Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Halldór Stefanía Ámundadóttir og Ómar Strange búa bæði við Austurgötu og eru ósátt við byggingarframkvæmdir á Fjarðargötu 19 sem sjást í baksýn hægra megin á myndinni. fbúar í miðbænum óánægðir með byggingu á Fjarðargötu 19 Gagnrýna bæjarstjórn og vilja opið svæði Hafnarfjörður FJÖLMARGIR íbúar í mið- bæ Hafnarfjarðar hafa lýst jdir óánægju með byggingar- framkvæmdir á Fjarðargötu 19, en þar standa nú yfír framkvæmdir við byggingu þriggja hæða verslunar-, þjónustu og íbúðarhúss. Telja íbúarnir að byggingin sé bæði óþörf og ótímabær og gagn- rýna bæjarstjóm harðlega fyrir að veita leyfi fyrir þess- um framkvæmdum. Að mati íbúanna ætti að halda þessum viðkvæma stað í miðbænum opnum og leggja meiri vinnu í að skipuleggja svæðið á þann hátt að full sátt ríki um nýt- ingu lóðarinnar. Bæjarstjóm Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 23. mars sl. að breyta deiliskipu- lagi á lóðinni á þann hátt að stækka grunnflöt fyrirhug- aðrar byggingar úr 420 fm í 600 fm og að húsið hækkaði úr tveimur hæðum og risi í þijár hæðir. Breytingamar vom kynntar á almennum borgarafundi í maí og at- hugasemdum átti að skila inn fyrir 21. maí. Bæjaryfirvöldum bárust þrjú erindi með athugasemd- um frá íbúum í miðbænum. Stór hluti íbúa við Austur- götu óskaði eftir að hætt yrði við bygginguna og telur að hafa megi „einhver græn úti- vistarsvæði í miðbænum" auk þess sem húsið komi til með að skyggja á útsýni yfir höfnina. Þá sendu íbúar á Fjarðargötu 17 inn athuga- semd þar sem fyrirhuguðum breytingum á skipulagi lóðar- innar við Fjarðargötu 19 er harðlega mótmælt. Einnig sendi íbúi á Austurgötu 42 inn fjölmargar athugasemdir og fór fram á að „ekki verði byggt á framangreindri lóð, um sinn a.m.k., en hún verði skipulögð með tilliti til úti- vistar“. Þá telja íbúar á svæðinu að ekki hafi verið kannað til hlítar hvort að gert hafi verið ráð fyrir næg- um bílastæðum vegna nýja hússins og þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Ómar Strange býr á Aust- urgötu 36 og hann, ásamt Stefaníu Ámundadóttur, sem býr á Austurgötu 42, hefur verið í forsvari fyrir óánægða íbúa á svæðinu. Þau eru afar óhress með framgöngu bæj- arstjómarinnar í þessu máli og telja að verið sé að fara af stað með ótímabæra bygg- ingu sem lítil þörf sé fyrir. Þau segjast ósátt við að bærinn skuli leyfa þessa byggingu og telja eðlilegra að bæjaryfirvöld leysi þessa lóð til sín og vinni betur að skipu- lagi svæðisins. Þetta sé vand- meðfarið mál og ekki skyn- samlegt að hrapa að þessu. Að þeirra mati ráða skammtímasjónarmið ferð- inni í þessu máli. Þau benda á að nóg sé af húsnæði í mið- bænum og að erfitt hafi verið að koma öllu húsnæði nýrrar verslunarmiðstöðvar í notk- un. Einnig megi benda á að þeir sem standi að þessari byggingu í dag séu þeir sömu og mótmæltu sem mest byggingu háhýsa og húsa á þessu svæði. Ómar og Stefanía telja að verulegir hagsmunaárekstr- ar séu á ferðinni varðandi bygginguna á Fjarðargötu 19. Þau benda á að lóðin hafi verið í eigu eins bæjarfull- trúa í meirihluta bæjar- stjómar, sem hann seldi byggingaraðilum hússins. Ánnar þeirra sitji sem aðal- maður í bygginganefnd bæj- arins og þar að auki muni ariktekt hússins vera for- maður skipulagsnefndar Hafnarfjarðarbæjar. Að þeirra áliti eiga slík vinnu- brögð ekki að eiga sér stað í nútíma samfélagi. Þau taka þó fram að gagn- rýni þeirra beinist ekki að þessum aðilum, heldur að bæjaryfirvöldum fyrir að standa ekki nógu fagmann- lega að þessu máli. Þau telja að skynsamlegra hefði verið fyrir bæjaryfirvöld að yfir- taka lóðina, þó svo að byggja ætti á henni síðar. Þá hefði verið hægt að vinna málið betur þannig að almenn sátt yrði um ráðstöfun þessa svæðis. Aðkoma að Lindahverfí vand- kvæðum bundin Kópavogur AÐKOMA að Lindahverfi í Kópavogi frá Kringlumýrar- braut er nokkrum vandkvæð- um bundin. Sé komið að hverfinu frá Kringlumýrar- braut þurfa Kópavogsbúar annað hvort að aka í gegnum Digi'anesveg eða Álfhólsveg eða þá taka sér tveggja kfló- metra krók suður á Amar- neshæð og upp á brúna þar til að komast inn í hverfið. Krossað verði yfír eða undir götuna Stefán Ingólfsson arkitekt hefur skrifað bæjaryfirvöld- um í Kópavogi bréf vegna þessa. „Mín hugmynd var sú að krossa yfir götuna á brú eða undir hana í göngum við Lækinn," segir Stefán. „Það er slæmt að vera með gegn- umstreymisumferð í gegnum gamla bæinn. Við Digranes- veginn er mikið af skólum sem valda því að menn verða að fara mjög hægt og við Álf- hólsveginn og Hamraborgina er umferð mjög tafsöm. „Oft er líka mjög mikil umferð við Smáratorgið á annatímum þannig að umferðarmálin eru hálfgerð vandræðamál þarna.“ Góð tenging úr hverfinu Stefán segir að þrátt fyrir að erfitt sé að komast inn í Lindahverfið frá Kringlu- mýrarbraut sé tengingin út úr hverfinu við Hafnarfjarð- arveg og Kringlumýrarbraut mjög greið. „Þeir hafa hugs- að þetta í aðra áttina en ekki í hina,“ segir Stefán. . Hann sagðist ekki hafa fengið viðbrögð við bréfi sínu frá bæjaryftrvöldum en hann hefur verið í sambandi við tæknideild bæjarins og segist hafa fengið þær upplýsingar þar að verið sé að kanna möguleika á að byggja brú til að bæta umferðartengingu við hverfið. Fræðasetur við Stekk? Hafnarfjörður Umhverfisnefnd Hafnar- fjarðar hefur samþykkt að stefnt skuli að því að byggja upp fræðasetur við Stekk á næstu árum. Stekkur er eyði- býli í grennd við Ástjörn. Að sögn Bjarkar Guðmundsdótt- ur, hjá bæjarskipulagi Hafn- arfjarðai-, er hugmyndin að fræðasetrið þjóni grunnskól- um í Hafnarfirði og á höfuð- borgarsvæðinu til að kynna fuglalíf og gróðurfar á vot- lendissvæði í grennd við byggð. Auk fræðsluferða um vot- lendið er hugmyndin að þarna verði miðstöð fyrir kynningu á jarðfræði og náttúrufari í grennd við Hafnarfjörð og miðstöð þar sem hægt verði að hefja náttúruskoðunarferð- ir um nágrennið, Krýsuvík og fleiri staði. Björk sagði að upphaflega hefði Hafnarfjarðarbær sótt um til umhverfisráðuneytisins að gera Náttúrufræðisetur í bænum en þeirri umsókn hefði verið hafnað. Þá hefði umhverfisnefndin gert sam- þykkt um að gera skyldi fræðasetur við Stekk. Við Ástjörn er friðland og fólkvangur; þar er eini varp- staður flórgoðans á suðvest- urhorni landsins. Björk sagð- ist reikna með að í haust yrði málið tekið til frekari með- ferðar og þá færu að mótast áætlanir um hvort og hvernig ráðist verði í uppbygginguna. ------------- 4% hækkun leikskóla- gjalda Hafnarfjörður Leikskólanefnd Hafnar- fjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum 4% hækkun gjaldskrár fyrir leikskóla bæjarins frá og með 1. októ- ber næstkomandi. Eftir hækkunina verður gjaldskráin þannig að fyrir hveija klukkustund í leik- skólavistun verða greiddar 2.100 krónur á mánuði en for- gangshópar greiða 1.225 krónur. Bæjarráð hefur ekki stað- fest hækkunina og málið kom ekki til meðferðar á fundi ráðsins á fimmtudag. Þar var hins vegar samþykkt 10% hækkun námsgjalda í Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar og Námsflokkum Hafnarfjarðar. Portúgalir á hestbaki Morgunblaðið/Arnaldur Portúgalskir sjálfboðaliðar Rauða krossins á hestbaki í Hafnarfirði. Hafnarfjörður UNGIR sjálfboðaliðar Rauða krossins í Portúgal luku ævintýraferð til ís- lands í Hafnarfirði á dög- unum. Portúgalarnir voru hér á landi að endurgjalda kollegum sinum í ung- mennadeild Rauða kross- ins í Reykjavík heimsókn á síðasta ári. Meðan þau dvöldu hér sóttu þau nám- skeið í skyndihjálp, tóku þátt í hlutverkaleikjum og fóru í Þórsmörk. Síðasta daginn var hópnum boðið til Hafnarfjarðar þar sem byrjað var á útreiðartúr hjá íshestum, síðan skoðuð sýningin Þannig var í Byggðasafni bæjarins. Botninn var svo sleginn í ferðalagið í víkingaveislu í Fjöi-ukránni í boði Hafnar- fjarðarbæjar. „Þeim fannst þetta mikil upplifun og voru ánægð með þetta tiltæki," segir Jó- hann Guðni Reynisson, upp- lýsingafulltrúi Hafnarfjarð- arbæjar. Þótt ungmenna- samtök Rauða krossins í Reykjavfk væru gestgjaf- arnir var það Hafnarfjarð- arbær sem tók Portúgalana upp á sína arma. „Þetta er virðingarverð starfsemi fólks sem vinnur ýmis sjálf- boðaliðastörf í þágu samfé- lagsins og þeirra sem minna mega sín þannig að við tókum vel í að bjóða þessum hópi til okkar,“ seg- ir Jóhann Guðni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.