Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 39
# MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 39 rki þriðja árið í röð ] í Elliðaánum 1907-1999 lax af eldisuppruna lax af náttúrulegum uppruna 1983-1987: Eldislaxívelðlnni en fjöldl óþekktur 1935 1940 1945 1950 1955 1960 1965 1975 1980 1985 1990 1995 '99 ix íElliðaárnar 1935-1999 Lax veiddur á stöng - Slátrað og selt Laxtekinníklak Hrygningarstofn að hausti 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 '98 mmm Morgunblaðið/Ingibjörg iðaárnar mjög svipaða efhasamsetn- ingu og aðrar ár á Suðurlandi fyrir utan Þjórsá og Rangá, sem hafa meiri efnastyrk vegna áhrifa frá eld- fjöllum, en klórstyrkurinn er hins vegar meiri í Elliðaánum, vegna ná- lægðar við sjó og salts af götum. Hann sagði nokkuð áhugavert að styrkur flúors hefði lítið breyst mið- að við fyrri rannsóknir og því ekki að sjá að starfsemi álversins í Straums- vík síðustu 30 ár hefði haft áhrif. Mengunin undir hættumörkum I ræsunum eru hættuleg efni eins og arsen, sem skilar sér snarlega út í árnar þegar snjórinn bráðnar. Sig- urður Reynir sagði að sýnataka niður við vatnsveitubrú hefði sýnt að þynn- ingaráhrifin væru það mikil að þegar mengunin væri komin í árnar væri hún undir hættumörkum. Hann benti á að ekki hefði verið um samfelldar mælingar að ræða heldur einstök sýni, en þó á því tímabili sem meng- unin hefði átt að vera mikil. „Styrkur þeirra efna, sem eru hvað hættulegust lífi, eins og kvika- silfur, blý og kadmíum, vex ekkert óskaplega niður vatnasviðið, sem er áhugavert því maður hefði ætlað að styrkur þeirra yrði meiri neðarlega á vatnasviðinu en ofar því þau koma frá byggð, en styrkurinn er meiri í Hólmsá, sem er fyrir ofan Elliða- vatn. Efnasamsetning Elliðaánna breyt- ist eftir árstíðum og það eru ákveðin efni eins og kísill, nítrat og fosfor, sem eru næringarefni sem lífverur í ánum, sérstaklega þörungar, éta. Hár álstyrkur stressar fískinn Með því að mæla mismuninn á kís- linum sem rennur inn í Elliðavatn með Hólmsá og Suðurá og það sem rennur út úr vatninu er hægt að leggja mat á það hvað eru miklir kís- ilþörungar að myndast í Elliðavatni á hverju ári. Setmyndun kísilþörunga er um 402 tonn á ári í Elliðavatni. Það eru hliðaráhrifin af þessari þörungamyndun sem eru áhugaverð, því þegar þörungarnir eru á fullu að tillífa í júní og júlí, hækkar ph-gildi vatnsins það mikið að ál fer að losna og álstyrkurinn fer upp í hættumörk fyrir seiði ferskvatnsfiska. Þessi hái álstyrkur gengur niður allar árnar í júní og júlí, þannig að það má segja að það geti stressað fiskinn. Alið leysist líklega úr gruggi á botni El- liðavatns, eða jafnvel úr gömlu mýr- unum, sem var fleytt á þegar stíflan var byggð. Mengun sem þessi hefur verið stærsti skaðvaldurinn í laxveiðiám Norður-Ameríku og Skandinavíu, en þar gerist þetta þannig að súrt regn berst á berg sem er viðkvæmt fyrir sýringu og þannig leysist ál úr berginu og í ár og drepur fisk. Til eru margar rannsóknir á þessu, þ.e. eituráhrifum áls við lágt ph-gildi, en hér á landi gerist þetta við hátt ph- gildi og það er mjög sjaldgæft í náttúrunni og því eru ekki til marg- ar rannsóknir á eituráhrifum áls á fisk við þetta háa ph-gildi," sagði Sigurður. Fjölþætt skýrsla um árnar kynnt í næstu viku Þórólfur, líffræðingur hjá Veiði- málastofnun, sagði að nú í vor hefði seiðum verið sleppt í árnar í fyrsta skipti eftir að kýlaveikin gerði vart við sig og sagðist hann því búast við því að veiðin færi upp á við á næsta ári. „Þetta (betri veiði næsta sumar) má samt ekki koma í veg fyrir það að gripið verði til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til að vernda árn- ar," sagði Þórólfur. „Undanfarið hefur verið unnið að viðamikilli skýrslu fyrir borgaryfir- völd, sem byggist á fjölþættum rann- sóknum á vatnafræði, efnainnihaldi og lífríki ánna, en borgaryfirvöld munu væntanlega styðjast við skýrsl- una við mótun framtíðarstefnu um verndun ánna. Samkvæmt upplýsing- um frá skrifstofu borgarstjóra verð- ur skýrslan kynnt 1. september næstkomandi. Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, á íslandi Viljum efla tengslin milli norðursvæðanna Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, er væntanlegur í opinbera heim- sókn til íslands um helgina. Jón Einars. Gústafsson ræddi við Axworthy á skrifstofu hans í Winnipeg í vikunni. AXWORTHY verður heið- ursgestur á fundi utanríkis- ráðherra Norðurlanda á Egilsstöðum á morgun og mánudag, en þar verða einnig utan- ríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna. Á þriðjudagsmorgun breytist heim- sókn hans í opinbera heimsókn til ís- lands í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Þetta er í fyrsta skipti sem kanadískur ráðherra sæk- ir Island heim síðan Pierre Trudeau, þáverandi forsætisráðherra, heim- sótti landið á sjötta áratugnum. Axworthy er vel kunnugur íslandi þó svo hann hafi aldrei komið út fyrir Leifsstóð þegar hann hefur millilent þar á ferðum sínum um heiminn. Hann er aðdáandi Bjarkar, segir hann, og í einu horni skrifstofunnar hans eru íslendingasögurnar í enskri þýðingu. Svilkona hans er Vestur-ís- lendingur og hann hefur því farið í íslensk jólaboð og borðað vínarbrauð og pönnukökur. „Eg ólst upp í Winnipeg og hef alltaf verið mér vel meðvitandi um vestur-íslenska samfélagið hér í Manitoba," segir hann. „I morgun átti ég til dæmis fund með hópi manna sem er að vinna að lausn vanda landbúnaðarins hér í fylkinu. Af fimm fundargestum voru þrír af íslensku bergi brotnir. íslend- ingarnir hér eru mjög áhrifamiklir og eiga marga fulltrúa í opinberum stöðum." Hvað fínnst þér um tilkomu ræðis- manns Islands hér í Winnipeg? „Eg átti fund með Svavari Gests- syni fyrir stuttu og okkur kom vel saman. Það var góð ákvörðun hjá ís- lensku ríkisstjórninni að koma hér fyrir ræðismanni í fullu starfi. Við lítum á það sem mjög jákvætt og uppbyggjandi skref. Eg hef einnig byrjað að ræða við Halldór Ásgríms- son um útvíkkun þessara tengsla sem myndu enda í opnun sendiráðs. Við hér erum að skoða hvernig gagn- kvæmninni verður háttað - það er hvað verður gert í staðinn - og höf- um rætt þann möguleika að opna sendiráð á íslandi. Ræðismaðurinn kom hingað á réttum tíma þegar við lítum á alda- mótahátíðarhöldin sem eru í undir- búningi. Heimsóknir fyrirmanna ís- lensku þjóðarinnar til Kanada og önnur tíðindi á næsta ári munu verða tilvalið tækifæri til að sýna fram á og styrkja tengsl landanna." Hvert er tilefni heimsóknar þinnar til íslands? „Aðalástæða ferðar minnar til ís- lands er að hitta utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkj- anna. Það hefur ekki verið nægilega skoðað hvernig við getum unnið að sameiginlegum hagsmunum okkar og sérstakir hagsmunir norðursvæð- anna hafa ekki birst með nægilega skýrum hætti til þessa. Þess vegna ætlum við að hittast og ræða þessi mál. Eitt af því sem ég er búinn að vera að vinna að undanfarið ár er að móta norðursvæðastefnu fyrir Kanada. Við viljum efla tengsl milli landa á norðurhveli og tókum stórt skref í þá átt með stofnun Norðurheimskauta- ráðsins. Það sem við viljum gera núna er að efla viðskiptatengsl Kanada, Grænlands og Norðurland- anna, eins varðandi umhverfismál og samnýtingu auðlinda. Það er fátt erf- iðara í alþjóðasamskiptum en að komast að samkomulagi um nýtingu og verndun auðlinda eins og fisk- stofna, en ég vonast til þess að við getum rætt þau mál á fundinum á Egilsstöðum. Við eigum líka margt sameiginlegt í starfi okkar og stefnu í NATO, meðal annars varðandi einstaklings- öryggi sem snýst um að vernda ein- staklinginn gagnvart mengun, jarð- sprengjum og öðru, og vernda börn gegn herkvaðningu og svo framveg- is. Sömuleiðis er eitt af helstu hags- munamálum okkar hér í Manitoba nýting hafnarinnar í Churchill. Það- Áttu von á því að Flugleiðir fái að fjölga ferðum til Halifax eins og þeir hafa óskað eftir? „Það verður mjög erfitt að gera það alveg á næstunni. Ég vil samt geta rætt þessi mál í heimsókninni til Islands tii þess að geta séð hvaða möguleikar eru fyrir hendi." Nú hafa öll kanadísku fylkin sem liggja að austurströndinni skrifað bréf til stjórnvalda þar sem þau hvetja til þess að samningurinn við Flugleiðir verði endurnýjaður. „Já, og ég var á Nýja-Skotlandi í síðustu viku og átti fundi með ýms- um fulltrúum viðskiptaheimsins þar. Þeir hvöttu eindregið til þess að yfir- völd reyndu að finna lausn á þessum málum því þeir vilja að Flugleiðir fái að halda áfram að fljúga til Halifax." Önnur hugmynd sem komið hefur fram snýst um að reyna að koma á beinum flugsamgöngum milli íslands og Winnipeg. Telur þú að það sé grundvöílur fyrir því? „Eg held að það hljóti að vera svipaður grundvöllur fyrir því og Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada. Morgunblaðið/JEG an er stysta leið til Norður-Evrópu, Norðurlandanna og Rússlands. Við teljum að um þá höfn getum við komið upp mun ódýrari flutningsleið til Evrópu en við höfum núna. Við höfum unnið mikla undirbúnings- vinnu í þessu sambandi og nú er kominn tími til að setja fram ákveðn- ar hugmyndir um hvernig við getum nýtt þessa höfn. Þetta er eitt af mín- um helstu stefnumálum. Við erum enn undir áhrifum kortagerðar- manna sautjándu aldarinnar en ef við lítum á raunverulegar fjarlægðir milli Norður-Ameríku og Evrópu þá eru þær stystar í norðrinu. Það þarf að breyta hugarfari fólks, hvort sem þar er um að ræða sjóleiðina frá Evrópu til Kanada eða flugsamgöng- ur til vesturhluta Kanada í gegnum Winnipeg. Þetta eru atriði sem ég vil skoða." Loftferðasamningur íslands og Kanada rennur útí október. Viðræð- ur um endurnýjun eða framlengingu þess samnings hafa ekki farið fram. Er það vilji kanadískra yfírvalda að framlengja samninginn? „Við viljum halda því samstarfi áfram og eins skoða hvernig við get- um bætt það. Eins og er þá stóndum við frammi fyrir hálfgerðu neyðará- standi hjá okkar eigin flugfélögum. Canadian-flugfélagið stendur höllum fæti og er í viðræðum við Air Canada um sameiningu. Samgönguráðherra okkar þarf að bíða og sjá hvað verð- ur úr því máli. Utkoman þar getur haft mikil áhrif á loftferðasamninga okkar við hin ýmsu lönd. Þess vegna verðum við að bíða og sjá hvað ger- ist. Það kann að vera að við förum þá leið að framlengja samninginn eins og hann er á meðan við leysum okk- ar eigin mál." flugi til Minneapolis. Þegar þú lítur til þess að í Manitoba er stærsta samfélag íslendinga fyrir utan ís- land sjálft og skoðar menningar- tengslin og vaxandi áhuga á sam- skiptum þar á milli þá er tilvalið að koma á betri samgóngum. Það myndi bæði styrkja ferðamannaþjónustu og önnur möguleg viðskipti. Eg held að við eigum að skoða þennan mögu- leika af alvöru og ég hef áhuga á að vekja máls á því á Islandi til að sjá hvernig það passar inn í aðrar við- ræður um flugsamgöngur. Winnipeg hefði ekkert á móti því að fá aukinn ferðamannastraum frá íslandi og Evrópu og eins er mikill áhugi meðal fólks hér að fara til íslands. Hátíða- höldin á aldamótaárinu munu styrkja þessi tengsl svo það er tímabært að ræða þessi mál." Kanada hefur undanfarið staðið í samningaviðræðum við EFTA-lónd- in um víðtækan viðskiptasamning þeirra á milli. Hvernig standa þær viðræður? „Þær hafa gengið mjog vel. Ég hef rætt þau mál reglulega við Halldór Ásgrímsson og viðræðurnar ei*u nú á lokastigi. Ég er að vona að samning- urinn verði tilbúinn í haust þó að það sé ekki ljóst hvenær verður skrifað undir hann. Við höfum náð sam- komulagi í grundvallaratriðum og ég sé ekki að það séu nein ljón í vegin- um." Á leið sinni til íslands mun Axworthy koma við á Grænlandi og ræða við Jonatan Motzfeld, formann grænlensku landsstjórnarinnar, og aðra fulltrúa heimastjórnarinnar. Að lokinni þriggja daga dvöl á íslandi heldur hann síðan til Finnlands og Lettlands til áframhaldandi við- ræðna við þarlend stjórnvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.