Morgunblaðið - 28.08.1999, Page 10

Morgunblaðið - 28.08.1999, Page 10
10 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Bændur taki þátt í skóg- ræktarstarfi FRETTIR Heimspekisaga eftir Gunnar Skirbekk kemur út í íslenskri þýðingu Skrifuð „með nútím- ann í huga44 Morgunblaðið/Jim Smart Páll Skúlason, Gunnar Skirbekk og Jörundur Guðmundsson ræða við fréttamenn. SAGA vestrænnar heimspeki frá tímum Forngrikkja til nútímans er viðfangsefnið í Heimspekisögu eftir Gunnar Skirbekk og Niels Gilje, sem út er komin hjá Háskólaútgáf- unni í íslenskri þýðingu Stefáns Hjörleifssonar. Að mati Páls Skúla- sonar, heimspekings og rektors Há- skóla íslands, er þetta sérstæð heimspekisaga að því leyti að hún er samin með nútímann í huga. Skirbekk sagði á fundi með fréttamönnum að þótt um væri að ræða hefðbundna heimspekisögu mætti nefna sérstaklega að í henni væri lögð áhersla á nauðsyn sam- ræðu við samtímann. Reynt hefði verið að skrifa bókina þannig að les- endur gætu fundið samsvörun við þau vandamál sem þeir ættu sjálfir við að etja. Einnig vildi hann taka fram að í bókinni væru kaflar úr þeim frum- textum sem fjallað væri um. „Við töldum mikilvægt að gefa þeim heimspekingum, sem fjallað væri um, möguleika á að sýna eigin hugs- anir og skrif. Þannig gæti orðið samræða á milli okkar texta og frumtexta þeirra.“ í bókinni sagði hann að væri fjall- að um heimspeki í víðum skilningi. „Við fjöllum meðal annars um stjómspeki, til dæmis fasisma og sósíalisma. En ég held að þetta sé allt hluti af hinu menningarlega um- hverfi.“ Einnig sé fjallað um sögu vísinda og fræða. „Ekki einungis náttúruvísindin, heldur einnig hug- vísindi, sem eru, að ég held, oft sniðgengin." Skirbekk er prófessor í heim- speki við Háskólann í Bergen. Sér- svið hans eru vísindaheimspeki og heimspekisaga. Bókin hefur verið þýdd á dönsku og sænsku, auk þýsku og ensku. Þýðingar á fleiri tungumál munu vera í bígerð. Markar tímamót í heimspeki á Islandi Jörundur Guðmundsson, deildar- stjóri Háskólaútgáfunnar, sagði út- komu bókarinnar marka tímamót hér á landi þar eð ekkert heildstætt rit um sögu heimspekinnar hefði komið út á íslensku um áratuga skeið, eða síðan Ágúst H. Bjamason sendi frá sér Sögu mannsandans. Páll kvaðst lengi hafa verið búinn að leita eftir heimspekisögu sem hægt væri að þýða á íslensku þegar bók Skirbekks hefði rekið á fjörur sínar. „Það sem ég tók strax eftir og. mér fannst athyglisvert var að bók- in var samin með nútímann í huga. Þar er að finna spumingar og vandamál sem nútímafólk þarf að hugsa um. Mér fannst eins og bókin væri hugsuð þannig að hún gæti hjálpað okkur til að skilja betur veruleikann sem við værum að lifa.“ Þýðandinn, Stefán Hjörleifsson, ólst upp í Noregi og er nú búsettur þar. Hann lærði heimspeki hér á ís- landi og að því loknu hóf hann lækn- isfræðinám í Noregi. Meðfram því vann hann að þýðingunni á Heim- spekisögunni. LANDSSAMTÖK skógareigenda á Islandi halda aðalfund sinn að Hótel Vin, Hrafnagili í Eyjafjarð- arsveit, dagana 27.-29. ágúst. Sam- tökin voru stofnuð árið 1997 og héldu sinn fyrsta aðalfund á síð- asta ári. Að sögn Sigrúnar Sigur- jónsdóttur, skógræktarfulltrúa á Akureyri, em mörg minni félög aðilar að landssamtökunum og því er landsfundurinn til þess fallinn að stilla saman strengi og marka stefnu í starfi skógræktar á ís- landi. Að sögn Eddu Björnsdóttur mun aðalfundurinn að mestu snúast um að halda áfram þeim störfum sem nú em í burðarliðnum hjá samtök- unum. „Eg bendi þar á það átak sem er í fullum gangi og snýst um að fá bændur inn í skógræktar- starfíð. Það hefur sýnt sig á síðustu árum, að viðhorfsbreytinga gætir orðið í skógræktargeiranum. Fólk sér, að með skógrækt fæst há- marksnýting á landi sem kannski áður var bara tún eða melar.“ Af öðrum dagskrárliðum fundar- ins má nefna að í dag flytja Þórar- inn Sólmundarson frá Þróunarsviði Byggðastofnunar og Karl Gunn- arsson frá Mógilsá erindi um skóg- rækt og byggðaþróun. Að loknum aðalfundarstörfum munu gestir síðan fara í skógræktarferð í Leyn- ingshóla og Grandarreit. Alvarlegar upplýsingar komu fram á ráðstefnu Rauða kross fslands um börn og áföll Mikilvægast er að viðurkenna þetta sem vandamál Mikilvægt er að horfst sé í augu við að líkamlegt ofbeldi gegn börnum er stað- reynd á Islandi, að mati Gests Pálssonar barnalæknis. Erla Skúladóttir sat fyrir- ------------------7------- lestur Gests á ráðstefnu RKI um börn og áföil í gær þar sem fram kom meðal ann- ars að ástæða hefur þótt til að rannsaka andlát barna hér á landi sem talið var að rekja mætti til illrar meðferðar. FRÁ árinu 1980 hafa 308 böm verið rannsökuð á bamadeild Landspítal- ans vegna grans um illa meðferð, þar af 43 vegna líkamsmeiðinga. I um það bil helmingi tilvika var hægt að staðfesta áverkann sem bamið var sent út af, að sögn Gests Páls- sonar bamalæknis á Bamaspítala Hringsins. Líkamlegt ofbeldi gegn bömum er ill meðferð á barni sem leiðir til lík- amlegs áverka, svo sem beinbrots, brana, mars, sárs eða áverka á innri líffæram. Kynferðisleg ■ misbeiting fellur ekki undir þessa skilgreiningu. Samkvæmt almennri skilgreiningu er ill meðferð á bömum „þegar böm verða fyrir áverka af hendi foreldris eða forráðamanns eða vegna van- rækslu þeirra og framferði foreldris eða forráðamanns stríðir gegn viður- kenndri hegðun eða brýtur í bága við lög um vemd baraa og ungmenna nema um slys hafi verið að ræða“. Réttindi barna vel tryggð á Islandi Vandi getur verið að skilgreina hvað hér á undir. „Kona sem er að ganga með bam niðri í bæ, heldur í hendina á því. Bamið rífur sig laust, hleypur út á götu og fyrir bíl og stórslasast. Það er slys. Kona sem er að labba niðri í bæ með barn og hefur engan áhuga á að passa barn- ið, er bara að skoða í gluggana, og bamið stekkur fyrir bíl vegna þess að það er ekki passað. Það er van- ræksla,“ sagði Gestur. Réttur barna er viðurkenndur með ýmsum hætti, meðal annars með yfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna, lögum og reglugerðum sem era í mjög góðum farvegi hér að mati Gests. „Lögin era góð, það er hins vegar kannski spuming um það hvemig gengur að framfylgja þeim,“ sagði Gestur. Hann lagði áherslu á skylduna til að tilkynna félagsmálayfirvöldum um slæma meðferð á bami þótt aðeins liggi fyrir grunur um hana en ekki vissa. Tilkynningarskyldan er hafin yfir ákvæði laga um þagnarskyldu. Gestur rakti lauslega sögu illrar meðferðar á börnum. Hann sagði slæma meðferð á bömum alltaf hafa þekkst og að hún muni alltaf verða til staðar. „Fólk þarf að viðurkenna staðreyndir," sagði Gestur. Forðast að horfast í augu við staðreyndir Skammt er síðan slæm meðferð á bömum var viðurkennd sem vanda- mál. Félög til vemdar bömum vora ekki stofnuð fyrr en seint á 19. öld. „Dýravemdunarfélögum var komið á fót áður en bamavemdarfélög komust á. Fyrsta mál sem tekið var fyrir í Bandaríkjunum sem varðaði bam var hjá dýravemdunarfélagi,“ sagði Gestur. Hann segir það í sjálfu sér eðlilegt því margt sé líkt með dýram og bömum. Þau geti ekki tjáð sig og séu algjörlega upp á þá komin sem eiga að hugsa um þau. Gestur segir lækna hafa verið lengi að taka við sér og sinna vanda- málinu. Ekki sé lengra síðan en árið 1962 að grein eftir virtan bandarísk- an bamalækni birtist í tímariti bandarísku læknasamtakanna. „I þessari grein stendur eiginlega allt það sem aðrir vildu sagt hafa en sögðu aldrei,“ sagði Gestur. Hann segir að alla tíð hafi fólk forðast að horfast í augu við illa meðferð á bömum. „Þegar ég var við nám í læknis- fræði við Háskólann var ekkert kennt um þetta og ég man að við spurðum um þessa hluti og okkur var sagt það að þetta gerðist ekki hér í þessu landi,“ sagði Gestur. Hann segir dæmin hins vegar sanna að illa er farið með börn hér eins og annars staðar í heiminum. Tíðni þess verði þó alltaf óþekkt, það sé eðli vandamálsins. Því meira sem leitað er, því meiri verður tíðn- in, að sögn Gests. Hann leggur áherslu á að hann sé ekki að segja að ofbeldi á bömum eigi sér stað í öðra hveiju húsi, hann sé einungis að benda á að þetta geti gerst og gerist hér eins og annars staðar. Dæmi um dauðsföll hér á landi Ef tíðni ofbeldis á bömum er áþekk því sem fullyrt hefur verið að sé í Bretlandi jafngildir það 10 til 20 tilvikum vegna alvarlegra líkam- legra áverka á ári, að sögn Gests. Ef dánartíðni af völdum ofbeldis vegna illrar meðferðar bama er svipuð hér og á Bretlandi jafngildir það einu til tveimur andlátum á ári Gestur rakti í fyrirlestrinum sjúkrasögu vegna andláts tveggja íslenskra barna sem ástæða þótti til að rannsaka. Börnin voru innan við ársgömul. Gestur sýndi einnig ógnvekjandi myndir af íslenskum bömum sem beitt höfðu verið grófu ofbeldi. Þau höfðu meðal annars verið hýdd, húðstrýkt og rifin upp á hárinu. Sumum barnanna var misþyrmt á heimili sínu en einnig er meðal ann- ars þekkt tilvik þar sem barn sætti grófu ofbeldi af hendi dagmóður. „Maður lærir það með tímanum að það geta allir hlutir gerst í þessum bransa. Jafnvel á Islandi,“ sagði Gestur. Líkamlegt ofbeldi á bömum er trúlega vangreint hér á landi, að mati Gests. „Ef maður þekkir ekki þessa hluti, ef maður er ekki alltaf að fást við þá, missir maður af þeim,“ sagði hann. Gestur segir læknisfræðilega sérþekkingu og reynslu hvað þessi mál varðar for- sendu fyrn- réttri greiningu og marktækum vottorðum sem nota má fyrir dómi. Hann segist vilja að þessum málum sé sinnt á einum stað og þeir sem eru vanir greining- unni sjái um hana. Gestur segir gott samstarf við félagsmálayfirvöld afar mikilvægt. Koma í veg fyrir varanlegt tjón Gestur lagði áherslu á mikilvægi þess að greina ofbeldisáverka áður en bam bíði varanlegt tjón og vísar þar til andlegs jafnt sem líkamlegs tjóns. Þegar horft er á slasað bam er mikilvægast að þvinga sig til að láta sér koma möguleikann á ofbeldi í hug, að sögn Gests. Hann segir að alltaf þegar fengist er við böm þurfi að fá skýringu á hlutunum. „Það er þetta mikilvæga samræmi sem þarf að vera á milli slyssins og áverkans. Passar það sem sést á baminu við það sem sagt er?“ Hann segir ástæðu til gransemda þegar langt er liðið frá slysi við komu til læknis. Einnig þurfi að skoða vel ef áverki er endurtekinn eða ef börn þrífast illa. Við höfuðáverka hjá bömum yngri en eins árs þurfi líka að at- huga málið. Eða ef hegðun bam- anna eða foreldra gefur í skyn að um ofbeldisáverka geti verið að ræða. „Við greiningu á ofbeldisáverkum skiptir miklu að geta lagt saman tvo og tvo,“ sagði Gestur. „Maður lærir að þekkja hvemig áverkarnir líta út af reynslunni," sagði hann. Algengasta einkenni ofbeldis vegna slæmrar meðferðar er mar- blettir. Þeir era oft annars konar og á öðram stöðum en mar sem verður við slys. Oft gefa marblettirnir ná- kvæmlega til kynna hvers konar of- beldi hefur verið beitt, að sögn Gests. Ymsir aðrir áverkar era dæmigerðir, svo sem ákveðin bein- brot. Hann segir brana á börnum algenga og dæmi um að brani hafi verið tilkynntur til félagsmálayfir- valda. „Höfuðáverkar era alvarlegustu áverkarnir," sagði Gestur. Þeir geta valdið alvarlegum heilaskemmdum og jafnvel dauða. „Af þeim deyja bömin. Annaðhvort af þeim eða áverka á kviðarholi," sagði Gestur. Hann benti í fyrirlestrinum á að hristingur getur valdið alvarlegum áverkum á bömum. Gestur lagði áherslu á mikilvægi þess að læknar muni að börnin era skjólstæðingar þeirra og eigi sér ef til vill ekki aðra talsmenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.