Morgunblaðið - 28.08.1999, Side 37

Morgunblaðið - 28.08.1999, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 37 Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýtt útilistaverk UTILISTAVERKIÐ Örvi eftir Helga Gíslason myndhöggvara hefur verið afhjúpað í húsnæði höfúðstöðva VISA í Álfabakka 16 í Mjódd. Höggmyndin er steypt í brons hér á Iandi og er 2,2 x 1,5 og vegur tæpt hálft tonn. Á myndinni eru Einar S. Einarsson, forsljóri VISA, Helgi Gíslason myndhöggvari og borgarstjór- inn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem afbjúpaði Örva. íslenzk sönglög á geisladiski í Þýzkalandi Söngur Sólrúnar Bragadóttur lofaður FYRIR nokkru kom á markað í Þýzkalandi geisladiskur með upp- tökum íslenzkra söng- laga í flutningi Sólrúnar Bragadóttur sópran- söngkonu við undirspil Margaret Singer píanó- leikara og fleiri tónlist- armanna. Dómar um diskinn birtust meðal annars í Klassik heute og Fono Forum, sem hvort tveggja eru virt tímarit sem sérhæfa sig í sí- gildri tónlist. Hlýtur diskurinn mjög lofsam- lega dóma; í Fono For- um fær hann hæstu ein- kunn - fímm stjömur - hvort tveggja fyrir flutning og hljómgæði. í Klassik heute er næsthæsta einkunn gefín. I umsögn Fono Forum segir, að Sólrún bjóði á diskinum upp á „sér- staklega aðlaðandi útfærslu á nor- rænni tónlist,“ sem hvað stílbrigði snerti sé helzt hægt að lýsa sem ein- hverju mitt á milli tónsmíða Griegs og Sibeliusar, en minni stundum á norræna útgáfu af Belcanto. „Hin hreina rödd sópransöngkonunnar [Sólrúnar], sem hefur mjög einkennandi hljómblæ, og næmur undirleikur Margaret Singer gera þessa geislaplötu að töfrandi innsýn,“ skrifar gagn- rýnandi Fono Forum. I umsögn Klassik heute segir, að á diskin- um sé boðið upp á yfirlit íslenzkra sönglaga, með lögum eftir „sígild“ tón- skáld eins og Svein- björn Sveinbjörnsson og Sigvalda Kaldalóns, til samtíðarmanna eins og Atla Heimi Sveins- son og Tryggva M. Baldvinsson. „En hljómurinn breytist mjög lítið milli kynslóðanna," skrifar gagnrýn- andinn. „Öll eru þessi sönglög mjög auðskilin og snerta mann beint.“ Segir hann Sólrúnu Bragadóttur „hinn fullkomna flytjanda“ þessarar tónlistar. „Hin ljóðræna sópranrödd hennar, sem hneigist greinilega í átt til leikrænnar tjáningar, er skýr og hlý eins og goshver; framsetningin gæti vart verið náttúrulegri og meira blátt áfram.“ Sýningum lýkur Byggðasafn Árnesinga SUMARSÝNINGUNNI Ljós yfir land, í Húsinu á Eyrarbakka, lýk- ur sunnudaginn 5. september. Á sýningunni, sem er sam- starfsverkefni Byggðasafns Árnes- inga og Þjóðminjasafns íslands og liður í Kristnihátíð, eru sýnd forn ljósfæri úr kirkjum Árnessýslu. Byggðasafnið er opið alla daga kl. 10-18 til ágústloka og um helg- ar milli kl. 14-17 í september. Gallerí Lónkot, Skagafirði MYNDVERKASÝNINGU Ásdís- ar Guðjónsdóttur lýkur nú á þriðjudag. Til sýnis eru landslags- málverk. Akrýl og olíuverk í Stöðlakoti KRISTJANA F. Arndal opnar mál- verkasýningu í Galleríi Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, í dag kl. 15. Á sýn- ingunni verða 24 verk, öll unnin í akrýl og eða olíu, flest þeirra á síð- ustu þremur árum. Kxistjana stundaði nám í mynd- list hér á landi og erlendis, fyrst við Myndlistaskólann í Reykjavík en síðan við Listháskólann í Stokk- hólmi 1975-80 þar sem hún lagði að- allega stund á málun en vann síðata árið eingöngu í grafík. Kristjana hefur haldið 11 einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga, bæði hér á landi og erlend- is, einkum í Svíþjóð. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18.30 og lýkur sunnudaginn 12. september. ------ Raggi Bjarna djassar á Jómfrúnni ÞRETTÁNDU og síðustu tónleikar sumarsins í djasstónleikaröð veit- ingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu verða í dag, laugardag, kl. 16-18. Fram kemur tríó píanó- leikarans Agnars Más Magnússon- ar, en með honum leika Þórður Högnason á kontrabassa og Matthí- as Hemstock á trommur. Sérstakur gestur með tríóinu verður söngvaiánn Ragnar Bjama- son. Tónleikamir fara fram utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfír, annars inni á veitingastaðnum. OIÍUSKÍptÍ inniFalin LEIRMÓTUN = TÓMSTUND • SJÁLFSTYRKING • HANDVERK • STARFSNÁM • ENDURMENNTUN y LANGAR ÞIG AÐ PRÓFA AÐ RENNA LEIR? Velkomin í Verslunarskólann í dag, á Degi símenntunar. Leirkrúsin kynnir fjölbreytt námskeið í leirmótun. Skráning hafin á haustnámskeið. C-=D Lrúsin Brautarholti 16 • Reykjavík Sími: 561 4494 J ER.BARNIÐ ÞITTIVANDA? Áfengi Vímuefni Tilfinningadoði Breytt útlit Breytt geðslag Þjófnaðir Þverrandi áhugi Nýir vinir Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. Foreldrar geta á þeim tíma hringtlsfma511 1599 I og pantað viðtal. Leitaðu liðsinnis í tíma! fýrir börn í vanda Sími 511 1599 Foreldrahúsið Vonarstræti 4b Stuðningshópar Stuðningshópar fyrir foreldra unglinga sem eiga í vanda vegna áfengis- eða annarra vímuefna hefjast mánudaginn 13. sept. Boðið verður upp á síðdegis- eða kvöldtíma. Framhaldshópar Framhaldshópar verða fyrir foreldra á fimmtu dög- um þar sem unnið verður með 1., 2. og 3. sporið. Boðið verður upp á síðdegis- og kvöldtíma. Fyrirlestrar Fyrirlestrar verða á mánudögum kl 20.30. Fjallað verður um uppeldi og samskiptavanda sem upp koma á heimilum sem eiga unglinga í áfengis- og annarri vímuefnaneyslu. Nánari upplýsingar og skráning fer fram í símum 511 6160 - 511 6161 Tilboð Sturtuhom • Hvítur rammi • Segullokun • Stærð 79-89 sm 12.900 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.