Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AFREKSFÓLK í ÍÞRÓTTUM Jákvæðir þættir í persónuleika íþrótta- manna skipta meira máli en líkamlegt at- gervi. Andinn mikil vægari en efmð Medical Tribune News Service. ÞJÁLFARAR eru almennt þeirr- ar hyggju að sálfræðilegir þættir vegi þyngra en líkamlegt atgervi þegar afreksfólk í íþróttum er annars vegar. Þessi niðurstaða sem kynnt var á ársfundi banda- rískra sálfræðinga þykii- fela í sér skýr skilaboð til foreldra og þjálf- ara í þá veru að skemmtun og iðjusemi geti af sér bæði ham- ingjusamari börn og betri íþrótta- menn en þjálfun sem stöðugt mið- ar að því einu að viðkomandi fari með sigur af hólmi. Könnun þessa vann Shari Young Kuchenbecker, gistipró- fessor við sálfræðideild Pepperdi- ne-háskólans í Bandaríkjunum. I henni tóku þátt 658 þjálfarar ungra íþróttamanna, sem starfa í 43 greinum íþrótta. Þjálfararnir voru beðnir um að velja fímm at- riði af 128, sem þeir teldu mikil- vægust í fari ungs afreksfólks. Helmingur þeirra þátta, sem þjálfararnir gátu valið úr laut að sálrænum eiginleikum enn hinn helmingurinn að líkamlegum hæfíleikum. Niðurstaða þjálfaranna var af- dráttarlaust sú að sálrænir þættir skiptu meira máli en líkamlegir eiginleikar í þessu viðfangi. I efsta sæti varð svarið „hefur un- un af leiknum" en það völdu 43% þátttakenda. Næst komu >vjá- kvætt viðhorf", „tekur leiðsögn vel“, „treystir á eigin hvatningu" og loks „vinnur hart að því að bæta sig.“ Fyrsta atriðið sem þátttakendur nefndu og varðaði líkamlegt atgervi íþróttafólks var númer 19 á lista þeirra. Gagnrýni skaðar Þjálfararnir töldu að gagnrýni og neikvæð umfjöllun þeiiTa sjálfra og foreldra íþróttamanna væru þau atriði sem helst væru til skaða við mótun ungs afreksfólks. Næst kom það álag sem afreks- fólk væri jafnan undir.Þeir, sem unnu að rannsókn þessari, benda á að foreldrar ungra íþrótta- manna hljóti að veita þeim atrið- um, sem þjálfararnir nefna sér- staka athygli. Foreldrar geti þannig beint stuðlað að því að böm þeirra þrói fram með sér já- kvæða þætti í persónuleika sínum. LAUGARDAGUR 28. ÁGIJST 1999 31 Hvad er rósrodi? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Bólgusjúk- dómur Spurning: Fyrirspyrjandi hef- ur rósroða og samhliða honum blóðhlaupin og sár augu. Stund- um er sviðinn nánast óbærileg- ur. Raunar hófust augnvand- ræðin íyrst, eins og oft vill verða með rósroðasjúklinga, áður en húð á nefi og kinnum varð rjóð, bólótt og óþægilega heit, en augnlæknar áttuðu sig ekki, þrátt fyrir að leitað væri til þeirra, sögðu aðeins að sjúkling- urinn hefði fullkomna sjón. Heitir bakstrar á augun og augndropar duga að nokkru leyti, ráð sem lærðust af Netinu en ekki munni íslenskra lækna, en vinna fyrir framan tölvuskjá veldur þurrki og sviða. Kanntu nokkur skárri ráð, önnur en inn- taka fúkalyfja, og ertu sammála um að læknar þekki ekki nægi- lega vel þennan þó afar algenga og hvimleiða sjúkdóm? Svar: Rósroði (rosacea) er lang- vinnur bólgusjúkdómur, af óþekktri orsök, sem byrjar venjulega á miðjum aldri eða síðar og einungis mjög sjaldan hjá fólki undir þrítugu. Sjúk- dómurinn einkennist af háræða- útvíkkun, roða, nöbbum og graftarbólum sem eru venjulega mest áberandi á miðju andlitinu þ.e. á nefi, kinnum og enni. Ein- staka sinnum fylgja sjúkdómn- um bólgur og óþægindi í augum sem geta verið alvarleg og jafn- vel leitt til sjónskerðingar ef ekkert er að gert. Sjúkdómurinn er heldur al- gengari hjá konum en körlum en karlar verða stundum verr úti og geta fengið stórt og óslétt nef sem hefur verið kallað hnúskanef. Þeir sem fá rósroða eru oftast ljósir yfirlitum og ein- staklingar sem hafa mikla til- hneigingu til að roðna eru í auk- inni hættu að fá sjúkdóminn. Sumir roðna í andliti í hita, við geðshræringu, áfengisdi-ykkju, heita drykki eða kryddaðan mat. Þessi andlitsroði getur aukist með tímanum og staðið lengur og lengur og á endanum verið stöðugt til staðar. Ofan í roðann geta svo komið æðavíkkun, nabbar og bólur. Einkennin geta líkst þeim sem koma fram við rauða úlfa og stundum er erfitt að greina þar á milli. Meðferðin byggist aðallega á því að halda bakter- íusýkingum í skefjum og draga úr æðamyndun og roða í húð- inni. Sýkingar eru meðhöndlað- ar með sýklalyfjum, annað hvort tfi inntöku (töflur, hylki) eða sem borin eru á húðina (krem, hlaup) og gengur það yf- irleitt vel. Oft er nauðsynlegt að grípa til langtímameðferðar með sýkíalyfjum. Stundum hjálpar að bera milda stera á húðina en fara þarf varlega og sterkir sterar gera ástandið oft- ast verra. Sumir geta dregið úr óþægindunum með því að forð- ast áfengi, mikið kryddaðan mat eða annað sem hver og einn verður að finna sjálfur. Sólar- ljós gerir rósroða oft verri og má verjast því með því að bera á sig sólarvörn. Ekki get ég dæmt um það hvort íslenska lækna skorti þekkingu á þessum sjúkdómi en það er rétt hjá bréfritara að hann er algengur og ef tölur er- lendis frá gilda hér á landi má gera ráð fyrir að 10-15 þúsund Islendingar séu haldnir rósroða á einhverju stigi. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milii klukkan 10 og 17 ísíma 5691100 og bréfum eða simbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspumir sínar með tölvupósti á netfang Magmísar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. Reuters Vísbendingar hafa komið fram um að óbeinar reykingar séu skaðlegri en áður var talið. Obeinar reykingar auka hættu á heilablóðfalli London. AP. ÓBEINAR reykingar auka hætt- una á því að þeir, sem ekki reykja, fái heilablóðfall um 82% samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Vísindamenn á Nýja Sjálandi segja að þessi niðurstaða þeirra sýni að hættan af óbeinum reykingum sé í rauninni mun meiri en talið hafí verið. I rannsókninni kom einnig fram, að reykingafólki er fjónim sinnum hættara við heilablóðfalli en þeim sem ekki reykja. Fólk sem hafði hætt að reykja fyrir að minnsta kosti tveim árum reynd- ist ekki vera í meiri hættu en þeir sem aidrei höfðu reykt. Vísindamennirnir segja enn- fremur, að hættur reykinga hafi verið gróflega vanmetnar vegna þess að hættan sem fylgi óbein- um reykingum hafi ekki verið tekin með í reikninginn. Margir sem teljist ekki vera reykinga- menn verði fyrir barðinu á reyknum frá reykingamönnun- um. Niðurstöður rannsóknarinn- ar birtust í breska læknaritinu Tobacco Control. Dr. Rodney Jackson, prófessor í faraldursfræði við Háskólann í Auckland og einn höfunda rann- sóknarinnar, segir rannsóknir á áhrifum reykinga hafa verið viil- andi að því leyti, að hinn eiginlegi munur á heilsufari reykingafólks og þeirra sem séu í raun og veru alveg iausir við áhrif sígarettu- reyks, sé meiri en reiknað hafi verið með. ISAFJÖRÐUR: BÍJasala Jóels ísafjarðar- flugvelli Sími 456 4712 SAUÐÁRKROKUR: Bifreiða- verkstæðið Áki Sæmundargötu 16 Sími 453 1541 AKUREYRI: Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5a Sími 461 2960 EGILSSTAÐIR: Vélaverkstæðið Víkingur Lyngási Simi 471 1244 REYÐARFJORÐUR Lykill Búðareyri 25 Sími 474 1199 HÖFN: Bílverk Víkurbraut 4 Sími 4781990 SELFOSS: Betri bílasalan Hrísmýri 2 Sími 482 3100 KEFLAVIK: Bílasala Reykjaness Hafnargötu 88 Sími 421 6560 AKRANES: Björn Lárusson Esjubraut 45 Sími: 431 1650 REYKJAVIK: Bílahúsið Sævar- höfða 2 Sími 525 8000 BORGARNES: Bílasala Vesturlands Borgarbraut Sími: 437 1577 á notuðum bílum Vegna ótrúlegrar sölu á nýjum bílum frá Ingvari Helgasyni og Bílheimum seljum við fjölda notaðra bíla í öllum verðflokkum með um land allt alvöru afslætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.