Morgunblaðið - 28.08.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.08.1999, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Ibúi tyrkneska bæjarins Adapazari hjólar framhjá rústum húsa sem eyðilögðust í jarðskjálftanum. Hið mikla tjón sem varð á mönnum og mannvirkjum er að miklu leyti rakið til fúsks í húsasmíði. Fúskarar í húsa- smíði söttir til saka Ist&nbúl, Adapazari. Reuters, AP. TYRKNESK stjómvöld hafa verið beðin að staldra við með að ryðja rústir húsa sem hrundu í jarð- skjálftanum í síðustu viku, til að gefa byggingaeftirlitsmönnum færi á að safna sönnunargögnum um fúsk við byggingu húsanna, en sú skoðun er útbreidd að slíku fúski sé um að kenna hve tjónið varð mikið á mönnum og mannvirkjum. Landssambönd tyrkneskra arki- tekta og verkfræðinga og lög- mannafélag Tyrklands hafa farið fram á það við stjómvöld að þau sjái til þess að rústir húsanna verði ekki fjarlægðar fyrr en eftirlitsmönnum hafi gefízt tækifæri til að leggja mat á tjónið. Erol Cakir, héraðsstjóri Istanbúl, skýrði frá því í gær að hann hefði fyrirskipað sakarannsókn á meintu fúski byggingaverktaka, sem era sagðir hafa í gróðaskyni verið spar- ir á að nota réttu byggingarefnin. „Við geram allt sem í okkar valdi stendur til að réttlætið nái fram að ganga,“ sagði Cakir á blaðamanna- fundi. Borgarstjóri Avcilar-hverfis í Ist- anbúl, sem varð illa úti í skjálftan- um, hefur heitið lögsókn á hendur báðum verktökunum sem byggðu hinar gölluðu byggingar sem hrandu, sem og á hendur fyrri stjóm sveitarfélagsins sem lögðu blessun sína yfir byggingamar sem löglegt íbúðarhúsnæði. I Avcilar, sem og víða annars stað- ar á jarðskjálftasvæðinu í norðvest- urhluta landsins, standa hús sem ekki högguðust í hamfórunum við hlið rústa annarra húsa sem hrandu til granna. Þetta hefur ýtt undir grunsemdir um að ekki væri allt með felldu í byggingabransanum. Nornaveiðar gegn verktökum Mesta reiði íbúanna beinist nú að einum manni, sem virðist vera far- inn í felur. Hann er sagður ábyrgur fyrir byggingu hundraða íbúða á hamfarasvæðinu. „Vilji stjórnvöld endurreisa orðstír sinn í augum al- mennings verða þau að finna og grípa þessa skammarlegu verktaka- nefnu,“ skrifaði dagblaðið Milliyet. Nomaveiðarnar komust á nýtt stig þegar dagblöð hófu að birta nöfn meintra sökudólga. Sum prentuðu heilu nafnalistana. Stórblaðið Hurriyet sagði ósvífna byggingaverktaka nota allt að 40% minna sement i granna nýbygginga en lög gerðu ráð fyrir. Fullyrti blað- ið að niðurstöður eftirlits á vegum byggingamálaráðuneytisins fyrir jarðskjálftann hefðu sýnt, að bygg- ingareglugerðir hefðu verið brotnar við byggingu 91% af öllu íbúðarhús- næði í einkaeigu í landinu. Sérfræðingar í byggingariðnaðin- um í Tyrklandi segjast sannfærðir um, að manntjónið í jarðskjálftan- um hefði orðið miklum mun minna, hefði betur verið vandað til húsa- gerðar á liðnum áram. Tyrkneska byggingamálaráðu- neytið gerir nú ráð fyrir, að til þess að koma þaki yfir höfuð allra þeirra sem urðu heimilislaus í skjálftanum eða treysta sér ekki til að búa áfram í húsum sem stóðu skjálftann naum- lega af sér, þurfi að byggja á bilinu 100.000 til 120.000 nýjar íbúðir. Þar sem í Tyrklandi er miðað við um fímm manns á hvert heimili má ætla að stjórnvöld séu við því búin að heimilislausir af völdum skjálftans verði yfir hálf mUljón. Fram að þessu hefur þó ekki verið gefin upp hærri opinber tala yfir heimUislausa en 200.000. Ný rannsókn á Waco-umsátrinu Frakklandsforseti Vill sam- ræmda her- málastefnu París. Reuters. JACQUES Chirac Frakk- landsforseti hvatti til þess á fimmtudag að ríki Evrópusam- bandsins (ESB) kæmu sér saman um sameiginlega stefnu í her- og vamarmálum í ætt við stefnumið þau er komu fram í tengslum við undirbún- inginn að aðild ríkjanna að Myntbandalagi Evrópu (EMU). Sagði forsetinn að átökin á Balkanskaga fyrr á þessu ári hefðu sýnt glögglega fram á ríka þörf fyrir sameiginlega vamarmálastefnu ESB og her Evrópuríkja. Þykir yfirlýsing Chiracs til marks um aukna áherslu ríkja bandalagsins á að formfesta yfirlýstan vUja tU sameigin- legrar utanríkis- og vamar- málastefnu. BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, og dómsmálaráðuneytið hyggjast hefja nýja rannsókn á um- sátri lögreglunnar um búgarð Da- vids Koresh skammt frá Waco í Texas 1993, sem lauk með því að eldur kom upp í húsunum og sjötíu og sex manns létust. Sjónvarpsstöð- in CNN greindi frá þessu í fyrra- dag. Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist staðráðin í að komast að því hvers vegna það hefði tekið FBI sex ár að viður- kenna að fulltrúar lögreglunnar kynnu að hafa skotið táragaskútum, sem geta verið eldfimir, að megin- byggingunni á búgarðinum daginn sem umsátrinu, er stóð í 51 dag, lauk. Reno kvaðst ekki telja ástæðu tU að ætla að FBI bæri ábyrgð á dauða Koresh og fylgjenda hans en hún sagði það „mjög mikið áhyggjuefni“ að sex árum eftir að FBI hefði neit- að afdráttarlaust væra að koma fram nýjar upp- lýsingar um að eldfim tæki kynnu að hafa verið notuð. Umsátrið um búgarð Koresh hófst eftir að fjór- ir lögreglufulltrú- ar féllu í skotbardaga við fólk á bú- garðinum. FBI staðfesti, fyrr í þessari viku, frétt þess efnis að eld- fimu gasi kynni að hafa verið skotið í grennd við búgarðinn. Hins vegar fullyrti lögreglan að ekkert benti til þess að þetta hefði orðið kveikjan að eldinum í byggingunum, sem vora úr timbri og brunnu hratt. Sú ákvörðun, að Ijúka umsátrinu með árás á búgarðinn, hefur verið umdeUd, og gagnrýnendur hafa haldið því fram að FBI-liðar hafi orðið valdir að eldsvoðanum. Meintar njósnir í höfuðstöðvum NATO Talsmenn NATO neita að tjá sig Brusscl. Reuters. TALSMENN höfuðstöðva Atlants- hafsbandalagsins (NATO) í Brassel vUdu í gær ekki tjá sig um dagblaðs- frétt þess efnis, að njósnari í stjóm- unarstöðu hjá bandalaginu hefði komið upplýsingum um hemaðará- ætlanir þess í Kosovo tU Rússlands. „Við tjáum okkur aldrei um innri öryggismál. Það er hin opinbera stefna og við ætlum okkur ekki að breyta út af henni,“ sagði ónafn- greindur embættismaður banda- lagsins um frétt skozka dagblaðsins The Scotsman. í fréttinni segist blaðið hafa það eftir heimildarmönnum innan NATO að meðal þeima upplýsinga sem Rússar hefðu fengið í hendum- ar væri nákvæm lýsing á fyrirhug- aðri sprengjuárás bandarískra „Stealth“-orrastuflugvéla, en þess- ar upplýsingar hefðu komizt beint áfram í hendur Serba. Þeim hefði m.a. á grandvelli þessara upplýs- inga auðnazt að skjóta niður eina þessara fokdýru þotna bandaríska flughersins, en þær era þannig smíðaðar að mjög erfitt á að vera að greina þær í ratsjá. Samkvæmt heimildum The Scotsman kom háttsettur maður úr her eins NATO-landsins, sem starf- aði við hernaðaráætlanagerð í höf- uðstöðvum bandalagsins á meðan á loftárásunum á Júgóslavíu stóð, upplýsingum til rússnesku leyni- þjónustunnar, en hún kom því síðan til skila til stjómvalda í Belgi’ad hvert skotmark hinnar áformuðu loftárásar væri. Rússneska leyniþjónustan hefur einnig neitað að tjá sig um málið. Gore ekki andvígiir sköpunarsögunni Washington. AP. AL GORE, varaforseti Bandaríkj- anna, segir að hann sé ekki andvíg- ur því að sköpunarsagan sé kennd í almenningsskólum sem hluti af trú- arlegu námsefni, þótt sjálfur að- hyllist hann að þróunarkenningin um tilurð lífsins sé kennd. Talsmaður Gores segir varafor- setann byggja álit sitt á dómsúr- skurði um að kenna megi sköpunar- sögu Biblíunnar sem þátt í trúar- legu námsefni, en ekki sem vísinda- lega kenningu. Það ætti að heyra undir skólastjóm á hverjum stað að ákveða hvert námsefnið væri. Fyrr í þessum mánuði ákvað kennslumálaráð í Kansas-ríki að taka upp nýjar prófviðmiðanir þar sem minna er gert úr vísindalegu mikilvægi þróunar. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur bannað að sköpunarsaga Biblíunnar sé kennd í skólum vegna þess að grandvöllur hennar sé trúarlegur. „Yfírheyrslur“ EÞ yfír nýrn fram- kvæmdastjórn ESB hefjast á mánudag Lið Prodis þreyt- ir „inntökupróf ‘ Brussel. Reuters. VÆNTANLEGIR meðlimir nýrrar framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins (ESB) eru nú að setja sig í stellingar fyrir „inntökupróf' sín í þessar mikilvægu stjórnunarstöður, en í næstu viku hefjast yfirheyrslur Evrópuþingsins yfir þeim, sem fara fram með svipuðum hætti og þegar rannsóknarnefndir öldungadeildar Bandaríkjaþings kalla menn fyrir. I yfirheyrslunum, sem standa yfir í sjö daga og hefjast á mánudaginn, þurfa hinir væntanlegu fram- kvæmdastjómarmeðlimir að sann- færa þingmenn Evrópuþingsins (EÞ) um að þeir séu færir um að byggja aftur upp traust á stjórn- sýslu sambandsins, sem varð fyrir alvarlegum hnekki er framkvæmda- stjórn Jacques Santers sá sig knúna til að segja öll af sér snemma á þessu ári, eftir að ásakanir - eink- um af hálfu Evrópuþingsins - um spillingu og vítavert ábyrgðarleysi innan framkvæmdastjómarinnar voru ítrekaðar í skýrslu óháðrar sérfræðinganefndar. Engin vettlingatök Nýkjörnum fulltrúum á Evrópu- þinginu er nú mikið í mun að sýna og sanna að þeir hafi raunveraleg áhrif, eftir mjög lélega kjörsókn í Evrópuþingkosningunum í júní sl. Þeir era því staðráðnir í að slá hvergi af í yfirheyrslunum yfir hin- um 19 einstaklingum, sem ESB-rík- in 15 hafa tilnefnt í framkvæmda- stjóm Romanos Prodis, fyrrverandi forsætisráðherra Italíu, en útnefn- ing hans sem forseta næstu fram- kvæmdastjómar var staðfest af Evrópuþinginu í maí sl. ***** EVRÓPA1 Þingið hefur ekki vald til að „henda út“ stökum fulltrúum sem tilnefndir hafa verið í framkvæmda- stjómina, en það getur sett veraleg- an þrýsting á Prodi að endurskoða liðsmannaval sitt. Áhrif þingsins á þetta jukust eftir að Amsterdam- sáttmálinn, endurbættur stofnsátt- máli ESB, gekk í gildi í vor. Á sama tíma og Prodi átti undir- búningsfund með sínu liði fyrir yfir- heyrslurnar í gær, föstudag, hétu Evrópuþingmenn því að láta ekkert óupplýst sem skipt gæti máli varð- andi þá einstaklinga sem fara eiga fyrir Evrópusambandinu við upphaf nýrrar aldar. Án þess að búizt sé við því að Evrópuþingið muni ætla sér að teygja enn á þeirri stjórnsýslu- kreppu sem ESB hefur verið í frá því í marz er fastlega reiknað með því að Frakkinn Pascal Lamy, sem fara á með viðskiptamál í nýju framkvæmdastjóminni, megi eiga von á einni hvössustu spurninga- hríðinni er hann er kallaður fyrir yf- irheyrslunefnd EÞ. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Jacques Delors, fyrrverandi forseta fram- kvæmdastjómarinnar, á því tímabili sem nokkur þungvægustu að- finnsluatriði „spillingarskýrslu“ sérfræðinganefndarinnar vora „framin“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.