Morgunblaðið - 28.08.1999, Síða 39

Morgunblaðið - 28.08.1999, Síða 39
38 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 39 PltrgminMalíili STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MENNTUN ER ÆVIVERK MENNTUN er æviverk og kostnaður vegna hennar er fjárfesting en ekki útgjöld. Símenntun er tiltölulega nýtt hugtak, sem felur í sér nýtt viðhorf til menntunar, og á rætur sínar í því, að þjóðfélagið tekur svo örum breyt- ingum, að grunnþekking dugar ekki út ævina heldur þarf sífellt að bæta við hana. Petta er ástæðan fyrir því, að Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, setti á stofn sér- staka verkefnisstjórn um símenntun í menntamálaráðu- neytinu og er það í samræmi við fimm ára áætlun ríkis- stjórnarinnar á þessu sviði. Dagurinn í dag er helgaður símenntun og er fram- kvæmdin í höndum Menntar, samstarfsvettvangs at- vinnulífs og skóla. Um 200 aðilar um allt land standa að baki viðamikillar dagskrár, skólar, stofnanir, samtök og fyrirtæki. Hún fer fram á 30 stöðum vítt og breitt um landið og er ætlunin að hún verði bæði fræðandi og skemmtileg. Dagskráin verður breytileg eftir stöðum, en höfuðáherzlan er lögð á að veita fólki á vinnumarkaði tækifæri til að kynna sér hvaða nám er í boði og hvetja það til símenntunar. Á boðstólum verða stuttar kennslu- stundir, fyrirlestrar, sem höfða til ákveðinna starfstétta og hópa, sýnikennsla, umræðuhópar um mismunandi mál- efni, tónleikar og barnadagskrár. Pátttaka í dagskrám er gestum að kostnaðarlausu. Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Menntar, sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið, að sterkt samband væri milli menntunar, lífsskilyrða og öryggis. Hún bendir á, að þjóðfélagið breytist hratt og bezta leiðin fyrir einstakl- inginn til að vera vel undir breytingarnar búinn sé að ástunda símenntun. „Á degi símenntunar ætlum við að gefa fólki kost á að kynna sér hvað er í boði, en framboð á endurmenntun og öðru námi er mikið,“ segir Hrönn. Petta sameiginlega átak menntamálaráðuneytisins og atvinnulífsins er til fyrirmyndar og full ástæða er fyrir al- menning, jafnt unga sem aldna, til að hagnýta sér þetta tækifæri til að kynna sér með hvaða hætti unnt er að bæta menntun sína og starfsþjálfun. I þjóðfélagi nútíðar og framtíðar er menntun svo sannarlega ferli, sem varir alla ævina. Hafa ber í huga, að menntun er hverjum ein- staklingi auðlind. FORNLEIFAR í SKÁLHOLTI FORNLEIFAFRÆÐINGAR hafa kortlagt byggð í Skálholti með segul- og viðnámsmælingum í sumar án þess að þurfa svo mikið sem reka skóflu í jarðveginn. Við mælingarnar hefur komið í Ijós þorp, svo til á sama stað og uppdráttur sem gerður var í lok 18. aldar sýnir. Pessi tækni veitir möguleika á að kanna hvers sé að vænta við uppgröft og sparar þannig tíma og fyrirhöfn. Hún getur því komið í veg fyrir að grafið sé að óþörfu og ennfremur er hægt að nýta þessa tækni til að koma í veg fyrir að fornleifar verði fyrir eyðileggingu. Rannsóknirnar á rústum byggðar í Skálholti er sam- starfsverkefni Bradford-háskóla og Fornleifastofnunar íslands og fjögurra skozkra háskóla um fornleifarann- sóknir. Fornleifadeild Bradford hefur um árabil unnið að rannsóknum á skozku eyjunum og varð hún því kjörinn aðili að þessu samstarfi. Samstarfshópurinn nefnist INIS, en það þýðir eyja á gelísku. Bæði viðnáms- og segulmæl- ingar hafa verið reyndar hérlendis í sumar og munu við- námsmælingar hafa reynzt betur, en þær eru tiltölulega ódýrar í framkvæmd og búnaðurinn, sem notaður er, á hagkvæmu verði. Framkvæmdin felst í því, að rafstraumi er hleypt í gegnum jarðveginn milli tveggja skauta. Ef viðnámið er lítið tekur það strauminn skamma stund að fara í milli skautanna, en sé einhver viðstaða, steinn eða eitthvað annað í veginum, seinkar það strauminum. Þannig má sjá hvað leynist undir yfirborðinu án þess að grafa. Slík tækni, sem hér hefur verið lýst, á greinilega eftir að valda byltingu í forleifarannsóknum, spara fé og fyrir- höfn, þar sem unnt er að sjá hvar fornleifar leynast í jörðu. Veiði í Elliðaánum í sögulegu láfflnarki þriðja árið í röð Ástæða lé- legrar veiði er samspil margra þátta Lífríki Elliðaánna hefur verið nokkuð í um- ræðunni undanfarið vegna dvínandi veiði í ánum. Trausti Hafliðason kynnti sér málið og komst að því að erfítt er að benda á ein- hvern einn þátt sem sökudólg, þar sem líklegast er að vandinn sé tilkominn vegna samspils margra þátta. Laxveiði á stöng í Elliðaánum 1907-1999 3.000 laxar 2.500 1.500 Upplýsingar vantar um árln 1919, 1920 og 1922 f eldisuppruna í náttúrulegum uppruna 1983-1987: Eldislaxí veiðinni en fjöidi éþekktur 1.000 1910 1915 1920 1925 1930 1935 1940 1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 '99 ALLT stefnir í að árið 1999 verði þriðja árið í röð þar sem laxveiði í Elliðaánum verður nálægt sögulegu lág- marki, en það hefur aldrei gerst síð- an skráning á aflatölum hófst árið 1907. Árið 1937 var lakasta iaxveiðiár í sögu ánna, en þá voru veiddir 485 laxar og svipaða sögu var að segja af næsta ári þegar veiddust einungis 486 laxar. Arið 1939 fór veiðin hins- vegar yfir 1.000 laxa og það er ekki fyrr en nú, 60 árum síðar, að afla- brögð eru verri en þau voru rétt fyr- ir seinna stríð, því árið 1997 veidd- ust einungis 568 laxar í ánum, árið 1998 var þessi tala 492 og það sem af er þessu laxveiðiári hafa veiðst 416 laxar. Menn eru ekki allir sammála um það hver sé ástæðan fyrir minnkandi laxveiði og laxagengd í ánum, sumir benda á röskun vatnakerfis ánna vegna Árbæjarstíflu, aðrir benda á mengun frá íbúðabyggð og enn aðrir telja ástæðuna vera samspil margra þátta. Lélegar endurheimtur síðustu þrjú ár Samkvæmt skýrslu Veiðimála- stofnunai-, Rannsóknir á fiskistofnum vatnasviðs Elliðaánna 1998 (VMST- R/99012), eru ástæðurnar fyrir minnkandi veiði nokkrar. I fyrsta lagi segir í skýrslunni að endur- heimtur úr sjó hafi verið afar lélegar. Meðaltalsendurheimta á merktum náttúrulegum seiðum fyrir þau 11 ár sem til eru upplýsingar um, er 9,7%. Endurheimtan síðustu þrjú ár hefur hins vegar verið frá 4-5,5%, sem er nærri tvöfalt lægra en meðaltalið. Þórólfur Antonsson, líffræðingur hjá Veiðimálastofnun og annar höf- unda skýrslunnar, sagði að mikil- vægi góðra endurheimtna kæmi vel í ljós ef skoðað væri árið 1974, en þá voru endurheimtur úr sjó um 21%, sem skilaði sér síðan í 2.033 veiddum löxum. I skýrslu Veiðimálastofnunar er minnkandi veiði í öðru lagi skýrð með fækkun á flökkulaxi (eldis- og haf- beitarlaxi), en honum hefur fækkað úr 10 til 30% af heildarlaxveiði allt frá síðari hluta níunda áratugarins í 1% árið 1998. Sérstaklega er tekið fram að ekki beri að harma þessa fækkun því rannsóknir bendi til þess að áhrif blöndunar frá flökkufiski séu neikvæð fyrir náttúrulegu stofnana og vildi Sigurður Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Veiðimálastofnunar, í samtali við Morgunblaðið, leggja sér- staka áherslu á neikvæð áhrif blönd- unarinnar. I þriðja lagi er bent á að slepping- ar gönguseiða hafi verið bannaðar í kjölfar kýlaveikinnar og því hafi seiðasleppingar hjálpað lítið upp á göngur og veiði 1998. Að lokum er bent á hugsanleg áhrif veikinnar sjálfrar á seiði árinnar og mögulega hærri dánartíðni sýktra seiða, þó ekki hafi fundist sýkt seiði. Áhrif þéttbýlis á árnar I skýrslunni segir að laxastofn ár- innar eigi undir högg að sækja og því verði að halda vöku og reyna að Heildarganga lax í Elliðaárnar 1935-1999 8.000 laxar 7.000 Lax veiddur á stöng Slátrað og selt Lax tekinn í klak Hrygningarstofn að hausti 1935 1940 1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 '98 koma í veg fyrir þann skaða sem þéttbýlið auðveldlega geti gert ánum, því reynslan hafi sýnt að lífríki ferskvatns þoli visst álag frá byggð og þéttbýli, en þegar ákveðnum þrös- kuldi sé náð geti því hnignað mjög hratt. Olafur Skúlason, eigandi fiskeldis- stöðvarinnar Laxalóns í Grafarholti, stóð fyrir lítilli tilraun í vor þar sem hann hugðist sýna fram á það að laxaseiði ættu erfitt uppdráttar í menguðu vatni og kannski ekki síst hversu mikið af mengandi efnum rynni út í ár eins og Elliðaár, sem lið- ast í gegnum mörg þúsund manna byggð. 200 seiði drápust á 4 klukkustundum Föstudaginn 3. apríl setti Ólafur 200 seiði í kar og lét hann holræsa- vatn renna í karið, eftir fjórar klukkustundir voru öll seiðin dauð. Hann endurtók tilraunina fimmtu- daginn 9. apríl, en setti þá 160 seiði í karið og eftir einn og hálfan sólar- hring voru þau öll dauð. Ólafur sagð- ist í samtali við Morgunblaðið ekki vita nákvæmlega hvers vegna fyrri hópurinn hefði drepist á fjórum tím- um en sá seinni á einum og hálfum sólarhring, en þar getur margt spilað inn í. Ólafur sagði að vegna umræðunn- ar um lífríki Elliðaánna og þeirra hugmynda sem viðraðar hefðu verið um að rífa niður stífluna hefði hann ákveðið að gera þessa litlu tilraun til að sýna fram á hversu mikilvægur mengunarþátturinn væri í þessu tii- liti. Ölafur vildi taka það sérstaklega fram að með þessari tilraun væri hann aðeins að leggja málinu lið og koma með nýjan vinkil inn í umræð- una, því lítið sem ekkert hefði verið fjallað um mengun frá íbúðarbyggð- inni. Ólífræn efni ánna rannsökuð Sigurður Reynir Gíslason, prófess- or við raunvísindadeild Háskóla ís- lands, er einn af höfundum skýrslu um efnasamsetningu Elliðaánna, sem gefin var út í desember síðastliðnum og bar heitið Efnasamsetning Elliða- ánna 1997-1998. Hann sagði að tO- gangur rannsóknarinnar hefði verið að skilgreina efnasamsetningu ánna alveg frá Hólmsá og niður til ósa, þ.e. sjá hvemig vatnið breytist við að fara um byggðina. Aðferðafræðin byggð- ist á því að rannsaka á mjög viðamik- inn hátt ólífræn efni í ánni. Sigurður Reynir sagði að tekin hefðu verið sýni á nokkrum stöðum í ánni og niðurstöðurnar bornar sam- an við niðurstöður fyrri rannsókna, sem gerðar hefðu verið árin 1969, 1970 og 1973^4. Til að taka sérstak- lega á mengunarmálum, sagði hann að valdar hefðu verið tvær regn- vatnslagnir sem lægju frá Efra- Breiðholtinu og sýni tekin þegar snjóinn leysti, því þá væri mengunin mest. Mengunarsýnin voru borin saman við sýni neðar og ofar í ánni til að fá samanburðinn. „Það kemur oft í Ijós þegar maður leggur af stað í svona rannsókn að maður finnur eitthvað allt annað en maður lagði af stað með,“ sagði Sig- urður Reynir. Að sögn Sigurðar Reynis hafa Ell- Morgunblaðið/Ingibjörg iðaámar mjög svipaða efnasamsetn- ingu og aðrar ár á Suðurlandi fyrir utan Þjórsá og Rangá, sem hafa meiri efnastyrk vegna áhrifa frá eld- fjöllum, en klórstyrkurinn er hins vegar meiri í Elliðaánum, vegna ná- lægðar við sjó og salts af götum. Hann sagði nokkuð áhugavert að styrkur flúors hefði lítið breyst mið- að við fyrri rannsóknir og því ekki að sjá að starfsemi álversins í Straums- vík síðustu 30 ár hefði haft áhrif. Mengunin undir hættumörkum I ræsunum em hættuleg efni eins og arsen, sem skilar sér snarlega út í árnar þegar snjórinn bráðnar. Sig- urður Reynir sagði að sýnataka niður við vatnsveitubrú hefði sýnt að þynn- ingaráhrifin væra það mikil að þegar mengunin væri komin í árnar væri hún undir hættumörkum. Hann benti á að ekki hefði verið um samfelldar mælingar að ræða heldur einstök sýni, en þó á því tímabili sem meng- unin hefði átt að vera mikil. „Styrkur þein-a efna, sem eru hvað hættulegust lífi, eins og kvika- silfur, blý og kadmíum, vex ekkert óskaplega niður vatnasviðið, sem er áhugavert því maður hefði ætlað að styrkur þeirra yrði meiri neðarlega á vatnasviðinu en ofar því þau koma frá byggð, en styrkurinn er meiri í Hólmsá, sem er fyrir ofan Elliða- vatn. Efnasamsetning Elliðaánna breyt- ist eftir árstíðum og það eru ákveðin efni eins og kísill, nítrat og fosfor, sem eru næringarefni sem lífverur í ánum, sérstaklega þörungar, éta. Hár álstyrkur stressar fískinn Með því að mæla mismuninn á kís- linum sem rennur inn í Elliðavatn með Hólmsá og Suðurá og það sem rennur út úr vatninu er hægt að leggja mat á það hvað eru miklir kís- ilþörungar að myndast í Elliðavatni á hverju ári. Setmyndun kísilþöranga er um 402 tonn á ári í Elliðavatni. Það era hliðaráhrifin af þessari þörangamyndun sem eru áhugaverð, því þegar þörangarnir era á fullu að tillífa í júní og júlí, hækkar ph-gildi vatnsins það mikið að ál fer að losna og álstyrkurinn fer upp í hættumörk fyrir seiði ferskvatnsfiska. Þessi hái álstyrkur gengur niður allar árnar í júní og júlí, þannig að það má segja að það geti stressað fiskinn. Alið leysist líklega úr gruggi á botni El- liðavatns, eða jafnvel úr gömlu mýr- unum, sem var fleytt á þegar stíflan var byggð. Mengun sem þessi hefur verið stærsti skaðvaldurinn í iaxveiðiám Norður-Ameríku og Skandinavíu, en þar gerist þetta þannig að súrt regn berst á berg sem er viðkvæmt fyrir sýringu og þannig leysist ál úr berginu og í ár og drepur fisk. Til eru margar rannsóknir á þessu, þ.e. eituráhrifum áls við lágt ph-gildi, en hér á landi gerist þetta við hátt ph- gildi og það er mjög sjaldgæft í náttúrunni og því eru ekki til marg- ar rannsóknir á eituráhrifum áls á fisk við þetta háa ph-gildi,“ sagði Sigurður. Fjölþætt skýrsla um árnar kynnt í næstu viku Þórólfur, líffræðingur hjá Veiði- málastofnun, sagði að nú í vor hefði seiðum verið sleppt í árnar í fyrsta skipti eftir að kýlaveikin gerði vart við sig og sagðist hann því búast við því að veiðin færi upp á við á næsta ári. „Þetta (betri veiði næsta sumar) má samt ekki koma í veg fyrir það að gripið verði til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til að vernda ára- ar,“ sagði Þórólfur. „Undanfarið hefur verið unnið að viðamikilli skýrslu fyrir borgaiyfir- völd, sem byggist á fjölþættum rann- sóknum á vatnafræði, efnainnihaldi og lífríki ánna, en borgaryfirvöld munu væntanlega styðjast við skýrsl- una við mótun framtíðarstefnu um vemdun ánna. Samkvæmt upplýsing- um frá skrifstofu borgarstjóra verð- ur skýrslan kynnt 1. september næstkomandi. Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, á íslandi Viljum efla tengslin milli norðursvæðanna Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, er væntanlegur í opinbera heim- sókn til Islands um helgina. Jón Einars. Gústafsson ræddi við Axworthy á skrifstofu hans í Winnipeg í vikunni. AXWORTHY verður heið- ursgestur á fundi utanríkis- ráðherra Norðurlanda á Egilsstöðum á morgun og mánudag, en þar verða einnig utan- ríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna. Á þriðjudagsmorgun breytist heim- sókn hans í opinbera heimsókn til Is- lands í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Þetta er í fyrsta skipti sem kanadískur ráðherra sæk- ir Island heim síðan Pierre Trudeau, þáverandi forsætisráðherra, heim- sótti landið á sjötta áratugnum. Axworthy er vel kunnugur íslandi þó svo hann hafi aldrei komið út fyrir Leifsstöð þegar hann hefur millilent þar á ferðum sínum um heiminn. Hann er aðdáandi Bjarkar, segh’ hann, og í einu horni skrifstofunnai- hans eru Islendingasögurnar í enskri þýðingu. Svilkona hans er Vestur-ís- lendingur og hann hefur því farið í íslensk jólaboð og borðað vínarbrauð og pþnnukökur. „Eg ólst upp í Winnipeg og hef alltaf verið mér vel meðvitandi um vestur-íslenska samfélagið hér í Manitoba," segir hann. „I morgun átti ég til dæmis fund með hópi manna sem er að vinna að lausn vanda landbúnaðarins hér í fylkinu. Af fimm fundargestum voru þrír af íslensku bergi brotnir. íslend- ingarnii- hér era mjög áhrifamiklir og eiga marga fulltrúa í opinberum stöðurn." Hvað finnst þér um tilkomu ræðis- manns Islands hér í Winnipeg? „Ég átti fund með Svavari Gests- syni fyrir stuttu og okkur kom vel saman. Það var góð ákvörðun hjá ís- lensku ríkisstjórninni að koma hér fyrir ræðismanni í fullu starfi. Við lítum á það sem mjög jákvætt og uppbyggjandi skref. Eg hef einnig byrjað að ræða við Halldór Ásgríms- son um útvíkkun þessara tengsla sem myndu enda í opnun sendiráðs. Við hér erum að skoða hvernig gagn- kvæmninni verður háttað - það er hvað verður gert í staðinn - og höf- um rætt þann möguleika að opna sendiráð á Islandi. Ræðismaðurinn kom hingað á réttum tíma þegar við lítum á alda- mótahátíðarhöldin sem eru í undir- búningi. Heimsóknir fyrirmanna ís- lensku þjóðarinnar til Kanada og önnur tíðindi á næsta ári munu verða tilvalið tækifæri til að sýna fram á og styrkja tengsl landanna." Hvert er tilefni heimsóknar þinnar til íslands? ,Aðalástæða ferðar minnar til ís- lands er að hitta utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkj- anna. Það hefur ekki verið nægilega skoðað hvernig við getum unnið að sameiginlegum hagsmunum okkar og sérstakir hagsmunir norðursvæð- anna hafa ekki birst með nægilega skýram hætti til þessa. Þess vegna ætlum við að hittast og ræða þessi mál. Eitt af því sem ég er búinn að vera að vinna að undanfarið ár er að móta norðursvæðastefnu fyrir Kanada. Við viljum efla tengsl milli landa á norðurhveli og tókum stórt skref í þá átt með stofnun Norðurheimskauta- ráðsins. Það sem við viljum gera núna er að efla viðskiptatengsl Kanada, Grænlands og Norðurland- anna, eins varðandi umhverfismál og samnýtingu auðlinda. Það er fátt erf- . iðara í alþjóðasamskiptum en að komast að samkomulagi um nýtingu og verndun auðlinda eins og fisk- stofna, en ég vonast til þess að við getum rætt þau mál á fundinum á Egilsstöðum. Við eigum líka margt sameiginlegt í starfi okkar og stefnu í NATO, meðal annars varðandi einstaklings- öryggi sem snýst um að vernda ein- staklinginn gagnvart mengun, jarð- sprengjum og öðra, og vernda börn gegn herkvaðningu og svo framveg- is. Sömuleiðis er eitt af helstu hags- munamálum okkar hér í Manitoba nýting hafnarinnar í Churchill. Það- Áttu von á því að Flugleiðir fái að fjölga ferðum til Halifax eins og þeir hafa óskað eftir? „Það verður mjög erfitt að gera það alveg á næstunni. Ég vil samt geta rætt þessi mál í heimsókninni til Islands til þess að geta séð hvaða möguleikar era fyrir hendi.“ Nú hafa öll kanadísku fylkin sem liggja að austurströndinni skrifað bréf til stjórnvalda þar sem þau hvetja til þess að samningurinn við Flugleiðir verði endurnýjaður. „Já, og ég var á Nýja-Skotlandi í síðustu viku og átti fundi með ýms- um fulltrúum viðskiptaheimsins þar. Þeir hvöttu eindregið til þess að yfir- völd reyndu að finna lausn á þessum málum því þeir vilja að Flugleiðir fái að halda áfram að fljúga til Halifax." Önnur hugmynd sem komið hefur fram snýst um að reyna að koma á beinum flugsamgöngum milli Islands og Winnipeg. Telur þú að það sé grundvöllur fyrir því? „Ég held að það hljóti að vera svipaður grundvöllur fyrir því og Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada. Morgunblaðið/JEG an er stysta leið til Norður-Evrópu, Norðurlandanna og Rússlands. Við teljum að um þá höfn getum við komið upp mun ódýrari flutningsleið til Evrópu en við höfum núna. Við höfum unnið mikla undirbúnings- vinnu í þessu sambandi og nú er kominn tími tO að setja fram ákveðn- ar hugmyndir um hvernig við getum nýtt þessa höfn. Þetta er eitt af mín- um helstu stefnumálum. Við erum enn undir áhrifum kortagerðar- manna sautjándu aldarinnar en ef við lítum á raunveralegar fjarlægðir milli Norður-Ameríku og Evrópu þá eru þær stystar í norðrinu. Það þarf að breyta hugarfari fólks, hvort sem þar er um að ræða sjóleiðina frá Evrópu tU Kanada eða flugsamgöng- ur tU vesturhluta Kanada í gegnum Winnipeg. Þetta era atriði sem ég vil skoða.“ Loftferðasamningur íslands og Kanada rennur út í október. Viðræð- ur um endurnýjun eða framlengingu þess samnings hafa ekki farið fram. Er það vilji kanadískra yfirvalda að framlengja samninginn ? „Við viljum halda því samstarfi áfram og eins skoða hvernig við get- um bætt það. Eins og er þá stöndum við frammi fyrir hálfgerðu neyðará- standi hjá okkar eigin flugfélögum. Canadian-flugfélagið stendur höllum fæti og er í viðræðum við Air Canada um sameiningu. Samgönguráðherra okkar þarf að bíða og sjá hvað verð- ur úr því máli. Útkoman þar getur haft mikil áhrif á loftferðasamninga okkar við hin ýmsu lönd. Þess vegna verðum við að bíða og sjá hvað ger- ist. Það kann að vera að við förum þá leið að framlengja samninginn eins og hann er á meðan við leysum okk- ar eigin mál.“ flugi tU Minneapolis. Þegar þú lítur til þess að í Manitoba er stærsta samfélag Islendinga fyrir utan Is- land sjálft og skoðar menningar- tengslin og vaxandi áhuga á sam- skiptum þar á mUli þá er tilvalið að koma á betri samgöngum. Það myndi bæði styrkja ferðamannaþjónustu og önnur möguleg viðskipti. Ég held að við eigum að skoða þennan mögu- leika af alvöra og ég hef áhuga á að vekja máls á því á Islandi tU að sjá hvernig það passar inn í aðrar við- ræður um flugsamgöngur. Winnipeg hefði ekkert á móti því að fá auldnn ferðamannastraum frá íslandi og Evrópu og eins er mikill áhugi meðal fólks hér að fara tU íslands. Hátíða- höldin á aldamótaárinu munu styrkja þessi tengsl svo það er tímabært að ræða þessi mál.“ Kanada hefur undanfarið staðið í samningaviðræðum við EFTA-lönd- in um víðtækan viðskiptasamning þeirra á milli. Hvernig standa þær viðræður? „Þær hafa gengið mjög vel. Ég hef rætt þau mál reglulega við Halldór Ásgi’ímsson og viðræðurnar era nú á lokastigi. Ég er að vona að samning- urinn verði tilbúinn í haust þó að það sé ekki Ijóst hvenær verður skrifað undir hann. Við höfum náð sam- komulagi í grandvallaratriðum og ég sé ekki að það séu nein ljón í vegin- um;“ Á leið sinni til íslands mun Axworthy koma við á Grænlandi og ræða við Jonatan Motzfeld, formann gi’ænlensku landsstjórnarinnar, og aðra fulltrúa heimastjórnarinnar. Að lokinni þriggja daga dvöl á Islandi heldur hann síðan til Finnlands og Lettlands til áframhaldandi við- ræðna við þarlend stjórnvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.