Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 42
4 42 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Hjátrú og knattspyrna KR-ingar eiga besta knattspyrnulið lands- ins í sumar en það eitt tryggir þeim ekki Islandsmeistaratitilinn. Svo hepþilega vill þó til að það erstutt af íslenskum fótbolta- völlum út á bílastæði... Auðvelt er að fá það á tilfinninguna að eig- inlega sé það ekki nema eitt sem beðið er eftir þegar íþrótt- ir á íslandi ber á góma - að ekk- ert annað skipti máli. Sem sagt, hvort og þá hvenær KR-ingar verði aftur íslandsmeistarar í knattspyrnu. Stuðningsmenn fé- lagsins hafa trúað því á hverju vori í mörg ár að nú sé þeirra tími kominn, en þegar keppnis- tímabili lýkur hefur bros þeirra fölnað eins og haustlaufið. Þá virðast allir aðrir en KR-ingar hins vegar taka gleði sína; einmitt vegna þess að KR vann ekki. Það hafa verið nokkurs konar einkunnarorð VIÐHORF KR-ingasíð- _„ ~zr . ustu árin, að Eftir Skapta ... I. , Hallgrímsson Þolinroæði sé dyggð. Þeir hafa beðið lengi eftir því að karlalið félagsins í knattspyrnu verði íslandsmeistari - í 31 ár - en mér kæmi ekki á óvart þótt þeirri bið lyki um miðjan sept- ember. Auðvitað er það ekki ör- uggt en líkurnar eru meiri nú en oftast áður á þessum þremur áratugum. KR-ingar voru að vísu aðeins hársbreidd frá meistaratitli 1990, þegar Framarar urðu meistarar og Vesturbæjarliðið átti einnig möguleika fyrir síðustu umferð- ina 1996 - en laut þá í lægra haldi gegn íA á Akranesi og Skagamenn urðu meistarar. Leikur KR-inga og ÍBV í Frostaskjólinu á morgun skiptir miklu máli í baráttunni; með sigri nær KR fimm stiga forystu á Islandsmeistarana úr Eyjum en hrósi Eyjamenn sigri komast þeir aftur á móti einu stigi upp fyrir KR-inga, en eftir leiki helgarinnar eiga liðin aðeins þremur leikjum ólokið. Því er mikið í húfi og ljóst að fjölmenni verður á KR-vellinum, eins og þegar þessi sömu lið mættust á sama stað í úrslitaleik íslands- mótsins í síðustu umferð deild- arkeppninnar í fyrrasumar. Akurnesingar áttu besta lið landsins fyrri helmíng þessa áratugar, Vestmannaeyingar hafa verið bestir síðustu tvö ár en KR-ingar eru bestir í ár. Á því leikur enginn vafi; KR leikur bestu knattspyrnuna en þótt það sé fullyrt er ekki þar með sagt að félagið verði íslandsmeistari. Eyjamenn gætu allt eins fagnað þriðja meistaratitlinum í röð því lítið má út af bregða til að breyta gangi mála. KR-ingar eru hins vegar með það í hendi sér hvort þeir fagna langþráðum sigri eður ei: eru efstir og þurfa ekki að treysta á aðra. Nú veltur það á andlegum styrk þeirra hver niðurstaðan verður. Hjátrú tengist ýmsu í daglegu lífi, ekki síst íþróttum þar sem frést hefur af mönnum sem fara alltaf í vinstri skóinn á undan þeim hægri, áður en þeir hefja keppni, einhver þarf alltaf að vera síðastur í röðinni þegar hlaupið er út á völl og svo mætti áfram telja. Sjómaður sem ég hitti í út- löndum fyrir skömmu sagði mér frá skipstjóra sínum, en sá er alltaf í sömu peysunni þegar lið- ið hans er að keppa. Hann áttaði sig á mikilvægi þess einhvern tíma, þegar liðið tapaði og peys- an var í þvotti. Það hefur ekki brugðist síðan að hann er alltaf í peysunni á leikdegi og liðið tap- ar aldrei. Hann man að minnsta kosti ekki eftir tapleikjunum (og hefur heldur ekki þorað að láta þvo peysuna). Það nýjasta og frumlegasta sem ég hef heyrt tengist KR- liðinu. Hjón, miklir stuðnings- menn félgsins, voru á vellinum í sumar og þannig vildi til að hvorki gekk né rak hjá liðinu þeirra að skora. Veður var ekki sérlega gott, frúin ekki vel búin og orðið hálfkalt þegar stundar- fjórðungur var eftir og ákvað því að rölta út í bíl og hlusta á lýsingu á síðustu mínútunum í útvarpinu. Það var auðvitað eins og við manninn mælt; um leið og hún hafði kveikt á útvarpinu í bílnum skoruðu KR-ingar! Næst þegar hjónin fóru saman á völlinn fannst þeim þeirra menn líka heldur seinheppnir upp við markið og því var auð- vitað gripið til þessa sama ráðs. Konan labbaði út í bíl og KR skoraði. Svo bar við á Evrópuleiknum gegn Kilmarnock í Laugardaln- um fyrir hálfum mánuði að um- ræddur KR-ingur fór á völlinn án eiginkonunnar. Þegar fimm mínútur voru eftir og staðan enn 0:0 leit hann á klukkuna og kvað upp úrskurð sinn: Konan er ekki með og ég ekki á bíl - það verð- ur einhver annar að fórna sér! Góðhjartaður vinur hans, einnig KR-ingur, hló innra með sér en gat ekki annað en svarað kall- inu. Þurfti reyndar að fara en upplýsti það auðvitað ekki. Kvaðst myndu leggja sitt af mörkum til að KR sigraði í leiknum og kvaddi. Þegar hann settist upp í bifreið sína og kveikti á útvarpinu var Þórhall- ur Hinriksson að skora sigur- mark KR! Vilji KR-ingar trúa því að þeirra tími sé kominn er kannski ekki úr vegi að minna þá á að Barcelona varð spænsk- ur meistari í vor, á 100 ára af- mæli félagsins og AC Milan fagnaði meistaratign á Italíu á sama tíma. Mílanófélagið hélt einnig upp á aldarafmæli sitt á þessu ári. Knattspyrnufélag Reykjavíkur var stofnað 1899 og er 100 ára á þessu ári og gæti því fetað í fótspor þessara stór- liða sunnar í álfunni. Ekki skal ég fullyrða neitt um hjátrú stuðningsmanna knatt- spyrnuunnenda á Spáni og ítal- íu. Vera má að einhver Mílanómaðurinn eða Barcelona- búinn hafi haft til siðs að hlaupa út í bíl á síðasta vetri, þegar illa gekk hjá liðum þeirra. Ég hef reyndar fylgst með leikjum bæði á San Siro leikvanginum í Mflanó og Camp Nou í Barcelona og það er satt að segja ekki hlaupið að því að bregða sér út á bflastæði í miðj- um leik því bflarnir eru í óra- fjarlægð. KR-ingurinn umræddi stendur í það minnsta vel að vígi að því leyti, ef hans menn verða í erfiðleikum á morgun. Slegist um tíberíum Stríðsleikurinn Comm- and & Conquer er með vinsælustu leikjum seinni tíma. Arni Matthíasson kynnti sér nýjasta kaflann í fram- haldssögunni um baráttu NOD og GDI. EINN MEST seldi leikur sögunnar hér á landi er Command & Conquer, og nær kannski að vera sá mest seldi ef öll afbrigði hans eru talin saman. Nokkuð langt er síðan upprunalegi leikurinn kom út og gat af sé óteljandi eftirhermur, en í gær kom svo út hér á landi framhald leiksins sem lengi hefur verið beðið. Command & Conquer byggðist í grófu máli á því að leikandi byggði sér bækistöðv- ar sem hann síðan varði sem mest hann mátti fyrir ásókn keppinauta sem ásældust land- svæði hans og tíberíumnámur. Til að ná árangri í þeirri baráttu þurfti leik- andinn að vera fljótur að hugsa, en einnig gæddur ríkulegri skipulags- gáfu, enda enginn leikur að henda reiður á tugum hermanna, tryggja að iðnframleiðsla standi með blóma og fylgja ákveðinni útþenslustefnu á sama tíma með tilheyrandi bygging- arframkvæmdum og námavinnslu. Framhald af Command & Conquer kom út fyrir nokkru, kall- aðist Red Alert og gerðist áður en upprunalegi leikurinn sé litið til sög- unnar. Red Alert naut mikillar hylli og þykir erin fyrirtaks leikur þó hann sé kominn nokkuð til ára sinna. Síðustu tvö ár hafa menn svo beðið þriðja hluta sögunnar um baráttu NOD og GDI, sem kom út í gær, eins og getið er, og kallast Command & Conquer: Tiberian Sun. Mjög endurbætt grafík Þeir Westwood-menn hafa endur- bætt grafíkina í leiknum mikið, sem vonlegt er, en gleyma sér ekki í smáatriðunum; menn og byggingar eru hvort eð er svo lítil á skjánum að úr litlu er að spila. Það hefði þó óneitanlega verið gaman ef kostur hefði verið á að bregða sér í leikinn með því að verða einn af þátttakend- um, líkt og er til að mynda hægt í Dungeon Keeper II. í stað þess að leggja höfuðáherslu á útlit leiksins hafa forritarar Westwood einbeitt sér að því að gera allar aðstæður á vígvellinum sem eðlilegastar og þannig geta menn fallið fyrir björg og lent í skriðum, en einnig skiptir veðurfar verulegu máli fyrir orrustu, getur reyndar skipt höfuðmáli. Það fer einnig eftir hvar menn eru að berjast, því þar sem ís er yfir öllu til að mynda er eins gott að gæta að því að hann er síbreytilegur og getur komið í koll þeim sem ekki fylgjast með. Strax í fyrstu borðunum verða leikendur varir við breytingar því vinsæl herbrögð eins og að taka byggingaræði eða treysta á Pyr- rosarsigra; mestu skiptir að skipu- leggja varnir vel og ana ekki út í óvissuna. Þannig reynir leikurinn meira á hugsun en viðbragðsflýti og verður skemmtilegri fyrir vikið. Hreyfingar eru allar og verulega endurbættar, sérstaklega er betra að stýra hinum ýmsu farartækjum, en einnig hefur ýmislegt í stjórn leiksins verið einfaldað. Meðal nýjunga er að herlið safn- ar stigum eftir því hvernig því geng- ur og hægt að taka menn með sér á milli bardaga og þannig koma sér upp harðsnúnu liði atvinnuher- manna. Saga leiksins snýst um baráttu NOD og GDI og líkt og forðum er hægt að velja í hvoru liðinu maður vill vera. NOD eru al- þjóðleg samtök hryðju- verkamanna og illvirkja, en GDI samtök stofnuð af Sameinuðu þjóðunum meðal annars til að berjast við NOD. Þar sem sagan hefst hefur GDI borið sigur úr být- um, en á enn eftir að ganga á milli bols og höf- uðs á brjálæðingnum valdasjúka, Kane, sem fer fyrir liði þeirra NOD-manna. Borðin eru á sjötta tug og skiptir verulegu máli hvernig þau eru leyst, því útkoman úr einu borði hefur áhrif í því næsta og svo koll af kolli. Leikurinn gerir ekki ýkja miklar kröfur til vélbúnaðar, vill helst 166 MHz Pentium örgjörva, 64 MB minni, tíu hraða geisladrif, 4 MB skjákort og 200 MB rými vill hann á hörðum disk viðkomandi. Command & Conquer var bylting- arkenndur leikur á sinni tíð og fram- hald hans eða forleikur, Red Alert, afbragðs þó ekki hafi hann verið eins magnaður og fyrirrennarinn, sem vonlegt er. Grafík er verulega endur- bætt og leikurinn augnayndi á köfl- um, en sumum mun eflaust finnast Command & Conquer: Tiberian Sun vera meira af því sama. Án þess að hafa þó lokið við leikinn er óhætt að segja að hann sé framúrskarandi og verður eflaust talinn með bestu leikj- um ársins. Varasamur vafri EKKI LINNIR fregnum af göllum og vanköntum á Explorer-vafra Microsoft. Varla líður sú vika að ekki komi í Ijós að betur hefði mátt um hnútana búa, ekki síst sé litið til öryggisatriða. í vikunni upplýsti búlgarskur vafra- fræðingur, Georgi Guninski, að hann hefði komist á snoðir um alvarlegan öryggisbögg í Explorer 5, nýjustu gerð vafrans. Sá böggur gerir óprúttnum kleift að koma fyrir á tölvu hrekklauss notanda hugbúnaði sem gert getur ýmsan óskunda. Guninski hefur illan bifur á ActiveX, skriftumál- inu sem Microsoft kynnti með miklum hamagangi fyrir tveimur árum en gárungar kalla nú InActiveX, enda tókt fyrirtækinu ekki að telja vefforritara á að nýta það. ActiveX er þó enn notað að nokkru marki á vegum Microsoft og vafrar fyrirtækisins taka við slíkum skrií'l iim án þess að velta uppruna þeirra um of fyrir sér. Það sem helst var vef- smíðum þyrnir í auga var hversu öflugar skriftur mátti skrifa með ActiveX og nánast engin takmörk á hvað mátti gera. Með því að nýta samþættingu Ex- plorer 5 við ActiveX má því láta vafrann ræsa forrit- ling sem kemur sér fyrir á rót viðkomandi tölvu og fer síðan í gang næst þegar tölvan er ræst. Ekkert hefur enn heyrst frá Microsoft varðandi þetta mál, en áhugasamir geta kynnt sér um hvað það snýst og nálgast upplýsingar um á hvern veg þeir eiga að bregðast við með því að fara á vefsetur Guninskis, www.nat.bg/~joro/. Það er meðal annars að finna dæmi um skriftur sem Iesið geta autoexec.bat skrár á tölvu viðkomandi eða þá sett inn í ræsimöppu á Wimio ws-l ölviini hugbúnað sem gert getur sitthvað misjafnt. Að sögn Guninskis geta illvirkjar einnig hægt beitt fyrir sig póstforritinu Outlook 98, því það tekur við ActiveX skriftum þegjandi og hljóða- laust. -i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.