Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ I AKUREYRI Kyrrðarrjóður í Kjarna- skógi vekur athygli KYRRÐARRJÓÐUR, sem séra Bolli Gústavsson, vígslubiskup á Ilólum í Hjaltadal, vígði á 1 jöl- skylduhátíð kirkjumiar í Kjarna- skógi í síðasta mánuði, hefur vakið verðskuldaða athygli og verið vel sótt, að sögn Hallgríms Indriðasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga. „Þetta er virkilega fallegur staður og okkur virðist hann vel sóttur. Þegar ákveðið var að halda kristnitökuhátíð í Kjarna- skógi og reyndar miklu fyrr, var farið að tala um að viðeigandi væri að einhvers staðar í skógin- um væri sérstakur kyrrðarstaður, þar sem folk gæti verið eitt með sjálfu sér," sagði Hallgrúnur. I þessu kyrrðarrjóðri er stór og mikill steinn, sem ber nafnið Kirkjusteinn og sagði Hallgrímur að skógræktarmenn hafi lagt gönguleið að honum en einnig hafi kristnitökunefnd komið að málinu. Á myndinni er Hallgrím- ur að ræða við Málfríði Kristian- sen úr Kópavogi við Kirkjustein- inn en hún var að ná sér í svolít- inn sumarauka fyrir norðan. Rekstur Snæfells hf. í Hrísey til skoðunar Urgur og hræðsla meðal starfsfólks GUÐMUNDUR Gíslason fram- leiðslustjóri Snæfells hf. í Hrísey hefur sagt starfi sínu lausu og þá er mikill urgur og hræðsla meðal ann- ars starfsfólk vegna óvissu með framtíð rekstursins í eynni. Tæplega 50 manns vinna í frystihúsi félagsins MorgunblaðiíWCristján í Hrísey, við pökkun og frystingu og reykingu á laxi og regnbogasilungi. Guðmundur sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa sagt upp vegna óánægju og að hann hafi ekki fundið fyrir nægilegum stuðningi frá for- svarsmönnum fyrirtækisins við starfsemina í Hrísey. Magnús Gauti Gautason framkvæmdastjóri Snæ- fells hefur boðað koma sína út í eyju eftir helgi, þar sem hann mun halda fund með starsfólki. Ymislegt til skoðunar Magnús Gauti sagði að verið væri að skoða ýmsa möguleika til hagræð- ingar í rekstri fyrirtækisins og hann reiknaði með því að málið skýrðist í næstu viku. „Endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir en starfsfólM í Hrís- ey verður tilkynnt fyrst um breyt- ingar ef þær snerta það." Guðmundur sagði að Hríseyingar væru áhyggjufullir yfir framtíð starfseminnar og hefðu helstar áhyggjur af því að pökkunin legðist af en við hana starfa 13 manns að jafnaði og er pakkað upp undir 1.000 tonnum á ári. Guðmundur sagði að kvótastaða Snæfells væri mjög veik gagnvart þeim þremur landvinnslum sem fyrirtækið rekur, í Hrísey, á Dalvík og Stöðvarfirði. Hann sagði að rekstur frystingarinnar hefði ver- ið erfiður og það mætti sjá hringinn í kringum landið að fyrirtæki sem ekki ættu kvóta, lentu helst í vand- ræðum. Og ekki hefði komið byggða- kvóti til staðarins.. Handritasamkeppni Menor og Leikfélags Akureyrar I VETUR fór af stað samkeppni um handrit að einþáttungum á vegum Menor og Leikfélags Akureyrar. Að sögn Ólafs Hall- grímssonar, formanns Menor, rennur skilafrestur ekki út fyrr en 1. október svo áhugasamir hafa enn möguleika á að ganga frá handriti. Fyrir þau handrit sem lenda í þremur fyrstu sætunum eru veitt peningaverðlaun og Enn í fullum gangi verða verkin tekin til flutnings einhvern tímann á næsta ári. Skilyrði til þátttöku er að hand- ritið taki ekki meira en klukku- t&na í flutningi. Þriggja manna dómnefnd mun síðan meta hand- ritin en hún er skipuð þeim Sig- urði Hallmarssyni fyrir hönd Menor, Sigurði Hróarssyni fyrir hönd LA. og Hannesi Erni Blandon, fyrir hönd Bandalags ís- lenskra leikfélaga. Eins og áður sagði hljóta höf- undar þriggja handrita peninga- verðlaun. Fyrstu verðlaun eru 100.000 krónur, en fyrir þau hand- rit sem lenda í öðru og þriðja sæti eru verðlaunin 70.000 krónur fyrir hvort. Handritum skal skila til Leikfélags Akureyrar, Hafnar- stræti 57, 600 Akureyri. Handrit- in skulu merkt með dulnefni en nafni höfundar ásamt heimilis- fangi skal skilað með í lokuðu um- slagi. AKUREYRARBÆR Skóladeild Glerárgötu 26, II. hæð, 600 Akureyri FRA GRUNNSKOLUM AKUREYRAR Nemendur skulu koma í skólana miðvikudaainn 1. september nk. sem hér segir: Nemendur í 2., 3. og 4. bekk klukkan 9.00. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk klukkan 10.30. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk klukkan 13.00. Haft verður samband við heimili þeirra barna sem eiga að fara í 1. bekk og þau og aðstandendur þeirra boðuð til viðtals í skólunum. f Lundarskóla og Oddeyrarskóla verða 1.-9. bekkir og nemendur 10. bekkja f skólahverfum Lundarskóla og Oddeyrarskóla verða f Brekkuskóla. í Giljaskóla verða 1.-6. bekkir. f Brekkuskóla, Glerárskóla og Sfðuskóla verða 1.-10. bekkir. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sfnum fyrsta skóladaginn. Nemendur Brekkuskóla mæti 1. september á sal skólans f Gagnfræðaskólahúsinu. Skólastjórar Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi: Furulundur/Hrísalundur Akurgerði Munkaþverárstræti Melasíða/Múlasíða Huldugil Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600 uppiýsingar, Morgunblaðifl ei ctna dagblaðíð á Isli meðaltali rumlega 54.000 emtok a dagj Hðfuftstððvat þai sem eru yfn 300 Btarfsmðnn, A Akureyrl ei MorgunblaðJð kom fyrsl út AiViikin tit. ei útgefandi Mor^unltlaðsins itarfrækí skrifsto „Við erum aðallega að vinna við pökkun og auðvitað er hægt að færa rök fyrir því bæði að vera með slíka starfsemi hér og ekki. En yfirleitt hafa menn talið betra að vera með fullvinnslu og pökkun á einum og sama staðnum." Guðmundur sagði þó að ekki væri algjört svartnætti framundan en vissulega mætti upplýsingastreymi milli stjórnenda og starfsfólks vera meira. „Það hefur ekki verið gefið út að pökkunin verði aflögð en það eina sem við höfum fengið að heyra er að við fáum fréttir í næstu viku." Reiðhjólaslys á Akureyri LAUST eftir klukkan eitt eftir há- degi í gær var ekið á tólf ára dreng á reiðhjóli á mótum Glerárgötu og Grænugötu á Akureyri. Þær upplýsingar fengust hjá lög- reglunni á Akureyri að drengurinn hugðist hjóla yfir Glerárgötu á gangbraut, sem er án umferðar- ljósa. Bifreið sem þar kom að stopp- aði fyrir drengnum og hann hjólaði af stað. í sömu svifum kom önnur bifreið fram hjá þeirri kyrrstæðu með þeim afleiðingum að ekið var á drenginn. Ekki var kunnugt um hversu al- varieg meiðsli drengsins voru en hann kvartaði yfir eymslum í fótum og baki þegar hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. ? ??------- Garðveisla í Minjasafns- garðinum Á MORGUN, sunnudaginn 29. ágúst, verður haldin garðveisla í til- efni af 100 ára afmæli Minjasafns- garðsins á Akureyri en hann er fyrsta trjáræktarstöð landsins. Dag- skráin stendur frá kl. 14-16 og er öll- um opin. I garðveislunni flytja Krisyán Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Björn Jósef Arnviðarson ávörp og Tómas Ingi Olrich alþingismaður rekur sögu garðsins. Auk þess fræð- ir Hallgrímur Indriðason, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Ey- firðinga, veislugesti um einstök tré í garðinum. Þá verða afhentar viðurkenningar fyrir garða og umhverfi á Akureyri og veislugestum boðið upp á veiting- ar. Að garðveislunni standa Minja- safnið á Akureyri, Skógræktarfélag Eyfirðinga, umhverfisdeild Akureyr- arbæjar og umhverfisnefnd. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA Kvöldguðsþjónusta kl. 21 sunnudaginn 29. ágúst, sr. Svavar A. Jónsson messar. Morgunbæn þriðjudag kl. 9 og kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 fimmtudaginn 2. september, hefst með orgelleik. GLERÁRPRESTAKALL: Kvöldguðsþjónusta sunnudag- inn 29. ágúst kl. 21, sr. Gunn- laugur Garðarsson. HVITASUNNUKIRKJAN: Sunnudaginn 29. ágúst kl. 11:30 „sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar", fyrir alla aldurs- hópa. Vakningasamkoma kl. 20 sama kvöld, Snorri Óskarsson í Betel predikar. Fyrirbæna- þjónusta. HJÁLPRÆÐISHERINN: Bæn sunnudaginn 29. ágúst kl. 19:30 og almenn samkoma kl. 20. ( r r t t h I I f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.