Morgunblaðið - 28.08.1999, Page 6

Morgunblaðið - 28.08.1999, Page 6
6 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Samtök um nýt- ingu orku- auðlinda stofnuð AFL fyrir Austurland, samtök um nýtingu orkuauðlinda til atvinnu- uppbyggingar á Austurlandi, verð- ur stofnað í dag. Eiríkur Ólafsson, einn af hvatamönnum að stofnun samtakanna, segir markmið þeirra vera að mynda mótvægi við áróður sem dunið hafi yfir undanfarna mánuði og sýna fram á vilja mikils meirihluta Áustfirðinga, sem vill að virkjað verði á Austurlandi. „Við skorum á stjómvöld að falla ekki frá áformum um virkjun fallvatna á Austurlandi og upp- byggingu stóriðju á Reyðarfirði. Við teljum að það sé tækifæri sem verður að koma hér og getur skipt sköpum fyrir okkur. Það eru til lög um virkjunina og lögformlegt um- hverfismat þýðir kærur fram og til baka. Lögin hafa verið til í 20 ár og okkur þykir ástæðulaust að menn ýfist upp þótt það eigi að fram- kvæma eitthvað hér fyrir austan. Við hljótum að eiga okkar rétt eins og aðrir landsmenn," segir Eirík- ur. Hann telur að mikill meirihluti Austfirðinga sé meðmæltur virkj- un fallvatna á Austurlandi. „Samtökin munu beita sér fyrir því að málflutningurinn verði trú- verðugri, en ekki eins og hann hef- ur verið undanfarið með útúrsnún- ingum, skætingi og nú síðast hót- unum. Aldrei hafa efnisatriði máls- ins verið rædd. Einnig vonumst við til þess að stærstu fjölmiðlar landsins taki sig á í fréttaflutningi og verði hlutlausari í umfjöllun sinni,“ segir Eiríkur, sem segir það sína skoðun að umfjöllun fjöl- miðla hafi verið lituð af sjónarmið- um náttúruvemdarsinna. Stofnfundurinn verður í dag kl. 16 í félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum. Ályktun sveitarfé- laga á Austurlandi Virkjunar- framkvæmd- ir hefjist sem fyrst SAMTÖK sveitarfélaga á Austurlandi samþykktu á aðal- fundi sínum í gær ályktun til stuðnings Fljótsdalsvirkjun og telja að hefja eigi framkvæmd- ir við virkjun og iðnað sem fyrst, enda hafi áform verið uppi um slíkt á Austurlandi í um tuttugu ár. Ályktunin var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 2. Fundurinn telur að lög í landinu heimili byggingu virkj- unarinnar og að ekkert virkj- unarsvæði annað hafí verið eins ítarlega rannsakað. I ályktuninni kemur einnig fram að brýnt sé að félagsleg áhrif og umhverfisáhrif virkj- unarinnar og álversins verði vandlega kynnt. „Úttektir sýna að tilkoma orkufreks iðjuvers mun hafa mjög já- kvæð áhrif á íbúa- og efna- hagsþróun á Austurlandi." Samtökin telja að þessar framkvæmdir séu „án efa áhrifamesta byggðaaðgerð sem stjómvöld eiga kost á að stuðla að um þessar mundir". Starfstöðvar Islenskrar miðlunar opnaðar á Vestfjörðum Morgunblaðið/Sigurjón Forseti íslands ræsti búnað til að ná myndsambandi við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra. Fulltrúar Islenskrar miðlunar voru honum til aðstoðar. „Þáttaskil í byggða- þróun á Islandi“ FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði starf- stöðvar Islenskrar miðlunar á Þingeyri og Suðureyri síðdegis í gær við hátíðlega athöfn. Með opn- un þessara stöðva og samskonar stöðva á ísafirði innan fárra vikna verða til samtals 35 ný störf á Vestfjörðum á vegum Islenskrar miðlunar. Við opnunina ræsti forsetinn samskiptabúnað íyrirtækisins að viðstöddu fjölmenni á Þingeyri og átti fjarfundi, annars vegar með Finni Ingólfssyni viðskiptaráð- herra á Suðureyri, og hins vegar með Sturlu Böðvarssyni sam- göngumálaráðherra sem staddur var í höfuðstöðvum Islenskrar miðlunar að Krókhálsi í Reykjavík. Nýr áfangi í atvinnulífi Vestfjarða Fjarfundur forseta og sam- göngumálaráðherra hófst á ávarpi forseta. Hann taldi að um merkan atburð væri að ræða sem markaði þáttaskil í byggðaþróun á íslandi og í atvinnulífi Dýrafjarðar og Vestfjarða. Hann beindi orðum sín- um til Sturlu og lýsti því „sem Vest- firðingur og Dýrfirðingur" að það væri „stór stund að geta tekið þátt í því með þér og öðrum landsmönn- um að ýta þessum nýja áfanga í at- vinnulífí Vestfjarða úr vör“. Forsetinn minnti á að þegar hann og Guðrún Katrín Þorbergs- dóttir forsetafrú heimsóttu Þing- eyri í fyrstu opinberu heimsókn forsetans, hefði hann lagt áherslu á að framtíð hinna dreifðu byggða lægi í tölvutækninni. Það væri gleðilegt að sjá að það væri nú að koma í Ijós. Samgöngumálaráðherra þakkaði forseta fyrir og tók undir orð hans. „Þetta er stór stund fyrir okkur ungu drengina sem einu sinni vor- um í sjávarbyggðunum. Maður hefði varla trúað því þegar maður var að alast upp í litlu þorpi að eiga eftir að taka þátt í þessu. Það eru vissilega mikil tímamót sem eru að verða með því að það skuli vera hægt að tengja saman byggðimar á þennan hátt.“ Veruleg lækkun á þjónustu- gjöldum Landssíma í haust Sturla sagði það skyldu sína að auðvelda baráttu þeiira mörgu Eyþór Arnalds, framkvæmda- stjóri Islandssima, fær sér sneið af hátiðartertu, sem myndaði númerið 1800, en það er nýtt upplýsinganúmer Íslandssíma og Islenskrar miðlunar. sem eiga þátt í þessari uppbygg- ingu. Hann lofaði þá sem hefðu dug og kjark í að stofna íyrirtæki sem tengt er milli landshluta með ným tækni. Síðan ræddi sam- göngumálaráðherra um nauðsyn þess að fyrirtækjum á fjarskipta- sviði yrði sköpuð skilyrði, kostnaði haldið í lágmarki og nýting á fjár- festingu Landssímans í gegnum tíðina yrði sem best. Samgöngumálaráðherra kvaðst hafa af þessum sökum átt viðræð- ur við forsvarsmenn Landssímans og Póst- og fjarskiptastofnunar um hvemig hægt væri að koma til móts við notendur út um landið og fyrii-tæki sem hefðu áhyggjur af of háum kostnaði vegna gagnaflutn- ings. „Nú hefur það verið upplýst af hálfu Landssímans í viðræðum við mig að það muni verða gerð breyting á gjaldskránni. Það er auðvitað gert vegna þess að gagnaflutningarnir eru að stór- aukast. Landssíminn vill bregðast við því og þess vegna hefur verið ákveðið af hálfu Landssímans að í næsta mánuði, fyrir 1. október, muni gjaldski'áin lækka verulega." Taldi hann lækkunina verða það mikla að hún gæti ef til vill „skipt sköpum um framtíð þessarar þjón- ustu“. Stefnt að 250 nýjum störfúm fyrir lok næsta árs í fréttatilkynningu íslenskrar miðlunar kemur fram að með starf- stöðvunum 35 á Vestfjörðum verði starfsmenn íslenskrar miðlunar orðnir 60 á landsbyggðinni en sam- tals munu þá um eitt hundrað manns vinna hjá fyrirtækinu. Að Qarvinnslustöðvum íslenskrar miðlunar á landsbyggðinni standa hlutafélög í eigu Islenskrar miðlun- ar, viðkomandi sveitarfélaga og fleiri aðilar. Að sögn Svavars Kristinssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, má gera ráð fyrir að um 250 manns muni vinna sam- bærileg störf á landsbyggðinni fyr- ir lok næsta árs. Fjarvinnslustöðvar af því tagi sem um ræðir fela einna helst í sér störf við skráningarvinnu og sím- svörun. Munu starfsmenn ís- lenskrar miðlunar á Vestfjörðum einnig sinna verkefnum við sölu- og markaðsmál, gerð markaðskann- ana, skráningu gagna og fleira. Tæknival hefur unnið að þróun búnaðarins og er hann settur upp í nánu samstarfi fyrirtækjanna. Meðal kosta nýja fjarskiptabún- aðarins er að hann auðveldar og eykur möguleika á alls konar fjar- námi. Fram kemur í tilkynningu íslenskrar miðlunar að Ökuskóli Suðurlands muni halda námskeið, að öllum líkindum þegar í haust, til aukinna ökuréttinda í gegnum bún- að fyrirtækisins. Leiðbeinandi í Reykjavík mun þá kenna þátttak- endum á Raufarhöfn, Stöðvarfirði og á Vestfjörðum samtímis í full- komnu mynd- og hljóðsambandi. Nýtt upplýsinganúmer: 1800 Auk nefndra starfa munu starfs- menn íslenskar miðlunar á Vest- fjörðum einnig byggjast á nýju upplýsinganúmeri á vegum fyrir- tækisins og Íslandssíma, sem Einar K. Guðfinnsson alþingismaður og Eyþór Amalds framkvæmdastjóri Islandssíma kynntu á opnuninni. í nýja númerinu, 1800, verða veittar upplýsingar um íslensk og erlend símanúmer, viðskiptavinum verður gefínn kostur á beinu sam- bandi við símanúmer, innanlands og utan. Einnig verður hægt að fá upplýsingar um fyrirtæki og þjón- ustu þeirra. Breytingar á aðal- og deiliskipulagi í Laug- ardal auglýstar Svæðinu breytt í at- hafnasvæði B ORGARSKIPULAG Reykjavík- ur auglýsti í gær breytingar á að- alskipulagi Reykjavíkur, sem og deiliskipulagstillögur fyrir suð- austurhluta Laugardals, en svæðið hefur mikið verið í umræðu fjöl- miðla að undanfórnu. Breytingarnar á aðalskipulaginu lúta að því að breyta svæði í suð- austurhluta Laugardals, er af- markast af Suðurlandsbraut í suð- vestur og Engjavegi í norðaustur og suðaustur, úr blöndu af al- mennu útivistarsvæði og stofnana- svæði í athafnasvæði. Deiliskipulagstillagan lýtur að sama svæði og gerir ráð fyrir því að það skiptist upp í tvær stórar lóðir, sem ætlaðar eru fyrir at- hafnastarfsemi s.s. þjónustu, skrif- stofur, sýningarsali og verslun, þó ekki matvörumarkað. Samkvæmt tillögunni eru gerð- ar kröfur um að mannvirld og lóðir séu aðlöguð útivistarsvæðinu í Laugardal, m.a. með vönduðum lóðafrágangi og áherslu á gróður- sælt umhverfi. Þá gerir tillagan ráð fyrir nýrri götu á milli Suður- landsbrautar og Engjavegar norð- vestan við svæðið og gönguleið um græna geira á milli lóðanna, upp á göngustíginn meðfram Suður- landsbraut. Hægt er að skoða tillögurnar í sal Borgarskipulags í Borgartúni 3 til 24. september, en ábendingum og athugasemdum skal skila skrif- lega fyrir 8. október. ----------------- Réttarstaða fólks sem gengst undir kyn- skiptiaðgerð fslenskir laga- nemar kanna stöðuna HÓPUR íslenskra laganema kann- ar nú réttarstöðu þeirra sem gang- ast undir kynskiptiaðgerð hér á landi í ljósi dóma Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Laganemamir vinna á vegum íslandsdeildar ELSA, samtaka laganema og ungra lögfræðinga í Evrópu, og Mannréttindaskrifstofu íslands. Síðastliðinn vetur hófu ELSA á íslandi og Mannréttindaskrifstofa Islands samstarf um að skoða dóma Mannréttindadómstóls Evr- ópu og áhrif þeirra á íslenskan rétt. í verkefninu kanna laganem- arnir dóma Mannréttindadómstóls- ins undanfarin 10 ár. Ástæða þess að ákveðið var að kanna réttarstöðu þeirra sem gangast undir kynskiptiaðgerð á Islandi em tilmæli Mannréttinda- dómstólsins til aðildarríkja Mann- réttindasáttmálans um að taka þyrfti á málum þessa minnihluta- hóps, að sögn Önnu Daggar Her- mannsdóttur, mannréttindafull- trúa ELSA á íslandi. Hún segir al- gjöra þögn hafa ríkt um þessi mál hér á landi hingað til. Anna bendir á að nýlega sendi þing Evrópusam- bandsins frá sér tilmæli um að bæta þyrfti réttarstöðu þessa hóps. ELSA á íslandi fagnar 10 ára af- mæli í október. Á málþingi sem haldið verður af því tilefni verða niðurstöðm' verkefnisins kynntar og ræddar. Þar mun meðal annars taka til máls einstaklingur sem gengist hefur undir kynskiptiað- gerð auk sérfróðra aðila um þessi málefni, að sögn Önnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.