Morgunblaðið - 28.08.1999, Page 20

Morgunblaðið - 28.08.1999, Page 20
20 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Læknir á landsbyggðinni í maraþoni Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Veggmynd prýðir nú gistiheimilið Trölla. Stór veggmynd prýðir gisti- heimilið Trölla Neskaupstað - Nú á dögunum var sett upp stór veggmynd á vestur- hlið gistiheimilisins Trölla í Nes- kaupstað. Myndin, sem er 2 metr- ar á hæð og 2,3 metrar á breidd, gerði Tryggvi Ólafsson, listmál- ari í Kaupmannahöfn, nú nýlega. Það var Sigurður Orlygsson listmálari sem útfærði verkið í stækkaðri mynd í samráði við Tryggva og setti einig upp. Prýði er af myndini sem er hugsuð af Tryggva sem táknræn fyrir starfsemina í húsinu með norð- firskum áhrifum. Veggmyndin er táknræn fyrir starfsemina í húsinu. Uppgreftri við Xrskubúðir að ljúka í sumar Morgunblaðíð/Ólafur Jens Sigurðsson Frá uppgreftrinum á írskubúðum á Snæfellsnesi. Þórshöfn - Jórunn Viðar Valgarsdóttir, starfandi læknir á Þórshöfn í sumara- fleysingum, lét fjarlægðina frá Reykjavík ekki aftra sér frá því að drífa sig í Reykjav- íkurmaraþonið og varð þar fyrst ísl- enskra kvenna í mark, á 3 klst. og 31 mínútu. Það var vel af sér vikið, ekki síst fyrir það að hún fór á bíl sínum á laugardagskvöldi til Akureyrar, þaðan með flugi til Reykjavíkur og aftur til baka á sunnudagskvöldi eftir maraþonið og átti þá eftir að keyra til Þórsh- afnar, um þriggja stunda akstur. En Jórunni er ekki fisjað saman og öll þreytumerki vora af henni þegar hún mætti á heilsugæslustöðina á mánudagsm- orgni. Jórann hefur stundað hlaup í um tíu ár og var Reykjavíkurmaraþ- onið þriðja maraþonið hennar. Hún tók þátt í Mývatnsmaraþoninu í júní sl. og einnig hljóp hún „Laugaveginn" svokallaðan, það er leiðin Landmannalaugar-Þórsm- örk, fyrir mánuði. Það hefur því verið eitt maraþon á mánuði hjá henni þetta sumarið. Hún er félagi í hlaupafélagi Vesturbæjar ásamt manni sínum en núna í ágústmán- uði hleypur hún um Melrakkaslétt- una með kindum og kríum, en þær síðamefndu áttu það til að vera ill- skeyttar við hlauparann. Jórunn og maður hennar, Amar Þór Guðmundsson, hafa séð um læknisþjónustu í Norður-Þingeyj- arsýslu í ágústmánuði en þar eru þrjár heilsugæslustöðvar; það er á Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópa- skeri. Jórunn þjónar Þórshafnar- læknishéraði en Ai-nar er með Raufarhafnar- og Oxarfjarðar- læknishérað. Þetta er í þriðja sinn sem Jórann og Arnar leysa af í sýslunni og segir Jórunn að starf á landsbyggðinni feli í sér meiri fjöl- breytni heldur en á t.d. sjúkrahús- um í Reykjavík. Hjónin era ánægð með dvölina í N-Þingeyjarsýslu og segir Jórunn að landsbyggðin hafi upp á mikið að bjóða: „Það er greinilega mikil uppsveifla í gangi á Þórshöfn; nýr flugvöllur, hafnar- garður og kirkja - svo ekki sé minnst á íþróttahúsið, sem er stór- glæsilegt mannvirki, með frábærri sundlaug, líkamsræktarstöð og ljósabekk. Áreiðanlega mikil lyfti- stöng fyrir bæjarfélagið,“ sagði Jórann. Hún hefur velt fyrir sér að fara í sérfræðinám í heimilislækning- um svo hver veit nema landsbyggðin eigi eftir að njóta starfskrafta þeirra hjónanna að loknu sémámi. Frá Norður-Þing- eyjarsýslu til Nepal - tíu ára draumur rætist Þótt læknishjón- unum líki vel starf- ið á landsbyggðinni þá stefna Jórunn og Ai'nar enn lengra í burtu þeg- ar ráðningartíma þeirra lýkur um næstu mánaðamót. I september fara þau til Nepal og verða þar á göngu í rúma tvo mánuði á eigin vegum. Þau ætla að ganga þekktar göngu- leiðir þar í fjöllunum með bakpoka sína en án leiðsögu- og burðar- manna. Annapurna-hringurinn í Nepal er um 300 km þekkt göngu- leið og þann hring ætla Jórunn og Arnar að ganga og einnig upp að grannbúðum Everest. Þessi ferð hefur verið draumur þeirra frá því þau kynntust fyrir tíu áram og nú láta þau drauminn rætast. Hellissandi - Fornleifauppgröftur við Irskubúðir á Snæfellsnesi hefur staðið yfir undanfarið og fer nú senn að ljúka þetta árið. Fyrir tveimur ár- um kom í ljós að rústir sem þar finn- ast era frá víkingaöld, þ.e. voru ald- ursgreindar frá árunum 850-950. Fornleifafræðistofan undir forystu dr. Bjama F. Einarssonar fornleifa- fræðings hefur staðið fyrir verkinu með fjárstuðningi nokkurra áhuga- samra aðila, aðallega í Snæfellsbæ. Nú er uppgreftrinum að Ijúka og verður ekki haldið áfram með verkið í ár nema úrvinnslu og skýrslugerð. Þegar fréttaritari innti Bjarna eft- ir því hvað uppgröfturinn hefði leitt í ljós kvaðst hann skipta vinnusvæð- inu við Irskubúðir í tvennt, svæði A og B. Á svæði A hefðu þeir grafið tveggja metra skák þvert yfir skál- ann. I þessari skák lentu þeir á dyi'- um, m.a. steinlögðu gólfi og gangi, mjög sérstökum, um tvcggja metra lönjgum. I dyrum fundu þeir þrepskjöld og stóra hellu sem verið hefur yfir dyr- unum sjálfum að innanverðu. Hluti af gólfinu er hellulagður af mönnum en að öðru leyti virðist gólfíð vera bergið sjálft þar sem það nær upp í gólf skálans. Á hellunum situr þó gólfskán. Líklegast er að gangurinn hafi verið þvert á húsið eða skálann sjálf- an. Á svæði B komu þeir niður á tvær stéttir, er önnur grófari og liggur með skálanum sjálfum en hin liggur að öskuhaugnum. Aðeins gafst tími og tækifæri til að narta ut- an í öskuhauginn sjálfan. Bjarni kvað það niðurstöðu þessa fyrsta áfanga uppgraftarins, að það væri al- veg víst að verið væri að grafa í 9. eða 10. aldar skála, tiltölulega stóran eða allt að tuttugu metra langan sem telst þá til stærri skála hérlendis. Skálinn er mjög heillegur og hlað- inn úr sniddu eða streng. Samsetn- ing gripa er sérstæð því nánast finnst ekkert annað en járn og klé- berg og brennd bein, auk brota úr soðsteinum og eldsláttusteinum. Kléberg er af erlendu bergi brotið og var notað í grýtur, kolur, snældusnúða ofl. Að undanskildum nokkrum brenndum beinum eru bein algjör- lega horfin vegna aðstæðna þarna en þó hefur hámerar- eða hákarlstör.n fundist. „Mér þykir klébergið mjög athygl- Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Jórunn Viðar Valgarðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.