Morgunblaðið - 28.08.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 28.08.1999, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ritstjóri fínnska dagblaðsins Helsingin Sanomat Erfíð staða að vera markaðsráðandi Morgunblaðið/Jim Smart Janne Virkkunen, rítstjóri stærsta dagblaðs Norðurlanda. FINNSKA dagblaðið Helsingin Sanomat er stærsta dagblað á Norðurlöndum. í fyrra voru dag- lega seld að jafnaði 473 þúsund eintök af blaðinu, og að sögn Janne Virkkunen, aðalritstjóra blaðsins, er salan á sunnudögum um 550 þúsund eintök. Á undanförnum ár- um hafa að auki bæst við um hund- rað þúsund áskrifendur í gegnum netið, en Helsingin Sanomat hefur þá stefnu að láta borga fyrir netút- gáfu blaðsins. Virkkunen var staddur hér á landi fyrr í vikunni á fundi Norð- urlandadeildar IPI, alþjóðasam- taka ritstjóra. Starfsbræður hans í Norðurlandadeildinni eiga flestir í harðri samkeppni við önnur dag- blöð en frá byrjun níunda áratug- arins, þegar helsti keppinautur blaðsins var lagður niður, hefur Helsingin Sanomat verið nánast allsráðandi á finnska höfuðborgar- svæðinu, þar sem búa um milljón manns. „Eg hef unnið á blaðinu alla starfsævi mína, og þegar keppinauturinn var lagður niður hugsaði ég sem svo að það breytti svo sem ekki miklu, en það er miklu erfiðara að fást við þessa stöðu heldur en ég hélt. Þetta er líklega sami vandi og þið þurfið að glíma við á Morgunblaðinu. Gagn- rýnin á blaðið eykst til dæmis eftir að þessi staða er komin upp.“ Virkkunen segir að stærsti vandinn sé að fá blaðamennina til að leggja sig fram við vinnuna, þegar samkeppnin er engin. „Ef ég spyr starfsmenn mína, „hafið þið gert eins mikið og þið mögu- lega gátuð í dag?“, er svarið yfir- leitt „nei, við hefðum getað gert betur.“ Við höfum góða blaða- menn, en það er samt erfitt að fá þá til að gera sitt allra besta. Það er ekkert sem getur komið í stað þeirrar hvatningar sem fylgir harðri samkeppni. Starfsbræður mínir í Stokkhólmi segja að gott blað verði að hafa erfiðan keppi- naut, þá verði starf ritstjórans í raun auðveldara." Góð fjárhagsstaða eykur sjálfstæði blaðsins Virkkunen segir að ráðandi staða blaðsins verði líka til þess að það verði gætnara en ella. „Dag- blað í þessari stöðu hefur mikið vald, og það er vandi að beita því svo vel sé.“ Hann segir að blaðið láti ekki stjórnast af utanaðkomandi þrýst- ingi, eða sýni óhóflega „tillits- semi“. „Efnahagsleg staða okkar er góð, og við erum óháðir stórum bönkum, tryggingafélögum og stórum auglýsendum. Þeir þurfa að auglýsa í blaðinu og geta því ekki beitt okkur þrýstingi. Við höf- um gefíð út skýr skilaboð varðandi það.“ Virkkunen segir að Helsingin Sanomat sé jafnframt með öllu óháð stjómmálaflokkum. „Blaðið var stofnað 1889 sem málgagn hreyfingar Ungfinna, og eftir að landið hlaut sjálfstæði varð það málgagn^ frjálslynds stjórnmála- flokks. Á fjórða áratugnum lýsti blaðið yfir sjálfstæði sínu frá flokknum og varð óháð. Síðan þá höfum við verið ótengdir öllum flokkum, en grunnhugsunin að baki ritstjómarstefnunni er frjáls- lynd, og jafnframt reynum við að vera rótttækir.“ Samþjöppun að verða á blaðamarkaði Mikil samþjöppun er að verða á finnskum blaðamarkaði um þessar mundir. Þrjár blaða- og fjölmiðla- keðjur hafa myndast. Stærst þeirra er Sanoma-keðjan, sem ræður Helsingin Sanomat, en einnig meðal annars útbreiddasta síðdegisblaði Finnlands, Ilta-Sano- mat. „Yfirráð yfir blöðunum em sí- fellt að færast á færri hendur. Hættan er sú að eigendurnir fari að hafa óeðlileg áhrif á innihald blaðanna. Blaðamennirnir og rit- stjórarnir verða að tryggja að það gerist ekki.“ Virkkunen segir að engar alvarlegar deilur hafi þó orðið milli ritstjórnar og eigenda Helsingin Sanomat. Netáskrifendurnir viðbót Önnur breyting sem er að verða á finnska blaðamarkaðinum, eins og annars staðar í Evrópu, er auk- inn styrkur Netsins. Helsingin Sa- nomat hefur tekið þá stefnu, ólíkt flestum öðmm blöðum Norður- landa, að bjóða aðeins netáskrift gegn greiðslu. Um hundrað þús- und manns em nú áskrifendur með þessum hætti, og segir Virk- kunen að það sé að mestu leyti hrein viðbót við þann fjölda sem fær blaðið í pappírsútgáfunni. Þeir sem sagt hafa upp áskriftinni em aðallega Finnar búsettir í útlönd- um, enda er hefðbundin áskrift dýr fyrir þá. „Þegar við byrjuðum að bjóða þessa þjónustu gerðum við ráð fyr- ir að við gætum náð um fimmtungi þess fjölda sem kaupir pappírsút- gáfuna, og það hefur tekist. Við er- um því nokkuð ánægðir með stöðu okkar.“ Virkkunen samsinnir því að ein ástæðan fyrir því að tekið sé gjald fyrir netútgáfu blaðsins sé ráðandi staða blaðsins. „Við erum þó alltaf með þessa stefnu í endurskoðun. Það er ekki ljóst hvort þetta er besta leiðin.“ Dagur símenntunar ídag Fjölbreytt dagskrá um land allt DAGUR símenntunar er hald- inn í dag með fjölbreyttri dag- skrá á um 30 stöðum á landinu. Á meðal þess sem boðið verður upp á er markaðstorg með upp- lýsingum um námsframboð, opnai’ kennslustofur, fyrirlestr- ar, sýnikennsla og námsráðgjöf. Dagskráin tekur mið af stað- háttum og framboði á símennt- un á hverjum stað. Allir dag- skrárstaðirnir verða tengdir saman með fjarfundabúnaði og verður fyrirlestrum víða af landinu varpað um hann. Dag- skráin er opin almenningi og er þátttaka í henni gestum að kostnaðarlausu. Hvatt til símenntunar Markmiðið með deginum er að vekja athygli á gildi símennt- unar og þeim fjölbreyttu mögu- leikum sem fólki standa til boða auk þess sem honum er ætlað að hvetja fólk til að taka þátt í námi til að efla þekkingu sína og færni í atvinnulífinu og/eða til að auka persónulegan þroska og lífshamingju. Dagskráin er einkum ætluð þeim sem lokið hafa grunnnámi og hafið þátt- töku í atvinnulífinu. Um 200 aðilar taka þátt í dag- skránni; skólar, stofnanir, sam- tök og fyrirtæki. MENNT hef- ur umsjón með deginum fyrir hönd verkefnisstjórnar mennta- málaráðuneytis um símenntun, sem stendur fyrir Degi sí- menntunar. Aðalbækistöð Dags símennt- unar í Reykjavík er í Viðskipta- háskóla Islands og Verzlunar- skólanum. Upplýsingar um dag- skrárstaði á landsbyggðinni er að finna í Morgunblaðinu í gær. Dagskráin stendur víðast hvar frá 10 til 17. Greinargóðar upp- lýsingar um hana má finna á vefsíðunni http://mennt.is/si- menntun. Skólastjórar fagna hærra fjárframlagi Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Lausar kennslustofur við Fossvogsskóla fjarlægðar Ný viðbygging tekin í notkun SKÓLASTJÓRAR ísaksskóla, Landakotsskóla og Tjarnarskóla fagna þeirri hækkun sem Fræðslu- ráð Reykjavíkur hefur samþykkt á framlagi borgarinnar til einkaskóla. Þeir segja Ijóst að viðbótarupphæð- in renni beint í rekstur skólanna. Ólíklegt sé að þau hafi í för með sér lækkun skólagjalda. Framlag borgarinnar til skól- anna hækkar úr 120 þúsund krón- um á nemanda í 160 þúsund krónur. Isaksskóli nýtur nokkurrar sér- stöðu nú sem fyrr. Ákveðið hefur verið að borgin greiði 186 þúsund krónur með hverjum nemanda þar þetta skólaár í stað 140 þúsunda sem áður hafði verið samið um. Á næsta skólaári munu framlög til Isaksskóla lækka til samræmis við aðra einkaskóla í borginni. Ólíklegt að skólagjöld lækki í ísaksskóla Edda Huld Sigurðardóttir, skóla- stjóri Isaksskóla, kvaðst ánægð með hækkun framlags borgarinnar í samtali við Morgunblaðið. „Auð- vitað munar miklu að fá 186 þúsund eða 140 þúsund en fyrst og fremst fer þetta í aukinn launakostnað kennara," sagði hún. Edda bendir á að fyrir síðustu mánaðamót fengu grunnskólakennarar í fullu starfi hjá Reykjavíkurborg um 18.000 króna launahækkun á mánuði. „Þessi hækkun hjá Fræðsluráði er fyrst og fremst til að mæta því, svo okkar kennarar og kennarar í öðr- um einkaskólum þyrftu ekki að vera á lægri launum," sagði Edda. Aðspurð hvort hækkunin gæti orðið til þess að skólagjöld lækkuðu svaraði Edda: „Fljótt á litið fæ ég ekki séð að það geti orðið, því mið- ur.“ Hún segir þó ekki gott að fella neina dóma um það að óathuguðu máli, reikna þurfi allt upp aftur út frá hinum nýju forsendum. Reynt að bæta þjónustuna í Landakotsskóla Séra Hjalti Þorkelsson, skóla- stjóri Landakotsskóla, sagðist mjög ánægður með hækkun á framlagi borgarinnar til skólans sem hann segist satt best að segja ekki hafa átt von á. Hjalti gerir ráð fyrir að uþphæðin renni beint til reksturs skólans. „Við reynum náttúrlega að bæta þá þjónustu sem við veitum,“ sagði skólastjórinn. Hann segir að verið sé að athuga hvernig unnt sé að bæta kjör starfsfólksins hlið- stætt við það sem er að gerast í öðr- um grunnskólum Reykjavíkurborg- ar. Hjalti segir ekki útlit fyrir lækk- un skólagjalda í Landakotsskóia. Hjalti segir hag Landakotsskóla mikið hafa breyst til batnaðar eftir að sveitarfélögin tóku yfir rekstur grunnskólanna. „Nú eru jafnir styrkir fyrir alla einkaskólana nema ísaksskóla. Við erum mjög ánægð með þetta og öll okkar sam- skipti við borgaryfirvöld," sagði Hjalti. Fer í daglegan kostnað í Tjarnarskóla Margrét Theodórsdóttir, annar tveggja skólastjóra Tjarnarskóla, segist að sjálfsögðu sátt við hækk- un framlags borgarinnar. Hún fagnar því að borgin komi betur til móts við einkaskólana. Margrét gerir ráð fyrir því að viðbótarupphæðin fari i að standa undir daglegum kostnaði við rekst- ur Tjarnarskóla. „Við höfum alltaf reynt að sníða okkur stakk eftir vexti með tilliti til þeirra fjármuna sem við höfum í höndum. En það verður að segjast eins og er að reksturinn undanfarin ár hefur ver- ið mjög í járnum," sagði Margrét. Hún segir að nú liggi fyrir að gera nýja fjárhagsáætlun með tilliti til hins aukna fjárframlags. Ef svig- rúm gefst segir Margrét koma til greina að bæta kjör kennara við skólann. NÝLEGA voru lausar kennslu- stofur við Fossvogsskóla fjar- lægðar. Ný viðbygging við skól- ann, sem tekin verður í notkun í haust, gerir það að verkum að ekki er lengur þörf á hinum lausu kennslustofum. Átta lausar stofur voru fjar- lægðar nú. Sumar þeirra hafa verið við skólann í um 25 ár, að sögn Óskars Einarssonar skóla- sljóra. Hann fagnar langþráðri stækkun skólans mjög og vonast til að unnt verði að hefja kennslu í níu almennum kennslustofum í nýbyggingunni á næstu dögurn. Smíðakennsla mun fara fram í tveimur lausum stofum fram að áramótum en þá vonast skóla- stjórinn til að sérgreinastofur í nýju byggingunni verði tilbúnar og unnt verði að íjarlægja síð- ustu lausu stofurnar af lóð Foss- vogsskóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.