Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 37
f MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 37 LISTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýtt útilistaverk UTILISTAVERKIÐ Orvi eftir Helga Gíslason myndhöggvara hefur verið afhjúpað í húsnæði höfuðstöðva VISA í Álfabakka 16 í Mjódd. Höggmyndin er steypt í brons hér á landi og er 2,2 x 1,5 og vegur tæpt hálft tonn. Á myndinni eru Einar S. Einarsson, forstg'óri VISA, Helgi Gíslason myndhöggvari og borgarsljdr- inn, Ingibjörg Sólrún Gi'sladótlir, sem afhjúpaði Örva. íslenzk sönglög á geisladiski í Þýzkalaudi Söngur Sólrúnar Bragadóttur lofaður FYRIR nokkru kom á markað í Þýzkalandi geisladiskur með upp- tökum íslenzkra söng- laga í flutningi Sólrúnar Bragadóttur sópran- söngkonu við undirspil Margaret Singer píanó- leikara og fleiri tónlist- armanna. Dómar um diskinn birtust meðal annars í Klassik heute og Fono Forum, sem hvort tveggja eru virt tímarit sem sérhæfa sig í sí- gildri tónlist. Hlýtur diskurinn mjög lofsam- Sólrún lega dóma; í Fono For- Bragadðttir um fær hann hæstu ein- kunn - fímm stjörnur - hvort tveggja fyrir flutning og hljómgæði. I Klassik heute er næsthæsta einkunn gefin. í umsögn Fono Forum segir, að Sólrún bjóði á diskinum upp á „sér- staklega aðlaðandi útfærslu á nor- rænni tónlist," sem hvað stílbrigði snerti sé helzt hægt að lýsa sem ein- hverju mitt á milli tónsmíða Griegs og Sibeliusar, en minni stundum á norræna útgáfu af Belcanto. „Hin hreina rödd sópransöngkonunnar [Sólrúnar], sem hefur mjög einkennandi hljómblæ, og næmur undirleikur Margaret Singer gera þessa geislaplötu að töfrandi innsýn," skrifar gagn- rýnandi Fono Forum. í umsögn Klassik heute segir, að á diskin- um sé boðið upp á yfírlit íslenzkra sönglaga, með lögum eftir „sígild" tón- skáld eins og Svein- björn Sveinbjörnsson og Sigvalda Kaldalóns, til samtíðarmanna eins og Atla Heimi Sveins- son og Tryggva M. Baldvinsson. „En hljómurinn breytist mjög lítið milli kynslóðanna," skrifar gagnrýn- andinn. „011 eru þessi sönglög mjög auðskilin og snerta mann beint." Segir hann Sólrúnu Bragadóttur „hinn fullkomna flytjanda" þessarar tónlistar. „Hin ljóðræna sópranrödd hennar, sem hneigist greinilega í átt til leikrænnar tjáningar, er skýr og hlý eins og goshver; framsetningin gæti vart verið náttúrulegri og meira blátt áfram." Akrýl og olíuverk í Stöðlakoti KRISTJANA F. Arndal opnar mál- verkasýningu í Galleríi Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, í dag kl. 15. Á sýn- ingunni verða 24 verk, öll unnin í akrýl og eða olíu, flest þeirra á síð- ustu þremur árum. Kristjana stundaði nám í mynd- list hér á landi og erlendis, fyrst við Myndlistaskólann í Reykjavík en síðan við Listháskólann í Stokk- hólmi 1975-80 þar sem hún lagði að- allega stund á málun en vann síðata árið eingöngu í grafík. Kristjana hefur haldið 11 einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga, bæði hér á landi og erlend- is, einkum í Svíþjóð. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18.30 og lýkur sunnudaginn 12. september. -----------? ? » ER.BARNIÐ ÞITTIYANDA? Áfengi Vímuefni Tilfinningadoði Breytt útlit Breytt geðslag Þjófnaðir Þverrandi áhugi Nýirvinir Leitaðu liösinnis í tíma! Opið : mánudaga, þriojudaga og miðvikudagafrákl. 14-18. Foreidrar geta á þeim tíma ; hringtlslma511 1599 og pantað viðtal. Fiölskyldumiðstöð 'fýrir börn í vanda Sími 5II I599 Raggi Bjarna djassar á Jómfrúnni ÞRETTÁNDU og síðustu tónleikar sumarsins í djasstónleikaröð veit- ingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu verða í dag, laugardag, kl. 16-18. Fram kemur tríó píanó- leikarans Agnars Más Magnússon- ar, en með honum leika Þórður Högnason á kontrabassa og Matthí- as Hemstock á trommur. Sérstakur gestur með tríóinu verður söngvarinn Ragnar Bjarna- son. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, annars inni á veitingastaðnum. OIÍUSKÍptí innifolin Foreldrahúsið Vonarstræti 4b Stuðningshópar Stuðningshópar fyrir foreldra unglinga sem eiga í vanda vegna áfengis- eða annarra vímuefna hefjast mánudaginn 13. sept. Boðið verður upp á síðdegis- eða kvöldtíma. Framhaldshópar Framhaldshópar verða fyrir foreldra á fimmtu dög- um þar sem unnið verður með 1., 2. og 3. sporið. Boðið verður upp á síðdegis- og kvöldtíma. Fyrirlestrar Fyrirlestrar verða á mánudögum kl 20.30. Fjallað verður um uppeldi og samskiptavanda sem upp koma á heimilum sem eiga unglinga í áfengis- og annarri vímuefnaneyslu. Nánari upplýsíngar og skráning fer fram í símum 511 6160 - 511 6161 ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.