Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 27 ERLENT Pakistön- um sleppt INDVERJAR slepptu í gær úr haldi átta pakistönskum stríðs- föngum, en tvær vikur eru síð- an þeir fyrst buðust til að láta þá lausa sem „góðvildarvott". Pakistönsk stjórnvöld höfðu hins vegar fram að þessu tregð- ast við að taka við föngunum því Indverjar héldu því statt og stöðugt fram að þeir hefðu ver- ið teknir höndum eftir bardaga indverska hersins við skæruliða í fjöllum Kasmír í vor. Þar sem Pakistanar neituðu algerlega að hafa stutt við bak skærulið- anna óttuðust þeir að með því að taka við föngunum væru þeir að viðurkenna stuðning sinn við skæruliðana. Irakar biðla til öryggisráðs ÍRAKAR fóru enn einu sinni fram á það við öryggisráð Sa- meinuðu þjóðanna í gær að það stöðvaði frekari árásir breskra og bandarískra flugsveita á skotmörk í írak, en slíkar árás- ir hafa verið tíðar frá miðjum mánuði yfir flugbannssvæðinu í Norður- og Suður-írak. Jafn- framt sögðust írösk stjórnvöld mótfallin hverjum þeim hug- myndum SÞ sem gerðu aðeins ráð fyrir að lyfta viðskipta- þvingunum á Irak að hluta til. Irakar segja 25 óbreytta borg- ara hafa fallið í árásum Breta og Bandaríkjamanna undan- farnar tvær vikur og áskilja sér rétt til að leita bóta. Bandaríkin harðneita hins vegar að hafa gert árásir á borgaraleg mann- virki. Uosukainen ekki í framboð HINN umdeildi forseti finnska þingsins, Riitta Uosukainen, til- kynnti í gær að hún sæktist ekki lengur eftir útnefningu Hægriflokksins fyrir væntan- legar forsetakosningar. Skv. skoðanakönnunum naut Uosukainen umtalsverðs fylgis meðal almennings en svo virtist hins vegar sem flokkur hennar væri ekki mjög áhugasamur um að hún yrði frambjóðandi hans. Uosukainen skaust upp á stjörnuhimininn í Finnlandi fyrir þremur árum þegar hún ritaði bók, sem var að hluta til skáldskapur, þar sem hún lýsti skilmerkilega ástarleikjum hennar og bónda síns. Nýr El Niíío? SÉRFRÆÐINGAR á vegum Sameinuðu þjóðanna segja þó nokkra hættu á að veðurundur í líkingu við El Nifio, sem olli uppnámi á hagkerfí nokkurra landa í fyrra og hittifyrra, end- urtaki sig. El Nino olli því að hiti sjávar í Kyrrahafinu hækk- aði mjög, með þeim afleiðingum að lönd í einum heimshluta þurftu að eiga við mikla þurrka, á meðan önnur áttu í höggi við mikil flóð. Sjálfsmorð í páfagarði TALSMENN páfagarðs sögðu í gær enga nauðsyn á því að „endurhelga" basilíku heilags Péturs þótt sextugur ítali hefði vanhelgað kirkjuna með því að fremja þar sjálfsmorð á fimmtudag. Fjölmiðlar á ítalíu höfðu leitt að því líkur að skv. kirkjulögum þyrfti að „endur- helga" bygginguna eftir sjálfs- morð. BANDARISKIR rannsakendur efnahagsafbrota hyggjast færa rann- sókn sína á peningaþvætti rúss- neskra glæpahópa í bandarískum og evrópskum bönkum út til Mnna ýmsu áætlana um bandaríska efna- hagsaðstoð við Rússland. Dagblaðið USA Today greindi frá þessu í gær. „Eftir því sem við gröfum meira kemur meira í ljós," hefur blaðið eft- ir háttsettum bandarískum embætt- ismanni, sem er í rannsóknarnefnd- inni. Tjáði hann USA Today að um- fang peningaþvættisins gæti farið yf- ir 15 milljarða bandaríkjadala, and- virði um 1.100 milljarða króna, og náð til mun fleiri bankareikninga en þeirra fimm sem rannsóknin hefur fram að þessu aðallega beinzt að. Að sögn embættismannsins og fleiri manna sem að rannsókninni koma mun tuga milljóna dala einnig vera saknað af sérstökum banka- Umfang peninga- þvættishneyksl- isins eykst reikningi sem stofnaður var af rúss- neskum stjórnvöldum til að geyma afrakstur sölunnar á bandarísku korni í Rússlandi. Eftir mjög slæma uppskeru í Rússlandi í fyrra og gengisfellingu rúblunnar tókst milli Bandaríkjanna og Rússlands í lok síðasta árs sam- komulag um að Bandaríkjamenn létu Rússum hvort tveggja í té, korn og langtímalán, til að fjármagna kaupin á korninu og öðrum vörum. Hljóðaði þessi samningur upp á nærri einn milljarð dala. Hina bandarísku framleiðslu átti síðan að selja á markaðsverði í Rússlandí og það sem kæmi í kassann af þeirri sölu skyldi leggjast inn á hinn sér- staka bankareikning sem áður er nefndur. Rannsakendur telja nú, að sögn USA Today, að þessu fé hafi með ólögmætum hætti verið skotið undan og lagt inn á leynireikninga í „skattaparadísum". Hinir ábyrgu fyrir þessum fjársvikum væru bæði núverandi og fyrrverandi meðlimir rússnesku stjórnarinnar. IMF-fé komið undan Auk þessa hefur USA Today eftir ónafngreindum rannsóknarmönnum í Bandaríkjunum og Bretlandi að þá gruni að hið minnsta tólf háttsettir menn í rússneska stjórnkerfinu hafi komið að minnsta kosti 15 milljórð- um dala undan, þar á meðal nokkrum milijörðum af lánsfé Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), í gegnum tvo banka í New York. Mik- hail Kajanov, fjármálaráðherra Rússlands, hefur vísað því á bug sem rógi að rússnesk stjórnvöld hafi átt nokkurn þátt í svikum með alþjóð- legt lánsfé. Falleg innrótting. Hæöaretilianlegt öryggisbeiti. 4 dyra Hyundai Accent í sérstakri afmælisútgáfu með aukabúnaði að verðmæti 154.990 kr. í kaupbæti. ftf H «J « t & '. seW i Þessarl gja^siieg" afS,a3Usutg^. I 4 dyra Accent afmælisútgáfunni færðu aukalega: • Álfelgur • Vindskeið með bremsuljósi • Geislaspilari • Mottur • Fjarstýrð samlæsing • Vetrardekkástálfelgum Accent4dyra í afmælisútgáfu: 1.199.000 kr. Grjótháls 1 S(mi 575 1200 Söludeild 575 1280 <e> HYunoni 30CS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.