Morgunblaðið - 28.08.1999, Page 13

Morgunblaðið - 28.08.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 13 FRÉTTIR Iðnaðarráðherra um vald sitt til að afturkalla virkjunarleyfí Leyfíssvipfting fæli í sér lögbrot HAFT var eftir Hjörleifi Guttorms- syni, fyrrverandi alþingismanni og iðnaðarráðherra, í Morgunblaðinu s.l. fimmtudag að iðnaðarráðherra hefði vald til þess að afturkalla út- gefið virkjunarleyfi fyrir Fljótsdals- virkjun og því þyrfti ekki endilega að koma til kasta AJþingis þótt leyf- ið yrði afturkallað og eftir atvikum sett ný skilyrði, t.d. mat á umhverf- isáhrifum virkjunarinnar. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra var spurður út í þessi ummæli Hjörleifs og sagði hann að ráðherra gæti undir vissum kringumstæðum afturkallað slíka heimild. I þessu til- felli væri ekki um það að ræða þar sem það bryti í bága við stjóm- sýslulög. „Samkvæmt 25. grein stjóm- sýslulaga geta stjómvöld afturkall- að ákvörðun sína sem tilkynnt hefur verið aðila máls þegar það er ekki til tjóns fyrir aðila eða ef formgalli er á ákvörðuninni. Það er alveg ljóst að afturköllun á virkjunarleyfi Fljótsdalsvirkjunar væri til tjóns fyrir Landsvirkjun. Þá hefur enginn formgalli enn komið fram á virkjun- arleyfinu sem geri það að verkum að nauðsynlegt sé að afturkalla það. Eg treysti mér ekki til að afturkalla leyfið því þá myndi ég brjóta í bága við stjórnsýslulög," sagði ráðherra og hélt áfram: „Þó svo að virkjunarleyfið yrði dregið til baka myndi það ekki hafa þau áhrif að framkvæmdin þyrfti að fara í mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, vegna þess að grand- völlurinn fyrir heimild Landsvirkj- unar til þess að virkja er lagaheim- ild Alþingis sem samþykkt var með lögum númer 60 árið 1981.“ Utanríkisráðherrar Norðurlanda funda á Egilsstöðum um helgina HAUSTFUNDUR utanrfkisráð- herra Norðurlandanna, undir formennsku Haiidórs Asgríms- sonar utanríkisráðherra, verð- ur haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum dagana 29.-30. ágúst. Samkvæmt venju bjóða nor- rænu ráðherrarnir starfsbræðr- um sínum frá Eystrasaitsríkjun- um tii þátttöku og einnig sér- stökum gesti, sem að þessu sinni verður Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada. Fundur norrænu utanrfldsráð- herranna verður á dagskrá á sunnudag, en á mánudag verð- ur fundað með utanríkisráð- herrum Eystrasaitsríkjanna og utanríkisráðherra Kanada. Meðal umræðuefna á fundi norrænu utanríkisráðherranna verða norrænar áherslur og samstarf innan alþjóða- og svæðisbundinna stofnana, en Is- land fer nú með formennsku í Evrópuráðinu, Noregur í Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) og Finnland í Evrópusambandinu (ESB). Þá verður rætt um svæðisbundna samvinnu á norðurslóðum, stjórnmálaþróunina í Rússlandi, uppbyggingarstarf í Kosovo og fleira. Eftir fundinn er fyrir- hugað að norrænu utanrflds- ráðherrarnir undirriti yfirlýs- ingu, þar sem hvatt verður til þess að þátttaka barna og ung- menna undir 18 ára aldri í her- mennsku verði bönnuð. Á fundinum með utanríkis- ráðherra Kanada mun hann meðal annars fjalla um nauðsyn þess að lögð verði aukin áhersla á „öryggi einstaklingsins" (human security) innan alþjóða- kerfisins, en um er að ræða málaflokk sem Kanada hefur beitt sér sérstaklega fyrir á al- þjóðavettvangi undanfarin ár. Þriðjudaginn 31. ágúst hefst eins dags opinber heimsókn Lloyd AxworthySj utanríkisráð- herra Kanada, á Islandi. Á morgunverðarfundi með Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra verður fjallað um ýmis tvíhliða málefni íslands og Kanada, svo sem fyrirhuguð landafundahátíðahöld í Kanada árið 2000, flugsamgöngur, við- skiptamál og hugsanlega opnun sendiráðs íslands í Kanada og gagnkvæmni Kanada í því sam- bandi. Einnig munu ráðherrarnir fara yfir stöðu samningaviðræðna um fríverslunarsamning EFTA og Kanada, ásamt samvinnu ríkjanna tveggja á alþjóðavett- vangi. Kanadíski utanríkisráð- herrann mun eiga fund með Davíð Oddssyni, forsætisráð- herra. TEGUND: VERÐ: GLS 3d 980.0001 GLX5d 1.020.0001 TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.399.000 KR. Sjálfskiptur 1.519.000 KR. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www. suzukibilar. is SUZUKl SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. Isafjörður: Bllagarður eht.Grænagarði, slmi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, slmi 482 37 00. Rými? Þægindi? Öryggi? Sparneytni? Fjórhjóladrif? Gott endur- söluverð? Óttastu bensínhækkanir? Suzuki bílar eru alltaf á meðal þeirra sparneytnustu WAGON R+ BALENO TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: WAGONR+ 1.099.000 KR. 1,3 GL 3d 1.195.000 KR. WAGONR+4X4 1.299.000 KR. 1,3 GL 4d 1.295.000 KR. 1,6 GLX4d 1.445.000 KR. ÍÓDÝRASTI 4X4 BÍLLINN i 1,6 GLX 4x4 4d 1.575.000 KR. I ÁMARKAÐNUM | 1,6 GLXWAGON 1.495.000 KR. 1,6 GLX WAGON 4x4 1.675.000 KR. VITARA GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: JLX SE 5d 1.830.000 KR. GR.VITARA2,0L 2.179.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. GR. VITARA 2,5 L V6 2.429.000 KR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.