Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 LISTMUNIR Á LAUGARDEGI Með stjómarbyltingunni í Frakklandi jókst aðdáun á fornum listum og náði hámarki í valdatíð Napóle- ons keisara. Sigríður Ingvarsdóttir fjallar hér um keisarastílinn í hús- gagnagerð, frá hrein-klass- íska stílnum til borgara- legra makinda. Rúm í keisarastíl sem er úr mahóni og Iagið minnir á bát. Svefnherbergi Josephine, eiginkonu Napóleons, í Malmaison-kastalan- um. Rúmið er smíðað af Francois Honoró-George Jacob-Demalter. Má vera að það hafl verið hannað af Bernhault sem hannaði rúm Juliette Récamier. En á því rúmi er einnig að finna gyllta svani. Gólfteppið er í Savonnerie-stflnum og var framleitt í Beauvais-verksmiðjunni. gömlu hirðinni. Engu að síður voru ungsdæmið, eins og Georges Jacob, húsgagnasmiðir sem höfðu gert sem héldu áfram að smíða húsgögn í bestu húsgögnin fyrir gamla kon- einfaldari stíl en áður hafði tíðkast. Keisarastíllinn FRANSKA stjórnarbylting- in árið 1789 hafði víðtæk áhrif á allar listgreinar, þar á meðal húsgagnagerð. Að- dáunin á fomum listum jókst til mik- illa muna og náði hámarki um það leyti, sem Napóleon gerðist keisari. Oft var um að ræða beinar stælingar eftir fomum fyrirmyndum. Þetta olli því, að nýr stíll skapaðist sem fékk nafnið keisarastíll (empire). Grikk- land og Róm hin forna verða bylting- armönnunum fyrirmyndir karl- mennsku og hörku. Byltingartíminn leitaði til fornaldarinnar, til þess að túlka og ítreka þjóðfélagsstefhu sína. Ekkert var til sparað af táknrænum gervum, grímum, ölturum, tröppum og tjöldum. Með frönsku byltingunni má segja að blómatímabilinu í franskri hús- gagnagerð hafi lokið. Lítil eftirspum var eftir nýjum húsgögnum og nýju stjórninni var mikið í mun að fjar- lægja húsgögn sem höfðu tilheyrt fyrri einvaldskonungum. Þegar bylt- ingin skall á neyddust margir listiðn- aðarmenn sem höfðu starfað við kon- ungshirðina til að flýja Frakkland. Misstu Frakkar þá álitlegan hluta sinna hæfustu handverksmanna. Engu að síður vom nokkrir listiðn- aðarmenn sem héldu áfram að starfa í Frakklandi. Húsgagnasmiðurinn Riesener hélt áfram störfum sínum hjá nýju stjóminni, en starf hans fólst fyrst og fremst í því að fjar- lægja konungleg merki og stimpla af húsgögnum sem höfðu tilheyrt Svefnherbergi frú Recamier, í hreinræktuðum keisarastfl. Skrifborð úr mahóní í keisarastflnum frá byijun 19. aldarinnar, merkt Youf. Draumalandið DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Og leyf mér þig að leiða til landsins fjalia heiða í ljóði Guðmundar Magnússonar birtist sú innri fegurð sem kviknar í hjarta þess sem ann landi sínu af einlægni, án hroka eigin- girni og þjóðrembu. Þegar undurblítt lag Sigfúsar Einarssonar hljómar við það fyrir hádegisfréttir, opnast land draumsins fyrir hugskotssjónum og um mann hríslast furðuleg firn. Landið sem svo vel er kveðið um og tónað er Draumaland þeirra sem á drauminn trúa, þeirra sem skynja eðli steinsins og form þúfunnar, grósku þess smágera, eitt titrandi strá. Hið smáa sem þenur sig út og yfir mann hvelfast hrikaleg fjöll, þrumandi fossar og jöklar á þönum um niðdimma nótt. ísland er draumi líkast og draumurinn er sem spegilmynd af þessu landi elds og ísa. Draumalandið sem birtist í hugskoti svefnsins brýnir mann að fanga hið smáa, finna mátt þess og skynja megin þau sem í dimmum gljúfrum dvelja, þekkja öflin sem í hásölum kyrja og skilja þá huldu krafta sem á við heiðavötnin blá. I þessum ranni draums og veruleika má finna sér- stæða vin, aldingarð þess tíma þegar þús- und árin eru fullnuð og fugl eilífðarinnar brýnir gogg sinn enn einu sinni á fjalli draumsins. Þá er það augnablik runnið upp Þar er mitt Draumaland. MyndÆristján Kristjánsson að draumurinn verður sem vaka og raun- veruleiki þessa lands sem draumur þess draums er hvatti menn forðum að þenja draumaseglin. Draumur „Glóu“ Mig dreymdi að mikil tíðindi voru í upp- siglingu hjá mannkyninu. Það var mjög sér- stakt andrúmsloft í þjóðfélaginu, menn vissu að eitthvað mikið var að fara að gerast. Lit- irnir hér á jörð voru eins og mynstur, það sveif dulúð yfir vötnum. Timinn virtist eins og hafa hægt á sér, menn væntu einhvers í þögulla umhverfi en við eigum að venjast. Ég var hér líka og ákvað að sjá Atburðinn nær og með berum augum. Það var einhver með mér, líklega maðurinn minn. Við ákváðum að fara á þann stað þar sem við sæjum Atburð- inn vel. Það er möguleiki að við höfum farið af jörðinni til að sjá betur og nær. Við stóðum ein í auðn og Atburðurinn sem við sáum var vægast sagt stórkostlegur. Við sáum mörg tungl mjög nálægt okkur raða sér upp af stærðfræðilegri nákvæmni. Mér fannst þessi tungl tengjast Júpíter, þau voru á litinn eins og myndir þær sem ég hef séð af Júpíter. Þetta voru mjög fallegar plánetur. Þessi tungl fluttu sig úr stað á miklum hraða og röðuðu sér upp nálægt okkur (sjá mynd). Mér var sagt að þetta gerðist á vissu árabili og væri mjög sérstakt þó ekki sé meira sagt að verða vitni að þessu. Mér varð á orði hversu undursamlegt væri að búið væri að reikna Atburðinn út, að mér fannst af ná- kvæmni. í því lít ég á klukkuna og sé að það skeikar um það bil þrem mínútum. Mér fannst það ekki mikið og hugsaði að klukkur væru ekki svo nákvæmar en þessi atburður var alveg nákvæmur. Ráðning Nokkuð hefur verið hér um drauma sem boða miklar breytingar, drauma um trúar- legt ívaf eða röskun á náttúru. Þessi draum- ur þinn virðist af sama toga en er þó veru- lega frábrugðinn fyrri draumum því hann er 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.