Morgunblaðið - 28.08.1999, Page 24

Morgunblaðið - 28.08.1999, Page 24
24 LAU GARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Gunnar Helgi Hálfdanarson hættir um mánaðamótin sem forstjóri Landsbréfa og tekur við fram- kvæmdastjórastarfí hjá Alliance Capital Management International Merking' heima- markaðar hefur breyst Gunnar Helgi Hálfdanarson hefur verið einn af æðstu yfírmönnum Landsbanka- samstæðunnar í áratug, sem forstjóri Landsbréfa og yfirmaður sjóðasviðs bank- ans. Hann hefur nú ákveðið að söðla um og taka við nýju framkvæmdastjórastarfí hjá _____Allianee Capital Management__ International, sem er alþjóðleg markaðs- deild bandaríska sjóðastjórnunarfyrirtæk- isins Alliance Capital Management L.P. (ACM). Oli Jón Jónsson hitti Gunnar Helga að máli og fræddist um vistaskiptin og þær breytingar sem við blasa á fjár- málamörkuðum í Evrópu. GUNNAR HELGI mun hefja störf hjá ACM 1. september næstkomandi og mun stýra uppbygg- ingu viðskiptanets fyrirtækisins á Norðurlöndum. Starfinu mun Gunnar Helgi sinna héðan frá ís- landi og er því ekki að flytjast bú- ferlum í eiginlegum skilningi. Hann tekur við nýju starfi á sama tíma og miklar breytingar eru að verða á því hvemig almenningur í Evrópu hagar peningalegum spamaði sín- um. Þessar breytingar eiga sér að nokkm leyti fyrirmynd í Bandaríkj- unum þar sem „sjóðabyltingin" svo- kallaða hefur gjörbreytt stöðu á fjármálamarkaði undanfama tvo til þrjá áratugi. Lengi var aðeins lítill hluti af spamaði Bandaríkjamanna ávaxtaður í verðbréfasjóðum, til dæmis aðeins um 5% árið 1975. Síð- an hefur staðan hins vegar gjör- breyst og nú era á milli 7 og 8000 verðbréfasjóðir skráðir í landinu. Sú upphæð sem nú er ávöxtuð í þessum sjóðum er talin vera um það bil jafnhá þeirri upphæð sem Bandaríkjamenn eiga inni á banka- reikningum. I kjölfar sjóðabyltingarinnar óx mörgum fjármálafyrirtækjum fisk- ur um hrygg og ný fyrir- tæki komu til sögunnar. Alliance Capital Mana- gement L.P. í New York er eitt þeirra. Alliance Capital var stofnað árið 1971 og og hefur á tæp- lega þremur áratugum náð að verða eitt stærsta sjóðastjórnunarfyrirtæki í heiminum og leiðandi á sínu sviði. Höfuðstöðvar þess eru í New York en fyrirtækið hefur einnig teygt starf- semi sína út fyrir Bandaríkin og rekur nú útibú í yfir 20 löndum. Möguleikar á evrópskum markaði að aukast Talið er að eign Bandaríkja- manna í verðbréfasjóðum svari til um 56% af vergri landsframleiðslu þar í landi en samsvarandi tala fyr- ir íbúa Vestur-Evrópu er um 23%. Á síðustu árum hafa bandarísk fjár- málafyrirtæki í vaxandi mæli farið að líta til Evrópu sem hugsanlegs framtíðarmarkaðar. Hvað veldur þessum aukna áhuga? „Það era einkum tvær ástæður fyrir því að möguleikar sjóðastjóm- unarfyrirtækja á evrópskum mark- aði munu stóraukast á næstu áram. í fyrsta lagi er fólk að taka lífeyris- mál sín í vaxandi mæli í eigin hend- ur sem hefði verið nánast óhugs- andi fyrir 20 árum. Fólk óttast að hefðbundin lífeyriskerfi standi ekki undir lífeyrisgreiðslum með hækk- andi meðalaldri og lausnin hefur falist í sérlausnum, þar sem fólk hefur meiri áhrif á hvernig lífeyris- sparnaði þess er háttað og tekur jafnframt meiri ábyrgð á ávöxtun hans. I raun felur þessi breyting í sér að í stað þess að lífeyrisréttindi ráðist af því hve launþegi hefur unnið lengi og hver laun hans era þegar hann lætur af störfum, eins og víða hefur þekkst í opinberum kerfum, er í vaxandi mæli byggt á kerfi þar sem tengt er saman raun- verulegt framlag launþega og það sem hann fær þegar upp er staðið. Þetta nýja fyrirkomulag er sem sagt nær því sem við þekkjum hér á landi og byggir á blöndu af sam- eignar- og séreignarkerfi. Önnur ástæða er sú að vextir af hefðbundnum spamaðarleiðum hafa verið að hríðlækka á undan- förnum árum. Sem dæmi má nefna að á Ítalíu hafa vextir á ríkisskuldabréf- um fallið úr 12% í 5% á undanförnum árum og evran hefur haft frekari áhrif til lækkunar vaxta í álfunni. Þetta tvennt, óöryggi í lífeyrismálum og lækk- andi vextir, hefur valdið því að hlutabréf, há- vaxtaskuldabréf og verð- bréfasjóðir hafa notið vaxandi vin- sælda sem fjárfestingarkostir. Síð- ustu 24 mánuði er þannig talið að þrisvar sinnum meira fé hafi verið lagt í hlutabréfasjóði en í skulda- bréfasjóði í Evrópu. Jafnvel í Þýskalandi, þar sem fjárfestar eru jafnan taldir vera með því íhaldsamasta sem gerist í álfunni, er búist við að á næstu fimm áram muni eign heimilanna í hlutabréfa- sjóðum tvöfaldast.“ Hver er samkeppnistaða banda- rískra fyrirtækja við þessar breyttu aðstæður? „Áhættuþol fjárfesta í Evrópu er að aukast. Ný tegund af fjárfestum er að koma fram. Aukin reynsla þeirra af hlutabréfamarkaði undan- farin ár hefur leitt til þess að nú gera menn auknar kröfur um þjón- ustu og arðsemi. Að þessu leyti standa sum bandarísk fyrirtæki þeim evrópsku miklu framar. Ávöxtunarsaga margra banda- rískra sjóðastjómunarfyrirtækja er betri en þeirra evrópsku en það er talið munu hjálpa þeim í markaðs- sókninni á næstu árum. Árangur sjóðastjómunarfyrirtækja ræðst gjaman af uppruna þeiiTa og bandaríski markaðurinn hefur skO- að afgerandi bestri ávöxtun á síð- ustu fimmtán árum en sá evrópski. Auðvitað þarf ávöxtun í fortíð ekki að vera vísbending um ávöxtun í framtíð en hún hefur þó sýnt sig hafa mikil áhrif þegai’ vinna á nýja viðskiptavini og markaði. Tilkoma evrunnar hefur auk þess breytt að- stöðu erlendra sjóðastjórnunarfyr- irtækja á evrópska markaðinum. Með evrunni er til dæmis ekki leng- ur nauðsynlegt fyrir bandarísk fyr- irtæki að keppa á 10-12 ólíkum mörkuðum í Evrópu heldur eru efnahagslega mikilvægustu hlutar Evrópu orðnir eða um það bil að verða að einu markaðssvæði. Fyrir þessi fyrirtæki hefur merking hug- taksins heimamarkaður þannig í raun og veru breyst. Við þetta bæt- ist að möguleikar bandarískra fyr- irtækja að vaxa innanlands eru tak- markaðir. Bandarískri markaður- inn er talinn vera nálægt því að vera mettaður og því fyrirsjáanlegt að sjóðastjómunarfyrirtækin verði í vaxandi mæli að berjast um mark- aðshlutdeild sín á milli, vilji þau halda áfram að vaxa þar. Að auki má nefna að evrópskir lífeyrissjóðir hafa gjarnan verið skuldbundnir til að verja ákveðnu hlutfalli af fjármunum sínum í kaup á verðbréfum síns heimalands en nú verða heimildir þeirra væntan- lega rýmri eftir að evran hefur leyst gömlu myntirnar af hólmi. Þetta mun því að líkindum auka eft- irspum og örva framboð á nýjum fjárfestingarkostum og skapa fram- sæknum fyrirtækjum ný tækifæri á markaðinum, ekki síst fyrirtækjum sem eiga uppruna sinn utan Evr- ópu.“ Persónuleg markmið Víkjum að þér sjálfum, hvar kem- ur þú inn í myndina? „Eg hef notið þeirra forréttinda að fá að taka þátt í uppbyggingu verðbréfamarkaðar og þar með fjár- málamarkaðar á íslandi í 23 ár, frá 1976. Þessi tími hefur í senn verið krefjandi og mjög gefandi. Hins vegar er í mínum huga líklegt að tími hinna stóra breytinga á mark- aðnum sé nú senn liðinn. Markaður- inn er nú kominn til nokkurs þroska en framundan er þó tími áframhald- andi endurskipulagningar í fjár- málakerfinu, jafnvel með enn frek- ari samruna fjármálastofnana, sam- hliða því að ríkið selur eignarhluti sína í bönkunum. Breytingar þessu samfara verða eflaust miklar en þær verða með öðra sniði og tæplega jafn afgerandi og þær breytingar sem orðið hafa á síðustu áram. Þótt vissulega verði um mjög spennandi þróun að ræða tel ég að viðfangsefn- in muni ekki uppfylla mín persónu- legu mai’kmið eins og þau horfa við mér nú, 48 ára gömlum. Þess vegna lét ég freistast þegar tækifærið kom og mér bauðst að gerast fram- kvæmdastjóri hjá ACM Intemational. Eg átti sjálfur þátt í að koma á samstarfi milli Landsbankans og ACM á árunum 1993-4 og hef unnið allnáið með sum- um af stjómendum fyrir- tækisins. Alliance Capi- tal er að mínu mati afar áhugavert fyrirtæki og sú fyrir- tækjamenning sem þrífst innan þess er mun evrópskari en í mörgum öðr- um bandarískum fjármálafyrirtækj- um sem ég hef kynnst. Starfið er líka nýtt og ég mun fá gott svigrúm tO að móta það sjálfur, eftir því sem virðist skynsamlegt. Hjá ACM mun ég hafa umsjón með viðskiptaþróunarstarfi og upp- byggingu viðskiptanets fyrirtækis- ins á Norðurlöndum. Þetta mun ég gera í samstarfi við banka og fram- sækin fjármálaíyrirtæki, eitt eða fleiri í hverju landi, og þannig virkja afl ACM til sóknar í þessum heims- hluta. Svið mitt mun heyra undir bækistöðvar fyrirtækisins í London en ég hef lagt á það ríka áherslu að gera út og stýra starfseminni héðan frá íslandi, tO að byrja með að minnsta kosti. Vitanlega mun ég verða mikið á ferðinni og dveljast meira og lengur utanlands en ég hef hingað tO gert. Konan mín Gunn- hildur Lýðsdóttir viðskiptafræðing- ur hefur staðið eins og klettur á bak við þessa ákvörðun mína, enda þótt þetta geti þýtt hálfgert sjómanns- konulíf iyrir hana á köflum." Hvernig eru aðstæður á Norður- löndum? „Aðstæður á Norðurlöndum era á ýmsan hátt sambærOegar við stöð- una hér á landi. Spamaður í verð- bréfasjóðum hefur verið að aukast og mun aukast í nánustu framtíð, eins og annars staðar í Evrópu. Hér á landi námu þær fjárhæðir sem ávaxtaðar era í verðbréfasjóðum 8% af vergri landsframleiðslu 1. júlí í fyrra en vora í vor komnar upp í 12%, aðallega vegna aukinnar þátt- töku stofnanafjárfesta gegnum fjár- vörslulausnir verðbréfafyrirtælq- anna. Aukningin er þannig ekki tO- komin vegna þess að áhugi almenn- ings hér hefði skyndOega aukist og ég tel reyndar að þátttaka almenn- ings í verðbréfasjóðum hér á landi sé heldur minni en t.d. í Noregi og Danmörku, en lfldega meiri en í Finnlandi. Rétt er að hafa í huga að markað- ir á Norðurlöndum eru á margan hátt ólfldr. Til glöggvunar má geta þess að stærð verðbréfasjóða í Nor- egi og Danmörku er um 10%, í Finn- landi ríflega 5%, á meðan hlutfallið er 25% í Svíþjóð. Sænskur hluta- bréfamarkaður er mun þróaðri en hlutabréfamarkaðir á hinum löndun- um, en aftur á móti er Danmörk það land þar sem skuldabréfamarkaður er hvað þróaðastur, svo dæmi séu tekin. Ég tel að það þurfi að beita ólíkum aðferðum við markaðssetn- ingu í hverju landi, tO dæmis hefur sænski markaðurinn augljóslega sérstöðu vegna stærðar sinnar og vegna þess hve hann er gamall og gróinn. Starfsemi mín mun miðast við Noreg og Svíþjóð tO að byrja með, þar bíða mín þegar ákveðin verkefni." Dýrmæt reynsla að starfa fyrir Landsbankann „Menn velta sjálfsagt fyrir sér hvað valdi því að ég hef ákveðið að gefa eftir góða stöðu hér heima og fara að starfa fyrir erlent fyrirtæki. Ástæðan er sú að ég vil verða þátt- takandi í þeirri áhugaverðu þróun sem ég lýsti og fá tækifæri tfl að vinna með einu fremsta fyrirtæki heims á sínu sviði. Árin sem ég hef átt hér hjá Landsbankanum hafa verið góð ár, ég hef yfirleitt starfað með góðu og mjög hæfu fólki og kveð þakklátur fyrir þann tíma sem ég hef fengið tækifæri að starfa fyr- ir Landsbréf og bankann. Lands- banki Islands er mjög merkur banki og á sér langa sögu og ríkar hefð- ir. Hann er sá banki sem hefur haft hvað mest áhrif á uppbyggingu at- vinnulífs í landinu og ver- ið samstarfsfélagi margra ríkisstjóma. Hann hefúr verið atvinnulfií og byggðalögum bakhjarl og sýnt þeim samstöðu í efnahagslegum mótbyr. Það er mjög dýrmæt reynsla að hafa starfað í þessu umhverfi. Mín bíður hins vegar nýtt starf og starfsvettvangur sem mér hefur verið falið að byggja upp. En þó ég sé að skipta um starf mun ég halda áfram að vinna náið með Landsbréf- um og Landsbankanum. Forsvars- menn Landsbankans og ACM hafa lýst yfir eindregnum vilja að auka það góða samstarf sem verið hefur með fyrirtækjunum á liðnum áram. Þar sem Island mun heyra undir mitt starfssvið verður það hlutverk mitt fyrir hönd ACM að stuðla að því að samstarfið geti aukist og dafnað á næstu áram.“ Talið er að eign Banda- ríkjamanna í verðbréfasjóð um svari til um 56% af vergri lands- framleiðslu þar í landi „Ég tel reynd- ar að þátttaka almennings í verðbréfasjóð- um hér á landi sé heldur minni en t.d. I Noregi og Danmörku“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.