er fyrirhugað við bygg- ingu svonefndrar Kárahnjúkavirkj- unar Jökulsár á Dal, og virkja ámar þannig saman. Þessi virkjun er að- eins til í lauslegum áætlunum, markaður fyrir raforku hennar ekki í sjónmáli, og umhverfisvandamál lítið könnuð," segir Helgi og bendir á annan kost sem hann hefur þegar spurst fyrir um hjá Landsvirkjun en ekki fengið svör. „Neðan við Eyjabakkafoss fellur Jökulsá ofan í grunnt en vítt dal- drag, sem er upphaf Norðurdals í Fljótsdal. Mér sýnist augljóst, að í dalverpi þessu mætti koma fyrir vatnsmiðlun, sem gæti slagað nokk- uð upp í stærð Eyjabakkalóns hvað rúmmál snertir. Það yrði mun minna að flatarmáli en hins vegar dýpra. Landið sem þar færi undir vatn er að vísu mestallt gróið, en votlendi er tiltölulega lítið, fuglalíf ekki verulegt, og jarðfræðiminjar ekki sérstakar, ef miðað er við Eyjabakka. Af landslagseinkennum færu nokkrir af efstu fossum Jök- ulsár undir lónið, en þeir verða hvort eð er lítilfjörlegir við virkjun árinnar. Eftir sem áður myndu foss- ar neðan við þetta hugsanlega lón verða vatnslausir nema í flóðum,“ segir Helgi. Hann leggur áherslu á að hann sé ekki að mæla með þessari útfærslu, en honum finnist eðlilegt að hún verði könnuð og borin saman við aðra valkosti, áður en til fram- kvæmda kemur, og að líklega verði hún einn þeirra möguleika sem bent verði á ef umhverfismat fer fram. Minni fallhæð helsti ókostur Helgi segir helsta ókost þessarar tillögu miðað við núverandi áform vera þann, að nýtanleg fallhæð virkj- unar minnkar um 50-100 m, og miðl- unarrými verði eitthvað minna en í Eyjabakkalóni. Hann bendir þó á að hugsanlega megi auka afköst virkj- unarinnar með samtengingu við Bessastaðaárvirkjun, eins og upp- haflega var gert ráð fyrir þegar virkjunarleyfi var veitt 1981. Þessari útfærslu fylgja þó augljóslega póli- tísk vandamál. „Allar breytingar á virkjunartil- högun kalla að sjálfsögðu á umhverf- ismat og nýjar umhverfisrannsóknir. Þess vegna forðast virkjunaraðilar að gefa kost á þeim, meðan þeir halda stíft við þá stefnu að Fljóts- dalsvirkjun sé undanþegin slíku mati.“ Helgi segir augljóst, að breyta þurfi því sjónarmiði sem hann telur hafa ríkt meðal virkjunaraðila hingað til og byggist á að „blóðmjólka vatns- fóllin“. Breytinga á því sé þörf vegna breyttra viðhorfa og nýrra hagsmuna í þjóðfélaginu. „Ef virkjunaraðilar slá verulega af kröfum sínum um hag- kvæmni, tel ég að víða verði hægt að virkja, þar á meðal á hálendi Austur- lands,“ segir Helgi að lokum. Morgunblaðið/Golli Bragi Valgeirsson snyrtir gólfflísar í Kringluna á meðan Bjartmar Ágústsson sagar stuðlabergið í stóru söginni. Flísaframleiðsla ilr gabbró á Hornafírði Sagar stuðlabergs flísar í Kringluna NÝTT fyrirtæki í Hornafírði, Gabbró ehf., vinnur að sögun stuðlabergs sem lagt verður á hluta gólfs nýbyggingar verslun- armiðstöðvarinnar Kringlunnar í Reykjavík. Fyrirtækið er stofnað til að framleiða flísar úr í'slensku gijóti og er ekki síst litið til gabbrós, sem mikið er til af í Hornafirði. Gabbró er djúpbergstegund, ekki ólík graníti, hart og slitþolið. Lengi hefur verið áhugi á því í Hornafírði að nýta það. Skýrsla var gerð um viðskiptahugmyndina fyrir sjö árum og siðustu tvö árin hefur verið unnið að uppsetningu sögunar- og sh'punarvcla sem keyptar voru frá Tallin í Eistlandi. Að sögn Magnúsar S. Jónassonar framkvæmdastjóra er fyrirhugað að heQa framleiðslu á flísum, bæði á gólf og veggi, borðplötur og sól- bekki, auk legsteinagerðar og annarra verkefna. „Við skynjum að áhugi manna hér á landi er að aukast á því að nota náttúruleg efni í byggingar. Við erum raunar öldum á eftir öðrum Evrópuþjóð- um í þessu efni,“ segir Magnús. Magnús er einn af hluthöfunum í Gabbró ehf. og rekur fyrirtækið með öðrum störfum en hann er skrúðgarðyrkjumeistari. Fyrir- tækið leigir húsnæði hjá gras- kögglaverksmiðjunni í Flatey á Mýrum. Gijótið í gólflísar Kringlunnar er flutt frá Hrepphólum í Hruna- mannahreppi til sögunar austur í Hornafirði, alls um 100 tonn. Þetta gijót fer á um 360 fermetra sem er aðeins lítill hluti gólfpláss- ins í hinu nýja húsi Kringlunnar. Lokið við síðasta áfanga Fornalundar á Ártúnshöfða Lystigarður opnaður í landi BM Vallár DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra opnaði lokaáfanga trjálundarins Fornalundar á Ártúnshöfða í gær með því að planta tveimur síðustu trjáplöntunum sem þar var gert ráð fyrir. Lundurinn nær nú yfír tæp- lega 4000 fm svæði og hefur stækkað jafnt og þétt síðustu níu árin. Fornilundur stendur á lóð fyrir- tækisins BM Vallá á Ártúnshöfða en árið 1985 gaf Davíð Oddsson, þáver- andi borgarstjóri, fyrirtækinu kost á 14.884 m2 lóðarstækkun við lóð fyrir- tækisins á Ártúnshöfða. Úthlutun lóðarinnar var háð því skilyrði að al- menningi yrði tryggður aðgangur að trjálundi þeim sem þegar stóð innan lóðamarkanna og Jón Dungal hafði ræktað frá því fyrir miðja öldina. Einnig skyldi lundurinn vera friðað- ur samkvæmt samkomulagi BM Vallá og borgaryfirvalda. Fram- kvæmdir við lundinn hófust árið 1990, fyrsti áfanginn var opnaður í júlí 1991 og var strax ákveðið að hann myndi hafa yfirbragð lysti- garðs. í gær var fimmti og síðasti áfangi Fornalundar vígður af forsætisráð- herra eins og áður sagði, en lundur- inn er opinn almenningi alla daga vikunnar frá klukkan 8:00 til mið- nættis, samkvæmt skilmálum þáver- andi borgarstjóra. Hönnun lundarins hefur frá upp- hafi verið í höndum Guðmundar Rafns Sigurðssonar landslagsarki- tekts og garðyrkjuverktakarnir Bjöm og Guðni hf. unnu verkið. Forsætisráðherra tók við sama tækifæri heimasíðu fyrirtækisins á veraldarvefnum í notkun, í nýrri söludeild þess, og er slóðin www.bm- valla.is. Morgunblaðið/Porkell Davíð Oddsson forsætisráðherra gróðursetti tvær tijáplöntur í gær og vígði með því Fornalund í landi BM Vallár á Artúnshöfða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.