Morgunblaðið - 28.08.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.08.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 29 NEYTENDUR SAMKVÆMT lögum um réttarað- stoð við einstaklinga til að leita nauðasamninga getur dómsmála- ráðherra veitt einstaklingum rétt- araðstoð í formi fjárhagsstuðnings til að standa straum af kostnaði við að koma á nauðasamningi. Réttar- aðstoðin tekur til kostnaðar af að- stoð við að leita nauðasamnings ásamt tryggingu fyi’ir kostnaði við undirbúning og gerð nauðasamn- ings. Réttaraðstoðin getur þó ekki numið hærri fjárhæð samanlagt en 250.000 krónum handa hverjum umsækjanda (miðað við vísitölu neysluverðs í febrúar 1995, 174,9 stig). 70 einstaklingar leitað aðstoðar Frá gOdistöku laganna hafa um 70 einstaklingar leitað réttai'aðstoð- ar, þar af hafa 45 fengið réttarað- stoð. í lögunum felst mikiisverð réttarbót til handa einstaklingum í greiðsluvanda. Fyrir gildistöku lag- anna höfðu sárafáir nauðasamning- ar komist á fyrir einstaklinga, sem ekki stunda atvinnurekstur. Það má fyrst og fremst rekja til þess að skuldari þarfnast yfirleitt aðstoðar lögmanns til að leggja grundvöll að nauðasamningsumleit- unum og setja fram slíka beiðni. Það er kostnaðarsamt fyrir einstak- ling sem glímir við fjárhagsörðug- leika, auk þess sem hann þarf að leggja fram tryggingu fyrir greiðslu kostnaðai- við undirbúning og gerð nauðasamnings, þ.m.t fyrir þóknun umsjónarmanns með nauðasamn- ingsumleitunum. Þetta hafði reynst einstaklingum ofviða fyrir gildistöku laganna og komið í veg fyrir að nauðasamning- ar hafi reynst þeim það úrræði sem til var ætlast með lögum um nauða- samninga. Þetta úrræði hefur ekki verið kynnt sérstaklega en nú stendur til að ráða á því bót. I prentun er ítarlegur leiðbeininga- bæklingur fyrir einstaklinga í greiðsluvanda. Nauðasamningar Nauðasamningur er samningur um greiðslu skulda eða eftirgjöf á þeim, sem kemst á milli skuldarans og nauðsynlegs meirihluta lánar- drottna hans og hlýtur síðan stað- festingu fyrir dómi. Markmið nauðasamnings er að ráða bót á ógjaldfæmi skuldara og þá einkum með því að lækka skuldir svo bæði verði jafnvægi milli þeirra og eigna og skuldari verði frekar fær um að standa í skilum, eða með því að lengja gjaldfrest eða breyta á annan hátt greiðslukjörum. Heimild með dómsúrskurði Ákvæði gjaldþrotalaga fela í sér að skuldari þarf að afla heimildar dómstóls til að leita slíks samnings, sem er veitt með dómsúrskurði. Samningsumleitanir sem taka við í kjölfarið eru í höndum sérstaks um- sjónarmanns, sem er skipaður af dómstólnum um leið og heimildin er veitt. Nauðsjmlegt hlutfall lánardrottna þarf að greiða samningnum atkvæði sitt, en það hlutfall ræðst hverju sinni með tilliti til samningsskil- mála. Atkvæðismagnið sem þarf til samþykkis er þannig breytilegt eft- ir því hvað eða hversu mikið er boð- ið hverju sinni. Aðalreglan er sú að frumvarp að nauðasamningi þarf að hljóta sama hlutfall atkvæða og nemur eftirgjöf- inni, sem skuldarinn er að leita af samningskröfum, þó aldrei minna en 60% atkvæða. Þetta hlutfall þarf að nást bæði eftir höfðatölu og kröfufjárhæðum atkvæðismanna. Ef skuldari býðst þannig til að greiða 20% af fjórhæð samnings- krafna, Jeitar hann þar með 80% eftirgjafar, som verður til þess að 80% atkvæða þurfa þá að falla til samþykkis frumvarpinu, bæði höfðatöluatkvæði og fjórhæðarat- kvæði, Þess ber vel að gæta að nauða- samningur fyrír skuldara tekur ekki til krafna á hendur þeim, sem gengist hafa í óbyrgð fyrír skuld- ara, Þó falla kröftir tryggðar með veði ekki undir nauðasamning, N auðasamningar þegar skuldir eru of miklar Fjármál heimilanna Eitt þeirra úrræða sem skuldsettum ein- staklinfflim stendur til boða er réttaraðstoð ______til að leita nauðasamninga. Elín____ Sigrún Jónsdóttir segir að í því felist mikilsverð réttarbót. Umsókn um réttaraðstoð Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur látið taka saman umsóknar- eyðublað fyrir þá, sem vilja leita réttarað- stoðar sam- kvæmt lög- um nr. 65/1996. Eyðublaðinu er ætlað að auðvelda um- sækjanda að leggja fram umsókn með lögboðnum upplýsingum. Auk þess gæti skuldari látið fylgja umsókn sinni greinargerð eða sérstaka lista yfir eignir og skuldir, ef það gæfi gleggri mynd af efnahag og aðstæð- um umsækjanda. Það borgar sig að kynna sér leið- beiningar með umsóknar- eyðublaði áð- ur en eyðu- blaðið er út- fyllt. Ef þörf er á upplýs- ingum eða aðstoð við útfylling- una þá getm- fólk leitað til dóms- mála- ráðuneytis eða til Ráð- gjafarstofu um fjármál heimilanna. Elín Sigrún Jónsdóttir forstöðumað- ur Ráðgjafarstofu um fjármái heim- ilanna, skrifar reglulega pistla á neytendasíðu. Pottaplöntu Kercmiiki Jukkur kr. 499 ofsláHur Keramikpottur ki.175 aí Verð áður kr,-349" Sm Burkni Stofuaskur Keramikpottur kr. 1 / 5,,* " Verð áður krt-349" Keramikpottur kr. 3 7 4,“ Verð áður krr-749" Keramikpottur kr. 1 59,- Verð áður Bergflétta kr. 299, J Gullpálmi kr. 49^/ Keramik- pottur kr. 1 75 Verð áður kr^349" Keramik- pottur kr. 1 59 Verð áður krr-299"
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.