Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 23 VIÐSKIPTI \- r h SR-mjöl hf. Milliuppgjör 1999 Rekstrarafkoma Heildartekjur Milljónir króna Rekstrarafkoma Fjármunatekjur (gjöld) Hagnaður (tap) fyrir skatta Hagnaður (tap) eftirskatta Eigið fé í lok tímabilsins____________ Niðurstaða ársreiknings Fjárfestingar í fastafjármunum Afskriftir og niðurfærslur Veltufé frá rekstri Veltufjárhlutfall Eiginfjárhlutfall mSKBmSBiBt Milljónir króna 1999 2.211,8 -36,7 -18,6 -55,3 -59,9 2.930.6 6.290.6 711,5 243,2 140,3 1,26 0,47 1998 Breyting 2.520,4 240,7 -21,2 219,5 154,6 3.023,4 5.036,0 552,2 188,5 390,9 1,57 0,6 -12% -115% -12% -125% ¦138% -3% +25% +29% +29% -64% SR-mjöl rekið með 60 milljóna króna tapi Afkoma samkvæmt væntingum SR-MJÖL hf. var rekið með 60 millj- óna króna tapi á fyrstu sex mánuð- um þessa árs en á sama tímabili í fyrra varð rúmlega 154 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Tap félagsins af reglulegri starfsemi nam 43 milljónum króna en niðurfærsla eignar í hlutdeildarfélögum veldur því að heildartap félagsins er meira. Afkoman fyrir fjármagnsgjöld og fjármagnstekjur hljóðaði upp á 37 milljóna króna tap en á fyrstu sex mánuðum síðasta árs varð 240 millj- óna hagnaður á þessum lið. Heildar- tekjur á fyrstu sex mánuðum þessa árs námu rúmlega 2,2 milljörðum króna en voru til samanburðar 2,5 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Veltufé frá rekstri var 140 milljónir nú en var 390 milljónir á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Hlynur Jónsson Arndal, fjármála- stjóri SR-mjöls, segir að afkoman komi ekki á óvart því eins og margoft hafi komið fram hafi verð á lýsi og mjöli lækkað mikið á árinu. „Lýsi hefur lækkað um 50% miðað við þegar verðið var hvað hæst og mjöl um 20-30%. Við slíkar aðstæður þarf niðurstaðan ekki að koma á óvart. Á síðustu vikum hefur verð á mjöli aftur farið hækkandi og gefur vonir um að botninum sé náð. Það er þó nokkur bót í máli að við tókum á móti 70 þúsund tonnum meira af hráefni nú miðað við í fyrra og vegur það að nokkru upp verðlækkun af- urðanna," segir Hlynur. Kaup í hlutdeildarfélögum minnka hagnað Afskriftir félagsins hafa aukist verulega milli ára og vega þar þungt fjárfestingar í nýjum þurrkurum á Siglufirði og kaup á veiðiskipinu Sveini Benediktssyni, sem landaði í fyrsta sinn hér í lok apríl. í fyrra keypti SR-mjöl hlut í Jökli hf., Valtý Þorsteinssyni hf. Hluti mismunar á kaupverði hlutdeildarfélaga og bók- færðu eigin fé þeirra er gjaldfærður sem sérstakur liður að fjárhæð 17 milljónir og hefur veruleg áhrif á af- komu tímabilsins. Fyrirhugað er að ljúka fram- kvæmdum við löndunaraðstöðu á Siglufirði og Seyðisfirði á árinu og er reiknað með að þær muni kosta um 70 milljónir króna. Að undanskildum kaupunum á Sveini Benediktssyni er reiknað með að heildarfjárfestingar ársins verði innan við 200 milljónir króna. Eigið fé SR-mjöls er nú tæpir 3 milljarðar króna og er eiginfjárhlut- fallið nú 47%. Sex mánaða uppgjör Tanga hf. á Vopnafírði Úr hagnaði í tap af reglulegri starfsemi HAGNAÐUR Tanga hf. á Vopna- firði nam 83,3 milljónum króna en tap af reglulegri starfsemi nam 16,5 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi félagsins á fyrstu 6 mánuðum ársins 1998 nam 86,5 milljónum króna þannig að um veruleg umskipti til hins verra er að ræða. í fréttatilkynningu kemur fram að þessi mikla breyting á milli ára skýrist fyrst og fremst af tvennu. Annars vegar mikilli verðlækkun á mjöli og lýsi og hins vegar að lítið sem ekkert hefur verið fryst af loðnu hjá félaginu það sem af er þessu ári en félagið hefur á undan- förnum árum fjárfest verulega í búnaði til loðnu- og síldarfrystingar. I janúar sl. var gengið frá samn- ingi um kaup á fjölveiðiskipi frá Noregi. Skipinu, sem hlaut nafnið Sunnuberg, er m.a. ætlað að afla fé; laginu veiðireynslu í kolmunna. í staðinn seldi Tangi nótaskipið Vík- urberg GK-1 ásamt 255 þorsk- ígildistonna aflaheimildum. Þá seldi félagið hlutabréf á tímabilinu fyrir 113 milljónir króna og nam sölu- hagnaður vegna þeirra viðskipta um 95,2 milljónum króna. Verri skilyrði í loðnu- og síldarvinnslu Versnandi afkoma Tanga hf. stafar að verulegu leyti af þeim miklu breytingum sem orðið hafa á rekstrarforsendum í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Lækkun afurðaverðs í mjöl- og lýsisvinnslu dregur úr veltu og framlegð bæði í vinnslu- og útgerðarþáttum rekstr- arins. Þá hafði það mikil áhrif á Tangi hf. . Samstæðuuppgjör Tanga hf. o^Bjarnaiiau^f. ^ÉÉÉ I Jr miiliuppgjöri an.-júní 1999 JAN.-JÚNÍ JAN.-JÚNÍ í Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1999 | 1998 Breyting Rekstrartekjur 783,2 936,4 ¦16,4% RekstrargjölrJ 687,81 758,8 ¦9.4% Hagnaður fyrir afskriftir og fjárm.liði 95,4 177,6 ¦46,3% Afskriftir -95,21 -81,8 +16,4% +79.6% Fjármagnsliðir nettó -16,71 -9,3 Hagnaður af reglulegri starfsemi -16,5 86,5 Aðrir llðir 99,7 -1,2 Hagnaður ársins 83,3 85,3 ¦2,3% Efnahagsreikningur 1999 1998 Breyting 1 Eíqnír: 1 Milliónir króna Veltufjármunir 566,5 722,6 2.077,0 ¦21,6% ¦3,6% Fastafjármunir 2.001,9 Eignir samtals 1 Skuldir oa eiaið íé: 1 Milljónir króna Skammtímaskuldlr 2.568,4 | 2.799,6 ¦8,3% 655,21 1.141,3 ¦42,6% Langtímaskuldir 1.266,31 958,5 +32,1% Eigið fé 646,91 699,9 ¦7,6% Skuldir og eigið fé alls 2.568,4 2.799,6 -8,3% Sjóðstreymi og kennitólur 1 Breyting VeltUfé frá rekstri Milljónir króna Veltufjárhlutfall 48,4 i 130,5 -62,9% 0,87 0,63 Eiginfjárhlutfall 25,19% | 25,00% rekstur félagsins að markaðir fyrir frysta loðnu í Rússlandi voru í upp- námi fram eftir árinu en um þessar mundir virðist þó vera að rofa til í þeim málum," að því er fram kemur í fréttatilkynningu. „Það gefur auga leið að ég er ekki ánægður með þessa niðurstöðu sem er nokkru lakari en áætlanir fyrir- tækisins gerðu ráð fyrir. Hvað fram- haldið varðar er alveg ljóst að félag- ið á mikið undir því að úr rætist í markaðsmálum fyrir frystar afurðir og jafnframt hvað varðar mjöl og lýsi. Mjölverð er nú farið að þokast upp á við og aukinnar bjartsýni virð- ist farið að gæta varðandi sölu á frystri loðnu í haust. Endurskoðun rekstraráætlunar félagsins er ekki lokið en þó liggur fyrir að endanleg afkoma ársins er að verulegu leyti háð því hver þróunin verður í veið- um og vinnslu á uppsjávarfiski á síð- ari hluta ársins. Það eru vissulega jákvæðar fréttir að frá áramótum og til dagsins í dag höfum við tekið á móti 64 þúsund tonnum af uppsjáv- arfiski í bræðslu. Þetta er met því áður höfðum við mest tekið á móti 62 þúsund tonnum á heilu ári, sem var árið 1997," er haft eftir Friðriki Mar Guðmundssyni, framkvæmda- stjóri Tanga hf., í fréttatilkynning- Seðlabankinn telur lausa- fjárreglur árangursríkar SEÐLABANKI Islands telur að þær aðgerðir bankans að setja lánastofnunum lausafjárreglur, sem gildi tóku 21. mars síðastliðinn, virðist á góðri leið með að ná þeim markmiðum að bæta lausa- fjárstöðu lánastofnana, lækka erlendar skamm- tímaskuldir og draga úr miklum vexti útlána. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Hagtalna mánað- arins sem Seðlabankinn gefur út. Fram kemur að tilgangur reglnanna sé fyrst og fremst sá að stuðla að varkárni í rekstri lánastofn- ana og koma í veg fyrir að útlán þeirra og fjárfest- ingar séu í óhóflegum mæli fjármagnaðar með skammtímalánum frá öðrum lánastofnunum og Seðlabankanum. Þá hafi reglurnar óbein áhrif á erlenda skammtímastöðu. „Vegna slakrar lausa- fjárstöðu höfðu reglurnar þau áhrif til skamms tíma að rýra útlánagetu lánastofnana, sem voru að sínu leyti æskileg hliðaráhrif. Til lengri tíma er hins vegar ólíklegt að þær hafi slík áhrif, þar sem lánastofnanir munu fmna leiðir til fjármögnunar starfsemi sinnar, sem ekki veikja lausafjárstöð- una," segir í Hagtölum mánaðarins. Ýmsar óæskilegar hliðarverkanir Jafnframt segir að Seðlabankanum hafi verið ljóst að lausafjárreglurnar hefðu ýmsar óæskileg- ar hliðarverkanir, þar sem þær geri greinarmun á markaðsverðbréfum sem í mörgum tilvikum megi telja að séu auðseljanleg á markaði og ættu því að teljast til lauss fjár. Þetta kunni að leiða til þess að vaxtarófið brenglist þar sem eignir sem teljast til lauss fjár verði eftirsóknarverðari en aðrar. Því hafi í samstarfi við Fjármálaeftirlitið og lánastofn- anir verið hleypt af stokkunum vinnu við þróun nýrra reglna um laust fé þar sem laust fé og lausa- fjárskuldir séu metnar með víðtækari hætti. Sú vinna sé vel á veg kornin og hugsanlegt að nýjar reglur geti tekið gildi á komandi vetri. Tekið er fram að Seðlabankinn hyggist þó ekki slaka á þeim varúðarsjónarmiðum sem liggi að baki nú- verandi reglum. I Ilsl ¦ ¦ : H %^. Jf*Pg[ 'i3P.;|| Mm .mW w0-- JHk ÖP 'm%, )kóíínn^f|meðal fjölmargra þátttakenda í degi símenntunar sem haldinn er í dag 28. ^^íjfesfe^tar|iáskQlanumrgegr;t Borgarleiknúsinu. Þar kynnum við tungumála- og llmeð þátttökutá^sýnin^^væðiaOgJ^opnumiKennslustQfíjm- ^BÍlMáiíimrjiáí^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.