Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Spurningar og svör IÐRASÝKINGUM af völdum bakteríunnar kampýlóbakter hefur farið fjölgandi mjög hér á landi síð- ustu þrjú árin. I samtali sem Morg- unblaðið átti í júlímánuði við Karl G. Kristinsson, sérfræðing í sýkla- fræði á rannsóknarstofu Landspít- alans, kom fram að nú eru fleiri lagðir inn á sjúkrahús af völdum þessarar bakteríu hér á landi en af völdum salmonellu. Líkur eru tald- ar á að fjölgun sýkinga megi rekja til meðhöndlunar á hráum kjúklingum og til þess að kjúkling- ar hafí ekki fengið viðeigandi steik- ingu áður en þeirra var neytt. Mat- vælaeftirlit Bandaríkjanna (Food Safety and Inspection Service) sem heyrir undir bandaríska landbún- aðarráðuneytið hefur sent frá sér upplýsingar um kampýlóbakter í formi spurninga og svara og fer það efni hér á eftir nokkuð stytt og endursagt. Hvað er kampýlóbakter? Bakteríuna kampýlóbakter er að fínna í iðrum katta, hunda , fíður- fénaðar, nautgripa, svína, nagdýra, apa, villtra fugla og stundum í mönnum. Bakterían berst með hægðum út í umhverfíð og hana er einnig að fínna í ómeðhöndluðu vatni. Sýkingin sem heitir Campylobacter jejuni á fræðimáli getur verið til staðar í mannslíkam- anum án þess að hún valdi veikind- um. Hvernig er hægt að uppræta bakteríuna? Bakterían er mjög viðkvæm og auðvelt er að eyða henni með því að gegnsteikja matvæli. Hefðbund- in meðhöndlunarkerfi fyrir vatn duga einnig til eyða henni. Ekki er hægt að treysta á að frysting mat- væla dugi til að uppræta bakterí- una. Hins vegar má treysta á að gegnsteiking dugi til þess. Hvaða skaða getur bakterían kampýlóbakter valdið? Bakteríuna kann að vera að finna í iðrum manna og dýra án þess að hún valdi lasleika. Neyti fólk á hinn bóginn ómeðhöndlaðrar mjólkur eða vatns, sem inniheldur bakterí- una eða fugla- og gripakjöts, sem ekki hefur verið gegnsteikt, getur það fengið kampýlóbakter-sýk- ingu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að neysla á mjög litlu magni, aðeins um 500 kampýlóbakter-frumum, getur orðið til þess að viðkomandi veikist. Einkenni sýkingar koma yfírleitt fram 2 til 10 dögum eftir neyslu mengaðra matvæla. Þau eru hiti, höfuð- og vöðvaverkur en síðan fylgir niðurgangur, magaverkur og ógleði. Getur kampýlóbakter-sýking verið banvæn? Já, kampýlóbakter-sýkingar geta leitt til dauða. CDC-stofnunin bandaríska hefur skráð tvö dauðs- föll, sem hlotist hafa af faröldrum er blossað hafa upp á níu ára tíma- bili. Áætluð tíðni dauðsfalla miðað við hver 100.000 tilfelli hefur hins vegar farið lækkandi eftir því sem aukinna gagna hefur verið aflað. Hverjir eru ímestri hættu? Allir geta veikst af völdum kampýlóbakter-sýkingar. Hins vegar eru þeir sem eru með óþroskað eða veiklað ónæmiskerfi svo sem hvítvoðungar eða eldri borgarar í meiri hættu en aðrir. Þetta gildir einnig um þá sem þjást af sjúkdómum á borð við alnæmi, sem berja niður virkni ónæmis- Bakteríuna kampýlóbakter er m.a. að finna í iðrum kjúklinga. Reuters kerfisins. Akveðin krabbameins- meðferð getur einnig haft í för með sér aukna hættu á veikindum af völdum sýkingarinnar. Hvað veldur því að menn veikj- ast af völdum bakteríunnar? Bakteríur á borð við kampýlóbakt- er geta komist í þarma fólks með neyslu mengaðs vatns, ógeril- sneyddrar mjólkur og fugla- eða gripakjöts sem ekki hefur verið gegnsteikt. Efni úr þörmum dýra getur borist á hendur manna klappi þeir þeim. Ónógur hand- þvottur eftir salemisferð getur einnig orðið til þess að viðhalda kampýlóbakter í umferð. Hvaða leið er heppilegust til að koma í veg fyrir kampýlóbakter- sýkingu? Best er einfaldlega að fara að ráð- um heilbrigðisyfirvalda. í nýlegri skýrslu CDC-stofnunarinnar kemur fram það mat að trúlega mætti í koma í veg fyrir 80% til- fella sýkinga með gerilsneyðingu allrar mjólkur og viðeigandi með- höndlun vatns. I skýrslunni segir einnig að rétt meðhöndlun kjúklinga við matseld myndi draga úr fjölda sýkinga. Kampýlóbakter drepst er hitinn í kjarna fugla- og gripakjöts (þar sem bitinn er þykkastur) nær rúmum 70 gráðum á celcíus- kvarða. Flestir kjósa hins vegar að matreiða kjúklinga við meiri hita. Almennt gildir um frystihólf á heimilum að kuldinn þar er ekki nægur til að drepa bakteríuna. Ráð til að drepa kampýlóbakter og koma í veg fyrir veikindi Rétt meðhöndlun og hreinlæti AFSTÝRA má flestum þeim veik- indum, sem fylgja sýkingum af völdum baktería á borð við kampýlóbakter, með réttri með- höndlun matvæla og viðeigandi hreinlæti. Kampýlóbakter lifir í hægðum fólks sem sýkst hefur þannig að það getur dreift bakteríunni með því að þvo ekki nægilega vel hend- ur sínar eftir salernisferð. Bakterí- an getur einnig lifað í matvælum, sem ekki eru steikt nægilega vel og í ógerilsneyddri mjólk. Þriðja smitleiðin er síðan svonefnd kross- mengun en þá er átt við að bakter- ían berist úr smituðum matvælum í ósmituð vegna óaðgætni við með- ferð hráefnisins. Gæta skal þess að nota ávallt hreint fat eða diska, aldrei má flytja kjöt, sem hefur verið steikt, á disk eða fat, sem notað hefur verið undir fugla- eða gripakjöt án þess að hafa verið þvegið vandlega. Jafnan skal gæta þess að frysta matvæli fljótt og vel. Skilyrðislaust á að frysta hrátt gripa- og fugla- kjöt hyggist menn ekki neyta þess innan 1-2 daga. í ísskápum á hitinn að vera um 4 gráður á celcíus- kvarða og í frystikistum 17 stiga frost. Matvæli á að þíða í ísskápnum. Ekki á að þíða matvæli við stofu- hita. Krossmengun má afstýra með því að þvo vandlega hendur og áhöld, Kjöthitamælir gagnlegur Nota ber kjöthitamæli til að fá fram hitastig í kjama kjötsins. Hvað kjöt varðar á hitinn ekki að vera minni en 71 gráða en í kjúklingum 82 gráður. Við þetta hitastig drepst kampýlóbakter og Reuters Sælan getur reynst skammvinn hafi fyllsta hreinlætis ekki verið gætt við meðferð matvælanna. Bakterían kampýlobaltter drepst við gegnsteikingu en ekki er hægt að treysta á að frysting nægi til að uppræta hana. aðrar bakteríur sem kunna að vera í kjötinu. Þetta hitastig á við um hvort heldur maturinn er eldaður í örbylgjuofni, steiktur, grillaður eða forsteiktur. Afganga eiga menn að setja í ís- skáp sem fyrst, neyta innan 3-4 daga en frysta ella. Ef afgangai- eru ekki snæddir kaldir, beint úr ísskápnum, á að hita þá þannig að hitinn í kjarna verði hið minnsta 74 gráður á celcíus-kvarða. Til að minnka hættuna á veikind- um vegna sýkingar af völdum kampýlóbakter eða annarra bakt- ería ættu menn að: • Fylgja grunnreglum öruggrar meðhöndlunar matvæla. Þau á að setja sem íyrst inn í ísskáp eða frysti, kjöt á að gegnsteikja og kæla á það hratt og jafnt. Afstýrið krossmengun með því að þvo vand- lega skurðbretti (plastbretti eru betri en trébretti) og þvoið jafnan vandlega hendur eftir að hafa með- höndlað hrátt kjöt af gripum eða fiðurfénaði. • Drekka ekki ómeðhöndlað vatn úr lækjum eða vötnum. • Drekka ekki ógerilsneydda mjólk. Hvers vegna er ekki unnt strax í upphafí að koma í veg fyrir að kampýlóbakter komist í matvæli? Koma má í veg fyrir sýkingar af völdum kampýlóbakter á ýmsum stöðum í framleiðslu- og sölukerf- inu. Á búum er unnt að draga veru- lega úr líkunum á því að bakterían berist á milli dýra og fugla með viðeigandi hreinlætisráðstöfunum. Það sama á við um gerilsneyðingu mjólkur og meðhöndlun drykkjar- vatns. Bandaríska landbúnaðarráðu- neytið fylgir þeim reglu að inn- kalla beri þau matvæli á smásölu- stiginu sem reynast innihalda bakteríur sem valda veikindum. Hvað eiga þeir að gera sem telja sig hafa fengið kampýlóbakter- sýkingu? Ef einkennin eru til staðar eiga menn að leita til læknis og muna að drekka mikið af vatni. Sýkingin gengur venjulega fljótt yfir og al- menna reglan er sú að sýklalyfjum sé ekki beitt. Geta menn haldið áfram að vinna? Þeir sem vinna við að meðhöndla matvæli eiga að halda sig fjairi vinnustaðnum þar til einkenni sýk- ingarinnar eru horfin. Það sama á við um starfsfólk á barnaheimilum og í heilbrigðiskerfinu. Börn mega ekki fara á barnaheimili eða sækja skóla á meðan þau sýna einkenni sýkingar. r Kampýlóbakter tzj. * Reykingar Hættan af óbeinum reykingum sögð gróflega vanmetin. Sjúkdómar Ætla má að 10-15 þúsund íslendingar þjáist af rósroða. Sykingar Allt um bakteríuna kampýlóbakter og vamir gegn henni. Sálrænir þættir taldir ráða mestu um árangur í íþróttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.