Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 33
4r MORGUNBLAÐIÐ Stólar í keisarastíl frá byrjun 19. aldar, merktir Jacob. ..... •-. ! •!*! 'l •«• . LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 33 Það var ekki fyrr en Napóleon gerðist fyrsti konsúll að franska hús- gagnagerðin tók að lifna við. Þannig tók keisarastíllinn við af hrein-klass- íska stílnum. Ströng lýðveldisform voru látin víkja fyrir keisaralegum íburði. Svefnherbergi Napóleons var gert eins og rómverskt hertjald. Og hann reisti rómverska sigurboga. Arkitektarnir Percier og Fontaine teiknuðu hringekjusigurboga við Louvre sem var eftirlíking á Kon- stantínusarboga, Chalgrin hóf gerð Sigurbogans, en sigursúlur Róm- verja voru reistar á Vendome-torg- inu í París. I keisarastflnum jókst skraut- munstrið í húsgögnum sem átti að vera eftirmynd skrautstfls Agústar. Tekin voru upp rómversk hermerki með örnum og úlfum. Kommóðan tók á sig mynd fornaldarhofs og skrifborðið verður að heiðnu altari. Eftir Egyptalandsferð Napóleons komust sfinxar í tísku. Skápar, kommóður og aðrar hirslur í keisara- stflnum voru mjög þung, stóðu oftast á heilum ramma, sem féllu þétt að gólfinu, oft voru þéttar hálfsúlur á báðum hornum þeirra að framan. Mjóir látúnslistar, rósir og annað úr látúni, voru áberandi skreytingar í keisarastílnum. Fætur undir stólum, bekkjum og borðum voru oftast beinar, ýmist ferhyrndar eða rennd- ar. Stæling á dýrafótum kom þó einnig fyrir, sérstaklega á húsgögn- um í franska keisarastílnum. Viður- inn var oftast úr mahóní, að jafnaði látinn halda sínum eðlilega lit. Hvít- máluð húsgögn voru einnig nokkuð algeng. Keisarastíllinn lifði vorblóma sinn í Frakklandi, en barst fljótlega til flestra landa álfunnar. Heimili Recamier-hjónanna - keisarastfllinn sprottinn upp Miklar endurbætur voru gerðar á Kommóða í keisarastíl frá 1805. Skatthol í keisarastíl eftir húsgagnasmiðinn Adam Weisweiler. byggingum í París sem höfðu orðið fyrir verulegum skemmdum í bylt- ingunni. Eftir byltinguna var byrjað að endurbyggja þær. í mórgum til- fellum tókust endurbyggingar frá- bærlega vel. Ein þessara bygginga var Hotel Recamier sem varð heimili bankastjórans Recamier og eigin- konu hans, Juliette. Arkitektinn Louis Berthault sem hafði verið nemandi Charles Percier var feng- inn til að endurhanna húsið. Arið 1798 var hafist handa við að hanna heimili þeirra sem bar vott um ótrú- lega listræna fágun og nýjungar í stflbrigðum. Mesta athygli vakti svefnherbergi frú Recamier. Her- bergið var málað í léttum pasteltón- um, vítt var til veggja og hátt til lofts, háir speglar. Rúmið var úr ma- hóní, gyllt málmskreytingin minnti á svani og útlínur rúmsins minntu á bát. Þetta var fyrsta rúm sinnar teg- undar sem var hannað í þessum stíl og átti eftir að hafa gífurleg áhrif varðandi keisarastílinn og margir húsgagnasmiðir stældu þetta rúm. Stólarnir og „chaise-lounginn" voru eftir Jacob-bræðurna. Eiginkonan Juliette Recamier þótti ein fegursta kona síns tíma. Hún var gædd ótrúlegri listrænni fágun og á stuttum tíma varð heimili þeirra hjóna einn hreinræktaðasti varði keisarastflsins éins og hann varð fullmótaður. Húsgögnin voru hönnuð af Mernhault og smíðuð af Jacob-bræðrunum sem höfðu starfað við hirð Lúðvíks XVI. Heimili þeiira þótti það glæsilegasta í París. Alla fýsti að sjá glæsilegt heimili þeirra og sjón var sögu ríkari. Arkitektarnir Percier og Fontaine Hæst skreytilistamanna á keis- aratímabilinu bar arkitektana Charles Percier og Pierre-Francois Leonard Fontaine. Þeir höfðu báðir lært við Antoine Peyre's skólann í Frakklandi þar sem Percier vann Grand Prix de Rome sem veitti hon- um inngöngu í franska listaháskól- ann í Róm. Fontaine fylgdi honum til Rómar þar sem þeir dvöldu í nokkur ár. Til Rómar lágu leiðir allra ungra og upprennandi lista- manna til framhaldsnáms. Þegar þeir sneru aftur til Frakklands höfðu þeir í fórum sínum dýrmætar teikningar af uppgreftrinum í Pompei og Herlulaneum, sem gróf- ust undir hraunflóði úr Vesúvíusi ár- ið 79 eftir Krists burð. Teikningar þeirra náðu mikilli útbreiðslu. Fontaine hafði einnig verið búsettur nokkur ár í Englandi þar sem hann kynnti sér nútímalist og vingaðist við bresku arkitektana Robert Adam og Thomas Hope. Þetta út- skýrir svipuð áhrif í skreytingalist á umræddu tímabili í Bretlandi og Frakklandi. Eins og borgarastéttin gengu þeir í þjónustu Napóleons, og gerðust hirðarkitektar hans. Þeir voru næstum einráðir í túlkun keis- arastílsins. Segja má að samvinna þeirra Percier og Fontaine hafi ver- ið einstök. Fontaine var hinn verald- legi og viðskiptalega sinnaði arki- tekt, meðan Percier, gæddur ein- stökum listrænum hæfileikum, lagði fram teikningar af skreytingum og húsgögnum. Þeir félagar voru ein- stakir í sinni röð og stfll þeirra var nýstárlegur. Það var hins vegar ekki fyrr en á ræðismannsárum Napóleons, þegar Josephine de Beauharnais, eigin- kona Napoleons, festi kaup á Mal- maison-kastalanum árið 1799, að Percier og Fontaine voru fengnir til að endurhanna kastalann og hönn- uðu húsgögn þar sem ekkert var til sparað. Reis þar annar hreinræktað- ur yarði fransks keisarastíls. Eftir að hafa stjórnað skreytingum á Malma- ison-kastalanum voru þeir fengnir til að endurhanna Tuileries sem var að- albygging keisaradæmisins. Þeir stjórnuðu endurhönnun Louvre-hall- arinnar, Fontainebleu og Saint Cloud. Þeir sögðu fyrir um skreyt- ingar í smáatriðum, teiknuðu hús- gögn, skrautlista og myndvefnað. Með framlagi þeirra félaga náði keis- arastíllinn hámarki. Þeim urðu til þess fremur en nokkur annar að keisarastfllinn náði miklum áhrifum í Evrópu. Áhrifa þeirar hefur oft verið líkt við Charles Le Brun sem stjórn- aði byggingarlist í Frakklandi í tíð Lúðviks XIV. fyrst og fremst persónulegur þótt í honum leynist stærri sannleikur. Draumurinn gef- ur í skyn að þú munir sjá hlutina í víðara samhengi en áður og ná þannig að forma þig betur á braut lífsins. Koma skipulagi á hugsanir þínar og gerðir á þann veg sem þér er ætlað. I stærra samhengi má svo sjá drauminn sem boðun um almenna vitundar- vakningu, að eitthvert ákveðið atvik geri fólk lens svo hugur þess þurfi að hraðvinna allt upp á nýtt, meta gildin frá nýju horni fyrir nýja stefnu. Plánetan Júpíter sem virðist þarna afgerandi þáttur stendur fyrir þekkingu, æðri menntun, heimspeki, rök- hugsun, málakunnáttu og yfirsýn sem eru ígildi þeirra afla sem eru hvað mest áber- andi hjá meðvituðum og vakandi einstak- lingi líkt og þessi draumur boðar. Draumar frá „Marz" 1. janúar: Ég og sambýlismaður minn er- um í útlöndum. Við erum á gangi fram hjá búðargluggum þegar maður kemur og kast- ar steini í rúðu sem brotnar með miklum látum. Maðurinn minn segir mér að forða mér strax, hlaupa burt. En ég segi að ég fari ekki nema hann komi líka. Hann segir að ég verði að forða mér svo að ég náist ekki, svo ég hleyp burtu en hann verður eft- ir. 2. febrúar: Sambýlismaður minn kemur með demanta til mín og segir að þeir séu fimmtán og hann ætli að gefa mér þá og setja í hring. Hann lætur þá í lófa minn. 3. maí: Ég stend á brún á háu fjalli þver- hníptu og held á kaðli. Sambýlismaður minn hangir í honum og ég er að reyna að draga hann upp. Eg hvet hann áfram, hann lítur á Mynd/Glóa mig smástund, reynir að halda áfram en svo sleppir hann takinu og hverfur niður. 4. maí: Eg sit úti í garði heima hjá for- eldrum mínum (þetta er ekki þeirra heimili) og það er sólskin. Ég lít upp og þá sé ég fyrrverandi sambýlismann minn hinum megin við götuna og þar er húsið hans. Hann er eitthvað að sýsla þar fyrir utan, svo labbar hann yfir götuna og fer að vökva rauðar rósir í garði foreldra minna, en stendur fyrir utan garðinn hinum megin við hekkið. Dóttir mín stendur við hliðina á honum og hann sýnir henni áhuga, reynir að tala við hana að mér sýnist. Eg stend upp og segi við systur mína, sérðu, nú er hann að þykjast hafa áhuga á henni, svo geng ég þangað en þar er enginn. Ég fer yf- ir götuna að hans húsi, þar stendur hvítur bíll og mér finnst þetta ekki vera húsið hans, ég geng fyrir hornið og fram hjá glugga sem er fullur af syndandi fiskum. Síðan byrjar að snjóa eða rigna. Ráðning Þessir fjórir draumar spegla sögu þína liðið ár en með lengri aðdraganda í báða enda (demantarnir 15). Þeir túlka tilfinningasam- band þitt við mann og í fyrstu þrem draumunum má sjá að þú sért nokkuð sér- lunduð persóna með móðurlega og vernd- andi þætti í þér en einnig smáraggeit. Þessir þættir koma fram þegar sambýlis- maður þinn lendir í erfiðleikum, þá ertu bæði hvetjandi og verndandi (þriðji og fyrsti draumur) en jafnframt úthaldslaus, snögg að sleppa (draumur 3) og hlaupa frá öllu (draumur 1) þegar ytri aðstæður ýta á þig (maðurinn sem henti steini í rúðuna). Fjórði draumurinn talar svo fyrir þína hönd. Hann segir að tilfinningar þínar til mannsins sem þú virðist hafa slitið samskipt- um við, séu enn sterkar og í raun sértu ekki sátt við þau málakok sem orðið hafa. Fram- haldið er svo að þú munir eiga í verulegum erfiðleikum að gera upp hug þinn og hjarta. Þar sem draumarnir blandast mjög fyrr- nefndum sambýlismanni, litast þeir af. hon- um og sú litun gefur í skyn eirðarlausan og áhrifagjarnan einstakling sem þurfi stað- fastan maka. Fiskarnir sem syntu um glugg- ann benda til að reynsla þín af komandi vetri uppskeri þá staðfestu sem þig virðist hafa skort til þessa og ný öld verði tími hamingju (draumur 2). „Draumamissir" sendir draum Þannig er að það er alveg sama hvar ég er í draumnum, en skyndilega kemur þrýstingur á allan tanngarðinn og allar tennurnar losna úr og ég geri ekki annað en að spýta þeim út úr mér. Svona er þetta alltaf þegar mig dreymir þennan draum nema um daginn þá breyttist þetta aðeins því þá var þetta eins með þrýstinginn, nema að ég mundi í draumnum að mig hefði dreymt þetta og ég hélt að ég væri vakandi. Svo brotnuðu tenn- urnar og og ég spýtti út úr mér brotunum og líka aðeins blóði með. Það talaði einhver um að fara með mig tfl læknis en svo vaknaði ég. Ráðning I fyrstu skráðu heimildum um drauma hjá egyptum faraó tímans táknar dauðsfall að missa tennur. Allar götur síðan hjá ólíkum menningarþjóðum táknar slíkt hið sama eða verulegt áfall. Draumur þinn er á þessum nót- um og því má líta á hann sem viðvörun um að gæta sín og sinna vel og vera við öllu búin. *Þeir lesendur sem vifja fá drauma sína birta og ráðna sendi þámeð t'ullu nafni, fæðingar- degi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.