Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 \ MORGUNBLAÐIÐ flfotigtsiililafetfe STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MENNTUN ER ÆVIVERK MENNTUN er æviverk og kostnaður vegna hennar er fjárfesting en ekki útgjöld. Símenntun er tiltölulega nýtt hugtak, sem felur í sér nýtt viðhorf til menntunar, og á rætur sínar í því, að þjóðfélagið tekur svo örum breyt- ingum, að grunnþekking dugar ekki út ævina heldur þarf sífellt að bæta við hana. Petta er ástæðan fyrir því, að Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, setti á stofn sér- staka verkefnisstjórn um símenntun í menntamálaráðu- neytinu og er það í samræmi við fimm ára áætlun ríkis- stjórnarinnar á þessu sviði. Dagurinn í dag er helgaður símenntun og er fram- kvæmdin í höndum Menntar, samstarfsvettvangs at- vinnulífs og skóla. Um 200 aðilar um allt land standa að baki viðamikillar dagskrár, skólar, stofnanir, samtök og fyrirtæki. Hún fer fram á 30 stöðum vítt og breitt um landið og er ætlunin að hún verði bæði fræðandi og skemmtileg. Dagskráin verður breytileg eftir stöðum, en höfuðáherzlan er lögð á að veita fólki á vinnumarkaði tækifæri til að kynna sér hvaða nám er í boði og hvetja það til símenntunar. Á boðstólum verða stuttar kennslu- stundir, fyrirlestrar, sem höfða til ákveðinna starfstétta og hópa, sýnikennsla, umræðuhópar um mismunandi mál- efni, tónleikar og barnadagskrár. Þátttaka í dagskrám er gestum að kostnaðarlausu. Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Menntar, sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið, að sterkt samband væri milli menntunar, lífsskilyrða og öryggis. Hún bendir á, að þjóðfélagið breytist hratt og bezta leiðin fyrir einstakl- inginn til að vera velundir breytingarnar búinn sé að ástunda símenntun. „Á degi símenntunar ætlum við að gefa fólki kost á að kynna sér hvað er í boði, en framboð á endurmenntun og öðru námi er mikið," segir Hrönn. Petta sameiginlega átak menntamálaráðuneytisins og atvinnulífsins er til fyrirmyndar og full ástæða er fyrir al- menning, jafnt unga sem aldna, til að hagnýta sér þetta tækifæri til að kynna sér með hvaða hætti unnt er að bæta menntun sína og starfsþjálfun. I þjóðfélagi nútíðar og framtíðar er menntun svo sannarlega ferli, sem varir alla ævina. Hafa ber í huga, að menntun er hverjum ein- staklingi auðlind. FORNLEIFAR í SKÁLHOLTI FORNLEIFAFRÆÐINGAR hafa kortlagt byggð í Skálholti með segul- og viðnámsmælingum í sumar án þess að þurfa svo mikið sem reka skóflu í jarðveginn. Við mælingarnar hefur komið í ljós þorp, svo til á sama stað og uppdráttur sem gerður var í lok 18. aldar sýnir. Þessi tækni veitir möguleika á að kanna hvers sé að vænta við uppgröft og sparar þannig tíma og fyrirhöfn. Hún getur því komið í veg fyrir að grafið sé að óþörfu og ennfremur er hægt að nýta þessa tækni til að koma í veg fyrir að fornleifar verði fyrir eyðileggingu. Rannsóknirnar á rústum byggðar í Skálholti er sam- starfsverkefni Bradford-háskóla og Fornleifastofnunar íslands og fjögurra skozkra háskóla um fornleifarann- sóknir. Fornleifadeild Bradford hefur um árabil unnið að rannsóknum á skozku eyjunum og varð hún því kjörinn aðili að þessu samstarfi. Samstarfshópurinn nefnist INIS, en það þýðir eyja á gelísku. Bæði viðnáms- og segulmæl- ingar hafa verið reyndar hérlendis í sumar og munu við- námsmælingar hafa reynzt betur, en þær eru tiltölulega ódýrar í framkvæmd og búnaðurinn, sem notaður er, á hagkvæmu verði. Framkvæmdin felst í því, að rafstraumi er hleypt í gegnum jarðveginn milli tveggja skauta. Ef viðnámið er lítið tekur það strauminn skamma stund að fara í milli skautanna, en sé einhver viðstaða, steinn eða eitthvað annað í veginum, seinkar það strauminum. Þannig má sjá hvað leynist undir yfirborðinu án þess að grafa. Slík tækni, sem hér hefur verið lýst, á greinilega eftir að valda byltingu í forleifarannsóknum, spara fé og fyrir- höfn, þar sem unnt er að sjá hvar fornleifar leynast í jÖrðU. ...HMM Veiði í Elliðaánum í sögulegu lágmark Ástæða lé- legrar veiði er samspil margra þátta Lífríki Elliðaánna hefur verið nokkuð í um- ræðunni undanfarið vegna dvínandi veiði í ánum. Trausti Hafliðason kynnti sér málið og komst að því að erfítt er að benda á ein- hvern einn þátt sem sökudólg, þar sem líklegast er að vandinn sé tilkominn vegna samspils margra þátta. Laxveiði á stöng í 3.000 laxar 2.500 Upplýsingar vantar um árln 1919, 1920 og 1922 lax lax ALLT stefnir í að árið 1999 verði þriðja árið í röð þar sem laxveiði í Elliðaánum verður nálægt sögulegu lág- marki, en það hefur aldrei gerst síð- an skráning á aflatölum hófst árið 1907. Árið 1937 var lakasta laxveiðiár í sögu ánna, en þá voru veiddir 485 laxar og svipaða sögu var að segja 'af næsta ári þegar veiddust einungis 486 laxar. Arið 1939 fór veiðin hins- vegar yfir 1.000 laxa og það er ekki fyrr en nú, 60 árum síðar, að afla- brögð eru verri en þau voru rétt fyr- ir seinna stríð, því árið 1997 veidd- ust einungis 568 laxar í ánum, árið 1998 var þessi tala 492 og það sem af er þessu laxveiðiári hafa veiðst 416 laxar. Menn eru ekki allir sammála um það hver sé ástæðan fyrir minnkandi laxveiði og laxagengd í ánum, sumir benda á röskun vatnakerfis ánna vegna Arbæjarstíflu, aðrir benda á mengun frá íbúðabyggð og enn aðrir telja ástæðuna vera samspil margra þátta. Lélegar endurheimtur síðustu þrjú ár Samkvæmt skýrslu Veiðimála- stofnunar, Rannsóknir á fískistofnum vatnasviðs Elliðaánna 1998 (VMST- R/99012), eru ástæðurnar fyrir minnkandi veiði nokkrar. I fyrsta lagi segir í skýrslunni að endur- heimtur úr sjó hafi verið afar lélegar. Meðaltalsendurheimta á merktum náttúrulegum seiðum fyrir þau 11 ár sem til eru upplýsingar um, er 9,7%. Endurheimtan síðustu þrjú ár hefur hins vegar verið frá 4-5,5%, sem er nærri tvöfalt lægra en meðaltalið. Þórólfur Antonsson, líffræðingur hjá Veiðimálastofnun og annar höf- unda skýrslunnar, sagði að mikil- vægi góðra endurheimtna kæmi vel í ljós ef skoðað væri árið 1974, en þá voru endurheimtur úr sjó um 21%, sem skilaði sér síðan í 2.033 veiddum löxum. I skýrslu Veiðimálastofnunar er minnkandi veiði í öðru lagi skýrð með fækkun á flökkulaxi (eldis- og haf- beitarlaxi), en honum hefur fækkað úr 10 til 30% af heildarlaxveiði allt frá síðari hluta níunda áratugarins í 1% árið 1998. Sérstaklega er tekið fram að ekki beri að harma þessa fækkun því rannsóknir bendi til þess að áhrif blöndunar frá flökkufiski séu neikvæð fyrir náttúrulegu stofnana og vildi Sigurður Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Veiðimálastofnunar, í samtali við Morgunblaðið, leggja sér- staka áherslu á neikvæð áhrif blönd- unarinnar. I þriðja lagi er bent á að slepping- ar gönguseiða hafi verið bannaðar í kjölfar kýlaveikinnar og því hafi seiðasleppingar hjálpað lítið upp á göngur og veiði 1998. Að lokum er bent á hugsanleg áhrif veikinnar sjálfrar á seiði árinnar og mögulega hærri dánartíðni sýktra seiða, þó ekki hafi fundist sýkt seiði. Áhrif þéttbýlis á árnar I skýrslunni segir að laxastofn ár- innar eigi undir högg að sækja og því verði að halda vöku og reyna að Heildarganga lax í 8.000 laxar 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 La> Slá Lai Hr, ! rí 01 I "P 1935 1940 1945 1950 19 koma í veg fyrir þann skaða sem þéttbýlið auðveldlega geti gert ánum, því reynslan hafi sýnt að lífríki ferskvatns þoli visst álag frá byggð og þéttbýli, en þegar ákveðnum þrös- kuldi sé náð geti því hnignað mjög hratt. Ólafur Skúlason, eigandi fiskeldis- stöðvarinnar Laxalóns í Grafarholti, stóð fyrir lítilli tilraun í vor þar sem hann hugðist sýna fram á það að laxaseiði ættu erfitt uppdráttar í menguðu vatni og kannski ekki síst hversu mikið af mengandi efnum rynni út í ár eins og Elliðaár, sem lið- ast í gegnum mörg þúsund manna byggð. 200 seiði drápust á 4 klukkustundum Föstudaginn 3. apríl setti Ólafur 200 seiði í kar og lét hann holræsa- vatn renna í karið, eftir fjórar klukkustundir voru öll seiðin dauð. Hann endurtók tilraunina fimmtu- daginn 9. apríl, en setti þá 160 seiði í karið og eftir einn og hálfan sólar- hring voru þau öll dauð. Ólafur sagð- ist í samtali við Morgunblaðið ekki vita nákvæmlega hvers vegna fyrri hópurinn hefði drepist á fjórum tím- um en sá seinni á einum og hálfum sólarhring, en þar getur margt spilað inní. Olafur sagði að vegna umræðunn- ar um lífríki Elliðaánna og þeirra hugmynda sem viðraðar hefðu verið um að rífa niður stífluna hefði hann ákveðið að gera þessa litlu tilraun til að sýna fram á hversu mikilvægur mengunarþátturinn væri í þessu til- liti. Olafur vildi taka það sérstaklega fram að með þessari tilraun væri hann aðeins að leggja málinu lið og koma með nýjan vinkil inn í umræð- una, því lítið sem ekkert hefði verið fjallað um mengun frá íbúðarbyggð- inni. Ólífræn efni ánna rannsökuð Sigurður Reynir Gíslason, prófess- or við raunvísindadeild Háskóla ís- lands, er einn af höfundum skýrslu um efnasamsetningu Elliðaánna, sem gefin var út í desember síðastliðnum og bar heitið Efnasamsetning EUiða- ánna 1997-1998. Hann sagði að til- gangur rannsóknarinnar hefði verið að skilgreina efnasamsetningu ánna alveg frá Hólmsá og niður tii ósa, þ.e. sjá hvernig vatnið breytist við að fara um byggðina. Aðferðafræðin byggð- ist á því að rannsaka á mjög viðamik- inn hátt ólífræn efni í ánni. Sigurður Reynir sagði að tekin hefðu verið sýni á nokkrum stöðum í ánni og niðurstöðurnar bornar sam- an við niðurstöður fyrri rannsókna, sem gerðar hefðu verið árin 1969, 1970 og 1973-4. Til að taka sérstak- lega á mengunarmálum, sagði hann að valdar hefðu verið tvær regn- vatnslagnir sem lægju frá Efra- Breiðholtinu og sýni tekin þegar snjóinn leysti, því þá væri mengunin mest. Mengunarsýnin voru borin saman við sýni neðar og ofar í ánni til að fá samanburðinn. „Það kemur oft í Ijós þegar maður leggur af stað í svona rannsókn að maður finnur eitthvað allt annað en maður lagði af stað með," sagði Sig- urður Reynir. Að sögn Sigurðar Reynis hafa Ell- ið in ul m i'j' vt la H st ac sj ví 0| ái UJ vi in m hi á m sj ui h' si Óí ál st Ví fr H Ví is ei Sí ái
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.