Morgunblaðið - 28.08.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 28.08.1999, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sápuópera sann- leikans KVIKMYIVPIR Kcgnboginn HAPPINESS irk'k Leikstjóri og handrit: Todd Solondz. Aðalhlut- verk: Jane Adams, Dylan Baker, Philip Seymo- ur Hoffman, Rufus Read, Lara Flynn Boyle, Ben Gazzara, Jared Harris, Louise Lasser, Jon Lovitz, Camryn Manheim, Marla Maples, Eliza- beth Ashley og Cynthia Stevenson. Good Machine 1998. „HAMINGJA, hvar ertu?“ syngur Joy og spilar á gítarinn sinn. Já, við getum víst öll tekið undir þann söng í eilífri leit okkar að hamingjunni í lífinu, hamingjunni handan við hornið, hvort sem maður væntir hennar í nýrri brauðrist eða bættu kynlífi. I Happiness segir frá þremur systrum, nokkrum nágrönnum þeirra og vinum, sem eru venjulegt fólk en frekar ýkt í gjörðum sín- um þegar kemur að því uppfylla hamingju- drauma sína, sem allir tengjast ást og/eða kynlífi. Trish er elst, gift sálfræðingi (sem hún veit ekki að er barnaníðingur), á þrjú börn, rekur hið fullkomna heimili, og nýtur sín í að vorkenna Joy sem enn er að leita sér að manni og starfsframa. Helen er tískuskáld sem á bágt með að þola hvað allir eru óðir í hana, og finnst það kynferðislega æsandi ef einhver segir að hún sé ömurleg. I fyrstu mynd Solondz, Welcome to the Dollhouse, kom strax í ljós sérstök persónu- sköpun hans, þar sem hallærisleg aðalpersón- an þurfti að ganga í gegnum hræðilegar nið- urlægingar unglingsáranna. En hún var samt svo yndisleg að maður hafði fullkomna með- aumkvun með henni. I Happiness leikur hann sama leikinn en gengur skrefi lengra, og per- sónusköpunin er einfaldlega röð af óþolandi mannfýlum og handritið frásögn af því hversu ömurlegar smásálir þær eru. 011 höfum við jú okkar (mis)slæmu hliðar og það á fullkominn rétt á sér, og getur reyndar verið mjög áhuga- vert, að sýna þær meira en gert er í kvik- myndum almennt. En þessar persónur, eða einhver annar í umhverfi þeirra, hljóta að hafa eitthvað gott eða áhugavert við sig. Nei, ekki hjá Todd Solondz. Allir eru ömurlegir. Það er erfitt en stundum tekst manni að kreista fram smá samúð með einhverri skjóð- unni og vonast til að eitthvað gott hendi hana, eins og feitu konuna sem er ástfangin af óálit- lega einstæðingnum sem er alltaf að fróa sér. En þá kemur undantekningarlaust eitthvað LISTIR leiðinlegt og niðurlægjandi fyrir hana, og sam- úðin gufar upp. Fullkomin samviskulaus kald- hæðni út í gegn. Mér fannst gaman að sjá myndina þannig fyrir mér að Solondz væri að gera spegilmynd bandarísku sápuóperunnar; ef Leiðarljós væri um alvöru fólk, þar sem áhorfendur sápuóperunnar verða sjálfir per- sónur í henni. Sjáið hvað gerist þá! Óháðir kvikmyndaleikstjórar í Bandaríkjun- um eru voða mikið í því um þessar mundir að vilja ganga fram af fólki, og þá kemur niður- læging mjög sterk inn. Þessi mynd býður upp á fleira en að framan er talið; m.a. nauðgun, misnotkun barna, dónasímtöl og framhjáhald. En það gengur frekar fram af mér hversu þungt í vöfum þetta allt er og groddalegt. Myndin á þó nokkra fínlegri spretti þar sem Solondz tekst fullkomlega að ná þessum „vega salt“ áhrifum milli fullkominnar hæðni og við- bjóðs sem mér finnst miklu meira ögrandi og hann ætti frekar að sækjast eftir, heldur en að vera alltaf að fara meðvitað yfir strikið. Má þar nefna áhrifaríkustu atriði myndarinnar; kynfræðslu föðurins fyrir ellefu ára son sinn. Og svo ekki síður, þegar hann útskýrir fyrir honum að hann hafi nauðgað tveimur vinum hans. Mér brá svolítið þegar Helen segist ekki þola sjálfa sig og tilgerðina í skáldskapnum sínum; „Hvers vegna ætti ég að yrkja um kyn- ferðislega misnotkun á börnum ef ég varð aldrei fyrir henni sjálf?“ Hvers vegna ætti Todd Solondz að fjalla um hana ef...? Málið gæti horft öðruvísi við. Leikararnir í myndinni eru flestir stórfínir. Kannski helst að Lara Flynn Boyle sé of til- gerðarleg til að vera trúverðug. Dylan Baker fær eitt allra erfiðasta hlutverkið; Dr. Bill sem er pabbi, sálfræðingur og barnaníðingur. Og hann er fullkomlega sannfærandi. Jane Adams er fín í hlutverki Joy, sem er nú frekar þung- lynd, greyið. Hún er viðkunnanlegust allra í myndinni, og þá er dæmigert að öllum finnst hún misheppnuð. Philip Seymour Hoffman er dásamlegur í hlutverki narðarins Allens sem er með kynlíf á heilanum. Það er ekki laust við að Happiness sé heil- mikil persónustúdía og margt skemmtilegt sem leynist í henni. Myndin er full kaldhæðni; oft bráðfyndin en sorgleg og jafnvel hryllileg í senn. Margar beittar sneiðar í garð banda- ríska úthverfisplebbans, sem sjálfsagt eiga rétt á sér, þótt ég þekki ekki þar til. En það vantar allar jákvæðar tilfinningar og mér finnst það langstærsti galli myndarinnar. En hún snart mig á mjög sterkan ónotalegan máta og blendinn. Thomas Vinterberg fjallaði um kynferðislega misnotkun á börnum í Fest- en, og fannst mér það gert á mun smekklegri hátt. Margir af stærstu bandarísku kvik- myndaleikstjórum samtímans eru iðnir við að láta í ljós vanþóknun sína á meðalmennsku bandarísku þjóðarsálarinnar, og komast mun skemmtilegar frá því. Kona sagði mér að Todd Solondz fyndist tilgangi myndarinnar Happiness náð, ef áhorfendur kæmu út af henni með æluna í kokinu og viðbjóð fyrir manneskjunni. í mínu tilfelli tókst hor.um það, og því vil ég taka undir með aðalhetjum mynd- sig við skáldaleyfi leikstjórans og gott betur. The Shining er ein fáira úrvalsmynda sem maður nýtur helst einu sinni á ári. Hún er ein- faldlega ein magnaðasta hryllingsmynd kvik- myndasögunnar og hefur það fram yfir margar aðrar að hún eldist ekki. Sæbjörn Valdimarsson Undir yfírborðinu Kc|riibugi nn NEÐANJARÐAR - UNDERGROUND ★*★ Leikstjdri Emir Kusturica. Joy semur Iög um hamingjuna sem vant- ar í líf hennar. Ur myndinni Hamingja. arinnar í lokaatriðinu; „Skál fyi'ir hamingj- unni!“ Hildur Loftsdóttir MARGSLUNGIN ádeila á stríðsbrölt mann- skepnunnar, hvar sem er í heiminum þótt hún gerist í fyrrum Júgóslavíu. Hið margklofna föð- m’land leikstjórans og pólitískar væringar trú- arhópa og þjóðarbrota er kveikjan að þessari kaldhæðnislegu satíru. Fylgst er með vináttu tveggja Belgradbúa frá tímum síðari heims- styijaldar fram á tíunda áratuginn. Kusturica beinir spjótum sínum bæði að Sovétkrumlunni, valdaskeiði kommúnista á eftirstríðsárunum og þeim blóðugu átökum sem fylgdu í kjölfar sjálf- stæðisins. Þar sem engin lausn virðist í sjón- máli og framkoma allra aðila er til smánar. Þrátt fyrir allt skyggir líkingasagan ekki á dramatíkina né satíruna, gálgahúmorinn er hömlulaus í þeirri neðanjarðarveröld sem stendur fyrir föðurlandið og kraft- mikil og seiðandi tónlistin dunar dátt þó allt sé í uppnámi. Meistaraverk. Sæbjörn Valdimarsson Ógn og einangrun Klukkuverk Kubricks Bfóborgin THE SHINING ★★% Leikstjóri Stanley Kubrick. SÖGUSVIÐIÐ er afskekkt fjallahótel í Colorado hvar mislukkaður, drykkfelldur rit- höfundur (Jack Nicholson), ræður sig til gæslu- starfa yfir vetrarmánuðina, ásamt konu og ung- um syni. Snjóalög loka samgönguleiðum svo fjölskyldan verður brátt einangruð á hinu gamla lúxushóteli ásamt óhugnanlegri sögu þess og svipum sem smám saman ná tökum á skáldinu, og drengurinn skyggn. Hér leiða saman hesta sína meistari Kubrick og Stephen King, meistari nútíma draugasagna. Leikstjór- inn notar eigin hugmyndir við að virkja dulúð og draugagang bókarinnar og hið magnaða skyggnisamband drengsins og kokksins, sem verður eina samband mæðginanna við umheim- inn. Vönduð og æsileg skemmtun sem býr yfir óhugnanlegum atriðum sem jafnast á við það besta sem leikstjórinn hefur gert. Lengi vel lét ég það fara fyrir brjóstið á mér hversu ákveðnum tökum Kubrick tekur bestu draugasögu Kings og skemmir, breytir og sleppir nokkrum afburðahugmyndum skálds- ins. Með tímanum hefur manni tekist að sætta Bíóborgin VÉLGENGT GLÓALDIN „A CLOCKWORK ORANGE“ Leikstjóri Stanley Kubrick. ÞAÐ ER sérstaklega vel við hæfi á Kvik- myndahátíð í Reykjavík að sýna nokkur meist- araverk Stanley Kubricks, sem er nýlátinn. Fá- ir kvikmyndahöfundar hafa átt ríkari þátt í þróun kvikmyndanna á undanfornum áratug- um. Kubrickmyndir eiga best heima á stóra tjaldinu og ekki síst háðsádeilan „A Clockwork Orange" frá 1971. Hún er úttekt hans á ofbeld- issamfélaginu sem hann lýsir í kaldranalegri framtíðarsýn þar sem hópar ofbeldisseggja vaða um stræti og torg. Einn af seggjunum er Malcolm McDowell sem kemst undir manna hendur og er gerður fullkomlega ófær um að níðast á samborgurum sínum með hjálp vísind- anna og þar með er hann ófær um að veija sig þegar hann er settur aftur út í ofbeldissamfé- lagið. Kubrick sleppti að skýra út nafnið á sög- unni, sem er eftir Ánthony Burgess, en myndin hans, eins og aðrar Kubrickmyndir, var langt á undan sínum tíma, hefur reynst sannspá og á alltaf erindi til okkar. Arnaldur Indriðason Prófað fyrir Raddir Evrópu NÚ stendur fyrir dyrum að velja 10 fulltrúa íslands í kórinn Raddir Evr- ópu sem er eitt viðamesta sameigin- lega verkefnið sem menningarborgir Evrópu árið 2000 standa fyrir á næsta ári, en verkefnið er undir stjórn Reykjavíkur. Söngpróf fara fram í Hallgrímskirkju 10. og 11. september næstkomandi. Óskað er eftir ungu fólki sem hefur reynslu af kórstarfi og góða, almenna þekkingu á tónlist. Þeirra, sem valdir verða, bíður kórstarf í heilt ár og tækifæri til að kynnast menningu annarra landa og starfa með jafnöldrum af HUGBÚNAÐUR FYRIRWINDOWS Yfir 1.400 notendur KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun ólíkum uppruna, segir í fréttatil- kynningu. Söngfólkið í Röddum Evrópu er á aldrinum 16-23 ára og koma 10 ung- menni frá hverri af borgunum níu sem bera menningarborgartitilinn á næsta ári. Þær eru, auk Reykjavík- ur, Bergen og Helsinki, Brussel, Prag og Kraká, Bologna, Avignon og Santiago de Compostela. Skráning í söngprófið fer fram hjá Menningarborginni dagana 31. ágúst og 1. september frá kl. 14-16. Verndari Radda Evrópu er frú Vigdís Finnbogadóttir. Skárren ekkert semur balletttónlist HLJÓMSVEITIN Skárren ekkert semur tónlist við nýtt verk Katrínar' Hall sem íslenski dansflokkurinn frumflytur í október. Skárren ekkert vann síðast með Islenska dansflokknum veturinn 1997 þegar þeir sömdu tónlist við verkið Ein eftir Jochen Ulrich. Tónlistin kemur út á geislaplötu í byrjun október. ERLEMDAR BÆKUR Spennusaga MORÐIN Á TITANIC „THE TITANIC MURDERS" eftir Max Allan Collins. Berkley Prime Crime Mistery 1999. 258 síður. HIÐ ógurlega Titanic-slys hefur getið af sér ófáar bækur og myndir svosem kunnugt er og er skemmst að minnast ofsagróðamyndar James Camerons sem lýsti betur en áður hefur verið gert hvernig slysið bar að höndum og skipið sökk. Menn hafa reynt að nýta sér vinsældir myndarinnar með ýmsu móti og áhuga fólks almennt á Titanic-slys- inu. Einn af þeim er bandaríski spennusagnahöfundurinn Max Allan Collins. Hann hefur sent frá sér spennusöguna Morðin á Titanic eða „The Titanic Murders" sem kom ný- lega út í vasabroti hjá Berkley-út- gáfunni. I henni setur hann á svið morðrannsókn um borð í Titanic þar sem er í aðahlutverki kunnur banda- rískur spennusagnahöfundur frá því við upphaf aldarinnar, Jacques Futrelle. Spennusagnahöfundur um borð Max Allan Collins hefur fengist við að ski’ifa sögulegar spennusögur eins og „True Detective" og „Stolen Away“ en kunnari er hann fyrir að vinna spennandi sögur upp úr þekkt- Morð um borð um kvikmyndahandritum og hefur gert það við „In the Line of Fire“, „Air Force One“ og „Saving Private Ryan“. Ekki þykja það merkilegar bókmenntir enda um einskonar end- urvinnslu að ræða. Collins segir að aðalpersónan í Morðunum á Titanic, Jacques Futrelle, hafi verið kunnur á sínum tíma fyrir spennusögur um spæjara sem hlaut viðurnefnið „Hugsanavél- in“ vegna þess hversu skarpur hann var að leysa úr dularfullum ráðgát- um. Ef marka má Collins var Futrelle ásamt eiginkonu sinni um borð í Titanic í hinni örlagariku ferð á leið frá Evrópu til Ameríku en Collins segir að af þeirri staðreynd sé sprottin hugmyndin að bókinni. Hann kemur því svo fyi’ir að rithöf- undurinn frægi er fenginn til þess að rannsaka morð á heldur ógeðfelldum manni sem virðist hafa beitt ríka fólkið fjárkúgun. Sagan er dæmigerð morðsaga í anda Agöthu Christie og fremur ómerkileg sem slík. Hún gerist að sjálfsögðu á fyrsta farrými og Coll- ins er iðinn við að blanda inn í hana öllum frægustu farþegunum um borð í Titanic eins og milljónamær- ingunum John Jakob Ástor og Benjamin Guggenheim, hinni ósökkvanlegu Molly Brown, skip- stjóranum Smith, hönnuðinum Andrew og forstjóra skipafélagsins, Ismay, svo aðeins nokkrir séu nefnd- ir. Kúgari myrtur Collins er ómögulegt að mynda nokkra spennu í kringum morð á skipi sem á eftir að sökkva með þeim afleiðingum að um fimmtán hundruð manns farast í ísköldum sjónum. Hann býr til ráðgátu um mann sem finnst látinn í einni káet- unni en hafði áður farið á milli flestra stórmennanna á fyrsta far- rými og reynt að kúga út úr þeim fé með því að segjast búa yfir óþægi- legum upplýsingum um þá. Svo virð- ist sem hann hafi verið kæfður og morðinginn haft aðgang að káetunni því hún er læst að utan þegar komið er að líkinu. Málið er sérstaklega viðkvæmt þyí ekki má spyrjast út að framið hafi verið morð um borð í skemmtiferðaskipinu. Futrelle er beðinn um að stjórna rannsókninni og halda henni jafnframt leyndri. Bókin gerir í raun sáralítið fyrir þá sem áhuga hafa á Titanic-sögunni og jafnvel enn minna fyrir þá sem vilja sökkva sér niður í skemmtilega sakamálasögu. Fyrrnefnda hópnum má benda á bókina „A Night to Rembember" eftir Walter Lord, sem er frábær úttekt á því sem gerðist um borð í Titanic fyrir og eftir slysið. Síðarnefnda hópnum má benda á hvaða sögu Agöthu Christie sem er. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.