Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Utlit er fyrir að langvarandi efnahagsstöðnun í Norður-Kóreu sé að linna Á þriðja hundrað þús- und dóu hungurdauða SeouJ. Reuters. ÞJÓÐHAGSTOFA Suður-Kóreu sagði í gær eina milljón Norður-Kóreumanna hafa látið lífið á ár- unum 1995-1998, þar af má rekja um 270.000 dauðsföll til hungursneyðarinnar miklu er ríkt hefur í landinu undanfarin ár. Orsakir hennar má helst rekja til óskilvirkni í stjórnkerfínu, efna- hagslegrar stöðnunar og einangrunar sósíalísks áætlunarbúskapar Norður-Kóreumanna eftir hrun Sovétríkjanna sem og náttúruhamfaranna sem í kjölfarið fylgdu. Samkvæmt nýjum tölum suður-kórenska seðlabankans er nú útlit fyrir að efnahagstölur sýni jákvæðan hagvöxt í fyrsta skipti á þessum áratug. I skýrslu suður-kóresku þjóðhagstofunnar er áætlað að um sjötíu til áttíu þúsund manns hafí látist árlega úr hungri á árunum 1995-1997. En þær tölur lækkuðu, samfara aukinni matvælaað- stoð alþjóðlegra hjálparstofnana, árið 1998 niður í fjörutíu þúsund. Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóð- anna sagði fyrr í mánuðinum að um tvö af hverj- um þremur börnum undir sjö ára aldri þjáðust enn af vannæringu. Þegar hungursneyðin náði hámarki á milli 1996 og 1997 dóu um 15% allra bama undir fimm ára aldri og af völdum hennar stöðvaðist eðlilegur líkamsvöxtur hjá um 66% sama aldurshóps. Samkvæmt skýrslu Suður- Kóreumanna telja íbúar Norður-Kóreu nú 22,08 milljónir á móti 21,54 milljónum árið 1995 og 20,22 milljónum í byrjun áratugarins. Lífshorfur karlmanna í landinu mældust 59,8 ár að meðaltali árið 1997 en þær voru 63,6 ár fjór- um árum áður eða 1993. Lífshorfur kvenna lækk- uðu úr 69,3 árum í 64,5 á sama tímabili. Árleg mannfjölgun er áætluð 0,58% fyrir tímabilið 1995- 2000 en var 1,27% og 2,23% á árunum 1970-1975. títlit fyrir efnahagsuppgang Hungursneyðin í Norður-Kóreu hefur verið bor- in saman við ástandið í Kína 1958 og Sovétríkj- unum á þriðja áratuginum, enda má rekja ástæðurnar í öllum tilvikunum til kerfisbundinna mistaka í stjórn og efnahagsmálum. Einangrað- ur þjóðarbúskapur Norður-Kóreumanna féll fljótlega saman eftir hrun Sovétríkjanna og efnahagur þeirra stöðvaðist algerlega innan um vaxandi markaði í austanverðri Asíu. Efnahagssérfræðingar telja að nú sé útlit fyr- ir að hagkerfi Norður-Kóreu sé að ná sér eftir tæplega tíu ára stöðnun. Orsakir þess eru tví- þættar, annars vegar aukin samskipti við útlönd og hins vegar aðgerðir stjórnvalda í landbúnað- armálum en bændur fóru einna verst út úr flóð- unum miklu árið 1995 þegar að þúsundir hektara af uppskeru víðsvegar um landið fóru undir vatn. I skýrslu suður-kóreska seðlabankans segir að búast megi við að þjóðarframleiðsla aukist um 1,1% á árinu. Það er mesti vöxtur sem mælst hefur síðan 1990 en hagvöxtur dróst saman um sem nemur 1,8 til 7,7 af hundraði árlega á árun- um 1990 til 1998. , Morgunblaðið/ Bjami J. Bogason Islendingamir Gunnlaugur Geirsson, Bjarni J. Bogason og Svend Richter, sem allir eiga sæti í kennslanefnd Ríkislögreglustjóra, við rannsókn fjöldagrafar í Kosovo. Á myndinni sjást einnig sprengjuleitarsérfræðingar KFOR kanna aðstæður. Rannsókn stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna á fjöldagröfum í Kosovo Þrír íslenskir sér- fræðingar komnir heim ÞRÍR íslenskir sérfræðingar fóru til Kosovo þann 2. ágúst síðastliðinn og dvöldu þar í tvær vikur við rann- sókn meintra voðaverka Serba í héraðinu. íslendingarnir Bjami J. Bogason, aðstoðaryfirlögregluþjónn tæknirannsóknarstofu Ríkislög- reglustjóra, Gunnlaugur Geirsson, prófessor í réttarlæknisfræði, og Svend Richter tannlæknii’, sem allir sitja í kennslanefnd Ríkislögreglu- stjóra, fóru utan til að aðstoða við rannsókn fjöldagrafa, greina dánar- orsakir og bera kennsl á lík sem fundist hafa. Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna óskaði eftir liðsinni lög- regluyfirvalda við rannsókn á meint- um voðaverkum í Kosovo og var beiðnin samþykkt af ríkisstjóminni. I framhaldinu vann embætti Ríkis- lögreglustjóra, í samráði við dóms- og utanríkisráðuneyti að málinu og fjármagnaði utanríkisráðuneytið ferð fulltrúa kennslanefndarinnar ásamt Ríkislögreglustjóra. Islensku þremenningarnir voru við störf í tvær vikur en vinna nú að skýrslugerð. Bjarni Bogason sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að starf þeirra hefði falist í að komast að dánarorsök fórnarlamba sem fundist hafa í fjöldagröfum. Heim- sóttu þeir alls þrjá staði og unnu störf sín í tjaldbúðum sem slegið var upp á hverjum stað. Á einum stað fundust t.d. líkamsleifar ellefu manna sem enn hefur ekki tekist að bera kennsl á. Á öðrum stað fund- ust líkamsleifar í rotþró. „Við söfnuðum saman gögnum eftir stöðluðum vinnubrögðum rannsóknarlögreglumanna, upplýs- ingum heimamanna um hvarf ein- staklinga, útlit þeirra og klæðaburð þegar síðast til þeirra sást.“ Liðs- menn KFOR, friðargæslusveita NATO, voru með íslendingunum og hópi austurrískra sérfræðinga í för, þeim til verndar. Bjami sagðist aldrei hafa unnið við neitt sem líkja mætti við förina til Kosovo. Lík illa útleikin Bandaríska dagblaðið USA Today fjallaði um fjöldagröf þar sem fundust lík sex manna; tveggja bræðra, tveggja kvenna og tveggja barna, og er það sama gröf og Is- lendingamir störfuðu við. Hafði blaðið eftir Shukri Ismajli, bróður mannanna tveggja, að lík þeirra hefðu verið brennd áður en þeim var komið fyrir í gröfinni, að öllum líkindum til að torvelda rannsóknar- störf er fylgt gætu í kjölfarið. Upp- lýsingum vina og vandamanna bar saman um að bræðurnir hefðu verið í hópi manna sem hugði á flótta er þeir voru skotnir. Er nú unnið að úrvinnslu gagna í því máli jafnt og annarra í nánu samstarfi við Austurríkismenn. Niðurstöðurnar verða síðan sendar til Stríðsglæpadómstólsins í Haag. Lundgren leiðtogi sænskra hægrimanna Stokkhólmi. Reuters. BO Lundgren var í gær útnefndur nýr formaður sænska Hægriflokks- ins, sem er helsti stjórnarandstöðu- flokkurinn í Svíþjóð, og tekur hann við stöðunni af Carl Bildt, sem til- kynnti um afsögn sína í síðasta mánuði. Sérstök valnefnd hægrimanna lýsti yfír stuðningi við Lundgren, sem er vel metinn hagfræðingur, og er gert ráð fyrir að kosning hans verði endanlega staðfest á flokks- þingi sem hefst 4. september næst- komandi. Auk Lundgrens var Chris Heist- er útnefndur fyrsti varaformaður og Gunilla Carlsson annar varafor- maður. Þessar breytingar marka al- gera endurnýjun á forystu Hægri- flokksins og vonast flokksmenn til að þær blási vindi í seglin, en hægri- menn hafa mátt dúsa í stjórnarand- stöðu undanfarin fimm ár. Bildt, sem er kunnur af störfum sínum sem sáttasemjari í Bosníu- stríðinu, og sem sendifulltrúi Sa- meinuðu þjóðanna á Balkanskaga, hafði verið leiðtogi Hægriflokksins í þrettán ár. Er gert ráð fyrir að hann einbeiti sér nú enn frekar að störfum á alþjóðavettvangi. Arftaki hans í formannssætinu er 52 ára gamall, kemur frá Skáni í Suður-Svíþjóð og hefur setið á þingi í 24 ár. Hann var ráðherra skatta- mála í ríkisstjóm Bildts 1991-1994. Ekki var hins vegar að sjá að yf- irvofandi breytingar hefðu haft nokkur áhrif á fylgi Hægriflokksins en ný skoðanakönnun, sem birt var í gær, sýndi að flokkurinn nýtur 25% fylgis nú en hafði 23,5% í júní og þar áður 25,5% í maí. Carring- ton gagn- rýnir NATO London. Reuters. CARRINGTON lávarður, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins (NATO), segir að NATO hafí stuðlað að þjóðernishreinsunum Serba í Kosovo, í stað þess að fyrir- byggja þær, með lofthemaði sínum í Júgóslavíu. „Ég tel að loftárásimar hafi valdið þjóðernishreinsununum. Aðgerðir okkar spilltu mjög fyrir,“ sagði Carrington í viðtali í septemberhefti Saga, sem er breskt ferðatímarit fyrir eldri borgara, sem kom út í gær. „Ég tel það mikil mistök að grípa inn í borgarastyrjöld," sagði Carrington í viðtalinu en hann var framkvæmdastjóri NATO 1984-1998, og hafði ver- ið utanríkisráðherra Bretlands 1979-1982. Carrington tók reyndar skýrt fram að hann væri ekki að taka upp hanskann fyrir Serba, sem hann sagði hafa „hegðað sér illa og afar heimskulega" er þeir afnámu sjálfsstjórn Kosovo-héraðs. En Carrington kvaðst hins vegar ekki telja að Slobodan Milos- evic, forseti Júgóslavíu, væri frekar sekur um stríðsglæpi en ýmsir aðrir þjóðarleiðtogar í heiminum. „Ég tel ekki að hann [Milos- evic] sé neitt meiri stríðsglæpa- maður en Tudjman, forseti Króatíu, sem losaði sig við tvö hundmð þúsund Serba í Kra- jina-héraði. Það æsti sig enginn yfir því,“ sagði Carrington.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.